Morgunblaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.10.1961, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 4. okt. 1961 MORGVNBlÁÐIÐ 23 Sunnan sex - ný revía tJM NÆSTU mánaðamót hefjast' sýningar í Sjálfstæðishúsinu á nýrri revíu, sem Flosi Ólafsson leikari stendur fyrir. Á hún að heita Sunnan sex og er í tveim-, ur þáttum, sex atriðum. Flosi, sem leikur smáhlutverk, verður leikstjóri, en með aðalhlutverk-1 in fara Guðrún Stephensen, Karl Guðmundsson, Kari Sigurðsson og Baldur Hólmgeirsson. Auk þessara verða svo nokkrar þokka dísir. I Revían, sem stendur yfir í — Árnasafn Framh. af bls. 1 neytinu, geti hugsað sér að láta af störfum, en séu reiy’búnir að Ihalda áfram ef ráðunrytið óskar þess. Bröndum-Nielsen hefur ver ið formaður safnstjórnarinnar frá 1953 samkvæmt ósk ráðuneyt isins, að því er blaðið segir. í við tali við blaðið segist hann hvað eftir annað hafa skorað á Jörgen Jörgensen fyrrum menntamála- ráðherra að láta fara fram nýjar kosningar í stjórn Árnasafns, en ekkert hafi úr því orðið fyrr en Jörgensen lét af embætti. En þótt Bröndum-Nielsen gangi úr stjórn Árnasáfns, mun hann halda áfram baráttu sinni gegn afhendingu handritanna, að sögn blaðsins, og hefur þegar flutt mái sitt á fundum víða um Oanmörku. Tvær Ieiðir Kvöldberlingur segir í dag, að endanleg ákvörðun um Árnasafn Verði tekin eftir næstu stjórnar- myndun. Yfirstjórn safnisins lýt ur Helweg Petersen kennslumála- ráðherra og honum ber að undir búa sérhvert lagafrumvarp, er varðar afhendingu handritanna. Auk þess eru öll skjöl er snerta afhendinguna geymd hjá kennslu málaráðuneytinu. í Kvöldberlingi segir ennfrem ur: Sá, sem verður kennslumála ráðherra eftir næstu þingkosning ar, hefur um tvær leiðir að velja. Hann getur lagt afhendingarfrum varpið aftur fyrir þingið óbreytt frá því sem var og tryggt þing- meirihluta fyrir samþykkt þess, en þá er ekki lengur unnt að fresta málinu. Hann getur einn- ig lagt fram frumvarpið í breyttri mynd, en þá geta 60 þingmenn krafizt frestunar á afhendingu, tvo tíma, er eftir óþekktan höf- und, en um músikina sér Magnús Ingimarsson hljóðfæraleikari. Hann hefir samið flest lögin og útsett. Alls koma fram 11 manns og hljómsveit Sjálfstæðishússins, sem aðstoðar. Efni revíunnar er um þrjá skreiðarbraskara, sem selja vöru sína í ýmsum gæða- flokkum. Sagði Flosi Ólafsson fréttamönnum í gær. að revían væri færi full af gáska og fjöri og í henni mikill söngur. Hann sagði að fyrri þátturinn gerðist í Reykjavík en sá síðari væntan- lega á þjóðhelgum stað. — Æfing ar eru hafnar fyrir nokkru og er ráðgert að frumsýning verði 1. nóvember næstkomandi. Mannrán Saigon, 3. ókt. — (AP) — BÍKISSTJÓRNIN í Suður- Vietnam skýrði frá því í dag að skæruliðar kommúnista hafi rænt formanni sendi- nefndar þeirrar, sem hefur með höndum samninga við alþjóða eftirlitsnefndina í Laos og Vietnam. Þá tilkynnti ríkisstjórnin jafn- framt að her Suður Vietnam hafi fellt 130 skæruíiða Viet Cong kommúnista og handtekið 30 í bardögum í síðustu viku. Þrjár bækistöðvar skæruliða voru eyði laggðar og náði stjórnarherinn miklu magni af hðrgögnum. Það fylgir fréttinni að aðeins þrír hermenn stjórnarhersins hafi fallið og tveir særzt — sem telja megi mjög óvenjulegt, því venju lega sé mannfall stjórnarhersins um 10—20% minna en hjá skæru liðum. Miklubrautin er IVa m á breidd SÚ PRENTVILLA var á þriðju síðu blaðsins í gær, þar sem skýrt var frá hinuim miklu framkvæmd um á Miklubrautinni, að brautin var sögð sjö metra breið. Hið rétta er, að steinsteypta brautin er hálfur áttundi metri á breidd. Hér sjást nokkrir sýningargesta hjá Ford-umboðinu virða fyrir sér Consul 315, fjögurra dyra, en sá bíll vakti mesta athygli á sunnudaginn. Ford-sýníngin fjölsótt BIFREIÐASÝNING Fordumboðs ins Kr. Kristjánsson, sem haldin var á sunnudaginn við Suður- landsbraut 2, vakti mjög mikla athygli almennings. Yfir 10 þús. manns munu hafa skoðað bifreið arnar á sýningarsvæðinu. Greini- legt var, að menn kunnu vel að meta þessa framtakssemi fyrir- tækisins, þvi að bílarnir voru grandskoðaðir af áhugasömu en miskunnáttusömu fólki. 