Morgunblaðið - 06.10.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.10.1961, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIh Fostudagur 6. okt. 1961 •» Eftir Sigurð Bjarnason skömmu eftir að hann hafði gef- ið þessa yfirlýsingu. Hann verð- ur að kasta sér út í baráttuna aftur. Og við teljum að hann eigi að gera það. Þetta sagði frú Nixon. Blöðin í Kaliforníu sögðu líka frá því að eldri dóttir hans, sem er 15 ára gömul væri sömu skoðunar. Fjölskylda hans stendur því ein- huga með honum í hinni nýju baráttu. • Áskoranir flokksmanAa. Republikanar í Kaliforníu, sem er annað fólksflesta ríki Bandaríkjanna, hafa lagt mjög að Nixon að gefa kost á sér við ríkisstjórakjörið á næsta ári. En hann hefur verið mjög tregur til þess að verða við þeim óskum, a. m. k. á yfirborðinu. Forseta- kosningarnar árið 1964 hafa ver- ið honum efst í hugá. Ef hann byði sig fram til ríkisstjóra og félli myndi það útiloka forseta- framboð hans. Ef hann hinsveg- ar næði kosningu sem ríkisstjóri yrði það mjög illa séð i Kali- forníu að hann hlypi tveimur árum seinna i framboð við for- sjónvarpsmönnum gaf Nixon svohljóðandi yfirlýsingu: Eg mun ekki verða frambjóð andi við forsetakjör árið 1964. Ég ætla að bjóða mig fram til ríkisstjóraembættis i Kali- forníu árið 1962. Ekki hafði Nixon fyrr gefið þessa yfirlýsingu en grunsemdir vöknuðu um það, að hann væri síður en svo úr sögunni sem lík- legur frambjóðandi Republikana við forsetakosningarnar 1964. Rockefeller ríkisstjóri í New York taldi yfirlýsingu hans alls ekki útiloka að á hann yrði skor- að að vera í kjöri. Líta margir aðrir einnig þannig á, að Nixon telji sig ekki hafa brugðist Kali- forníubúum þó hann lét að vilja flokksbræðra sinna eftir að slíkri áskorun hefði verið til hans beint. Er og auðsætt að Rocke- feller vill gjarnan gefa þeirri skoðun undir fótinn. Það gæti hinsvegar torveldaðl Nixon að ná því takmarki sínu að verða ríkisstjóri í Kaliforníu á næsta ári, þar sem kjósendum þar er illa við að láta nota ríkisstjóra- stöðu sína fyrir stökkbretti upp • Baráttan innan Republik- anaflokksins. En Richard Nixon verður ekki baráttulaust frambjóðandi Republikana í Kaliforníu í rík- isstjórakosningunum á nSesta ári. Þrír aðrir flokksmenn hans hafa þegar lýst því yfir að þeir gefi kost á sér. Einn þeirra er Goodwin J. Knight fyrrverandi ríkisstjóri. Annar er leiðtogí Republikana í fulltrúadeild rík- isþingsins. Knight var kjörinn ríkisstjóri í Kaliforníu árið 1954 með hálfrar miljón atkvæða meiri. hluta yfir frambjóðanda Demo- krata. í kosningunum árið 1958 ! var honum hinsvegar bolað frá j framboði af William Knowland, I einum höfuðleiðtoga Republik. ana. En Knowland féll þá fyrir frambjóðanda Demokrata, Ed- mund G. Brown núverandi ríkis- stjóra. Hlaut Brown rúmlega miljón atkvæða meirihluta, Knight er nú fyrir nokkru byrj- aður harða baráttu fyrir fram. boði sínu. Hefur hann þegar bor ið Nixon ýmsum sökum, m. a, þeirri að hann hafi látið ein- hvern stuðningsmanna sinna bjóða sér gull og græna skóga ef hann léti af frámboði sínu við prófkosningarnar innan Repu. blikanaflokksins. Hafa andstæð- ingar Nixons reynt að gera úr Nixon kastar teningum Hjarta Dicks er í pólitíkinni 99 New York, 2. október. SÍÐ AN Richard M. Nixon tapaði fyrir John F. Kenne- dy í baráttunni um forseta- embættið hefur verið frem- ur hljótt um hann. — Fæstir hafa þó talið það vera vott þess, að hann hygðist hætta stjórnmálaafskiptum. — Til þess gáfu úrslit forsetakosn- inganna heldur engan veginn tilefni. Nixon barðist þar eins og hetja og aðeins litlu broti úr einum hundraðs- hluta heildar af atkvæða- magninu munaði að hann næði kosningu. Demókratar og repúblikanar komu svo að segja hnífjafnir að atkvæð- um út úr forsetakosningun- um. Og það var áberandi að Nixon hafði miklu meira fylgi en flokkur hans hlaut í baráttunni um þingsætin. En að hinni miklu baráttu lok inni fór Nixon heim til Kali- forníu, þar sem hann er borinn og barnfæddur, og þar sem hinn -pólitíski framaferill hans hófst, og tók sér