Morgunblaðið - 06.10.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.10.1961, Blaðsíða 16
16 M O R C U N B L A Ð l h Föstudagur 6. okt. 1961 — Bréf frá New York Framh. af bls. u þessu hneykslismál. En hann hefur lýst því yfir, að sér hafi aldrei komið til hugar að fara neins slíks á leit við Knight, i hvað þá að hann hafi boðið hon- um æðstu dómarastöðu í Kali- forníu ef hann hætti við fram-1 boð. Standa nú yfir mikil átök og brigslyrði á báða bóga um þetta. Telja má víst að Nixon muni verða tilnefndur frambjóðandi Republikana með miklum meiri hluta atkvæða. Almennt er tal- ið að hann sé iangsamlega sig- urstranglegasta frambjóðandi flokksins í Kaliforníu. • Hefur aldrei tapað í Kaliforníu. En baráttan um ríkisstjóra- embættið verður harðsótt og tví- sýn. í Kaliforníu eru nú taldir flokksbundnir 1,4 milj. fleiri Demokratar en Republikanar. En Nixon lætur það ekki á sig fá. Hann bendir réttilega á að hann hafi aldrei tapað kosningu í heimaríki sínu. Hann var kos inn þar í fyrsta skipti, sem hann bauð sig fram til fulltrúadeildar Kongressins í Washington. Stuttu síðar kusu Kaliforníubú- ar hann til Öldungadeildarinnar. Enn vann Nixon sigur í Kali- forníu. Árin 1952 og 1956 kaus hún hann fyfir varaforseta með Eisenhower með miklum meiri- hluta. Og í forsetakosningunum haustið 1960 hélt Nixon enn meirihluta i Kaliforníu. Tilkynnt hafði verið nóttina eftir kosn- inguna aV hinir 36 kjörmenn hennar hefðu fallið í hlut Kennedys. En eftir var þá að telja utankjörstaðaratkvæði. Þau sneru taflinu við. Nixpn hlaut 35 þús. atkvæða meiri- hluta í Kaliforníu og alla kjör- menn ríkisins. En það dugði ekki til að tryggja kosningu hans. Margir segja að Nixon sé for- lagatrúarmaður. Hann trúi því ákveðið að Kalifornía muni ekki bregðast sér nú frekár en endra- nær. Skoðanakönnun, sem fram hefur farið þar nýlega sýndi að um 70% kjósenda. bæði Repu- blikanar og Demokratar vildu að hann gæfi kost á sér til .rík- isstjóraembættis. En það þarf alls ekki að þýða að hann eigi víst fylgi allra þeirra kjósenda. En þrátt fyrir það eru mjög verulegar líkur til þess að hann nái þar kosningu. Ef þannig færi hefði aðstaða hans styrkst mjög til þess að verða aftur_ í kjöri í forsetakosningum. Mætti þá vel fara svo. að hann teldi sér eins héntugt að bíða til 1068 en láta Nelson Rockefeller eftir að kljást við Kennedy 1964. Er ekki ólíklegt að Nixon telji „Rocky“ það ekki of gott, sér- staklega ef Kennedy hefur farn- ast sæmilega stjórnin og friður og velmegun ríkir í landinu. Ef hinsvegar að þannig færi, að Nixon næði ekki kosningu sem ríkisstjóri í Kaliforníu er hætt við því að pólitísk frama- braut hans yrði stutt úr því. Framboð hans til forsetakjörs væri þá vonlaust orðið. Nelson Rockefeller ætti þá léttan leik, ef hann heldu rsjálfur ríkisstjóra emgætti sínu í New York. sem flestir telja líklegt að hann geri. Þrátt fyrir uggvænlegar horf- ur í alþjóðamálum standa mikil átök fyrir dyrum í bandarískum stjórnmálum. Republikanar munu leggja mikla áherzlu á að endurskipuleggja flokk sinn og ná meirihluta í fulltrúadeild þingsins í kosningunum á næsta ári. f þeirri baráttu munar mik- ið um forystu Richards Nixons, sem enn er aðeins 48 ára gamall og harðskeyttur og óhlífinn bar- éttumaður. S. Bj. í bæjarlæknum eru stampar og kyrnur til þvottar. Fjárhúsin í baksýn. — Geitaskarð Framhald af bls. 3 Vio þær sá ég rakk eða grind- verk, sem ég hef hvergi áður séð. Ei þar komið fyrir skófl- um, göfflum, hökum og spöð- um, öllu snyrtilega raðað. Að þessum hlutum þarf því ekki að vera að leita úti um allt. Inni í skemmunum héngu reið ver og annað er til hestahalds þurfti, beizli, aktýgi, kaðlar og annað þess háttar. Þar var komið fy.rir brettum og var á þeim haustmatur og garðávext ir, sem verið var að vinna að. Norðan við húsið var öllum heyvinnuvélum og jarðyrkju- tækjum raðað ásamt heimilis- dráttarvélum, sem voru tvær. Allar voru vélar þessar mál- aðar og snyrtilegar