Morgunblaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 22
22 MORGUN BL AÐ1Ð Miðvikudagur 4. okt. 1961 Þdrdlfur var daufur en ílendist sennilega Þrír isl. knattspyrnumenn gátu komízt á samning hjá St. Mirren Þ R í R ísl. knattspyrnumenn hafa að undanförnu dvalizt hjá St. Mirren í Skotlandi við æfingar og kepptu allir einn leik með B-liði félags- ins sl. laugardag. Þetta voru þeir Kári Árnason frá Akur- eyri, Ormar Skeggjason íVal og Þórólfur Beck, KR. Orm- ar var lengst í Skotlandi eða 17 daga, en hinir tveir komu viku síðar — að aflokinni keppni ísl. landsliðsins í Eng landi. Ormar og Kári komu heim í fyrrakvöld og við náðum tali af Ormari í gær og spurðum hann um dvöl- ina ytra. ★ Vel tekið Við höfðum það stórfínt. Bjuggum á fínu hóteli. Við mættum á æfingar með 1. liði félagsins klæddir eins og fínir menn. Okkur voru fengnir burstaðir skór og pressaðir bún- ingar og allt sem við þurftum með. Svona er dekrað við at- vinnumennina þar ytra. Æfingarnar Æfingarnar sem við stund- uðum voru þrjá daga í viku, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Á laugardögum er leikið en frí er í þrjá daga í viku. En þaS vakti einkennilega til- finningu hjá okkur að þegar æft var, var æft tvisvar á dag. Fyrir hádegi var hlaupið og spilað dálítið. Síðan kom gott bað og hádegisverður en síð- an er aftur tekið til við æfing- ar og þá gerðar alls kyns þrek- æfingar. Og þetta fannst mér einkenn- andi fyrir æfingar þarna, að þar er minna spilað en hér er gert. Þrek og aftur þrek er aðalatriði. — Voru fleiri „gestir" hjá Mirren en þið? — Nei. Við æfðum ásamt með 13—14 úr 1. liði þeirra. Það eru allt atvinnumenn sem ekki gera annað en æfa knatt- spyrnu. Fleiri úr 1. liði félags- ins eru atvinnumenn, en stunda aðra vinnu með og eiga þess kost að æfa á kvöldin. Þá æfir líka allt B-liðið. Á- Kjör atvinnumanna — Hver er munur á 1. liff- inu og B-liðinu. — Hann er miklu meiri knattspyrnulega séð en mað- ur gæti að óreyndu haldið. En allt eru þetta atvinnu- menn. B-liðsmenn fá 18 pund á viku. Hinir fá 24 pund á viku auk „bónusa“. Þeir fengu t. d. 5 punda „bónus“ fyrir jafnteflið við Glasgow Rangers. Auk þess fá þeir aukaþóknun ef aðsókn að leikum þeirra fer fram úr vissu marki. Þetta er allt ný hækað, þessar greiðslur, sagði Ormar. — Hvernig komst þú í sam- band við St. Mirren? — Þeir munu hafa skrifað Murdo þjálfara Vals og báðu um að hann tilnefndi 1—2 menn til slíkrar farar. St. Mirren borgaði ferðir og allt uppihald fyrir okkur. Þetta var sem sagt kostaboð. Ég átti eftir sumarfrí og ákvað mig þegar í stað. — Og gátuð þið veriff leng ur? — Þeir vildu hafa okkur lengur, já. Minnsta kosti 2 —3 vikur og lofa okkur svo að ákveða hvort við yrðum áfram hjá félaginu, en þá hefðum við að sjálfsögðu orð ið að skrifa undir samning. — Hvorugur okkar Kára gat verið lengur að sinni og ég fer sennilega ekki aftur þangað, orffinn gamall og hef góða stöðu. En Kári virtist fáanlegur og ég held jafnvel að hann fari út nú fljótlega aftur. — Var þá auðvelt að fá dval- arleyfi? — Nei, það voru einhver vandræði. Innflytjendaskrifstof- an var eitthvað að jagast út af okkur, og Þórólfur hafði aðeins dvalarleyfi í tvo mánuði. En þeir bjuggust við að geta bjarg- að því þegar þar að kæmi. ★ Þórólfur daufur — Var þá Þórólfúr ákveð- inn í að vera áfram. — Það var nú hálf-dauft í honum hljóðið þegar við kvöddum en sama kvöld náði Jimmy Brown í hann og hann flutti heim til hans, þar sem hann verður. Kári yrði áreiðanlega hjá einhverjum leikmannanna ef hann fer utan. — En verður Þórólfur ekki að gera samning? — Eg held hann ætli út í þetta af alvöru. — Er ekki um einhverjar byrjunarupphægir að ræða Pirie játar f HINU MIKUA enska sunnu dagsblaði „The People“ viður kennir enski hlauparinn Gord on Pirie að hann hafi hagnast um 120 þús krónur á að taka þátt i keppni sem „áhugamað ur“. — Ég get viðurkennt þetta núna eftir að ég er orðinn yfirlýstur atvinnumaður, að ég hef lengi fengið greiðslur fyrir þátttöku í mótum. Ef ég legg allt saman gæti ég trúað að upphæðin næmi 1000 pund um. Ég get nefnt aðra hlaupara, tugum saman, sem fengið hafa greiðslu fyrir að keppa sem „áhugamenn“ sagði Pirie sem 22. okt. n.k. hefur feril Oráðið ennþá — saghi Kári 5EINT í gærkvöldi náðum við Kára Árnason hirrn unga en efnilega knattspyrnumann 'rá Akureyri og spurðum hann xvort hann hefði í hyggju að ferast leikmaður St. Mirren regna þeirra ummæla sem (fram koma annars staðar hér i síðunni. — Ég hef ekkert ákveðið snnþá, sagffi Kári. Það er mjög freistandi að vera þarna, góð 'aðstaða og allt þess háttar. Það kæmi mjög til greina, að ég færi aftur og yrði 2—3 vik- ur. Fyrst eftir slíkan reynslu-' tíma kemur upp spurningin um samning. En þetta er allt óráffið ennþá. sinn sem yfirlýstur atvinnu- maður. Hleypur hann þá á cirkusvelli í San Sebastian á Spáni. Á hann að hlaupa 100 hringi á meðan aðrir hlaupa 50 hringi. Yfirlýsing Piries um „áhuga mennina“ kemur sem reiðar- slag á brezka frjálsíþróttasam bandið. En það er ekki laust við að hlakkj í sænskum blöð um, en Dan Waern varð fyrst ur til að viðurkenna að greiðsl ar hefðu átt sér stað til „á- hugamanna". 3 gegn 1 Á LAUGARDAGINN var leikur- inn St. Mirren Raith Rockers í Skotlandi, en með liði Mirren léku þeir Þórólfur Beck, Ormar Skeggjason Og Kári Árnason. Þetta var B-lið St. Mirren og liðið tapaði leiknum með 1 marki gegn ísl. leikmennirnir fengu bezta dóma liðsmanna og Þórólfur skor aði eina mark Mirren. íslending- arnir léku þarna eftir 1—2 vikna æfingar með St. Miren og þær æfingar gengu mjög vel fyrir þá eins og fram kemur í viðtali við Ormar annars staðar á síðunni. Giæsileg verðlaun í sundi á ísalirði ÝMS FYRIRTÆKI og einstakling ar á ísafirði, hafa gefið sundhöll inni fagra verðlaunagripi til að keppa um í sundi. Þetta eru 10 glæsilegir bikarar og skildir úr silfurplett. Þeir vinnast til eign ar, þeim keppendum sem vinna þrisvar sinnum, þó það sé ekki samfellt. Auk þess voru gefnir 30 verðlaunapeningar, 1., 2. og 3. verðlaun, sem vinnast til eignar strax í fyrsta sinn. Gefendur eru þessir: Flugfélag íslands, íshúsfélag ísafirðinga, Marselíus Bernharðs son, skipasmíðam. Neisti h.f., Ó1 afur Guðmundsson, forstjóri, Ól- afsbakarí, Rafveita ísafjarðar, Smjörlíkisgerð ísafjarðar og slysa varnarsveitir bæjarins. 