Morgunblaðið - 04.10.1961, Page 24

Morgunblaðið - 04.10.1961, Page 24
[ Vísindi og tœkni — Sjá bls. 10 — 224. tbl. — Miðvikudagur 4. október 1961 Karmoy fundin og lík annars skipverja ÍSAFIRÐI, 3. okt. — Sl. sunnu- dag var haldið áfram leitinni að mótorbátnum Karmoy, sem fórst 1 ísafjarðardjúpi í sl. viku. Var fengin flugvél frá Birni Pálssyni, Og var Þórir Þorsteinsson flug- maður. Kom flugvélin hingað kl. 15 á sunnudag og fékk hér leið sögumann, Guðmund Guðmunds- son, hafnsögumann. Þegar flug- vélin kom í Mjóafjörð, vgrð hún vör við olíubrák í sjúnum skammt út af Þernuvík. Haft var sam- band við rækjubáta, sem þar voru nærstaddir. Fóru þeir á stað inn og urðu varir við Karmoy á dýptarmæla, einnig töldu þeir sig festa í henni. í gærdag fór vélbáturinn Ásólf- ur inneftir. Með í förinni var einnig Guðmundur Marzelíusson, kafari. Kafaði Guðmundur niður í Karmoy og fann lík Símonar Olsens fast á þilfari bátsins. En lík Kristjáns fannst ekki. Leit kafarinn niður í lúkarinn, sem var opinn, en varð einskis var. -ár Náð upp? Ekki er enn afráðið hvort reynt verður að ná Karmoy upp. Ás- ólfur kom með líkið af Símoni til ísafjarðar í gær. Spilakvöld HAFNARFIRÐI. — Félagsvist Sjálfstæðisfélaganna er í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 8,30. Verðlaun verða veitt. — Öllum er heimil þátt- taka meðan húsrúm leyfir. XýWOWK; ••• •••••••• • •*■■• <• *.v- e/V/íW/M'Av.v.v.v.:.. • Hreyfilbilun EIN af flugvélum Loftleiða var í gær á leið frá Bretlandi til ís lands og var komin um klukku- tíma flug frá landi, er olíuleka varð vart á einum hreyflinum. Flugstjórinn stöðvaði hreyfilinn og sneri við til Prestwick, þar sem gert var við hreyfilinn. Hélt flugvélin síðan áfram ferðinni, kom hingað í gær og hélt áfram vestur um haf. 36 milljon kr. hagsfæður vöru- skiptajöfnuður # ágúst V ÖRUSKIPTA J ÖFNUÐURINN var í ágústmánuði hagstæður um 36.3 millj. kr., útflutt fyrir 173 millj í mánuðinum, en innflutt fyrir 136,7 millj. Vöruskiptajöfn uðurinn frá áramótum til ágúst- loka er óhagstæður um 208 millj. kr., útflutningur nemur 1.565.5 millj., en innflutningur 1.773,6 millj, þar af eru skip og flugvélar fyrir 80,2 millj. kr. Á sama tíma í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 499,9 millj. króna. Magi springur í bónda í gðngum frammi á heiði UM EITT leytið í gær veiktist Hrafnkell Valdimarsson, bóndi á Hofi í Vopnafirði, skyndilega er hann var í göngum frammi á heiði. Var hann borinn til næsta bæjar, fluttur þaðan á bíl niður á Vopirafjörð, þangað sem Björn Pálsson sótti hann í flugvél og flutti til Akureyrar. Taldi lækn-' irinn að maginn í honum hefði sprungið og var Hrafnkell kom-1 inn í sjúkrahúsið á Akureyri um 10 leytið £ gærkvöldi. • Borinn 5 km leið Þetta gerðist við svokallað Fulltrúaráðsfundur um stjórnmálaviðhorf í kvöld kl. 8.30 verður haldinn í ■ Sjálfstæðishúsinu fyrsti almenni • fundur fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík á þessu - hausti. Fundarefni er stjórnmálavið- 'fjjj ;/j, iljf, Unglingar óskast til að bera blaðið til kaupenda víðsvegar um bæinn og í úthverfin Sendisveínar óskast í afgreiðslu. Vinnutími frá kl. 6 f.h. til kl. 12 á hádegi. Á ritst jórn Vinnutími frá kl. 9 f.h. til 6 e.h. (eða hálfan daginn) ptet0i$i#Wbiíi Sími 22480 Bjarni Jóhann