Morgunblaðið - 04.10.1961, Page 6

Morgunblaðið - 04.10.1961, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. okt. 1961 MW Spil frá Evrópumeisi aramótinu Tap og sigur á EM. í 12. umferð í opna flokknum fóru leikar þannig að Noregur vann fsland 97:46 eða 6:0 (í hálf leik var staðan 31:17 Noregi í vil). Önnur úrslit urðu: Ítalía vann Þýzkaland 6:0; Spánn vann Hol- land 6:0 S;viss vann Belgíu 6:0; Frakikland vann Svíþjóð 6:0; Eng land vann Egyptaland 6:0 og Líb anon og Finnland gerðu jafntefli 3:3. í kvennaflokki fóru leikal þannig að Svíþjóð vann ísland 4:2 (103:99), írland vann Noreg 6:0; Holland vann Finnland 6:0; Frabkland vann Þýzkaland 6:0 og England vann Egyptaland 6:0. í 13. umferð í opna flokknum fóru leikar þannig að ísland vann Þýzkaland 6:0 (120:70); Holland vann Noreg 5:1; Spánn _ vann Belgíu 6:0; Svíþjóð vann írland Sviss vann Egyptaland 5:1; Frakk land vann Líbanon 6:0 og Dan- mörk vann England 5:1. Staðan í opna flokknuim að löknum 13 umferðum er þessi: 1. England .... 70 st. 2. Danmörk .... 61 — 3. Ítalía 58 — 4. Frakkland 58 — 5. Sviss 53 —1 6. ísland 51 — 7. Svíþjóð 51 — 8. Noregur .... 51 — 9. Þýzkaland .. 38 — 10. Spánn 38 — 11. Holland 35 —i 12. Egyptaland .. 34 — 13. Belgía 30 — 14. írland 28 — 15. Finnland .... 22 — 16. Líbanon .... 18 — EINS og áður hefur verið skýrt frá þá var fyrri hálfleikur í leiknum milli íslands og Ítalíu sýndur á sýningartjaldinu. Fá skemmtileg spil voru í þessum hálfleik og skemmtu áhorfend- ur sér einkum við að athuga sagnir og þó sérstaklega ítal- anna. Spilið, sem hér fer á eft- ir er eitt þeirra, er vakti at- hygli fyrir sagnir. ftalimir Brogi og Bianch,i sem spila hið mjög erfiða Quadri Livorno- kerfi, voru A-V og hjá þeim gengu sagnir þannig: Vestur Norður Austur Suður pass pass 1 ♦ pass 2 * pass 2 ♦ pass 2 A pass 3 ♦ pass 3 V pass 5 ♦ allir pass Áður en sagnir eru athugað- w nanar, spilin: * 63 er rétt að athuga A D G 8 V D 9 8 ♦ 10 9 64 ♦ K10 6 A K V 73 N y Á 6 5 42 y ÁKD3 ♦ 875 fr 943 .* ÁDG7 2 ♦ Á 10 97542 V KG 10 ♦ G ♦ 85 Fyrsta sögn Austurs er tilbú- in og er eingöngu spurnarsögn, en lofar alls ekki tigli, frekar en öðrum litum. Öllum til mik- illar undrunar sagði Jóhann Jónsson, sem sat Suður, pass, og á hann þó spil til að segja einn spaða. Tvö lauf hjá Vestur sýna annað hvort einn ás eða 2 konunga. 2 tiglar hjá Austur sýna lit og spyr Austur um leið um lengd í þeim lit hjá félaga. Vestur svarar með þremur spöð um, sem sýna 3 spil í tigli. Nú segir Austur frá laufalitnum með sögninni 3 lauf og spyr einnig um lengd í þeim lit hjá félaga. Vestur segir til um lengdina með þremur hjörtum og því næst koma lokasögnin hjá Austur, 5 tiglar. Spilið tapaðist þrátt fyrir fjölskrúðugar sagnir. 200 til ís- lands. Á hinu borðinu voru sagnir eðlilegri og várð lokasögnin 3 spaðar hjá Suður og unnust 4 spaðar. 