Morgunblaðið - 03.10.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.10.1961, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur okt. 196» Dorothy Quentin: Þögjaey . Skáldsaga snyrta sig. >á horfir hún á sig með kuldalegri gagnrýni og út- reikningi. Andlitið á henni er listaverk og hún snýr því til hægri og vinstri, skoðar það frá ýmsum sjónarhornum og leitar að einhverjum smágalla. í aug- um karlmanns lítur þetta út eins og óseðjandi hégómaskapur og hann hneykslast á öllum útreikn ingnum, hversu mikið sem hann kann að dást að árangrinum. Og í augum mannsins, sem stóð í hálfopnum dyrunum á ká- etunni var þetta furðuleg opin- berun. Hann staðnæmdist þarna nokkur augnablik, og horfði á verkið með hrifningu, en ofur- lítið háðsbors lék um varir hans, áður en hann sagði: >ú ert þá loksins komin, Francoisé! Hún snarsneri sér á stólnum, og gleðin skein út úr augum hennar og bros færðist yfir and- litið við þessa rödd, sem hún þekkti svo vel aftur; og fullkom- leikargríman hennar sprakk í þúsund mola er hún þaut upp Og barn. Allar ráðleggingar Sols voru samstundis gleymdar og hún kastaði sér í fang haíis í gieði sinni og hrifningu. II. Hann breiddi út faðminn á móti henni, eins og hann hafði gert svo oft áður fyrr, en í stað þess að faðma hana að-sér með ákafa eins og þá, tók hann í oln- bogana á henni og hélt henni þannig fastri, svo að hann gæti horft á hana og tillit hans var hæðnislegt. Honum varð hugsað til þeirrar Francoise, sem hann hafði séð síðast, föla, renglulega krakkans, sem þá hafði staðið á þilfarinu á öðru skipi og látið vindinn blása hárinu á sér út í loftið, og hann minntist saknaðar svipsins á henni, er hún reyndi að hafa hemil á tárum, sem hún vildi ekki sýna á almannafæri, en móðir hennar og nýi stjúpinn stóðu sitt hvorum megin við hana, eins og fangaverðir. Og hann heyrði nú aftur hvísl henn- ar, er hún sagði, áður en hann gekk á land: Ég skal koma aftur, André. >au geta ekki haldið mér kyrri í Ameríku, þegar ég er orð- in tuttugu og eins árs. Og hann sá aftur fyrir sér valdsmanns- lega hreyfingu móður hennar, er hún dró stúlkuna frá borðstokkn- um, og loks vatnsröndina milli skips og lands, sem breikkaði í sífellu. Mon dieu, hvað þú hefur breytzt! sagði hann ósjálfrátt, og allt í einu breyttist þetta rann sakandi augnaráð hans. Ég óska þér tir hamingju — breytingin er alveg töfrandi, bætti hann við háðslega um leið og hann tók hendur hennar og kyssti þær léttilega, hvora eftir aðra. >essi franska kurteisi og aðdáun í aug um hans á fagurri konu, var svo langt frá kveðjunni, sem Frankie hafði vænzt að henni fannst rétt eins og sér hefði verið gefið utan undir. Hún hafði verið bitin af með eintómri kurteisi og minnt á, að hún væri ekki lengur krakki og hann þrítugur maður. Ósjálfrátt hopaði hún á hæl, bæði líkamlega og andlega; grím an færðist aftur yfir andlit henn ar, en samt gat hún ekki annað en starað á hann. — >ú hefur líka breytzt, sagði hún lágt, þú ert or'ðinn svo líkur h,onum pabba þínum. Hann var ennþá hávaxnari og dökkur á hörund, enn með fim- legu hreyfingarnar, sem hún mundi svo vel, en þykka, dökka hárið var ofurlítið tekið að grána við gagnaugun, og fasta augna- tillitið og einbeitti kjálkasvipur- inn var orðinn fullorðinslegt. En svo var einhver þreyta og