Morgunblaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐIÐ MiSvikudagur 4. okt. 1961 Anna Þórhallsdóttir, söngkona: Söngbúkin Melódía Gomlu íslenzku ^ S'jiii og þjóððagasafnarar 1 ÁRNASAFNI í Kaupmanna-j höfn er handrit af stórmerku ís- lenzku söngvasafm frá því um 1650. Heiti bókarinnar er Melódía. | Þeíta er pappírshandrit í forn- legri skin.nkápu. Sönglögin ij henui munu vera um 200, flest sálmar en einnig yfir 30 þjóðlög. Höfundar bókarinnar eru séra Ólafur Jónsson á Söndum í Dýra- fir'ði og sonur hans Jón. Þessi feðgar sýndu sönglistinni tneiri áhuga en almennt gerðist á b?im tímum. Hin fagra nótna- skrift Jóns Ólafssonar sýnir, að hann hefir verið æfður nótna- skrifari. Mörg ljóðin eru eftir séra Ólaf, sem var mikið skáld, en um höfunda annarra ljóða sem A bókina eru skráð, er mér ókunn ugt. Um lögin er það að segja að óglöggt er sagt til um, hverjir höfundar þeirra eru. Á eftir 93. sönglaginu stendur eftirfarandi setning: „Allt hingað til Jóns Ólafssonar tónar nema það síð- asta“. Nokkur lögin eru sögð vera af erlendum uppruna, en hafa varðveitzt í margar dldir hér á landi, fyrst munnlega, mann fram af manni og síðar í þessari bók. Vitna ég í hið miklá rit sér Bjarna Þorsteinssonar, „ís lenzk þjóðlög“; þar segir svO: „Lögin í Melódía verða að telj- ast innlend þar til annað sann- ast‘,‘. Þess skal getið, að í söng- lagahefti séra Bjarna Þorsteins- sOnar „Vikivakar og önnur þjóð- lög“ eru nokkur lög úr Melódía, sem sett hafa verið við vikivaka- kvæði; þau eru sem hér verða nefnd: Taflkvæði, Ólafar kvæði, Gunnbjörn á Uppsölum, og Ásu- dans, einnig eitt lag úr Melódía sem sett er við þjóðvísuna „Við Álfhóla um eina stund“. í Melód- ía er varðveitt lang-stærsta ísl. söngvasafn frá miðóldum, og jafn framt það elzta, sem hefir þjóð- lög að geyma. Þjóðlög þessi hefi ég kynnt mér, og virðist allt benda til, að þau séu eftir sama höfund. Þegar ég handlék þessa dýrmætu bók í Árnasafni nýlega, sóttu að mér d.apurlegar hugi enn ingar og spurningar, hvort vig íslendingar hefðum átt margar fornar sögubækur sem eyðilagzt hefðu af eldi, vatni og sjó, við hinn óheppilega flutning ís- lenzkra bóka yfir Atlantshaf, fyrr á öldum. íslenzk þjóðlög gefin út I París 1780 f franskri bók, sem gefin var út í París árið 1780, „Essay sur la Musique“, eru fimm íslenzk þjóðlög, sem teljast mega elztu þjóðlög Norðurlanda. Þessi lög ásamt öðrum gömlum þjóðlögum eru dýrmæt vegna aldurs þeirra. Þau eru leifar af sönglistinni frá fyiri öldum, og veita vitneskju OMO þveginn þvottur stenzt alla athugun og gagnrýni — vegna þess að Omo hreinsar burt hvern snefil, af óhreinindum, meira að segja óhreinindi, sem ekki sjást með berum augum. Og Omo er engu síður gagn- legt fyrir litað lín, því eftir Omo-þvottinn verða lit- irnir fegurri og skýrari en nokkru sinni fyrr. — Og þvítólcwemar $em þið athugið þvf betursjáið þið — að - ið skilar HVITASTA OMO framkallar fegvrstu Irbina-vm Ieið og það hreíns*r JtfOMO ia/lC-MM um svo margt, sem annars værl nú hulið. Þjóðlögin í þessari frönsku bók eru við texta úr eiztu skinnhandritum, og lögin bera það með sér, að því er mér virðist, að þau séu í anda annarra gamalla þjóðlaga, sem lifað hafa á vörum íslendinga öldum saman. Það er fróðlegt að lesa um