Morgunblaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 4. okt. 1961 MORGVTSBL AÐIÐ 13 Jón Sigurðsson, læknír form. R.K.Í A AÐALFUNDI Rauða Kross ís- lands, sem haldinn var í Góð- templarahúsinu í Hafnarfirði 30. september, baðst Þorsteinn Sch. Thorsteinsson undan endurkosn- ingu sem forrnaður og var dr. Jón Sigurðsson, borgarlæknir kosinn formaður I hans stað. Sendi fundurinn fráfarandj for- manni. Þorsteini Sch. Thorstc'ns syni, sem dvelst erlendis, þakkir Myndin sýnir Carlstrðm-hjónin með b5rn sín (talin upp tröppurnar): Mavis Jónína 15 ára, Edward F., 12, Robert C., 10, Roger T., 8, David N., 6 og Carolyn, 2. a. rr,. k. 6 lög, yfirbórð úr var- anlegu efni, vatnsleiðslur, raf- magnsleiðslur, skolp o. s. frv., en á aðalgötunni í Teberan er ekki nema í gegnum 3 pumlunga asp- haít lag að fara. Þar er því fyr- irhaínarlítið að stökkva í einu stökki, ef svo má segja, aftur úr grárri forneskju og jafnvel inn í framtíðina • Of mikið — of fljótt — Er þá fyrir hendi í landinu efnahagslegt bolmagn, til að hægt sé að leggja æskilegan kraft í þetta mikla stökk? — Satt að segja virðast þeir vera að reyna að gera of mikið Ur grárri forneskju inn í framtíöina Spjíúllað við veslur-íslenzkan verkfræðing um Iran F Y RIR skömmu héldu af landi brott ung vestur-ís- lenzk hjón, Evelyn og Ed- ward Carlström, er þá höfðu staldrað við hér á því gamla Islandi í rúma viku á leið frá íran vestur um haf. Með þeirn hjónunum voru sex börn þeirra. Tíðindamanni Mbl. gafst tæki- færi á að hitta fjölskylduna stund arkorn á heimili Ragnars Ólafs- sonar hrl., þar sem þau bjuggu imeðan á dvölinni stóð, en Krist- ín, kona hæstaréttarlögmannsins- og Edward eiga til sömu ættar að telja. • Langþráð fslandsdvöl Carlström-hjónin eru bæði af fslenzkum uppruna, en fædd vest an hafs. Leiðir þeirra lágu sam- an í Manitoba-háskólanum, þar sem þau stunduðu nám. Hvorugt hafði til íslands komið fyrr en í þetta sinn, Edward þó á nsestu grös við landið á stríðsárunum, þegar hann var í sjóhernum á Atlantshafi. Vegna síns uppruna ekki hvað sízt, sögðust þau lengi hafa langað til að sjá ísland og því gripið fegins hendi þetta tæki færi til að staldra hér við Og skoða sig ófurlítið um. Af því að blöðin I bænum hafa f sumar sagt alveg sómasamlega frá þvf, hvernig ókunnugum finnst að koma til íslands, sner- ist þetta samtal að mestu um Iran og dvöl fjölskyldunnar þar í landi. — Verkfræðifyrirtækið, sem ég starfa hjá í Seattle, tók að sér að koma upp nýju nær algjör- lega sjálfvirku rafdælukerfi fyrir íranska olíufélagið í Theheran, sagði Edward, sem ei rafmagns- verkfræðingur og stóð fyrir þess- um framkvæmdum. — Það var ástæðan til þess að við fórum þangað. Kerfið var engin smá- smíði, sem sjá má af því, að sjálf dælustöðin var í rauninni borg út af fyrir Sig með eigin verzl- unum, kvikmyndahúsum, hita- og vatnskerfi, o. s. frv. • Nær ? ár í íran — Hvernær hélduð þið til frans — Við kómum til Teheran í nóvember 1959, eftir að hafa dval ið í Englandi í tvo mánuði. — Og hvað finnst ykkur svo eftirminnilegast eða einkenni- legast við land Og þjóð? — Trúin í landinu er Múham- eðstrú, en gagnstætt því sem er í öðrum löndum, þar sem sú trú er við lýði, ríkir í íran fullt trú- frelsi. Og fyrir bragðið eru um 10% landsmanna íylgjandi öðr- um trúarbrögðum. Annars má segja að í íran end- u^speglist 2000 ára þróun. Á göt- um Teheran-borgar ægir t. d. sam an bifreiðum af nýjustu og full- komnustu gerð annars vegar og grænmetisvögnum með ösnum fyrir hins vegar. 