Morgunblaðið - 06.10.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.10.1961, Blaðsíða 23
Föstudagur 6. okt. 1961 MORGÚNBIÁÐIÐ 23 Kommúnistar reyna að tefja byggingu lögreglustöðvarinnar BÆJARSTJÓRN Reykjavík- ur staSfesti á fundi sínum í gær samþykkt bygginga- nefndar um leyfi til þess að byggja lögreglustöð á lóðinni milli Hverfisgötu, Rauðarár- stígs, Skúlagötu og Snorra- brautar. Bæjarfulltrúar Al- þýðubandalagsins lögðust þó gegn málinu, en allir aðrir bæjarfulltrúar staðfestu leyf isveitingu bygginganefnar. Guðmundur Vigfússon (K) andmælti leyfis- veitingunni og kvað bæjarfuy. trúa AiþýSu- bandalagsins þeirrar skoðun- ar, að unnt hefði verið að leysa lóðamál lögreglu stöðvarinnar á annan hátt en gert væri með samþykkt bygg- inganefndar, Lóð þessi væri allt of dýr, sennilega dýrasta óbyggð lóð í bæjarlandinu, og þessi ráð- stöfun hennar væri „gálaus og vítaverð“, eins og bæjarfulltrú- inn komst að orði í áliti, sem hann óskaði bókunar á. Guðmundur k Vigfúsíon. Samkvæmt tillögu skipulagsyfirvalda Geir Hallgrimsson borgar- stjóri svaraði GV. Benti hann á, að staðsetning hinnar nýju lög- reglustöðvar væri gerð sam- kvæmt tillögu skipulags yfir- valda. Lóðin er að vísu dýr, sagði borgarstj., * 'I ' *-2-/ en það liggur í augum uppi, að það eru hags- munir allra bæj GeirHalljnmSS. arbúa, að vel sé búið að þeim. sem löggæzlu annast. í>á vakti íborgarstjóri athygli á því, að full- trúar Alþýðubandalagsins hefðu ekki flutt neina tillögu um aðra Btaðsetningu lögreglustöðvarinn- ar, væru aðeins á móti, Guðmundur Vigfússon játaðl, að lögreglustöðin væri mjög vel sett, þar sem henní væri fyrir- hugaður staður, en ítrekaði það álit sitt, að undir hana væri lögð óþarflega dýrmæt lóð, sem bæj- arfélagið sjálft hefði nóg við að gera. AlfreS Gíslason (K) flutti tillögu um, að af- greiðslu málsins yrði frestað, svo að hann fengi færi á að kynna isér málið nánar. TMfreð Gíslason ■A í þágu allra bæjarbúa Geir Hallgrímsson borgarstj. tók nú aftur til máls. Kvað hann ekki einleikið, hve Alþýðubanda lagsmenn væru lóðarúthlutuninni andstæðir. Næst lægi að ætla, að á bak við andstöðu þeirra byggi Vilji til þess að löggæzlan sé sem veikust, en það væri ekkert nýtt, þar sem þessi flokkur ætti í hlut. •Um frestunarbeiðni AG sagði Iborgarstjóri, að honum hefði ver ið í lófa lagið að kynna sér málið nánar, ef vilji hefði verið fyrir hendi, og fullkomlega ástæðu- laust væri að fresta afgreiðslu (nálsins af þeim sökum. Vegna umræðnanna um þetta mál ósk- aði borgarstjóri eftirfarandi bók- unar: „ 1. Sú skylda hvílir á bæj- *• arfélaginu lögum samkvæmt eð útvega lóð fyrir lögreglu- Btöð. 2. Staðsetning lögreglu- stöðvar á þessum stað er sam- kvæmt rannsóknum og sam-' þykktum skipulagsyfirvalda. 3. Bæjaryfirvöld höfðu áð- ur úthlutað lóð við Sölvhóls- götu, milli Kalkofnsvegar og Ingólfsstrætis, fyrir lögreglu-, stöð, en staðsetning við1 Hlemm er álitin betri, bæði frá sjónarmiði bæjaryfirvalda I og lögreglu. 4. Á umræddri lóð verður nðsetur dómstóla bæjarins auk lögreglustöðvar, svo að lóðin verður fullnýtt. 