þótt aðal- starfstíma þeirra á þessu ári væri lokið að mestu og þær biðu þess eins að vera settar í hús. Þarna var blandað sam ^ an tækjum fyrir hesta og vél- knúin tæki. enda notuð jöfn- um höndum, sem mun enn sem komið er hagkvæmast fyr ir okkur íslendinga. Uppi í brekkunni fyrir ofan bæinn eru myndarleg fjárhús fyrir áj 6. hundrað fjár. Allar eru krærnar með grindum. enda byggðar fyrir fjórum árum. Aukum öryggiö á þjóðvegunum SVO tíð gerast nú umferðaslys- in, að „æra mætti óstöðugan", ef skrifa ætti sérstaklegar hug- leiðingar um hvert og eitt. En nú þegar fréttist með fárra daga millibili um alvarleg slys, er bifreiðum var ekið hvorri gegn annarri úti á þjóðvegum, að því er virðist, á allmikilli ferð, þá er ærin ástæða til að staldra við og íhuga, hvort eigi muni tiltækar neinar ráðstafanir er stemma megi stigu við hækkunum af ,,blindhæðunum“ á íslenzku veg- unum, en því miður virðist allt of mörgum gleymast, er þeir aka í grandaleysi á miðjum vegi upp á slíkar hæðir, að handan bung- unnar getur annar verið á ferð — alveg jafn ógætinn. Meðan slík óvarkárni er eigi að fullu upprætt meðal íslenzkra ókumanna veit ég eigi annað ráð betra, en að sem bráðast verði | hafizt handa um að tvískipta ak- | brautinni á hættulegustu blind- hæðunum á fjölförnustU þjóðveg- unum hér, með sterklitum steina- röðum. Að vísu hefur allmiklu fé ver- ið varið að undanförnu til örygg- is á þjóðvegum vorum, með hin- um mikla fjölda umferðarmerkja, er reist hafa verið, en ég tel engu minna öryggi í að þvinga menn til að aka rétt yfir bungurnar, en 1 að minna ökumenn á beygjur og þessháttar. Að óreyndu er ekki ástæða til j að vantreysta Alþingi til að veita nokkurt fé til slíkra öryggisráð- stafana á næsta ári. I Á flestum stöðum yrði kostnað- ur við slíkar endurbætur minni en ætla mætti, því á flestum bungum er lítilsháttar breikkun auðvelcT og þarf auk þess ekki að vera mikil, a. m. k. á nýjum, j breiðum vegum, því 3,5—4 m. nægja. þar, sem engum þarf að mæta. IÁ einum vellögðum, nýlegum vegi, inn fyrir Dýrafjörð var svona öryggisráðstöfunum beitt þegar við lagningu vegarins Og hefur gefizt ágætlega. Eg vona að margir vilji taka undir ósk mína um að forráða- menn vegamála á íslandi megi sem öftast hugleiða þá undra- verðu björgun margra mannslífa úr slysum á Krýsuvíkurvegi sl. sunnudag að heita því um leið, að sameinast um enn eitt átak til fækkunar umferðarslysum á þjóðvegum vorum. Ekki efa ég, að okkar ungi, duglegi vegamála- stjóri muni fúslega koma svona endurbótum í framkvæmd — eða öðrum betri, ef til eru — ef hið háa Aiþingi sýnir skilning til fjárveitingar í þessu skyni. Að lokum vil ég svo nota tæki- færið til að leyfa mér að gera til- lögur til vegamálastjóra um ein- falda öryggisráðstöfún við hættu- lega blindbeygju innarlega í Norð urárdal, þar- sem nokkur slys hafa átt sér stað. Þar eð hættan er einkum á norðurleið, er veg- urinn víkur til hægri í hvarfi, nægir að setja upp sterklitann staur norðan beyjunnay, en í stefnu vegarins að sunnan. Þá mun hver maður hægja á, þótt ókunnugur sé, er honum virðist staur standa á miðjum veginum. Svipað kann að haga til víðar á landinu. Guðmunidur Ágústsson — Guðmundur Jörundsson Framh. af bls. 8. það eru sérstaklega þeir útgjalda liðir, sem hækkað hafa verulega mikið frá því, sem áður var við þe.ssar veiðar. í fyrsta lagi er það herpinót- in sjálf, sem nú er gerð úr nylon þræði. Mun kostnaðarverð henn ar vera að meðaltali um 500 til 600 þúsund krónur. Við þessu háa verði væri ekkert að segja, ef endingin væri að sama skapi. En reynslan virðist ætla að sýna, að naumast sé hægt að reikna með lengri endingu en 2 til 4 ár- um og þess eru jafnvel dæmi, a ðnæturnar hafa ekki enzt nema ein vertíð. Það þótti hinsvegar léleg end- ing, á meðan notaðar voru næt- ur úr lífrænum efnum svo sem bómull, ef þær entust ekki 3 til 5 ár, og það kom jafnvel fyrir, að sumir hirðumenn entu þær enn lengur. í öðru lagi