Morgunblaðið - 06.10.1961, Síða 1

Morgunblaðið - 06.10.1961, Síða 1
24 siður \ Jjjósmyndari Morgunblaðsins ÓI. K. M. tók þessa loftmynd af háskólahverfinu í ágústmánuði sl. Neðarlega til vinstri sést Gamli Garður og neðarlega til hægri Þjóðminjasafnið. Á milli er Atvinnudeild háskólans. Fyrir miðri skeifunni er aðalbygging háskólans og á móti Gamla Garði, hinum megin skeifunnar er Nýi Garður og íþróttahús háskólans hægra megin. Efst t. v. getur að líta hina svonefndu prófessorabústaði“ og ofarlega t. h. sér ofan á hið nýja Háskólabíó. — Jörgen Jörgensen fyrrum menntamálaráðh. Dana kom / gær Tel ekki að handrita- frumvarpinu verði breytt sagði hann v/ð fréttamenn JÖRGEN Jörgensen, fyrrum menntamálaráðherra Dana, og frú hans voru meðal far- þega í Gullfaxa, þegar hann kom frá Kaupmannahöfn í gærdag. Fréttaritari Morgun blaðsins hitti Jörgensen sem snöggvast að máli á flug- vellinum og spurði þessarar spurningar: — Teljið þér að handrita- frumvarpinu verði breytt, þegar það verður lagt fyrir næsta þjóðþing Dana eftir kosningar? — Nei, það tel ég ekki, svaraði Jörgen Jörgensen ákveðið, ég held ekki það verði lagt fram í breyttu formi. Þegar stjórnin til- kynnti um frestun málsins í sumar, lýstu báðir stjórnar- flokkarnir yfir því, að þeir mundu leggja fram frum- varpið óbreytt til staðfest- ingar eftir næstu kosningar. Ekki eignarnám Síðan skýrði Jörgen Jörgen- sen frá því, að það hefði verið skoðun stjómarinnar, að hand- ritafrumvarpið hefði ekki falið í sér eignarnám, en samt hefði danska stjórnin talið rétt að beygja sig fyrir kröfum 61 þjóð þingsmanns um að leggja frum- varpið ekki fram til staðfestingar, heldur fresta málinu fram yfir næstu kosningar. — Ástæðan var ekki sú, sagði Jörgen Jörgensen, að stjómin teldi að eignarnám fælist í hand ritafrumvarpinu, og bætti því við að þeir lögfræðingar, sem um málið hefðu fjallað hefðu verið sömu skoðunar. En þótt stjómin hefði verið sannfærð um, að sinn skilningur á lögun- um væri réttur, hefði hún tekið þá ákvörðun eftir ná- kvæma yfirvegun, að fresta mál inu. — ★ — Eins og fyrr segir kom Jörgen Jörgensen, fyrrv. menntamála- ráðherra Danmerkur, ásamt frú sinni til Reykjavíkur með flug- vél Flugfélags íslands í gær, ásamt ýmsum þeim erlendu full trúum, sem sækja háskólahátíð- ina. Er sagt frá komu þeirra á bls. 10. Gylfi Þ. Gíslason, mennta málaráðherra, og _frú tóku á móti Jörgensens hjónunum á Frh. á bls. 2 Jörgen Jörgensen, fyrrv. menntamálaráðherra Dana, heilsar við komuna á Reykja- víkurflugvöll í gær. — Metníli Norðmcitna á síldveiðum hér BERGEN, 5. okt. (NTB) — Stjórn sjávarútvegsmála hef-1 cur fengið yfirlit um afla 130 | fiskiskipa, sem stunduðu síld '< veiðar við ísland. Samanlagð- ur afli þeirra memur 115.757 tunnum af saltsíld og annar konar síld. í fyrra var heildarafli salt- aðrar Íslandssíldar 117 þúsund tunnur, og mun útkoman þessu ári reynast enn betri.1 Hafa aflast 900 þúsund hektó 1 lítrar í stað 633 þúsund í' 1 fyrra — og er vertíðin í ár sú, aflasælasta, sem norskir sjó- *mcnn hafa átt á miðunum við ísland. | Þá berast frá Svolvær fregn ir um að síldarverksmiðjur í( Lofoten anni nú ekki lengur 1 Íbræðslu allrar þeirrar síldar,( sem á land berst. Bæði snurpu ' nóta- og reknetabátar leggja nú drjúgan afla á land í Svol vær og Brettesnes — og enn fremur hafa fiskiskip tilkynnt komu sina til Harstad og 1 Bodö.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.