nokkra hvíld. En sú hvíld stóð ekki lengi. Hann snéri sér nú að lögfræðistörfum, byrjaði að skrifa greinar fyrir fjölda blaða og hófst handa um að undirbúa bók, þar sem hann mun segja frá nokkrum þýðing- armestú atburðum í lífi sínu. Nixon hefur skýrt frá því op- inberlega, að á þeim stutta tíma, sem liðinn er síðan hann féll í íorsetakosningunum hafi hann í forsetaframboð. Framhald á bls. 16 haft meiri tekjur en samanlagt þau 14 ár sem hann var þing- maður, öldungadeildarmaður og varaforseti. Hann hafi auk þess fengið miklu betri tíma til þess að vera samvistum við fjöl- skyldu sína og rækja. heimilislíf' iiennar. 4 • „Hjarta Diks er í pólitíkinni“. En nú er þessum rólegu ábata- sömu dögum RicharcLs Nixons að Ijúka. Hann lýsti því yfir í síð- ustu viku, að hann myndi bjóða sig fram í ríkisstjórakosningun- um í Kaliforníu á næsta ári. — „Hjarta Diks er í pólitíkinni", sagði kona hans við blaðamenn 44 setakjör. Auk þess myndi iyr- irhugað forsetaframboð spilla mjög fyrir honum í ríkisstjóra* kosningum. Það hefur því verið úr mjög vöndu að ráða fyrir Richard Nixon. En hann varð að hrökkva eða stökkva, segja af eða á um það, hvað hann hyggð- ist fyrir. Og miðvikudaginn 27. september s.l. kastaði hann ten- ingnum, kallaði saman blaða- mannafund á hóteli vestur í Los Angeles og skýrði frá ákvörðun sinni. ■ / • Frambjóðandi til ríkis stjóraembættis. Fyrir framan heilan hóp af blaðamönnum, Ijósmyndurum og Eftir ákvörðunina: Richard M.Nixon og kona hans. • ísland í 900 bíóum Fyrir nokkru sendi Pathe- kvikmyndafélagið frá sér eina af fréttamyndum sínum úr flokkinum, þar sem drepið er á ýmislegt fróðlegt frá ýmsum löndum. Myndin var sýnd í 900 kvikmyndahúsum í Bret- landi og Kanada og fór síð- an áfram til annarra landa. Þetta var falleg litmynd. Byrj- aði með svipmynd af lífinu í Trinidad, vék síðan að störf- um fjölskylduföður rheð 7 börn á framfæri, en hann af- greiðir m. a. steiktan fisk í sjoppu í Bretlandi á kvöld- in og loks var talið leitt að ís- landi, og kom langur kafli frá sjóstangaveiðimótinu 1 Vestmannaeyjum í sumar. Þetta var einn af 6 eða 7 þáttum, sem kvikmyndatöku- maðurinn Roy Lewis safnaði á hvíta tjaldið, er hann kom hér í sumar. Eins og ýmsir aðrir sem hingað hafa komið til kvikmyndatöku fékk hann að kenna á óblíðri veðráttu hér um slóðir. Fyrst dvaldist hann í viku, án þess að fá nokkurn tíma veður til kvikmyndatöku. Síðan kom- hann aftur Og var í viku og fékk samtals aðeins 3 daga til myndatöku. Þess vegna urðu myndir hans ekki eins margar og áformað var. Eg fékk ásamt Jóhanni Sig- urðssyni hjá Flugfélaginu að sjá þessa íslandsmynd í litum í kvikmyndasal í Pathe-kvik- myndahúsinu í London fyrir skömmu. Þær eiga vafalaust eftir að vekja mikla athygli á íslandi. — Við sýnum aðeins 3—4 mín. mynd frá hverjum stað, sagði Roy Lewis. Til þess að vekja áhuga fólks Og for- ☆ FERDINAND ☆ vitnl, Sn þess að því finnist að því hafi verið sagt allt og fái því löngun að kynna sér þetta nánar. Og kaflarnir hans frá íslandi eru sannarlega þannig, að þeir hljóta að vekja forvitni. • Viðskipti gerð í heitu vatni Nú í vikunni ætlaði kvik- myndafélagið að senda út aðra mynd, þar sem seinasti hlutinn var um heita vatnið á fslandi. Þar er m. a. sýnt lífið í Sund- laugunum í Reykjavík á morgnana, ,þar sem kaupsýslu mennirnir semja um viðskipti standandi í heitu vatni upp í mitti, rétt eins og brezkir kaup sýslumenn gera yfir hádegis- verði í klúbbum sínum.“ Mig minnir að ég hafi þekkt þarna á myndinni Þorvald í Síld og fisk, Gunnar Guðjónsson, Einar Baldvin O. fl. merka borgara. Aðrar myndir, sem verða sendar út í vetur á 6 vikna fresti og koma fyrir 120 millj. au'gu, að okkur taldist, eru íslenzkt landslag, börn og Reykjavík. • Ekki hér? Hvort þessar myndir koma hér veit ég ekki. Eg held að Tripolibíó hafi lunboð fyrir Pathe, en ég minnist þess ekki að hafa séð hér í kvikmynda- húsum fréttamyndir félagsins úr ýmsum heimshörnum, sem byrja með glerhanamerkinu — því miður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.