spenn- ingur um hann allan, sem hún kannaðist ekki við. Munnurinn með þunnu efrivörinni og ó- kyrru, viðkvæmu eðrivörinni, brosti nú ekki. Og svo var ein- hver hæðnissvipur á honum þeg- ar hann leit á hana, sem hún kannaðist ekki við. Tíu ár eru langur tími, sagði hann hóglega, og þú munt sjá, að hér hefur margt breytzt, Franc- oise. Og ekki allt til batnaðar. Ég er hræddur um, að Laurier sé kominn í niðurníðslu — hann frændi þinn missti allan ábuga á búgarðinum, þegar þú komst ekki heim aftur — þegar hann þóttist vita, að þú mundir ætla að lifa lífi þínu annarsstaðar. Já, en nú er ég bara komin! Og það hef ég alltaf ætlað mér að gera. Allt í einu var hún orðin reið. >að var eins og hann væri að ávíta hana fyrir þessa nauð- ungar-útlegð hennar. Hún þá samt vindlinginn, sem hann bauð henni, og rétt sem snöggvast snertust hendur þeirra þegar hann kveikti í honum, ag hún fann, sér til mestu skelfingar, að hún elskaði hann ennþá. >essi litla snerting hleypti ólgu í blóð hennar. Niðurnítt gamalt hús á af- skekktri eyju getur naumast orð- ið þér heimili eftir lifnaðarhætt- ina í Sanders sagði hann þurr- lega, um leið og hann renndi vökulum augum yfir velsniðin léreftsföt hennar og stóra hrúgu af dýrindis farangri með lit- skrúðugum miðum frá dýrustu gistihúsum á. Áður en þau vissu af því voru þau farin að rífast. Að visu höfðu þau fullt vald yfir rödd og hreyfingum, svo að hvorttveggja mátti heita kurteislegt, en það var eins og loftið titraði af spenn unni, sem þegar var orðin milli þeirra. Frankie var rétt að því komin að -segja, að hún hefði alls ekki átt heima hjá stjúpa sínum eftir að hún fór úr skólanum, að hún væri búin að vinna fyrir sér í fjögur á....að allur þessi farr angur væru gamlar leifar frá skólafríunum hennar. En nú var hún orðin of móðguð og reið til þess að vilja koma fram með nokkrar skýringar. Laurier er mín eign — Edvard frændi vissi hvað mér þótti vænt um staðinn, æpti hún með ákafa. Hann hlýtur að hafa verið brjál- aður að halda, að hann þyrfti að setja mér nokkur skilyrðf til þess að ég settist þar að. André ypti ofurlítið öxlum og önnur svarta augabrúnin lyftist. >ú komst aldrei heim í sumar- leyfunum þínum, minnti hann hana á, og þú komst heldur ekki þegar þú varðst tuttugu og eins árs. Og þá hélt hann auðvitað.. Mér var ekki leyft að fara heim í sumarleyfunum, svaraði hún hvasst, og þegar ég varð tuttugu og eins árs var ég í miðju námi mínu, til þess að geta unnið fyrir mér. >ú skalt Vita það, André, að í Ameríku lifa stúlkur ekki á sínum nánustu — ekki einu sinni á stjúpfeðrum sínum, þó þeir séu ríkir! Ég vildi vera óháð Ted. Og ég er óháð .... öllumf Má ég óska þér til hamingju með glæsilegan starfsferil, góða mín! Hann drap fimlega í vind- lingasstúfnum og handahreyfing arnar voru eins og hjá skurð- lækni. Og hvernig ætlarðu að koma því saman að rækja starf þitt og eiga heima hérna? Frankie hikaði. Hún vissi vel, hvernig hún hafði vonað að geta hvorttveggja, rækt starf sitt og átt heima í Laurier, hvað hún hafði verið heimsk að vera að leyna starfi sínu, þangað til hún gat trúað André fyrir því, og hvernig hún hafði átt í stríði við móður sína og stjúpa, til þess að fá að læra til starfsins. En eins og André horfði á hana núna, gat hún ekkert farið að gera það