4 ótal sviðum má sjá aldeilis undarlegt sam- biand af fornu og nýiu. • Stór stökk — Hvernig geng’ir landsbúum að færa sér í nyt tæknilegar fram farir? — Það þokast alit í rétta átt, þótt 5 mörgum efnum skorti enn mikið á. Möguleikarnir til upp- byggingar eru líka einstakir og á sumum sviðum gullin tækifæri til að koma á nýjustu tækni með miklu minni fyrirhöfn en víðast í öðrum löndum. Ef leggja þarf streng í jörð undir götu í Seattle verður að grafa niður í gegnum of fl’ótt — og þess hefur efna- hagur landsins orðið að gjalda. íran hefur víða erlendis leitað fyrir sér um lán og þarfnast þeirra. Innflútningur á öðru en nauðsynjavörum hefur ’ verið bannaður — en þess í 'stað lagt kapp á að framleiða vörurnar innanlands. Þannig er það t. d. með ísskápa. Iðnaður í landinu htfur því verið efldur Og m. a. rei^t þar afkastamikið stáliðju- ver. Hefur erlent fiármagn kom- ið að góðum notum í þessu efni. • Þrjár stjórnir á 2 árum — Kynntust þið stjórnmála- starfseminni eitthvað? — Eins og vani er útlendinga, sem aðeins dveljast um stundar- sakir við störf i ókunnu landi, leiddum við stjórnmál að mestu hjá okkur. Það þykir annars eðli legt og næstum sjálfsagt á þess- um slóðum, að nokkur óvissa ríki í stjórnmálaheiminum, Þau tvö ár, sem við vorum í- íran, urðu þrisvar stjórnaskipti. Shainn virð ist njóta stuðnings alls þorra þjóð arinnar, enda er yfirlýst stefna hans sú, áð berjast fyrir bættum hag fólksins, gegn hverskyns spillingu. • Góð málakunnátta — Fleira eftirminnilegt? Það er eftirtektarvert í löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafs, hve margir tala erlend tungumál. Það er t. d. alls ekki erfitt að komast áfram með ensku eina. Þetta á áreiðanlega ekki hvað sízt rætur að rekja til þess, að ferðalang- ar á leið til og frá Austurlönd- um hafa frá fornu fari lagt leið sína um þessar slóðir — og eru þar því daglegt brauð. í skólum er lögð áherzla á mála nám, eins og reyndar líka hér á Isxandi. — Og nú eruð þið á förum heim? — Já, og satt að segja hlökkum við mikið til. — Ó. félagsins fyrir mikið og óeigin- gjarnt starf á liðnum árum. Á fundinum voru mættir 41 fulltrúi frá 18 deildum. Fundar- stjóri var kosinn Jón Mathiesen, kaupmaður, varafundarstjóri Þor steinn Bernharðsson, kaupmaður og fundarritari Racrnheiður Guð mundsdóttir, læknir. 18 deildir starfandi. Lögð var fram prentuð skýrsla stjórnarinnar. í sambandi við hana gat ritari, dr. Gunnlaugur Þórðarson, þess m.a. að á sl. 7 árum hefði að meðaltali verið stofnuð ein deild á ári og eru nú starfandi 18 deildir á landinu, þær nýjustu á Patreksfirði og Ó1 afsfirði. Kynnt hefur verið lífg- unaraðferð dr. Rubens víða á landinu, auk þess sem námskeið í hjálp í viðlögum hafa verið haidin, einkum í Reykjavík. Árni Björnsson gjaldkeri, lög- giltur endurskoðandi lagði fram endurskoðaða reikninga Rauða Kross íslands og voru þeir sam- þykktir. Breytingar á lögum. Bornar voru fram tillögur Reykjavíkurdeildar RKÍ um breytingar á lögum RKÍ. Skv. þeim er lagt til að kosin verði 9 manna stjórn í stað 17 manna stjórnar og 7 manna fram- kvæmdaráðs. Sé þessi 9 manna stjórn skipuð 5 úr Reykjavík og 4 utan af landi, einum úr hverj- um landsfjórðungi og fari hún með öll málefni RKÍ milli aðal- funda. Voru þessar tilögu sam- þykktar eftir nokkrar umræður ásamt nokkrum breytingum á lögum félagsins. Auk formanns voru kjörnir í stjóm: Guðmundur Karl Pét- urssoh, læknir á Akureyri, sr. Jón Auðuns, dómprófastur, Torfi Bjarnason læknir Akranesi, Árni Bjömsson, endurskoðandi, Rvík, dr. Gunnlaugur Þórðarson. Rv’k. Emil _ Jónasson Seyðisfirði, Óli J. Ólason, kaupmaður, Rvík, Jón Mathiesen, kaupm. Hafnar- firði. Kosinn var einn maður í stjórn sambands Rauða Kross fé- laga og einn til vara. Var