Morgunblaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 4. okt. 1961 Norsku storþings- kosningarnar eftir Skíila Skúlason í TTNDANFARIN 16 ár heíur norski verkamannafloikkurinn haft hreinan meirihluta í Stór- þinginu c»g atkvæðatala hans far- ið síhækkandi, úr 41% í kosning- unum 1945 upp í 48.3% við kosn- ingar 1957. Þingmannafjöldi floklksins við kosningar á þessu tímabili var 76 árið 1945, 85 árið 1949, 77 árið 1953 og 78 árið 1957. Margir voru komnir á þá skoðun, að stjórnar-meirihlutinn væri ó- vinnandi vígi, eins og Gíbraltar var talið hér einu sinni, og að þeir mundu aldrei upplifa annað en verkamannastjórn, enda hef- ur sá flokkur nú farið með völd- in í fjórðung aldar. En þegar farið var að telja upp í hinum 731 kjörstöðum kom það á daginn að einhver bilun hafði orðið á víginu. Stjórnarflokkur- inn tapaði atkvæðum, aldrei þessu vant. Og þegar öll kurl komu til grafar reyndist stjórn arflokkurinn hafa tapað fylgi í 15 kjördæmum af þeim 20, sem eru í landinu, en það eru 18 fylki og Osló og Bergen að auki. Vegna þess að í ýmsum kjör- dæmum var kosnijigasamtoand otnilli borgaralegu flokkanna fjög urra, er dáfítill vandi að bera saman „tap Og gróða“ þessara flokka, og ber blöðunum ekki fyllilega saman um þetta. En um Verkamannaflokkinn, kommún- ista og hinn nýja sösíalistaflokk er enginn vafi, því að þeir voru hvergi í kösningasambandi. Hér á eftir er fylgt þeim tölum, sem hið óháða blað „Verdens Gang“ birtir. Þar er tilgreind atkvæða tala flokkanna og hundraðstala, og í svigum tap eða vinningur frá síðustu kosningum og hundr aðstalan þá. Yfirlitið er þarmig: Verkamannaflokkur........ 855 Hægri flokkur ............ 362 Kömmúnistar................ 53 Kristilegi flokkurinn .. 176 Miðflokkur (bændafl.) .. 169 Vinstri flokkur .......... 165 Sósíalisitaflokkur ........ 43 Alls voru greidd 1.826,424 at- Ikvæði (þó bætast nokkur enn við þá tölu), en við næstsíðustu kosn ingar 1.791.110 atkv. Vegna fjölg- unar kjósenda síðustu fjögur ár verður þátttakan í kosningunum lakari nú en hún var 1957, enda var lítill hiti í kosningunum og veður freamir óheppilegt. Áður hefur verið greint frá þingmannafjöldanum hér í blað inu. Útkoman varð óvænt og get Ur leitt til þess, að erfitt verði að mynda stjórn. Nú vantar verkamannaflokkinn eitt sæti upp á helming þingsæta og þó honum takist að ná samvinnu við hinn nýja tveggja manna sósíalistaflokk, sem komst inn í þingið eins og fjandinn úr sauðar leggnum, geta þeir saman hvorki ráðið forsetakösningum í deildun unum né meirihluta í þeim báð- um, nema því aðeins að forseti úr þeirra hóp beiti tvöföldu at- kvæði sínu, eins og Olav Oksvik varð frægur fyrir hér um árið. Gerhardsen forsætisráðherra dró enga dul á, í sjónvarpsviðtali tveim dögium eftir kosningar, að úrslitin hefðu komið sér á óvart. Fyrir kosningar hafði hann lýst yfir að hann mundi biðja um lausn ef flokkurinn fengi ekki hreinan meirihluta, og það mun hann eflaust gera undireins og þing kemur saman 2. október. Því að kosningarnar hafa verið ósigur fyrir stjórnina, —• sá fyrsti er hún býður hjá kjósend- unum. Og hvað veldur þeim ósigri? Fyrst og fremst hinn nýi sósíal- istaflokkur — „órólega deildin' úr stjórnarflokknum. Enginn bjóst við að nýi flokkurinn mundi koma manni að; jafnvel taldi talsmaður flokksins sjálfs litlar vonir um það fyrir kosningar, og eru þó talsmenn flokka vanir að tala digurbarkalega um sigurvOn- irnar meðan kosningaróðurinn stendur. Það þykir einsdæmi að svona flokkur, án verulegs blaða kosts, geti safnað að sér 2.4% allra greiddra atkvæða, og minn- ir þetta helst á sigur Axels Lar sens við síðustu kosningar í Dan- mörku. Og hvað er það sem vald ið hefur þessum sigri flok'ksins? Krafan um algera neitun bæki- stöðva í Noregi og úrsögn úr NATO fyrst og fremst, og ef til vill meðfram krafan urn að ger- ast ekki aðili að sameiga markaðn