Morgunblaðið - 10.10.1961, Blaðsíða 1
2T4 síðtiF
vqpimbldbfo
48. árgangur
229. tbl. — Þriðjudagur 10. október 1961
Frentsmiðja Mor-runblaðsins
Sendiherra í
handalögmáli
Amsterdam, 9. okt. (AP/NTB)
1 DAG kom til átaka á flug-
vellinum í Amsterdam. Átt-
ust þar við fimm starfsmenn
sendiráðs Sovétrikjanna,
þeirra á meðal sendiherrann,
Fanteleimon K. Ponomaren-
ko, og flokkur hollenzkra
iögreglumanna. í átökunum
hlaut sendiherrann hnefa-
högg í andlit og hnappur var
slitinn úr fötum hans.
BAÐST HÆLIS
Til átakanna kom þegar hol-
lenzka lögreglan neitaði að af-
Ihenda vegabréf rússneskrar
konu, frú Golub, vegna þess að
iögreglan óttaðist að verið væri
að flytja hana til Sovétríkjanna
igegn vilja hennar. En eiginmaður
Alþingi
kemur
saman
REGLULEGT aiþingi,82. lög
gjafarþing, kemur saman i
dag að aflokinni guðsþjónustuj
í ÐómkiTkjunni kl. 13,30. Sr'
Jón Auðuns dómprófastur
Ípredikar. Mun forseti íslands
setja þingið í sal meðri deild-
ar.
hennar Alexei Golub, 35 ára efna
verkfræðingur, baðst á laugardag
hælis í Hollandi sem pólitískur
flóttamaður ög afhenti lögregl-
unni vegabréf konu sinnar. Frú
Golub baðst einnig hælis, en
skipti síðar um skoðun og gaf
sig fram í sendiráði Sovétríkj-
anna í Haag. Sendiráðsmenn
fylgdu henni þaðan til Schipol
flugvallarins við Amsterdam, en
þaðan átti rússnesk fárþegaflug-
vél að flytja frúna til Moskvu.
FENGU EKKI AÐ FARA MEÐ
Á flugvellinum var frú Golub
beSin að kama til útlendingaeftir-
litsins til að fá vegabréf sitt.
Sendiráðsmennirnir rússnesku
vildu fá að fylgja frúnni þangað,
en lögreglan bannaði það. Réð-
ust_þá sendiráðsmennirnir inn til
eftirlitsins og heimtuðu vegabréf
ið, en yfirmaður lögreglunnar á
flugvellinum neitaði. Kom nú til
átaka og fluttu sendiráðsmenn þá
frú Golub í skrifstofu rússneska
flugfélagsins, en lögreglan sló
hring um skrifstofuna.
Þegar hér var komið kærði
sendiherrann •málið til Jan de
Quay forsætisráðherra Hollands,
sem kvaddi sendiherrann á sinn
fund.
Seinna í kvöld átti frú Golub
tal við mann sinn. Að loknum
þeim viðræðum kvaðst hún
ákveðin í að halda heim til sovét
ríkjanna. Var þá ekki lengur neitt
;því til fyrirstöðu að hún færi, og
fékk hún vegabréf sitt. Rúss-
neski sendiherrann fylgdi henni
að flugvélinni, sem beðið hafði
í rúmar átta klukkustundir.
Jörgen Jörgensen og kona hans við Tjörnina.
(Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
Trúi því að ég hafi gert
að eitt sem rétt var,
sagði JÖrgen Jörgensen í samtali við Mbl. í gær
Rússar eiga nú
öflugustu kjarn-
orkukafbátana,
segir Izvestia
Moskvu, 9. okt. (AP)
SKÝRT var frá því í Sovét-
ríkjunum í dag að Rússar
settu nú hraðskreiðasta flota
kjarnorkuknúinna kafbáta,
sem til væri, og að væri fær
um að ráða niðurlögum flota
sérhvers annars ríkis í neðan
sjávarorustu. Segir í frétt-
inni að þessir nýju kafbátar
séu búnir kjarnorkueldflaug-
um og sigli með mun meiri
hraða en hraðskreiðustu far-
þegaskip, eins og United
States og Queen Elizabeth.
„Faðir kjamorkuflotans"
í þessu sambandi gefur stjórn
arblaðið Izvestia í skyn að
Georgi Zhukov marskálkur hafi
verið rekinn úr embætti varn-
armálaráðherra og úr Æðsta
ráðinu 2. nóv. 1957 vegna þess
að hann var mótfallinn smíði
ikj arnorkukafbáta.
Segir blaðið að Nikita Krús-
jefí forsætisráðherra hafi ákveð
ið að halda áfram smíði kjarn-
orkukafbátanna, og sé hann nú
viðurkenndur af rússneskum
sjóliðum sem: „Faðir kjarnorku
Framh. á bls. 23.
— ÉG hef haft það stórgott
á íslandi, sagði JÖrgen Jörg-
ensen, fyrrum menntamála-
ráðherra, í örstuttu samtali
við fréttamann Morgunblaðs-
ins í gærdag. Mér hefur ver-
ið sýnd meiri vinátta, meðan
ég hef dvalizt hér, en mig
hefði nokkurn tíma órað fyr-
ir.