25 bílar af árgerðinni 1961 voru sýndir. Glugginn góði í Consul 315. Mesta athyglí vakti Cönsul 315, en þeir eru framleiddir bæði 4ra og 2ja dyra og kosta frá 145 þús. krónum. Afturglugginn er með nýju sniði. Rúðan hallar inn að neðan og gluggakarmurinn geng ur út eins og skyggni að ofan. Því sezt hvorki snjór né vatn á rúðuna. fbúðarvagninn. Gaman þótti mönnum að skoða íbúðarvagninn. Þetta er ekki caravan-vagn til að tengja aftan við bifreiðir, heldur e.k. sendi- ferðabíll, útbúinn margvíslegum þægindum. Fjórir geta sofið í honum; þar er rennandi vatn, ís- skápur, eldunartæki, skápar o.fl. Lyfta má þakinu. Leizt mörgum Nálega 200 ferm. kvikmyndatjald NÚ ER verið að Ieggja síðustu á myndinnl sést sýningartjald af mönnunum, sem við það hönd á hið glæsilega bíó Há- ið, en það er tæpir 200 ferm. sta— da. skólans, Hálskólabíóið. Hérna og má glöggt greina stærð þess (Ljósm. Ól.K.M.) vel á gripinn, og kona ein heyrð ist stinga upp á því við mann sinn, að bezt væri að selja gömlu íbúðina og festa kaup á Thames vagninum, sem kostar 275 þús. kr. Eflum vestrœna samvinnu Varðhergsfundur í gœrkvöldi FUNDUR var haldinn, í gær- kvöldi í hinu nýstofnaða fé lagi, Varðbergi, sem er félag' ungra áhugamanna úr öllumj lýðræðisflokkum, um ísland og vestræna samvinnu. Fund- urinn, sem haldinn, var í Tjarn arcafé, var mjög fjölmennur. Framsögumenn voru Emil Jónsson, ráðherra, Jóhann Haf< stein, ráðherra, og Ólafur Jó- thannesson, prófessor. Frá ræð um þeirra og fundinum verðuri nánar greint í næsta blaði. Að! iimræðum þeirra loknum tóku n.okkrir til máls. Segja má, að höfuðinntakið í ræðum allra hafi verið, að efla bæri að mun «þátttöku íslendinga í vest rænni samvinnu og fræðslu starfsemi um Atlantshafs-' bandalagið hér á landi. Félagslíf Ferðafélag íslands v heldur kvöldvöku í Sjálfstæðis húsinu fimmtudaginn 5. okt. 1961. Húsið opnað kl. 8. Fundarefni: 1. Kvikmynd af slóðum Fjalla- Eyvindar, tekin áf Ósvaldi Knud sen, málarameistara, texti eftir dr. Sigurð Þórarinsson jarðfræð- ing. 2. Myndagetraun, verðlaun veitt. 3. Dans til kl. 24. Aðgöngumiðar seldir í Bóka- verzlunum Sigfúsar Eymunds- sonar og ísafoldar Verð kr. 35.00. Norskt skip Akureyri, 3. okt. Fyrir nokkrum dögum kom hingað til Akureyr ar norski línuveiðarinn Brosund frá Álasundi. Skipið hafði fengið á sig brotsjó á Skagagrunni og við það höfðu brotnað nokkrar styttur og borðstokkur stjórn- borðsmegin á kinnung. Einnig urðu sikemmdir á stjórnpalli skips ins og víðar, m.a. jnun aðálvél skipsins hafa stöðvast um stund ar sakir. Skipið komst þó hjálpar laust til Akureyrar og fer viðgerð á því hér fram. Skipið er nýlegt 80 lesta tréskip. — Stefán. JUDO — JU-JITSU Æfingar eru byrjaðar og eru sem hér segir: Þriðjudagar: Judo. Kl. 7 mæti byrjendur, þeir, sem lengra eru komnir mæti kl. 8. Miðvikudagar: Kl. 9 til 10: sjálfsvörn, Ju-jitsu. Föstudaga: KI. 8 til 9 sjálfs- vörn, Ju-jitsu, kl. 9 til 10 Judo, byrjendur og lengra komnir, sameiginleg æfing. Æfingar fara fram í fþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar, Lindar götu 7. Judodeild Glímufélagsins Armann. Samkomui Kristniboðssambandið Fórnarsamkoma í kvöld kl. 8.30 í kristinboðshúsinu Betaníu Laufásvegi 13. Halla Bacmann kristinboði talar. Allir eru hjart- anlega velkomnir. Skógarmenn KUFM Fundur verður í kvöld kl. 8 1 húsi KUFM við Amtmannsstíg. Nýjum skógarmönnum frá sumr- inu sérstaklega boðið fjölbréytt dagskrá. Fjölmennið. Stjórnin. Zíon Austurgötu 22, Hafnarfirði Almenn samkoma í kvöld kl 8.30. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. Frelsesarmeen Norskforening hos kapt. Ona i kveld kl. 20.30. Velkomin. Filadelfía Biblíuskólinn verður settur i dag kl. 5. — Almenn samkoma kl. 8.30. Allir velkomnir. Faðir okkar INGVAR S. JÓNSSON frá Seyðisfirði, andaðist á Elliheimilinu Grund aðfaranótt 3. október. Jarðarförin auglýst síðar. F. h. bræðranna. * Ólafur Ingvarsson, Varmalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.