það, hvernig þessi þjóðlög bárust til Frakklands til varðveizlu þar. Hinn lærði íslendingur Jón Óafsson, fornfræðingur, frá Grunnavík (d. 1779), söng þessi lög fyrir konunglegan hljómlistar mann í Kaupmannahöfn, Jóhann Hartmann, sem var afi danska tónskáldsins J.P.E. Hartmanns, prófessors. Jón Ólafsson söng lög- in eins og þau voru sungin á ís- landi, og þessi þekkti danski tón- listarmaður skrifaði þau upp eftir honum. Maður að nafni Jacobi, skrifari Hins konunglega vísindafélags í Kaupmannahöfn, fær lögin hjá Hartmann,, og loks komust þau í hendur De Schutse, sem sá um að þau komust í þetta franska rit. Þessi þjóðlög eru einnig merkileg að því leyti, að áður höfðu íslenzkar nótur verið handritaðar, en þetta eru hinar fyrstu ' prentaðar nótur. Textarnir við þjóðlög þessi eru, sem hér segir: ÚrVöluspá, Háva- málum, Krákumálum, vísa eftir Harald konung harðráða, og er- indi úr Lilju Eysteins Ásgríms- sonar. Þessi lög ásamt mörgum öðrum gömlum íslenzkum þjóð- lögum söng ég fyrir norska út- varpið á tónband, sem verður sennilega flutt bráðlega; útvarp- að frá Osló. í Noregi og í Dan- mörku eru þessi lög talin eftir- tektarverð og sérstæð. Söngstíllinm sérstæður Gömlum íslenzkum lögum er skipt í fjóra flokka; þjóðlög, þar í talin tvísöngslögin, rímna- lög, eða öðru nafni kvæðalög, vikivakalög og sálma. Séra Bjarni Þorsteinsson skrifar á þessa leið: fslenzku þjóðlögin eru bæði mörg og merkileg, og þau eru með eldra sniði og fornlegri blæ en þjóðlög nágrannaþjóðanna". Þjóð lagasöngvarar mega ekki gleyma hnykkjunum og löngu endatón- unum í rímnalögunum, og ég býst við, að fáir nema íslendingar sjálfir geti sungið þessi gömlu lög á þann hátt, að hinn fornlegi söngstíll sé réttilega framdreginn. Vikivakalögin voru sungin við hringdansana, sem kunnugt er, og rímurnar voru mest kveðnar og sungnar, þá er fóikið var sam- ankomið í baðstofunum við vinnu sína. Takturinn í mörgum rímna lögunum er slíkur, að hann á við þá hreyfingu, þegar menn róa sér fram og til baka, eins og gert var oft, þá tóvinna var unnin. Það má segja urn gömlu ís- lenzku sálmana, að þau eru sem óplægður akur. f þjóðlagasafni A. P. Berggreen „Folkesange og Melodier" sem gefið var út árið 1860, eru 9 íslenzk þjóðlög. Söng- bók þessi er dýrmæt fyrir íslend- inga að því leyti, að þar eru heim ildir um vikivakalagið Ólaf lilju- rós eins og það er sungið hér og á Norðurlöndum, einnig um Svía- Iín og hrafninn, og Hoffinns- kvæði. Pétur Guðjohnsen orgel- leikari sendi Berggreen sjö lög, en séra Gísli Thorarensen tvö. Ólafur liljurós er eitt elzta viki- vakakvæði okkar; það er skráð á skinnbækur í Árnasafni. Kvæðið um Ólaf liljurós er til á öðrum Norðurlöndum, en sá búningar á ’-jóði og lagi, sem við þekkjum, er og verður íslenzkur. í danska útvarpinu var ég beðin að syngja öll erindin, 22 að tölu, án nokkurs undirleiks. Það tíðkast mjög í út- varpsstöðvum Norðurlanda, að þjóðlög séu sungin án undirleiks. fslenzkir þjóðlagasafnarar Á íslandi hafa v erife örfáip þjóðlagasafnarar, en kvæðasafn- arar margir. Ekki skal gert lítið úr því, sem einstakir, framtaks- samir menn, bæði lærðir og leik- ir, hafa gert í þessu efni, en þeip sem kynnast því hversu áhugina Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.