uppskátt. Hún hefði verið vitlaus að halda, að hann mundi skilja þetta og samþykkja — halda, að hann yrði óbreyttur eftir tíu ár. >ú munt ætla að uppfylla skil- yrðin í erfðaskránni? sagði hann — og þegar Laurier er orðin þín lögleg eign, muntu ætla að eiga það sem sumarbústað fyrir am- erísku vinina þína, er það ekki? Ekkert hafði verið henni fjær, enda vissi hún, hve mikla óbeit André myndi hafa á slíku. Hún sneri sér við og horfði út um kýraugað, til þess að hann skyldi ekki sjá tárin, sem hún gat ekki hamið þetta gekk einhvernvegin alltsaman öfugt hjá þeim og nú voru þau farin að kankast á, eins og varkárir andstæðingar. >að var óhugsandi að útskýra nokk- urn hlut fyrir manni, sem tók það eins og sjálfsagðan hlut, að hún væri orðin allt önnur en hun hafði verið og hann hafði þekkt hana á barnsaldrinum. Einhverntíma.... einhversstað ar á þessari eyju, myndu þau fá tækifæri til að talast almenni- lega við og eyða öllum misskiln- ingi. Djúpið, sem nú var á milli þeirra myndi þá hverfa og þau mundu geta falað sömu tungu aftur. Hún reyndi að gera sér hlátur og sagði: >að er engu líkara, André, en að þér þyki fyrir því, að ég skuli vera komin aftur heim. Ef þú sækist svona mikið eftir Laurier fyrir sjúkrahús, var fallega gert af þér að koma að taka á móti mér. Ertu búin að gleyma, að ég er hér læknir — og það eini lækn- irinn? Hann hló snöggt og lagði höndina á öxl hennar. Og svo er ég líka með skilaboð til þín frá mömmu. Hún býst við þér í hádegisverð í húsið þar sem hún býr núna. >egar ég er búinn að afgreiða skipið, verð ég að fara í læknisstofuna í Bellefleur. Taktu mig með þér! Lofaðu mér að vera hjá þér. Mig langar ekkert í mat með þessum gamla dreka, henni mömmu þinni! sagði hún við sjálfa sig, en vit- anlega heyrði André það ekki. Hann bætti við hressilega: Ef ég losna ekki nógu snemma, ekur Tom, þjónninn minn, þér heim til mömmu. Hún vill auðvitað sjá þig eins fljótt og hægt er. >að var rétt svo, að hún gæti stillt sig um að leggja höfuðið á öxl hans og sleppa tárunum laus- um. >á mundi hann hugga hana, eins og hann hafði alltaf gert áður. >á mundú þau hætta þessu bjánalega orðaskaki og vera saman aftur. Hönd hans hvíldi fast á öxl hennar, rétt eins og hann væri farinn að skilja hana. >að hringlaði í tréhringunum á dyratjaldinu og Rex Mallory sté inn í káetuna, og kallaði glað lega. Góða mín, það er farið að bíða eftir þér uppi í borðsalnum, eftir vegabréfi og þessháttar.... afsakið ef ég ónáða.... Hann snarþagnaði og André tók hönd- ina af öxlinni á Frankie, en hún deplaði augum, brosandi, sneri sér svo við og tók upp handtösk- una sína, vegabréfið og önnur skjöl. Skárri er það birtan, svona snemma, sagði hún til þess að af- saka, að hún skyldi Vera að píra með augunum og síðan kynnti hún mennina, glöð í bragði. >etta er Rex Mallory, sem á að leika aðalhlutverkið í nýju myndinnl með Sally Harding. Rex, ég vil, að þú kynnist gömlum vini mín- um, André, greifa af Tourville. >eir heilsuðust kurteislega og brostu eins og menn gera í sam- kvæmum. En svo hló André eins og hann átti að sér og sagði: Við skulum alveg sleppa titlinum. SHUtvarpiö I»riðjudagur 3. október 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Jakob Jónsson. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. -• 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 „Við vinnuna“: Tónleikair. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:0ð Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veð- urfregnir). 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Obókonsert í Es-dúr eftir Carl Philippe Emanuel Bach. (Lucerne hátíðarhljómsv. leikur. Rudolf Baumgartner stj. Einleikari: Heinz Holliger). 20:20 Erindi: Um íslenzkan sjávarút- veg (Guðmundur Jörundsson for stjóri). 20:45 Svissnesk nútímatónlist: Strengjakvartett eftir Richard Sturzenegger — (Winterthurer- kvartettinn leikur). 21:10 Ur ýmsum áttum (Ævar R. Kvaran leikari). 21:30 Einsöngur: Jo Stafford syngur bandarísk þjóðlög. 21:45 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Jakob 1». Möller). 23:00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 4. október 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Jakob /Jónsson. — 8:05 Tónleikar. —• 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 ,,Við vinnuna*': Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veð- urfregnir). 18:30 Tónleikar: Operettulög. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Islenzk tónlist: a) Dómkórinn syngur lög eftíf íslenzka höfunda (Páll Isólfs- son stjórnar). b) Svíta eftir Skúla Halldórsson (Hljómsveit Ríkisútvarpsins leikur. Bohdan Wodiczko stj.) 20:20 Erindi: „Þar sem að bárur brjóta hval á sandi'* (Arnór Sigurjóns- son rithöfundur). 20:45 Konserttónlist fyrir málmblásara og strengj asveit eftir Hindemitib (Sinfóníuhljómsveit Vínarborg^c leikur; Herbert Háffner stj.). 21:05 Tækni og vísindi; XI. þáttur* Radíóstjörnufræði og fleira (Páll Theódórsson eðlisfræðingur). 21:25 Samleikur á fiðlu og píanó: Són- ata í g-moll eftir Debussy (Christ ian Ferras og Pierre Barbizet leika). 21:40 Ferðaþáttur: Ur Víðidal; síðari hluti (Björn Daníelsson skóla- stjóri á Sauðárkróki). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn'* eftir Arthur Omre; XVI. (Ingólfur Kristjánsson rithöfundur). 22:30 Dans- og dægurlög. a) Willy Berking og hljómsveit hans leika. b) Gitta Lind og Christa Willi- ams syngja með hljómsveit Arno Flor. 23:00 Dagskrárlok. . . . ■>& SMPAUTGCRP RiKISINS M.s. HEKLA fer vestur um land í hringferS hinn 5. þ.m. Tefcið á móti flutn- ingi í dag til Patreksfjarðar, Bíldudals, >ingeyrar, Flateyrar, Súgandafjarðar, ísafjarðar, Siglu fjarðar, Dalvíkur, Akureyrar, Húsavíkur, Raufarhafnar og >órshafnar. Farseðlar seldir á miðvikudag. Ms. SKJALDBREIÐ fer til Breiðafjarðar hinn 0L þ.m. Tekið á móti flutningi í dag og árdegis á morgun til Ólafsvíls ur, Grundarfjarðar, Stykkis- hólms og Flateyrar, Farseðlar seldir á fimmtudag. M.s. HERJÖLFUR fer á morgun til Hornafjarðar og Vestmannaeyja. Vörumóttaka í dag. Ms. BALDUR — Hver hefur tekið prjónana mína? w a r L / u ó — Eldurinn var kveiktur til að fá mig burt frá hreirrdýra- girðinguniun! .... Og það heppn aðist . . . Eitt hreindýranna er horfið! Davíð, flýttu þér að hringja í slökkvistöðina . . . >að er kominn upp skógareldur oig hann breiðist ört út! Á meðan færist eldurinn undan sterkum vindi stöðugt í áttina að tim'burturninum, þar sem Sirrí liggur bundin. fer til Gilsfjarðar og Hvammi fjarðarhafna og Rifshafnar í dag. Vörumóttaka í dag.'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.