horfið og verða frummælendur Bjariri Benediktsson, forsætisráð herra og Jóhann Hafstein, dóms- málaráðherra. Að ræðum þeirra loknum verða frjálsar umræður. Sumarið, sem nú er að líða, hefur verið allviðburðarríkt á stjórnmálasviðinu og innan skamms tekur Alþingi til starfa að nýju og má vænta þess að ýmis stórmál verði þar til um- ræðu. Er því ekki að efa að full- trúaráðsmeðlimi muni fýsa að heyra forsætisráðherra og dóms- málaráðherra reifa stjórnmála- viðhorfið á fundinum 1 kvöld. Togarasölur f GÆR seldi togarinn Askur í Grímsby 103,6 lestir af fiski fyrir 6644 sterlingspund Og Vestmanna eyjabáturinn Meta í Aberdeen 44 lestir fyrir 2666 sterlingspund. Tungusel á þriðja gangnadegi. Hrafnkell, sem er 25 ára gamall, varð þá skyndilega mjög veikur, náði varla andanum, og riðu félag ar hans 5 km leið að næsta bæ, til að hringja á héraðslækninn á Vopnafirði. Læknirinn kom á staðinn kiukkan að ganga fimm, og taldi að maginn í sjúklingn- um væri sprunginn. Báru gangnamenn þá Hrafn- kel til bæja, sem er 5 km leið eins og áður er sagt, og þaðan var hann fluttur í jeppa til Vopna- fjarðar. • Björn lenti í kolamyrkri Björn Pálsson fékk beiðni um að koma á vettvang um kl. 6 og var lagður af stað austur er klukkuna vantaði 20 mín í 7. Er til Vopnafjarðar kom, kl. 20.20 var komið kolsvarta myrkur. En Vopnfirðingar höfðu kveikt olíuelda við brautarendann. Eldarnir voru reyndar við öfug- an enda á brautinni, svo lenda varð undan vindi, en skömmu Cesfur á ís- landsmiðum JÞENNAN kynlega flsk velddi' báturinn Bjargþór úr Reykja vík, skipstjóri Gunnar Þórar nsson, á Bollartiiðum | gær- morgun. Var farið með hann á Fiskideild Atvinnudeildar-' innar, þar sem ljósmyndari blaðsins myndaði hann í gær. Þetta er svokölluð Slétt- hverfa (Ahombus ahornbus) er finnst í sjónum frá Miðjarð; larhafi að Norlandsfylkl i Noregi, — Hrygnir fisk- urinn aðallega í maí og júlí og lifir mest á fiski, en jeinnig á krabbadýrum. Hann, Hfir á grunnu vatni á sand- botni og grýttum botni og þyk ir ágætur matfiskur. Fiskurinn sem Bjargþór veiddi er 61 sm. á lengd, en' Slétthverfan getur orðið allt að 68 sm. áður hafði vindur gengið mjög niður og kom þetta ekki að sök. Sjúklingnum höfðu verið gefin deyfilyf og leið honum ekki illa ^ á leiðinni. Er til Akureyrar kom var hann fluttur beint í sjúkra- I húsið. Hann var þá með 40 stiga hita. Var hann þar í rannsókn | er blaðið hafði seinast samband ^ við Akureyri í gærkvöldi. Björn ætlaði að vera um kyrrt á Akureyri í nótt og koma suður fyrir hádegi í dag. Öflugra gullleit- artæki í smíðum EKKI er Bergur Lárusson á Klaustri alveg af baki dottinn við leitina á Skeiðársandi að Indía- farinu með gullfarminn, er fórst þar fyrir löngu. Er Gunnar Böð- varsson, verkfræðingur, fór með honum austur, reyndist málmleit artæki þeirra draga of skammt niður. En nú eru þeir Páll Theodórs- son eðlisfræðingur og Örn Garð- arsson, eðlisverkfræðingur að smíða öflugra tækl I samráði við Gunnar. Er áætlað að það dragi 15 m. niður, en slík málmleitar- tæki senda radíóbylgjur með mjög lágri tíðni, er endurvarp- ast frá málmi í jörðinni. Ætla þeir Gunnar og Bergur aftur austur með þetta nýja tæki, er það verður tilbúið, og hyggjast leita á sama stað og áð ur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.