Morgunblaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 4. okt. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 9 Minningarorð um skipverja af m.s. Helga frá Hornafirði Til moldar oss vígði hið mikla vald hvert mannslíf, er jörðin elur. Sem hafsjór, er rís með fald við fald, þau falla, en Guð þau telur. ÞESSI orð þjóðskáldsins djúp- skyggna, Einars Benediktssonar, komu miér í hug, er mér barst hin sviplega fregn, af því, að m,.b. Helgi frá Hornafirði hefði farizt 15. þ.m. á siglingu heim frá Englandi og 7 ungir Hornfirðing- ar hefðu látið þar lífið, í baráttu við storm og feiknsjóa úthafsins. Við íslendingar erum, að vísu, ekki óvanir því, að slysafregnir beri okkur að eyrum. Barátta þjóðarinnar fyrir lífi sinu, um allar aldir, við harðviðri og hríð- ar norðursins og æðandi öldur mikilla hafa, hefur oft og löngum kallað fram þungar fórnir. — Margir eru þeir synir þjóðarinn- ar, sem af þeim völdum hafa iát- ið lífið langt fyrir aldur fram. En samt er það og verður ávallt svo, að í hvert sinn, er slíkar fórnir eru færðar, hlýtur hvert mannshjarta að kippast við og það því meir, sem fórnirnar eru stærri og átakanlegri. húseigendur húsbyggjendur spárið tíma ý’ög . erfiði ■ i leit að heppilegum byggingarefnum úpplýsingar og sýnishorn frá 56 af helztu fyrirtaekjum landsins opið alla virka daga kl. 1— 6 laugardaga kl. 10—12 mjðvikudagskvöld kl. 8—10 byggingaþjónusta a. í. laugavegi 18a s: 24344 STARFANDI FOLK velur hinn RIT - LÉTTA Pafket T-Ball Hyggin móðir! Hinn erfiði starfsdagur gefur henni engan tíma til að bjástra við van- gjöfula kúlupenna. Þess vegna velur hún hinn frábæra Park- er T-Ball . . . hinmnýja kúlu- penna sem gefur strax, skrifar mjúklega á allan venjulegan skrifflöt, og hefir allt að fimm smnum meiri blekbyrgðir. POROUS-KULA EINKALEYFI PARKERS Blekið streymir um Kúluna og matar iun- ar fjölmörgu blekholur . . . Þetta tryggir að blekið er alltaf sk rifhæft i oddinum. Parker 'Xs&töL kúlupenni A PRODUCT OF Ý THE PARKER PEN COMPANY 9-B114 Hinir sjö vösku menn, er líf- ið létu, þegar m.b. Helgi fórst, voru allir í blóma lífsins og sum- ir barnungir. Er það átakanlegt áfall fyrir lítið þorp, eins og Höfn í Hornafirði er, að verða í einu að sjá á bak, svo mörgum ung- um og hraustum sonum. — Það eru dökk sorgarský, sem nú drjúpa yfir byggðum Hornafjarð- ar og hugum þess fólks, er þar á einhver kynni. — Þyngst verð- ur þó sorgin hjá vinum og vanda- mönnum þeirra, ér lífið létu, og þá allra þungbærast Hátúnsfjöl- skyldunni á Höfn, hinum öldruðu ágætishjónuim, frú Sigurborgu Ágústsdóttur og Runólfi Bjarna- syni í Hátúni, börnum þeirra, tengdadætrum og barnabörhum. — En i þessu slysi fórust tveir synir þeirra hjóna, tengdasonur og sonarsonur, ungir vaskleika og drengskaparmenn, sem svo marg ar vonir voru tengdar við. Lifa nú eftir, innan' þessarar fjöl- skyldu þrjár ungar, syrgjandi ekkjur og ellefu föðurlaus börn. — Sá harmur, sem þessa fjöl- skyldu nístir, er sárari og dýpri en nokkur orð fá lýst. — En kæru vinir, Sigurborg og Run- ólfur og þið öll, sem hér eigið um sárt að binda, minnizt þess, ef það mætti ykkur bölið iétta, að við öll, sem kynni höfðum af þessum horfnu ástvinum ykkar, samsömuimst ykkur í sorginni. Slíkir drengir voru hinir föllnu ástvinir ykkar og ættmenn að hver sá, sem þeim kynntist ber um þá bjartar minningar og harmar að þeirra naut eigi hér lengur við. Um 12 ára skeið hafði ég meiri og minni kynni af flestum þeim, er með m.b. Helga hlutu hina votu gröf, var nágranni þeirra og sveitungi