Morgunblaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 1
24 sfður wwmMdbib 48. árgangur 224. tbl. — Miðvikudagur 4. október 1961 Frentsmiðja Mo guriblaðslna áEgypta steypa Nas Damaskus, 3. okt. (NTB-AP) ERLENDIR f réttamenn eru nú komnir til Damaskus, en þeim var fyrst eftir bylting- una í fyrri viku bannað. að íerðast þangað. Meðal frétta- manna sem komnir eru til borgarinnar er John Organ frá fréttastofu Reuters og símar hann í dag að allt sé með kyrrum kjörum í borg- inni og ástandið að komast í eðlilegt horf. Útgöngubann hefur verið í borginni að næturlagi, en hefur nú verið stytt úr 12 tímum í fjóra. Útvarpið í Damaskus sendi f dag út áskorun til egypzku þjóðarinnar um að gera bylt- ingu gegn Nasser forseta og endurreisa einingu Araba. Tuttugu stjórnmálaleiðtog- ar í Sýrlandi, sem áður studdu sameiningu landsins °K Egyptalands, hafa lýst yfir stuðningi við núverandi ríkisstjórn. ÁGENGNl EGYPTA Zahreddin hershöfðingi, yfir- maður sýrlenzka hersins,. átti í dag fund með erlendum frétta- mönnum. Sagði hann að meðan Sýrland var í sambandslýðveld- inu hafi Nasser sífellt unnið að því að bola sýrlenzkum herfor- ingjum úr ábyrgðarstöðum í hernum og koma Egyptum að í þeirra stað. Með þessu áfram- haldi hefðu brátt engir Sýr- lendingar verið eftir í hernum, sagði Zahreddin. Þá skýrði hers höfðinginn frá því að Egyptar hafi sent hergögn fyrir tíu mill jónir sýrlenzkra punda frá Sýr- landi til Egyptalands. HLUTLEYSI Dr. Momoun Kuzbari forsætis ráðherra hélt einnig blaðamanna fund í dag. Sagði hann að Sýr- land mundi taka upp hlutleys- isstefnu, og hét því að efnt skyldi til almennra, frjálsra kosninga í landinu innan fjög- urra mánaða. Forsætisráðherr- ann kvaðst mótfallinn þjóðnýt- ingarstefnu og sagði að fyrir- tæki, sem fyrri stjórn landsins þjóðnýtti, yrðu aftur afhent fyrri eigendum. • í kvöldútvarpi frá Damaskus Frh. á bls. 2 Enn flýja þeír sæluna 3*A milljón Ausfur Þjóðverja hafa flúid til V. Þyzkalands frá 1950 Jarlinn af Snowdon London, 3. okt. (NTB—AP).| ANTHONY Armstrong Jones, (eiginmaður Margrétar prins-1 essu systur Bretadrottningar.i var aðlaður í dag. Hlaut hann nafnið jarlinn af Snöwdon. Jarlinn af Snowdon og Mar- grét prinsessa eiga von á barni 9í þessum mánuði. Verði það' [Jsonur, hlýtur hann nafnbótina JLinley greifi, en það nafn fylg ir einnig jarlstign föðurins. Eft það verður dóttir, nefnist hún lafði Armstrong Jones. Margrét prinsessa nefnist hér eftir Hennar konunglega tign Margrét prinsessa, greifa- frú af Snowdon. \ Snowdon er nafn á hæsta fjalli Wales og talið að það hafi verið valið vegna tengsla Armstrong Jones fjölskyldJ unnar vi8 Wales. Nafnið Linley er úr móðurætt Arm ströng Jones. (MMMMkMi Northeim og Duderstadt, Vestur-Þýzkálandi, 3. ökt. — (NTB — APJ — FIMMTÍU og fimm manna hópur Austur-Þjóðverja flýði í nótt yfir landamærin til Vestur-Þýzkalands og kom- ust allir heilu og höldnu til borgarinnar Duderstadt. Á flóttanum voru mennirnir sámanbundnir eins og fjall- göngumenn til þess að eng- inn villtist á leiðinni, en börnum og gamalmennum var komið fyrir í hestvagni. A hestvagninum var hús- Einn af herforingjum byltingarin nar borinn um götur Damaskus. gögnum staflað umhverfis flóttafólkið til að verja það skotum landamæravarða, ef til kæmi, en hófar hestanna voru vafðir tuskum til að ekki heyrðist í þeim á leið- Þúsundir manna