um. Þessar sömu kröfur gerði kommúnistaflokkurinn áður, en það hefur sýnt sig, að ýmsum kjósendum þykir hentugra að kalla sig ekki kommúnistanafn- inu, þó stefnan sé lík. Sósíalistar hafa tekið atkvæði frá stjórnar- flokknum, kommúnistum og vinstri og sömuleiðis frá kristi- lega flokknum þá kjósendur, sem ekki finnst flokkur sinn hafa bar izt nógu einarðlega fyrir því að kjarnorkustöðvar verði skilyrðis laust bannaðar í Noregi. Eigi að síður getur kristilegi flokkurinn hrósað sigri. Hann hef ur þrátt fyrir atkvæðatapið unn ið þrjú þingsæti og hefur nú 15. Með öðrum orðum verið „hepp- inn“ í kosningunum, þó atkvæða- magn hans hafi rénað um 0.4% af heildartölunni. Vinstri flokkur inn, sem tapaði álíka mörgum at kvæðum, tapaði hinsvegar eina 425 (-t- 10.250) 46.8 (48.3) 424 ( + 23.629) 19.9 (19.0) 391 (-i- 6.669) 2.9 ( 3.4) 185 ( + 7.058) 9.6 (10.2) 674 ( + 3.113) 9.3 ( 9.3) 108 (-> 7.749) 9.0 ( 9.7) 477 ( 0.000) 2.4 ( 0.0) þingmanni sínum í Osló, Helge Seip ritstjóra „Dagbladet“ og hef ur nú 14 á þingi í stað 15 áður. Og það var sósíalisti, sem tók þetta sæti. Hitt sætið fengu sósíalistar i Nordlandsfylki — frá Verkamannaflokknum. Nils Eanghelle. — Verður hann næsti forsætisráðherra Noregs? I Hægrimenn unnu stærsta sig- urinn í kosningunum, þegar frá er talin sósíalistaflokkurinn. At- kvæðatala flokksins hækkaði um nær 5%, og af öllum greiddum at kvæðum fengu þeir 19.9% eða fimmtung, í stað 19% áður. Hef- ur fylgi flokksins farið vaxandi undanfarin ár, bæði við þing- Ejnar Gerhardsen. — Situr enn um sinn. og sveitastjórnarkosningar, en sú aukning bitnað mest á hinum borgaraflokikunum undanfarið, einkum vinstriflofcknumi, sem virðist vera lækkandi stjarna, enda er ágreiningur um sumt innan flokksins. Miðflokkurinn bætti einnig við sig atkvæðum, hvort sem það er því að þakka, að hann hætti að kalla sig bændaflokk fyrir nokikru. Hann hefur duglegri for ustu en vinstriflokkurinn. Hvað veldur breytingunni, sem orðið hefur í þessum kosningum? Sameiginlegi markaðurinn er það mál, sem mest ber á núna, en varla hefur útkoman breyzt hans Végna. Stjórnin tók enga afstöðu til þess máls fyrir kosningar, en kvaðst mundu bera það undir þing áður en nokkur ákvörðun yrði tekin. Og stj órnarflokkurinn mun alls ekki vera á einni skoð un um það mál, fremur en hinir borgaraflokkarnir, að hægri frá töldum. Svo að breytingin verður ekiki skýrð með afstöðunni til sameiginlega markaðsins. Hér að framan var minnzt á þau áhrif, sem stofnun hins nýja róttæka sósíalistaflokks Lefur haft á kosningarnar. En fleira kemur hér til greina. Skattarnir eru þungir í Noregi og dýrtíðin fer vaxandi. Og hjá ýmsum þeim, sem ekki voru ríg bundnir verkamannaflokknum, mun hafa vaknað forvitni á, hvort ekki væri til bóta að fá aðra stjórn, sem gæti stöðvað dýrtíð- ina. Fylgisaukningu hægrimanna tel ég eigi hvað sízt stafa af þeirri kröfu flokksins, að hækka elli styrk almennings, en þeirri kröfu hefur stjómarflokkurinn eigi orð ið við, þó að vísu væri styrkur inn hækkaður lítið eitt frá 1. apríl í vor. Og vitanlega er krafa flokksins um aukið athafnafrelsi einstaklingsins vinsæl líka. II. Og hvað verður nú? Eg vil engu spá um það en aðeins benda á hugsanlegar leiðir, sem farnar verði er Stórþingið kemur saman. , Einar Gerhardsen mun segja af sér í þingbyrjun. Þessa dagana hefur hann haft fundi með for- ingjum hinna flokkanna, og mun hafa byrjað á foringja nýja flokksins, Knut Löfsnes. Geta borgaralegu flokkarnir myndað nýja stjórn? Vonlítið er um það. Þó svo færi að þeir gætu komið sér saman um stefnu skrá, hafa þeir ekki meirihluta þings. Þeir standa sameinaðir jafnt að vígi og stjórnarflokkur inn: 74 gegn 74, og þó að þeir fengi liðsauka frá sósíalistunum tveimur — sem verður að teljast óhugsandi, þar sem svo mikið skilur á — mundu þeir ekki fá starfshæfan meirihluta fyrir því. Myndar