og sumir þeirra voru nemendur mínir um árabil. All- ar mínar minningar, sem tengdar eru samveru við þessa menn stafa hlýju á veginn og er ég lít til baka, finnst mér ég eiga svo bágt-m,eð að trúa því, að þessir ungu menn, sem ég fyrir fám vikum síðan sá alla hrausta og glaða, fulla lífs og starfsþrótti, séu nú svo skyndilega horfnir héðan, út yfir landamærin miklu, sem aðskilja líf og dauða. En gátur lífsins eru margar svo tor- ráðnar og skammsýni og dul marka skynjunum okkar bás. — Þess vegna verður svo margt, sem við ekki skiljum, svo margt sem glepur okkur sýn. En í þeirri trú, að bak við alit vaki voldug, hulin hönd, er öllu stýri og stjórni, biðjum við þess að sú hönd leiði og verndi sálir hinna föllnu vina og félaga, í þeim nýju heimkynnum, þar sem þær nú dvelja og þar sem við trúum að sé engin sorg, engin kvöl og enginn dauði. Guð blessi minningu þeirra og allt og alla, sem þeir unnu. Knútur Þorsteinsson. Maður í góðri stöðu með tvö stálpuð börn óskar eftir tveim stórum stotum og eldhúsi Getum veitt mikla húshjálp, einnig borgað góða leigu. — Tilboð óskast fyrir fimmtu- uagskvöld, merkt: „222 — 5392“. Einbýlishús óskast í Silfurtún, Hafnarfirði eða nágrenni, má einnig vera í Kópavogi. mAlflutnings- og FASTEIGNASTOFA Sigurftur Reynir Péturss. hrl. Agnar Gústafsson, hrl. Björn Pétursson, fasteigna- viðskipti. Austurstræti 14. Símar 17994 og 22870. Hugmyndasamkeppni um skipulag Hafnarfjarðarbær og skipulagsnefnd ríkisins efna til samkeppni um skipu’ag að miðbæ Hafnarfjarðar, á svæði, sem takmarkast af Reykjavíkurvegi, Hverfisgötu Lækjargötu. Brekkugötu, Suðurgötu, Mýrargötu og jafn- framt að frumdrögum að skipulagi hafnarinnar, að svo miklu leiti sem það hefur áhrif á skipulag svæðisins. Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hugmyndir að byggingarfyrirkomulagi og nýtingu þessa takmarkaða miðbæjarsvæðis (city) og aðliggjandi hafnarsvæðis. Verðlaunaupphæðin er kr. 100.000,00, þar af 1. verð- laun eigi lægri en kr. 50.000,00. Auk þess er dómnefnd- inni leyfilega að ráðstafa kr. 25.000,00 til kaupa á 2—3 úrlausnum. Dómnefnd skipa Stefán Gunnlaugsson, bæjarstjóri, bæjarverkfræðingur Hafnarfjarðar, Aðalsteinn Júlíus- son, vitam., Gunnlaugur Pálsson, arkitekt og Ágúst Páls- son, arkitekt. Skilmálar og önnur gögn afhendast til 1. des. 1961, gegn kr. 300.00 í skiiatryggingu í Byggingaþjónustu A.í. Laugavegi 18 A, sem er opin alla virka daga kl. 13—18, nema laugardaga kl. 10—12, og auk þess miðviku- dagskvöld kl. 20—22. Urlausnir skulu afhendast Olafi Jenssyni, Bygginga- þjónustu A.í. að Laugavegi 16 A, eigi síðar en mánu- daginn 5. febrúar, 1962, fyrir kl. 18.00. Dómnefndin Sendisveinn Eitt af elztu og þekktustu innflutningsfyrirtækjum landsins óskar að ráða röskan og ábyggilegan pilt til innheimtu og sendistarfa. — Upplýsingar í skrif- stofu félagsins, Tjarnargötu 14. Félag íslenzkra stórkaupmanna. RHINEGOLD Húnar og skrár úr þrýstisteyptri zinkblöndu, hertu látún, nikkel óg steyptri málmblöndu. Liga „Knightsbridge", „Charlton“, „Grosvenor", „Shaftesbury“, „Mayfair", „Kensington". No. 8000 Plötustærð — 16,8 cms. Lengd handfangs — 11,4 cms. Húnar fást með og án skráa Húðað ineð satinnikkeli, krómi, látúni eða mattri málmblöndu Þessir ágætu nýtízku húnar eru af listrænni gerð, en sérstaklega þægilegt er að taka í þessa tegund hurðarhúna BLOORE & PILLER LTD. BRASSFOUNDERS BIRMINGHAM ENGLAND Umboðsmaður á íslandi. — John Lindsay, Reykjavík Sími 15789 — 33262

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.