Morgunblaðið - 03.10.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.10.1961, Blaðsíða 22
22 MORGVNBL4ÐtÐ Þriðjudagur okt. 1961 Ríkharður leitar læknis- hjálpar í Þýzkalandi Vinir hans efna til samskota til að létta kostnaðinn RÍKHARÐtTR Jónsson hinn lands kunni knattspyrnumaður frá Akranesi heldur utan til Þýzka- lands 14. okt. Förina fer Ríkharð ur til að reyna að fá bót á löm- un í fæti er hann hlaut eftir meiðsli í knattspyrnu. Að fyrir- sjá Gísla Sigurbjörnssonar for- stjóra Elliheimilisins munu fær- ustu sérfræðingar rannsaka löm un Ríkharðar og gera tillögur til úrbóta. # Von um bata. Ríkharður hefur verið frá iknattspyrnuiðkun og stundum frá vinnu s.L 2 ár. Kenndi hann meiðslanna er leiddu til lömunar- innar, er hann dvaldist hjá Arsenal í London. Skaddaðist þá Ríkharður í baki með þeim afleið ingum að hann lamaðist á fót- legg að nokkru. Allt hefur verið reynt hér heima til að gera að meiðslunum en bati gengið hæg- ar en skyldi. Eftir sjúkdómslýs- ingu telja hinir þýzku sérfræðing ar að vonir standi til að hægt muni að bæta þá lömun sem orð- ið hefur. # Samskot. Nokkrir vinir Ríkharðs, sem vrta það gerla að þessi för hans í von um bata kostar mikið fé. Styzta dvöl hans ytra yrði 2—3 mánuðir, en geta orðið 6—8 mán- uðir, að því er Sveinn Sæmunds- son blaðafulltrúi tjáði blaðamönn um í gær. „Þess vegna hefi ég tekið að mér forystum um það“, hélt Sveinn áfram, að gamlir að dáendur Ríkharðar á knattspyrnu vellinum létti honum byrðarnar af þessari för með því að skjóta saman handa honum fé. Margt smátt gerir eitt stórt og ef marg ir leggjast á eitt, verður þetta létt söfnun. Sveinn lagði fram söfn- unarlista, sem hann hefur látið gera og er það hugmynd hans að starfsmenn í stærri fyrirtækjum taki að sér slíka lista og að unn endur knattspymu og þá ekki sízt aðdáendur margra stórra af reka Ríkharðs á því sviði fá tæki færi til að sýna með smáframlagi þakklæti og aðdáun sína. Þessa lista er hægt að fá hjá Mbl. # För Ríkharðar. Ríkharður fer utan 14. þ.m., eins og fyrr segir. Heldur hann til Duisborgar í Þýzkalandi en þar eru frægir sérfræðingar á þessu sviði og þeir beztu að dómi Gísla Sigurbjörnssonar. Fyrst verður hann að gangast undir víð tæka rannsókn og fyrst að henni lokinni er nokkuð hægt um það að segja hvernig bati muni tak- ast og hve langsóttur hann verð ur. Hugsanlegt er að gera þurfi þriðju skurðaðgerðina á Rikharði en úr því verður skorið með rannsókninni. Sveinn Sæmundsson blaðafull- trúi er náinn vinur Ríkharðar og hóf fyrstur máls á því að gamlir vinir hans fengju að leggja hon um lið í þessari kostnaðarsömu veikindum hans. Sveinn sagði að batinn hefði gengið verr en skyldi ekki sizt vegna þess að Ríkharður hefur orðið að vinna strax að lokinni hverri aðgerð. Það yrði því honum ómetanlegur styrkur ef lyft væri undir bagga með honum. • Fyrsta gjöfin. Áður en Sveinn kallaði blaðamenn tii sín út af málum Ríkharðs hafði fyrsta peninga gjöfin borizt til íþróttasíðu Mbi. Það voru starfsmenn Steypustöðvarinnar, sem sendu Ríkharði kveðju sina ásamt kr. 675.00. — Áður var vitað að fleiri gjafir, sumar stórar höfðu borizt til annarra blaða. Ríkharður Jónsson. KR vann Hafn- firðinga með 2:0 Á laugardaginn léku KR og; í heiíd náðu Hafnfirðingar á köfl- Hafnarfjarðarliðið s bikarkeppni' um góðum leik. En það nægði þó ekki til að ógna sigri KR. KSl. Úrsiit urðu þau að KR- sigraði með 2 mörkum gegn engu. Var sigur KR verðskuldað- ur í þessum leik, en Hafnfirðing- ar náðu þó á köflum góðum leik. KR ingar náðu snemma undir- tökum í leiknum. Áttu þeir í fyrri hálfleik tvö mjög góð færi en misnotuðu bæði. Seint í síðari hálfleik skoraði Ragnar Þórðarson af stuttu