Þor- steinn Sch. Thorsteinsson, ap>ó- tekari kosinn aðalfulltrúi og dr. Gunnlaugur Þórðarson til vara. Einnig var kjörin 8 manna vara- stjóm og tveir endurskoðendur, Víglundur Möller og Páll Sig- urðsson, læknir (yngri). Næsti aðalfundarstaður var á- kveðinn Kópavogur. Loks var samþykkt að kennslutæki við lífgun úr dauðadái (blástursað- ferð) verði. tiltæk í hverjum landsfjórðungi. Ein millj. deyr LOS ANGELES, 30. sept. Bandaríski Nobelsverðlaurra- hafinn, Dr. Linus Pauling, sagði í blaðagrein í dag, að búast mætti við að nær ein milljón manna mundi deyja fyrir aldur fram. ef Rússar héldu kjarnorkutilraunum sín- um í gufuhvolfinu áfram errn um skeið. Þetta fólk mun deyja úr hvítblæði og öðrum sjúkdómum. sem geislavirk á.hrif valda. Auk þess munu a. m. k. 160 þús. börn fæðast vansköpuð bæði andlega og líkamlega vegna geislavirku áhrifanna. Fjorskaðor í storvion 1 N.ís. ÞÚFUM, N. fs. 28. sept. — Fjár- skaðar munu hafa orðið í Snæ- fjallahreppi í stórviðri undan- farið. Fundizt hafa 5 eða 6 sjó- reknar kindur nálægt Þernuvík, allar úr Snæfjallahreppi. Munu þær hafa hrakið í sjóinn og farizt á þann hátt. Kemur fyrir að fé hrekur þar í sjóinn, því sléttlendi er þar Kring um Unaðsdal. Göngum og réttum er lokið. Leitarmenn hér hrepptu vont veður og vOru ár miklar, sums staðar ófærar, enda alltaf rysju- veðrátta. Slátrun mun hefjast næstu daga hér í inndjúpinu, en er fyrir nokkru byrjuð á ísa- firði. Miklir stormar og stórviðri tefja fjárflutningana á sjó til ísa- fjarðar og veldur það miklum óþægindum og tefur slátrun. P. P. Mikið um árekstra fyrir austan Fjall Á LAUGARDAG varð bílaárekst ur við brúna á Bakkárholtsá f Ölfusi, hjá bænum Sandhóli. Rák ust þar saman Moskwitch bíll og Fordbifreið og'urðu skemmdir á báðum, en þó voru þeir í öku- færu standi á eftir. Jón Guðmundsson lögreglu- Þjónn á Selfossi tjáði Mbl. f gær að mikið hefði verið um smáárekstra undanfarna daga fyrir austan fjall og reyndar all an síðasta mánuð. Hefði lögregl an á Selfossi skráð um 30 bílaá- rekstra í mánuðinum, sem þætti mikið. Slátrun í fullum gangi AKRANESI, 2. okt. — Búið er að slátra í 8 daga samfleytt í sláturhúsinu Suðurland við Laxá í Leirársveit. Dilkar reynast hafa svipaðan kjötþunga og í fyrra. Þ.e. eru í meðallagi. Um 30 manns vinna við slátrunina og þarna er matsalur ög svefnherbergi. Slát urhússtjóri er Guðmundur bóndi Brynjólfsson á Hrafnabjörgum. Slátrun mun Ijúka upp úr næstu helgi. Kjötinu er ekið jafnóðuno út á Akranes og hraðfryst. — Oddur Skólasetning BOLUNGAVÍK, 2. okt. í dag fór fram skólasetning barna- og ungl ingaskólans í Bolungavík. Skóla- stjórinn Björn Jóhannesson flutti setningarræðu og kynnti nýja kennara, þá Guðbjart Eggertsson og Guðmund Sigmundsson. Alls munu verða við skólann f vetur um 150 nemendur. — Fréttaritari, Kýrin trylltist BODEN. Svíþjóð,* 2. okt. - (NTB). — Kýr stangaði í dag roskna konu til bana á götu I bænum Boden í Norður Sví- þjóð. Kýrin hafði stokkið af bif. reið, sem átti að flytja hanj til slátrunar. Hún trylltist og gekk berserksgang um götui bæjarins og tók það tvo tínu að ná henni aftur og koms henni í sláturhús. Frú Hilda Lindström var é gangi á götuúni er tryllt kýr- in réðist á hana, og fleygð henni í götuna. Missti frí Lindström meðvitund og léz1 tveim tímum seinna. Margir aðrir voru í lífs hættu. Einn hermann stangað: kýrin þrisvar ’og lögreglu. þjónn, sem reyndi að hafs hendur á kúnni slapp naum- lega við meiðsli, en einkennis búningur hans var í tætlurr eftir viðureignina. Önnui kona forðaði sér með því að hlaupa bak við bifreið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.