gengu nm 1 götur Damaskus eftir að bylt- ingunni lauk. Bar mannf jöld- inn spjöld með slagorðum gegn Nasser og græn-hvit- svarta fána með þrem rauðum stjörnum, en þannig var þjóð- fáni Sýrlands fyrir sameining- "na við Egyptaland 19S8. ÓTTUDUST BROTTFLUTNING Flóttafólkið var allt frá þorp- inu Böseckendorf í Austur Þýzka landi, skammt austan við Duder- stadt í Vestur Þýzkalandi. Óttuð- ust þorpsbúar brottflutning til samyrkjubúa, því yfirvöldin í Austur Þýzkalandi eru að ,,hreinsa til" á landamærunum og flytja alla, sem þar búa. Hið eina, sem markar landamærin á þessu svæði, er upphækkun, en þarna eru hvOrki múrveggir né gadda- vír. En talið er sennilegt eftir þennan fjöldaflótta að þarna verði settar upp tálmanir. í Berlín tókst 8 mánns að flýja yfir steinvegginn til Vestur Berlínar, nokkrir með því að synda yfir Spreefljótið, aðrir brutust gegn um gaddavirsgirð- ingar. Eirin 24 ára austur þýzkur verkamaður tók traustataki krana bifreið, sem notuð hafði verið við smíði múrveggsins á landamærun um, og ók henni gegn um eftir- litsstöð Austur Þjóðverja við Heinrich Heine Strasse og yfir til Vestur Berlínar kl. 6 í morg- un. Austur þýzka lögreglan hélt uppi skothríð á bifreiðina á flótt- anum, én manninn sakaði ekki. 3% MILLJÓN Á árunum 1950—1960 flýfftt samtals 3.300.000 Austur Þjóð- verjar yfir landamærin til Vestur Þýzkalands, að því er segir i frétt ARP fréttastofunnar. Mestur var flóttamannastraumurinn árið 1953, en þá flýðu 410.000 manns vestur yfir landamærin. Árið 1956 komu 400.000 flóttamenn til Vestur Þýzkalands. í bráðabirgðaskýrslu fyrir árið 1961 segir að á^ tímabilinu frá ,janúar til september hafi 190.000 flóttamenn komið frá Austur til Vestur Þýzkalands. Svíi forstjori IAEA Kosið í sfjórn Árnasafns Kauipmannahöfn, 3. okt. Einkaskeyti frá Páli Jóns- syni. — Kaupmannahafnarblaðið Ber- lingske Tidende skýrir í dag frá kosningu í stjórn Árna- saf ns. Segir blaðið að háskóla- ráð Kaupmannahafnarhá- skóla hafi kosið prófessorana Jón Helgason og Kr. Hald. og Sáttmálasjóður muni síðar til nefna einn stjórnarmeðlim. Vilja halda áfram Berlingske Tidende segir að prófessorarnir Jóhannes Brónd- sted og Bröndum-Nielsen, sem til nefndir voru af kennslumálaráðu Framh. á bls. 23. Vín, 3. október — (AP—NTB) — Sænski kjarnorkufræðingur- inn dr. Sigvard Eklund var í dag kjörinn aðalforstjóri al- þjóða kjarnorkumálastofnun- arinnar (IAEA) með 46 atkv. gegn 16. Fjórtán ríki sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Aðalfulltrúi Rússa á ráðstefh- unni, Vassili Emelyanov prófess or, barðist ákaft gegn kosningu Eklunds, og lagði til að yfirstjórn stofnunarinnar væri falin þrem mönnum, einum frá kommúnista rikjunum, einum frá Vesturveld- uDum og einum fulltrúa „hlut- lausu" ríkjanna. Kormmúnistarík in, Júgóslavía og nokkur „hlut laus" Afríku- og Asíuríki greiddu atkvæði gegn Eklund. Eklund, sem er fimmtugur, tek ur við af W. Sterling Cole frá Bandaríkjunum, sem lætur af störfum í nóvember, og er kos inn til fjögurra ára. NÚ EBU skólarnir að byrja og veldur það miklum breyt- ingum á útburðarstarfsliði blaðsins. Má búast við að þetta valdi talsverðum erfiðleikum við að koma blaðinu til kaup- enda, a.m.k. fyrstu daga októ ber, en að sjálfsögðu verður allt gert, sem hægt er til þess að það gangi sem greiðlegast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.