færi eftir laglegt upphlaup og síðar bætti Gunnar Felixs. öðru marki við.Lék hann á tvo varnarleiks- menn og skoraði af stuttu færi án möguleika fyrir markvörðinn. Síðast í leiknum náðu Hafn- firðingar upphlaupi sem endaði með markskoti frá Albert Guð- mundssyni. Er knötturinn var á leiðinni í netið var flautað til leiksloka og markið því ógilt. Albert átti allgóðan leik og lék listir sem sjaldséðar eru hér. Keflavík Akureyri 2:1 Þriðji leikur bikarkeppni KSÍ um þessa helgi var á Akureyri. Þar kepptu Keflvíkingar við heimamenn. Keflvíkingar sigr- uðu með 2 mörkum gegn 1. Fram Valur 3:0 LEIKUR Vals og Fram í bikar- keppninni varð all sögulegur. Framarar unnu með 3 mörkum gegn enigu — en Valsmenn áttu eigi að síður langmestan hluta sóknarleiks í leiknum og aragrúa af „dauðafærum“ en allt kom fyrir ekki. Þeir fengu ekki skorað, jafnvel ekki úr vítaspyrnu sem þeim var dæmd. Forysta Fram Mjög snemma í leiknum náði Fram forystunni. Rúnar Guð- mannson sem lék í stöðu v. út- herja spyrnti að marki af um 30 m færi. Björgvin markv. Vals misreiknaði knöttinn og vindur- inn hjálpaði til við að skrúfa hann inn í markið, án þess að Björgvin gerði tilraun til varnar. Látlaus sókn En það sem eftir var hálfleiks- ins sóttu Valsmenn lengst af. Þeir fengu 4 til 5 ágæt tækifæri til marka en það var eins Og hulin verndarhönd héldi hlífiskildi yfir marki Fram. Það komu skot I stangir Og þverslá en — markið kom ekki. Tvö mörk í viðbót Nær sama pressa var á Fram í síðari hálfleiknum. Þó fór það svo að Framarar skoruðu tvíveg- is. Var v. innh. Fram að verki í fyrra skiptið en 3. markið skor- aði Guðm. Óskarsson eftir gott og mikið einstaklingsframtak og var það fallegasta mark leiksins. Frh. á bls. 23 i « Enska knattspyrnan þessi: 1. deild! Birmingham — Bolton . Cardiff — N. Forest W.B.A. — Mancheste rC West Ham — Leicester 2. deild: Brighton — Sunderland .......* Derby - Newcastle innar Raith — St. Mirren 4:0 úrslit Rangers — Stirling A. 4:1 Thd. Lanark — Dundee ... Staðan er nú þessi: .. 2:1 1. deild (efstu oz neðstu liðin): Burnley 11 9 1 1 38:22 19 . 4:0 West Ham 11 6 3 2 26:18 15 . 2:2 Manchester U. 10 6 2 2 20:14 14 - 3:5 Arsenal 10 S 4 4 17:22 8 í 0:2 Chelsea 11 2 3 6 19:24 7 . 1:4 Birmingham 11 2 3 6 13:28 7 . 1:0 . 2:2 2. deild (efstu og ■eðstu liðin): . 4:1 Liverpool 10 9 1 0 29:4 19 Southampton 11 6 2 3 21:10 14 Rotherham 10 T 0 3 23:18 14 . 1:1 Bristol Rovers 11 3 1 7 22:15 7 Leeds 11 3 1 7 7:21 7 Charlton 11 1 2 8 8:21 4 . 1:2 I 3. deild er Portsmouth efst með . 1:1 19 stig. en í öðru sæti er Bornemonth . 4:1 með 18 stig. I 4. deild er Colchester . 2:2 efst með 20 stig, en Alderhot í öðru sæti með 18 stig. Úrslit í Skotlandi urðn m.a. þessi: I Skotlandi eru Rangers, Kilmamook og Dundee öll jöfn með 8 stig. Saumavélaviðgerðir Maður óskast til saumavélaviðgerða. Namskeið er- lendis kemur til greina. Framtíðaratvinna. — Um- sóknir merktar: „Saumavélaviðgerðir — 3456“, leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 10. þ.m. Ibúðir til sölu 2ja herb. íbúð á 1. hæð við Rauðarstíg. 3ja og 4ra herb. íbúðir í Vesturbænum í smíðum og fullbúnar. 4ra og 5 herb. íbúðir í smíðum við Háaleit- isbraut og Safamýri. M arkaðurinn, Híbýladeild, Hafnarstræti 5 — Sími 10422 Fullfrúaráð SjálfsfœÖisfélaganna í Reykjavík heldur fund í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld kl. 20.30. Fundarefni: ST J ÓRIM M ÁL A VIÐ H O R F Itt Frummælendur: BJARNI BENEDIKTSSON, forsætisráðherra. JÓHANN HAFSTEIN, dómsmálaráðherra Frjálsar umræður Fulltrúar eru minntir á að mæta stundvíslega off sýna skírteini við innganginn. Stjórn fulltrúaráðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.