5. Gatnagerðargjald verð-' ur greitt vegna lóðaúthlutun- ar. 6. Umrædd starfsemi, lög- gæzla og dómstólar, er ■' þágu allra bæjarbúa. ■A Óverjandi fávizka Alfreð Gíslason kvaðst ekki trúa því, að svo mikið lægi á því að hefja byggingu lögreglustöðvarinnar, að ekki mætti gefa sér ráðrúm til þess að rannsaka málið. Einnig kvaðst AG hafa ástæðu til að ætla að ekki lægi fyrir full- gild teikning af byggingunni. Guðmundur H. Guðmundsson GUðmúndur Guðmundsson hefði auðvitað (S) upplýsti AG um það, að til þess að bygg- inganefnd veitti samþykki sitt til að hefja byggingu væri það skilyrði sett, að fullgild teikn ing lægi fyrir, pg hið sama gilt í þessu til- viki. Þá benti hann á, að Alþýðu bandalagið ætti fulltrúa í bygg- inganefnd, sem hefði eins og aðr ir haft aðstöðu til að fylgjast með undirbúningi þessa máls, ef áhugi hefði verið fyrir hendi, en svo virtst ekki hafa verið. Kvaðst GHG telja óverjandi, að bæjarfulltrúi kæmi svo upp um fávizku sína um stofnanir bæjar- ins, eins og AG hefði gert í ræðu sinni. Borgarstjóri beindi nú þeirri spurningu til AG hvort honum væri þægð í því, að afgreiðslu málsins yrði frestað þar til í lok fundarins, svo að hann gæti kynnt sér teikningar af bygging unni, og féllst AG á það. Var málið því tekið út af dagskrá að sinni, en tekið fyrir að nýju, þeg ar önnur mál sem á dagskrá voru höfðu verið afgreidd og fékk Alfreð Gíslason í millitíð- inni aðstöðu til þess að kynna sér uppdrætti af lögreglustöð- inni. Alfreð Gíslason tók fyrstur til máls, þegar málið var tekið fyr- ir að nýju. Kvaðst hann þeirrar skoðunar, að þær teikningar, sem fyrir lægju væru ekki fullgildar Sér virtist samkvæmt teikning- unum. að ekki einu sinni aðal- byggingin væri fullteiknuð. Auk — Mál og menning Framh. af bls. 2 Æðarvarpið, leikrit handa börn um eftir Líney Jóhannesdóttur, með myndum eftir Barböru Árna son. Leikritið var flutt í barna- tíma útvarpsins, og síðan valið til þýðingar sent útvarpsstöðv- um á Norðurlöndum til flutn- ings. Vitund og vernd, þriðja heim spekirit Brynjólfs Bjarnasonar, sem inniheldur fjórar ritgerðir um ólík efni, sem þó eu tengdar saman af einu grundvallarsjón- armiði. Heimsvaldastefnan, eftir V. I. Lenin en það rit skrifaði hann 1910, ári fyrr en rússneska bylt- ingin hófst. Eyjólfur R. Árnason þýddi bókina. Gísli Halldórsson þess kvaðst AG þeirrar skoðun- ar, að ekki kæmi til mála að hafa íþróttasal lögreglumanna á svo dýrmætri lóð. í lok ræðunnar ítrekaði AG svo frestunarbeiðni sína. ic Anmð hljóð í strokknum Gísli Halldórsson (S), sem sýnt hafði AG uppdrættina að lög reglustöðinni kvað það fljótt hafa komið fram, að hann hefði ekki haft neinn áhuga á þeim uppdrát't- um, sem fyrir lágu. Þá vakti GH athygli á því, að sam- þykki bygginga- nefndar ög bæj- arstjórnar gilti aðeins í 1 ár frá því það var gefið, óg það væri t. d. ástæðan til þess, að það af lögreglustöðinni sem verður byggt á næstu árum, hefði ekki ennþá verið teiknað. Þær teikningar, sem fyrir lægju, væru hins vegar fullgildar. Magnús Jóhannesson (S) benti á, að nú væri annað hljóð í þeim Alþýðubandal. mönnum í garð lögreglunnar, en þegar þeir í áróð ursskyni væru að skrifa um ill- an aðbúnað henn g&SB A JgM ar. Nú mætti sjá, BH&æHSÍ bve mikið þeir Magnús meintu með Jóhannesson þeim skrifum sín um. Guðmundur H. Guðmundsson, sem sæti á í bygginganefnd, sagði tvímælalaust, að þær teikningar, sem lægju fyrir af þeim hlut lög- reglustöðvarinnar, sem leyfi hefði verið veitt fyrir, væru fullgildar. Hins vegar þætti ekki rétt að teikna lengra fram í tímann en þörf væri fyrir vegna breyttra viðhorfa, sem sífellt sköpuðust. Guðmundur J. Guðmundsson (K) kvaðst þeirrar skoðunar, að mátt 'hefði finna ódýrari lóð und- ir lögreglustöð- ina, sem þó hefði þjónað tilgangi hennar eins vel.’ Að þessum um ræðum loknum var tillagan irm staðsetningu lög- f reglustoðvannn Gu5mun£i4s0n. ar borin undir atkvæði og samþykkt með at- kvæðum allra bæjarfulltrúa nema bæjarfulltrúa Alþýðubanda lagsins. Hjónin Margrét og Richard Beck Heimsókn forsetans frá hafi til hafs var óslitin sigurför segir dr. Richard Beck EINS OG mönnum mun kunnugt er prófessor dr. Richard Beck einn af verðandi heiðursdoktor- um Háskóla íslands, en jafnframt mun hann sitja hátíðina sem full trúi Ríkisháskólans í Norður- Dakota og forseti Þjóðræknis- félagsins. Hann og kona hans, frú Margrét, eru nú komin til landsins og á fundi með frétta- mönnum í gær, lét hann þess m.a. getið, að heimsókn forsetans í byggðir íslendinga hefði verið óslitin sigurganga, sem mundi stórum efla mennta- og menning- artengsl yfir hafið. Prófessorinn lét í ljós mikla ánægju með að vera kominn heim og fékk ekki með orðum lýst þakklæti sínu fyrir þann heiður, sem Háskóli íslands hefði sýnt honum með því að saama hann nafnbótinni. Kvað hann það mikla hamingju fyrir mann, sem alla ævi hefði stundað rannsókn ir í norrænum fræðum. Þá minntist prófessorinn á Vestur-íslenzkar æviskrár. — Taldi hann þær gagnmerkt rit, Afli línubáta glæðist AKRANESI, 5. okt. — Afli er að glæðast hjá línubátunum. — Fimm lönduðu í gær og fisk- uðu frá fimm til sjö tonn á bát. Aflahæstur var Fiskaskagi. Sex eru á jsó í dag og tveir línu- bátar bætast nú í hópinn. Verða þeir því átta, sem róa í kvöld. — Oddur,- bæði frá sögulegu og mannfræði- legu sjónarmiði. Vonaðist hann til, að sem flestir í Vesturheimi og eins hér á íslandi myndu verða til þess að styrkja það og kaupa, Richard Beck: í landsýn Himni mót úr hafsins öldum hvörmum lyftir ættjörð mín, sveipuð mjúkum morgun- tjöldum mér við augum fögur skín. Móðurbrosi mildu heilsar, man um eilífð bömin sín. „Komdu, sonur, sæll að barmi, sértu alltaf velkominn! Börn mín fjarlæg ástararmi umvef ég í hvert eitt sinn, Ier þau vitja ættarmoldar, aldrei sælu dýpri finn.“ Móðir, heim er holt að leita, halla sér að brjósti þér, láta eld þinn ástarheita ýngja vor í huga sér. Þakkir færa, foldin kæra, 'fyrir allt, sem gafstu mér.“ (Ort við komu til íslands með Loftleiðum 4. okt. 1961), Ungiingar óskast til að bera blaðið til kaupenda í Austurbæinn og úthverfin. áendisveinar óskast í afgreiðslu. Vinnutími frá kl. 6 f.h. til kl. 12 á hádegi. Sími 22480 svo að það gæti haldið áfram að koma út. En þeir skiptu þúsund- um, sem getið er í æviskránuim. Um þjóðræknismálin komst dr. Richard Beck þannig að orði, að enn væri haldið í horfinu, þótt eðlilega væri á brattann að sækja. Fylking eldri mannanna væri stöðugt að þynnast, en þess gætti þó furðu lítið og ævinlega væru allar santkomur Þjóðræknisfélags ins vel sóttar. — Þá lagði hann mikla áherzlu á, að heimsókn foj; setans í haust hefði verið íslend ingum vestra mikil hvatning, en jafnframt framúrskarandi land- kynning, þar sem hennar hefði verið getið bæði í blöðum, sjón- varpi og útvarpi. Og ekki mundi meiri gaumur gefinn að heimsókn nokkurs þjóðhöfðingja annars til Winnipeg nema Bretadrottn- ingar sjálfrar. Dr. Richard Beck hefur hér stutta viðdvöl að þessu sinni, þar eð kennsla er hafin í Ríkisháskól anum í Norður-Dakota, en þar fer hann með kennslu í bókmenntum Norðurlanda, norsku og íslenzku, jafnframt því sem hann er deild arforseti tungumáladeildarinnar. Er ekki að efa, að prófessorinn muni íslendingum aufúsugestur nú sem fyrj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.