1. sundmótið um þessa fögru gripi verður haldið sunnudaginn 8. október n.k. og er öllum heim il þátttaka innan ísafjarðarkaup staðar og Eyrarhrepps. Á ísafirði eru allmörg góð sund mannsefni, m.a. tveir unglinga- meistarar frá síðasta íslandsmóti þau Margrét Óskarsdóttir og Jó hannes Jensson. þarna, þegar menn gera samn ing í fyrsta sinn. — Jú. Ég held að hæst sé greitt 2000 pund, en mjög algengt er að svona „byrjend ur“ fái 500—1000 pund við undirskrift. — Leizt þeim vel á Þórólf forystumönnunum? — Eg heyrði það á tali þeirra að þeim fyndist hann dálítið þungur eins og væri. En þetta var nú bara kominn einn leikur og Þórólfi fannst sjálfum að hann ekki vera í essinu sínu. — Var um það rætt að hann yrði í 1. liðinu í næsta leik. Bridge hjá Þrótti VETRARSTARFSEMI Knatt- spyrnufélagsins Þróttar í bridge hefst á fimmtudaginn 5. okt. í Grófinni 1, kl. 8 e.h. Spilað verður í vetur á hverjum fimmtudegi. Undanfarna vetur hefur starf- semi þessi verið mjög vinsæl, og er öllum heimil þátttaka. Hneyk.sU í Oslo ÞAÐ var skýrt frá því hér á dög- unum að norska meistaraliðið Frederikstad hefði af Noregs hálfu tekið þátt í keppninni um Evrópubikarinn í knattspyrnu. f fyrstu umferð keppninnar ( sem er útsláttarkeppnij mættu Norð- menn belgiska liðinu Standard frá Liege. Belgir unnu báða leik- ina og halda áfram í keppninni. En framkoma Belgíumannanna við Norðmennina vakti furðu víða um álfuna. Þegar Frederik- stad kom til Liege kom enginn staðarmanna til að taka á móti þeim og greiða götu þeirra. Og þegar Belgarnír komu til Noregs hafði norska sambandið pantað hótelherbergi fyrir þá. En Belg- unum líkaði það ekki — fussuðu og sveiuðu og fóru á annað hótel. í leiknum í Osló lá margoft við slagsmálum en hápunkturinn varð er miðvörður belgiska liðs- ins spýtti framan í annan bak- varða Norðmanna. Norska blaðið Morgenposten lauk frásögn sinni af leiknum með þessum orðum. — Þökk fyrir heimsóknina, j Standard, en komið þið alls ekki ! aftur. I Það er víða heitt í hamsi. — Ekki svo ég heyrði. Frek ar gæti ég trúað aff hann fengi sérstaka þjálfun fyrst í stað. En það er víst aff þá vantar góðan framherja. Leik ur framherjanna í 1. liðinu síðast var mjög daufur og þar skortir félagið menn. — A. St. Patterson ver titil sinn FLOYD Pattersón heimsmeist- ari í þungavikt hnefaleika ver titil sinn fyrir Tom McNeeley mánudaginn 4. des. n.k. Þetta verður fyrsti kappleikur um heimsmeistaratign sem fram fer í Kanada. Leikurinn fer fram á stærsta hockey-velli Kanada sem rúmar 15000 manns. Verð aðgöngumiða er ekki end anlega ákveðið en verður líklega 50 dalir að því er sagt var í íréttinni. Fríðríb vann Portisch f GÆRDAG var tefld síðasta um ferð á skákmótinu í Bled. Ekki tókst að ljúka öllum skákunum og meðal þeirra sem fóru í bið voru Ská'k Fischers Og I'kovs og skák Tals Og Njadorfs. Verður því enn ekkert sagt um hvér hlýtur sigur á þessu mifcla móti. Vegna truflana á sendingu skeytisins náðist ekki úrslit allra skákana. En ljóst er um úrslit þessara. Friðrik vann Portisch. Geller og Pachmann jafntefli. Matanovic og Germek, jafnt. Trifunovic og Darga, jafntefli. Keres vann Donner. Endanleg röð skámanna er ekkl kunn enn, en Friðrik hefur hlot ið 8% vinning af 19 mögulegum. Félagslíf Ármann, körfuknattleiksdeild Æfingar hefjast í kvöld í íþr.* húsi Jóns Þorsteinssonar: Kl. 8.00 kvennafl. Kl. 8.45 3. fl. karla. Kl. 9.0 Mfl., 1. og 2. fl. k. Fjölmennið og mætið stundvís* lega! Þjálfarar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.