Morgunblaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 4. okt. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 5 MENN 06 = MALEFNI= S.L. FIMMTUDAG tilkynnti Kennedy, Bandaríkjaforseti, á blaðamannafundi í Washing- ton, að John McCone myndi í nóvember n.k. taka við stjórn Leyniþjónustu Bandaríkjanna af Allen Dulles, sem hefur verið forstöðumaður hennar s.l. 8 ár. — ★ — f stjórnartíð Eisenhowers, var McCone, sem er republi- kani, formaður bandarísku kjarnorkunefndarinnar. í lok stjórnartíðar sinnar, sagði Eis enhower eitt sinn við McCone: — Jo-hn, þú ættir ekki a-ð eyða svona miklum peningum í þetta hús, þú veizt að við eigum ekki eftir að vera hérna í Washington nema nokkra mániuði. En John Alex McCone eyddi peningunum og hélt húsinu, eftir að hann lét af embætti við stjórn Eisenhowers. Þetta er eitt hinn mörgu happa- drjúgu fyrirtækja, sem hinn 59 ára gamli kaupsýslum-aður frá Kaliforníu hefur lagt í. Nú á hann hús til að búa í, þegar hann snýr aftur til höf- uðborgarinnár til að taka við emfoætti forstöðumanns Leyni þjónustunnar. Það var með nokkru hiki, sem McCone tók útnefning- unni til embættisins, en það er ólíkt honum að hika og á með an hann var í Washingcon, var hann þekktur innan stjornar innar sem ákveðinn og vilja- styrkur stjórnandi. Ástæðan til hiksins er sú, að McCone, sem er ákaíur republikani og studdi Nixon í kosningabaráttunni s.l. haust, John Alex McCone var í vafa um að hann gæti orðið demokrata stjórninni að nægilegu liði. Það að hann lauk við bygg ingu húss síns og seldi það ekki, bendir til þess, að hann hafi undir niðri, rennt grun í að hann yrði kallaður aft-ur til starfa fyrir stjómina. Nýr íorslöðu- mnður leyni- þjónustu USA Það var leikni McCone í stjórnmálum, sem ruddi hon- um brautina til Washmgton á ný. Sem formaður kjarnorku- nefndarinnar frá miðju ári 1958 — 20. jan. 1961, tókst honum að jafna deilumál repu blikana og demokrata i nefnd inni. Og þegar hann sagði lausu starfi sínu, var honum og demokrötunum í nefndinni v-el til vina. Þessir menn áttu þátt í því að hann var nú út nefndur forstöðumaður Leyni- þ j ónustunnar. McCone hefur siiíurgrátt hár og notar gleraugu. Hið kringluleita, alvarlega andlit hans verður stundum snögglega að einu brosi, þegar hann talar. En rödd hans er lág og varfærnisleg. McCone gekk fyrst í þjón- ustu hins opinbera í stjórnar tíð Trumans og var í flug- málanefnd forsetans 1947—48 og á þeim tíma kontst á vin- átta með honum og Dwight D. Eisenh-ower. Þetta starf leiddi einnig til þess að frá 1950—51 var han-n einn af yfirmönnum flughers Bandaríkjanna og hafði yfirumsjón með aukinni framleiðslu herflu-gvéla vegna Kóreustríðsins. Sem afkomandi fjölskyldu, er hafði stofnað járniðnaðar- fyrirtæki í Nevada 1860, hóf hann störf við stá-1 og byg-ging ariðnað, þegar hann hafði lok ið verkfræðiprófi 1922. Þegar hann var 32 ára varð hann framkvæmdastjóri--------- „Consolidated Steel Corpor- ation“ í Los Angeles og 1937 stofnaði hann sitt eigið verk fræðifyrirtæki. Á árum síðari heimsstyrjald arinnar stjórnaði McCone skipasmíðastöð Califórníu og jókst framleiðsla hennar mjög á þeim tíma. Eftir heimsstyrj öldina eignaðist hann svo sína eigin skipasmíðastöð. McCone hefur mikla ánægju af tónlist. Hann kvæntist 1938, Rosemary Cooper frá Idaho og eru þau hjónin barnlaus. Miðaldra maður vannur opinberum störfum óskar eftir atvinnu við bók hald, endursk. eða önnur alm. skrifstofustörf. Uppl. í síma 22540 kl. 4-7 í dag. A T H U G I » að bOrið saman '5 útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðiv u, en öði um blöðum, — Levin! Nýr Levin-gítar til sölu með tösku. Góðir afborg- unar-skilmálar. Uppl. í síma 10643 eftir kl. 1«. Til sölu Opel Rekord í góðu lagi. Uppl. í síma 50284. Innheimtumaður getur bætt við sig reikning um. Tilb. er greini kjör, sendist Mbl. fyrir 10. þ. m. merkt: „Heiðarlegur — 5397“. Kápa — Kjóll Ensk vetrarhápa (stórt númer) og ullar jersey kjóll til sölu að Kjartans- götu 2. (Kjallari, vestur- endi). Lágt verð. Yfirsængur nylonfylltar, (léttar og hlýjar, sem dúnsængur). Til sölu í Garðastræti 25. Símj 14112. Lítill svefnbekkur óskast með rúmfataskáp. Uppl. í sýma 33491. Tek að mér bókhald og aðrar skriftir, í* Rvik og nágrenni. Sími 15962. Pússningasandur góður, ódýr, einnig hvítur sandur. Sími 50230. aw< illlit úr - &kJi£ÁXAbw\lAY\ÍÝK sbcilvöÝuf L.oftleiðir h.f.: Miðvikudaginn 4. okt. er Þorfinnur karlsefni væntanlegur frá New York kl. 06:30. Fer til Glsgow og Amsterdam kl. 08:00. Kemur til baka fná Amsterdam og Glasgow kl. 24:00. Heldur áfram til New York kl. 01:30. Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss fer frá NY 6. 10 til Rvíkur. Detfifoss er á leið til Rotterdam. Fjallfoss fór frá Andverpen 2. 10 til Hull. Goðafoss er á leið til Rvíkur. Gullfoss fer frá Khöfn 3. 10 til Leith og Rvíkur. Laganfoss er á leið til Jakobsstad. Reykjafoss fer frá Khöfn 3. 10. til Islands. Selfoss er á leið til Dublin. Tröllafoss er i Cork. Tungufoss er á leið til Rotterdam. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. Katla er í Haugesund. Askja er á leið til Grikklands. Skipadeild SÍS: Hvassafell fór í gær frá Olafsfirði áleiðis til Onega. Arn- arfell kemur til Stettin á morgun frá Ostende. Jökulfell lestar á Norður- landshöfrium* Dísarfell losar á Norð- urlandshöfnum. Litlafell kemur til Ak- ureyrar í dag frá Reykjavík. Helga- — Hvar I óskðpunum er nd beitan? * * * — En hve ég elska Alpafjöllin. f>au hafa veitt mér hamingj-urík- ustu daga æfinnar. — Hvernig þá? Þú hefur aldrei verið þar. — Nei. En konan mín hefur verið þar. — O — Frú Smith átti tvo syni og hafði unga mjög laglega hjálparstúlku. Hana grunaði að anttar sonanna ætti vingott við stúlkuna og langaði til að vita hvor það væri. Einu sinni spurði hún stúlkuna: — Elsa, ef annar sona minna myndi bjóða yður út, hvor vild- uð þér að það væri? — Ég get varla d-æmt um það, frú. Ég hef farið út með þeim foáðum oig s-kemimt mér ágætléga, en foezt skemmti ég mér þó, þegar ég fór út með hr. Smith. fell er væntanlegt til Rostock 5. þ. m. frá Leningrad. Hamrafell fór 27. f. m. frá Reykjavík áleiðis til Batumi. Tubal lestar á Norðurlandshöfnum. Hf. Jöklar: Langjökull fór frá Vest- mannaeyjum í gær áleiðis til Noregs, Austur-Þýzkalands og Finnlands. Vatnajökull er á leið til Haifa. Laugardaginn 30. f. m. voru gefin saman í hjónaband af séra Árelíusi Níelssyni ungfrú Sigríð- ur Guðmundsdóttir, verzlunar- mær, og Oddur Möller, rennismið ur. Heimili ungu hjónanna er að Langholtsveg 204. 70 ára er í dag Jón Gíslason, Hverfisgötu 101 a. Síðastliðinn laugardag opinber u-ðu trúlofun sína ungfrú Hall- dóra Ingjaldsdóttir, Barónsstíg 51, og Sigurður Örn Arinbjarnar- son, Frakkastíg 22, Reykjavík. Þann 29. sept. opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Inger Jörgen- sen, Lindargötu 44 og Guðni Hannesson, Álfheimu-m 11. Kveldi verður feginn sá fyrir kaup sig leigði. Oft hváir heimskur en heyrir þó. Oft kemur kvein eftir kæti. Stendur strá, þegar stórviðir falla. Seldu ekki skinnið, fyrr en hjörn- inn er unninn. Seint reiðist latur rúmi. Oft lifa þeir lengi, sem með orðum eru vegnir. Oft verður góður hestur úr göldum fola. (íslenzkir málshættir). + Gengið + Kaup Sala 1 Sterlingspund 120,76 121,06 1 Bandaríkjadollar .. 42,95 43,06 1 Kanadadollar 41,66 41,77 100 Danskar krónur .... 622.68 624.28 100 Norskar krónur .... 603,00 604,54 100 Sænskar krónur .... 831.55 833.70 100 Finnsk mörk 13,39 13,42 100 Franskir frank 872,72 874,96 100 Belgískir frankar 86,28 86,50 100 Gyllini 1.189,74 1.192,80 100 Svissneskir frank. 994,15 996.70 Siéjufþóf Jór\ssor\ co I ln/VvA»'\‘dv\L'l/l l|-. íbúð óskast Höfum kaupanda að 5 herb. íbúð á hæð í Laugarnesi eða Hlíðunum. — Mikil útborgun. Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR Austurstræti 9 — Sími 14400 5 herb. íbúð til sölu vegna forfalla, í Sólheimum 23, tilbúin undir tré- verk. — Upplýsingar á skrifstofu hússins að Sól- heimum 23, eða skrifstofu félagsins a ðHagamel 18. B.S.F. prentara Til sölu er 3ja herb. íbúð á III. hæð við Sundlaugaveg er til sölu. — Laus strax. Málflutningsskrlfstofa VAGNS E. JÓNSSONAR Austurstræti 9 — Sími 14400 Til sölu er stórt timburhús á stórri lóð við Tjarnargötu Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR Austurstræti 9 — Sími 14400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.