170 til ítalíu og fékk ís- land 1 stig fyrir spilið. Alyktun lækna EFTIRFARANDI tillaga var sam’ þótt samningar milli L. R. og þykkt samhljóða á læknafundi 2. október og felur hún í sér mót- mæli gegn bráðabirgðalögunum, sem læknar munu þó viðurkenna, svo sem stjórn félagsins hefur áður tilkynnt. Einnig kemur þar fram, að félagið mun halda áfram viðræðum um endurbætur á fyr- irkomulagi læknisþjónustunnar, eins og fyrirhugað var áður en bráðabirgðalögin voru sett. „Almennur félagsfundur Lækna félags Reykjavíkur, haldinn í Há- skólanum, mánudaginn 2. októ- ber ályktar eftirfarandi: 1. Fundurinn mótmælir algjör lega setningu bráðabirgðalaga- frá 30. sept. 1961 um framleng- ingu á samningum milli .lækna- félaga og sjúkrasamlaga, og tel- ur, að með þeirri lagasetningu hafi verið freklega gengið á starfsfrelsi og samningsrétt lækna. 2. Fundurinn mótmælir algjör lega því, sem fram kemur í for- sögn bráðabirgðalaganna, að vandræðaástand hefði skapazt Sjúkrasamlags Reykjavíkur hefðu fallið niður. Félagar L. R. hefðu innt af hendi alla læknisþjónustu, sem þeim var unnt að veita eftir brottfall samninganna við S. R. og myndi því almenn heilsugæzla alls ekki hafa beðið hnekki við þetta enda hafði L. R. gert ráð- stafanir til þess að bæta læknis- þjónustuna verulega m. a. með aukinni varðþjónustu og skyndi- læknishjálp. Áformað var að heimilislæknar skyldu sinna sjúklingum sínum áfram og það án tillits til fjárhagsgetu, svo sem ætíð hefur verið. 3. Fundurinn felur sjtórn félagsins að halda áfram að vinna að endurbótum á skipulagi lækn- isþjónustu hér í bænum og verði í því efni fylgt þeirri stefnu, sem mótuð hefur verið að undanförnu af félagsins hendi.“ (Fréttatilkynning frá Læknafélagi Reykjavíkur), Rithöfundar fordæma óhróðursskrif um Kristmann EFTIRFARANDI ályktun var gerð á stjómarfundi Félags ís- lenzkra rithöfunda 1. okt. sL: „1 tilefni af grein um Krist- mann Guðmundsson • skáld í Mánudagsblaðinu 25. september sl. undir dulnefninu „Jón Reyk- víkingur", þykir stjórn Félags íslenzkra rithöfunda ástæða til að mótmæla harðlega svo rætn- um og órökstuddum skrifum. í áðumefndri grein er óhróð- ur um rithöfundinn persónulega og um verk hans. Þá mun það og einsdæmi í íslenzkri blaða- mennsku að einkalíf manns sé gert að umræðuefni með jafn siðlausum hætti og þarna er gert. Stjóm Félags íslenzkra rit- höfunda telur að víta beri slík Kristmann Guðmundsson skrif, hver sem í hlut á, og væntir þess, að íslenzk blöð virði svo mannhelgi og almennt velsæmi, að rithöfundar lands* ins og aðrir, megi vera óhultir fyrir ærumeiðingum og atvinnu rógi af þessu tagi.“ Frá stjóm Fél. ísl. rithöfunda. Vernd" gefur út rit // VERND nefnast félagssamtök, sem láta lítið á sér bera, en hafa unnið mikið og gott starf hér í Reykjavík. Markmið Verndar er að hlynna að heimilislausum og greiða fyrir ógæfumönnum og hjálpa þeim til heilbr/gðs líf- ernis. Hafa samtökin komið upp vistlegum húsakynnum með gisti herbergjum, setustofu og öðm nauðsynlegu — og þar hefur starfsemin verið rekin um skeið. Samtökin hafa nú gefið út rit, sem ber nafn þeirra, Vernd, og eru þar greinar um ýmis þau vandamál, sem Vernd hefur látið til sín tak„. * Frumskógaæfintýri í Kópavogi Það kemur ekki oft fyrir að dýr ráðist á fólk hér á landi, sem betur fer. Enda er það sem kom fyrir stúlku eina suður í Kópavogi sL sunnudag líkara því að það hefði gerzt í öðrum og heit- ari löndum. Hún hafði verið kvödd í landssíma, og þar sem hún var stödd suður í Kópavogi, hélt hún upp á hæðina, þar sem póstur og sími er til húsa. Þar gekk hún beint inn, lokaði útihurðinni á eft- ir sér og hélt inn eftir gang- inum að réttri hurð. Póst- og símstöðin