verkamannaflokkurinn nýja stjórn? Og þá með hvaða stuðningi? Varlá með stuðningi tvímenninganna, því að hann er ófullnægjandi, og verkamanna- flokkurinn gæti t.d. aldrei orðið við kröfum tvímenninganna um úrsögn úr NATO og fleira. Lík- legasta lausnin er sú, að verka- mannaflokkurinn fari með stjórn áfram og þá með vinsamlegu hlutleysi eins eða fleiri af borg aralegu flokkunum. Um sam- steypustjórn tel ég varla að hugs anlegt verði að ræða. Og ýms blöð telja líklegt, að þó að verkamannaflokkurinn sitji við stýrið á þjóðarfleytunni áfram, muni Einar Gerhardsen ekki verða formaður stjórnar- ininar. Ýmsir telja líklegra, að Langhelle stórþingsforseti verði forsætisráðherra. Það hefur kom ið fyrir áður, að forsætisráðherra og stórþingsforseti hafi sætaskipti — Gerhardsen og Oscar Torp heitinn gerðu það fyrir tíu árum. Og það er talið öllu líklegra, að ef einhver borgaraflokkurinn veitir verkamannastjórninni lið- sinni, muni verða hægara að sam- einast um Langhelle en Gerhard sen. En hvernig svo sem þetta fer má telja víst, að framkvæmdaá- ætlun þeirri, sem stjórnin hafði gért fyrir næsta kjörtímabil, verði ekki fylgt nema i sumum atriðum. • Það er t.d. talið lík- legt, að áform þau um ýmsar fjárfestingar til stóriðju, seim stjórnin hafði hugsað sér, nái varla fram að ganga, en að hins vegar verði einstaklingum gefnar fjálsari hendur til framkvæmda. Hendur ríkisstjórnarinnar verða yfirleitt talsvert bundnari en þær hafa verið undanfarin 10 ár. Og vel getur farið svo, að það verði til góðs. Hvað atvinnumál- in snertir þá hafði stjórnin áætl að um 17% aukningu á þjóðar- tekjunuim á næstu fjórum —. fimm árum. Það telja andstöðu- flokkarnir of lítið og benda á önnur lönd, t.d. Vestur-Þýzka- land, sem hafi miklu örari aukn- ingu. En hvað sem nýrri stjórn líður, þá verður afstaðan til sameig- inlega markaðsins mál málanna í Noregi á næstunni. Það má ganga að því vísu, að Noregur gerist aðili að þessu bandalagi, en það hefur í för með sér svo miklar breytingar á atvinnugreinum landsins, að ógerlegt er að spá nokkru um afkomu atvinnuveg- anna á næstu árum. En að hún fari batnandi þykjast allir full- vissir um. Afgreiðslufólk óskast Nokkrar duglegar stúlkur óskast til afgreiðslustarfa strax. Ennfremur viljum við ráða til afgreiðslu- starfa piit, með bílpróf. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS Skúlagötu 20 H júkrunarkonu vantar að Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað nú þegar. — Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan. Fjórðungssjúkrahúsið, Neskaupstað Enskukennsla fyrir börn Kennsla hefst 9. janúar. Skrifstofa skólans verður opin kl. 2—7 dagiega og verða börn innrituð til laugardags. Kennsla fer fram á þessa leið: Englendingur kennir börnunum einföldustu atriði enskrar tungu á ensku, og verður aldrei talað annað mál í tímunum. £r reynt að láta börnin læra hið erlenda mál á svipaðan hátt og þau lærðu móður- málið í æsku, áreynslulítið og án heimanáms. Til þess að ná þessu marki eru notaðar myndir, mynda- bækur og leikir. Á vetrinum verða þrjú námskeið, hvert þeirra þrjátíu tímar, og verður kennt annan hvern dag meðan þau standa yfir. Fyrsta námskeið- inu lýkur 15. des. og verður þá mánaðar jólafrí. Kennsla þessi miðar að því að létta börnunum nám- ið þegar komið er í miðskóla og að æfa þau í réttum framburði og skilningi á töluðu máli. Kennararnir, sem allir eru háskólamenntaðir menn, eru nú komnir frá Englandi. Málaskólinn Mímir stendur í sambandi við Menningarstofnun Gabb- itas Thring og útvegar öllum sem þess óska vist á heimilum eða skólum Bretlandseyja. Forstöðumað- ur Mímis fer með hóp barna og unglinga til Eng- lands í lok maí. Þeir sem óska 'eftir að senda börn sín með í þá för eru beðnir að gera viðvart tíman- lega. Málaskólinn MÍMIR Hafnarstræti 15 — (Sími 22865)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.