hefir komið til sú nýung að nota hinar svokölluðu kraftblokkir. til að drgaa inn nótina með, og nemur sá kostn- aður allur sem næst 200 þúsund króna á hvert skip. f þriðja lagi hefir útgerðin orðið að kaupa fiskileitartæki, er Acetictæki nefnast. Eru venju lega 2 í hverju skipi'og munu kosta niðursett sem næst 460 til 480 þús. krónur. Þessi öra þróun í veiðitækn- inni hefir að sjálfsögðu komið mjög hart niður á útgerðarmönn um. sem verða nú oft að leggja, til hliðar herpinótabáta og næt- ur, einungis vegna þess, að þau þykja ekki hæfa hinum breyttu veiðiaðferðum. Að öllu þessu athuguðu er það auðsætt að vart er hugsanlegt. að núverandi hlutur bátsins nægi á nokkurn hátt til að mæta hinum stórauknu útgjöldum vegna umræddrar veiðitækni. •• Eg þykist þess fullviss, að all- ir þeir sjómenn, sem þessum hnútum eru kunnugir, muni skilja hvers virði það er fyrir þá að hafa hinn fullkomnasta bún- að á skipum sínum, það er bein- íínis trygging fyrir auknum afla. En þeir munu eihnig skilja, að hinn fullkomnasti búnaður verð- úr naumast fyri rhendi, nema hlutur bátsins verði svo stór, að hann nægi ti lað bera kostnað- mn. Eg hef hér leitast við að draga fram nokkrar myndir af amstri þeirra manna, er fást við íslenzk an sjávarútveg í dag. En þær eru því miður ekki eins ákjósanleg- ar eins og vænta mætti hjá fiski þjóð, sem að verulegu leyti byggír útflutning sinn á sjávar- afurðum. En höfum við þá í raun og veru ástæðu ti lað æðrast um hag þeirrar framleiðslu í fram- tíðinni. Þegar á allt er litið er óhætt að fullyrða að aldrei hef- ir skipastóll okkar íslendinga verið stærri eða betur búinn en einmitt núna, og ætti það eitt ■að iofa góðu um framtíðina. Og ef einhugur ríkir um lok- un vissra hrygningastöðva til verndar fiskistofninuni, fyrir öllum veiðafærum, hverju nafni sem þau nefnast, og samstaða um útfærslu landhelginnar, með takmarkið allt landgrunnið fyr- ir fslendinga. og umfram allt ef hver og einn einstaklingur gerir kröfurnar fyrst til sjálfs sín, þá er það trú mín, að við íslending. ar munum í framtíðinni skipa séss meðal öndvegi fiskiþjóða. SUS-síða Framh. af bls. 17. keypti húseignina Sóla hér í bæ til reksturs barnaheimilis, þá loSnaði hús það, er við keyptum. Við keyptum húsið í júlí og síðan hefur verið unnið þar hvert einasta kvöld og er öll vinna unn- in í sjálfboðaliðsvinnu. Stúlkurn- ar hér í félaginu annast t. d. all- ar innanhússskreytingar og segja má, að hér hafi ríkt sú samheldni og félagsandi, sem verða muni félagi okkar mikil lyftistöng. Við ætlum að reyna að hafa húsið tilbúið í desember. í því er 70 fermetra salur, ásamt stóru anddyri óg fatageymslu. Auk þess salerni og eldhús. Enginn vafi er á þvi, að nú mun stórbatna öll aðstaða til félagsstarfsemi og hér munu félagsmenn eiga athvarf til hollrar og ánægjulegrar tóm- stundastarfsemi. Annars höfum við þegar hafið vetrarstarf okkar með vikuleg- uní spilakvöldum. Hafa þegar verið haldin þrjú spilakvöld og verið mjög fjölsótt. Fjölbreyttari félagsstarfsemi munum við geyma þar til hús okkar er til- búið, sagði Sigfús að lokum. Á annarri síðu birtast nokkrar myndir frá starfinu við hið nýja heimili. — Réttaö Framh. af bls. 15. sprettu um höfuðdag er nú hin prýðilegasta uppskera. Hey- skaparlokin urðu góð og í heild má segja að sumarið sé í góðu meðallagi. Nú líður að hausti og fólki fækkar í sveitum. Kaupstaðar- börnin halda heim og skólarnir taka til starfa. Mikill annatími er að baki og framundan er nýr annatími. Þannig er það æfin- lega, eitt verkið tekur við af öðru. V‘»«-kefnin kalla að án afláts. M. G. 5 herb. íbúðir í smíSnm til sölu á fallegum stað við Álftamýri. Hver íbúð með sérhitalögn og sérþvottaherbergi. í íbúðinni auk sameiginlegs þvottahúss í kjallara. Bílskúrs- réttindi fylgja flestum íbúðunum. Útsýni yfir sund og æyjar. STEINN JÓNSSON, hdl. Lögfræðistofa — Fasteignasala Símar 1-9090 og 1-4951

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.