reyndist lokuð, og fór hún að lesa á hurð- ina. Hún sá út undan sér hvar heljarstór bröndóttur köttur kom, reis upp á afturlappirn- £u: og hvæstL Hún hélt að þetta væri leikur og þó hún sé mesta kattargæla, þá gaf hún sér ekki tíma að sinna kettinum, heldur hélt áfram að lesa og leit síðan á úrið sitt. En allt í einu fann hún að dýrið læsti klóm og kjafti í fæturna á henni. • Illur stundum I fyrstu varð hún svo undrandi að hún gat ekkert gert, en er hún hafði áttað sig, fór hún að verjast kett- inum, sem réðist á hana hvað eftir annað og reyndi að læsa tönnunum í fótleggina á henni. Henni tókst oftast að verjast honum með því að mæta atlögunum með sparki, og reyndi að forða sér að dyrunum, en kötturinn komst alltaf í veg fyrir hana og var nú óður. Loks tók hún til að æpa á hjálp, og eftir nokkra stund kom maður fram. Maðurinn virtist óskóp ró- legur- og sagði: — Kötturinn á það til að verða illur stund um. Svo sneri hann sér að kettinum, sparkaði í hann og sagði: — Hættu, köttur. Vertu ekki að þessu, köttur! Og gegndi kötturinn honum. En stúlkan lét fætuma forða sér. Er hún kom heim, var hún heldur illa til reika, kófsveitt eftir bardagann, blóðug á fót leggjum, með bitstungur eft- Þóra Einarsdóttir ritar inn- gangsorð, Axel Kvaran, sem unnið hefur mikið starf fyrir Vernd, ritar um starfsemi sam- takanna. Þankar læknis um LITLA-Hraun nefnist grein eftir Braga Ólafsson, Guðmundur Ingvi Sigurðsson skrifar nokkur orð um frestun ákæru. Lífsréttir, smámunir og hversdagsleiki, heitir grein eftir Brodda Jóhann- esson og Baldur Johnsen skrifar um „Gamanið rnikla". Drukkið og dansinn stiginn, heitir grein eftir Auði Eir Vilhjálmsdóttur og loks ræðir séra Bragi Frið- riksson stuttlega um Hagnýt við- fangsefnL ir vígtennurnar og rifna sokka. • Óveniulegur köttur , Hún sjálf og þeir sem sáu hana svona til reika fóru nú að hugsa um að ekki væri verjandi að láta svona skepnu ganga lausa, ef litlir krakkar yrðu fyrir barðinu á henni, því hún gæti bein- línis stórskaðað þau, og jafn- vel fullorðnir fengið tauga- áfall af hræðslu við svona móttökur. Hún fór því út í Blómaskálann og fékk að hringja til lögreglunnar. I fyrstu hlustaði lögreglu- þjónninn á sögu hennar og virtist telja slíkt óheyrilegt, en er hún hafði sagt hvar atburðurinn hefði gerzt, þá sneri hann við blaðinu, kvaðst koma þarna daglega og kisa tæki svo vingjarnlega á móti sér. Þetta væri alveg óvenjulegur köttur, sem léki handbolta með fólki og fleiri sögur sagði hann af þessum afbragðsketti. Stúlkan hlyti að hafa móðgað kisu með því að hafa ekki sinnt henni, er hún kom á móti henni. Er lögreglan vildi ekkl sinna málinu, hringdi hún á mánudag á Pósthúsið og ætl- aði að tala við eigandann, sem ekki var viðlátinn, enda ekki viðkomandi Pósthúsinu. Stúlkan sem svaraði sagði henni að hún væri dauð- hrædd við köttinn og oft væri búið að klaga hann fyr- ir sóðaskap og annað. Hefðl það eitt hafzt upp úr því að eigandinn lofaði að loka hann inni á daginn. Og þar sem stúlkunni fannst lítil bót í því að ann- að fólk kynni að lenda í klón um á kettinum í myrkrinu, kvaðst hún ákveðin í að reyna aftur að ná tali af eigandanum, en ékki veit Velvakandi hvernig bað hef- vir farið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.