Jörgen Jörgensen og frú
halda heim til Danmerkur í
dag og er þá lokið heimsókn
þeirra til íslands að þessu
sinni. — Jörgensen hefur
komið hingað nokkrum sinn-
um áður, m.a. setið hér þing-
mannaráðstefnu Norðurlanda
og Norðurlandaráðsfundi. —
Hann segir, að sér hafi ætíð
fundizt landið undurfagurt,
og vinni á við nánari kynni.
— Allsstaðar mætir manni
lifandi saga, sagði hann, og
það er eins og gamlar aldir
komi hlaupandi á móti
manni hvert sem farið er.
— Þér hafið auðvitað verið á
Lögbergi, sagði fréttamaður
Morgunblaðsins.
— Já, þangað hef ég komið,
svaraði Jörgen Jörgensen.
— Finnst yður fallegt þar?
— Ekkert fallegra en annars
staðar. En það er einkennileg
tilfinning að standa á þeim
stað, þar sem lýðræðið varð að
veruleika í fyrsta skipti á Norð
urlöndum. Á Lögbergi fer mað-
ur ósjálfrátt að rifja upp fyrir
sér, hvernig draumurinn sem
allar þjóðir bera í brjósti, ræti-
ist hér fyrir þúsund árum,
draumur fólksins um að það
fengi sjálft að stjórna sínum
málum.
Ég skrapp austur á Lögberg
í fyrra, þegar ég sat Norður-
landaráðsfundinn, hélt Jörgen-
sen áfram. Mér fannst ég sjá,
hvar fólkið sat allt umhverfis
mig á hrauni og og mosa og talaði
saman um þjóðmál. Það var eins
og að vera kominn þúsund ár
aftur í tímann, og ég fann hve
þetta fólk skildi vel lýðræðið og
hve hugsanir þess voru nátengd
ar skilyrðislausum kröfum lýð-
ræðisins um algert frelsi. í>að
Frh. á bls. 23
Bang-Jensen myrtur?
Washington, 9. okt. (NTB)
ÖRYGGISMÁLANEFND banda-
^ ríska þingsins skýrði f rá því í dag
Ge'slavirkni 800 faldast í Japan
VAXANDI uggs verður nú vart
víðast um heím, vegna geislunar-
hættunar af voldum áframhald-
andi kjarnorkusprenginga Sovét-
veldisins — sem nú eru orðnar
19 talsins. Eykst þessi hætta
jafnt og þétt efttr i H sem spreng
ingunum f jölgar — en á þeim er
enn ekkert lát fyrirsiáanlegt.
Af skilianlegum ástæðum eru
það ekki sízt Japanir, sem fylgj-
ast nakvæmlega með aukningu
hinna geislavirku áhrifa frá
sprengingum. Samkvæmt fregn-
um frá Tokyo í gær, er geisla-
virknin þar um slóðir nú meiri
en nokkru sinni áður, síðan til-
raunir Sovétveldisins hófust.
í Shizouka-heilsuverndarstofnun-
inni í Vestur-Japan hafði hún
fyrr um daginn reynzt vera 800
sinnum meiri en eðlilegt er. Eru
háskólaprófessorar þeirrar skoð-
unar, að kjarnorkutilraununum
sé um að kenna.
1 bandaríska stórblaðinu „New
York Times" var á dögunum vik-
ið að hinum látlausu kjarnorku-
sprengingum Sovétveldisins í rit
stjórnargrein. Þar er m. a.
minnzt á þá undraverðu stað-
reynd, að enda þótt sovézku til-
rr unasprengingarnar séu nú orðn
ar nálægt tuttugu talsins, hafi
Krúsjeff forsætisráðherra ekki
skýrt íbúum Sovétríkjanna frá
því einu orði, að slíkar tilraunir
standi yfir — hvað þá getið
þeirrar hættu, sem sprengingun-
um fylgir fyrir mannkynið allt.
•
Og blaðið heldur áfram:
„Þau viðbrögð, sem mál
þessi hafa vakið á vettvangi
Sameinuðu þióðanna bera
engu að síður vott um þann
vaxandi ugsr sem stefna Sovét-
veldisins hefur orsakað h^á
þeim hluta mannkynsins, sem
um hana veit. IJtaiuíkisráð-
herra Kanada hefur sagt frá
því, að geislavirkni í and-
rúmslofti Toronto hafi þús-
undfaldast, og aðalfulltrúi
Pakistan hefur varað við því,
að áframhald þessara til-
rauna skapi tvisýnu um „jafn
vel framtíð mannlegs lífs á
jörðunni."
að allar líkur bentu til þess að
danski stjórnarerindrekinn Povl
Bang-Jensen, sem lézt af höfuð-
skoti í iwiv. 1959, hafi verið drep-
inn af kommúnistum, en ekki
framið sjálfsmorð eins og áður
var álitið.
í skýrslu nefndarinnar segÍT
að gögn New York lögreglunnar
hafi verið mjög vafasöm og að
margt bendi til þess að Bang-
Jensen hafi verið myrtur. Of
mikið mæli gegn sjálfsmorði, of
margar líkur fyrir því að hann
hafi verið myrtur og of margt
bendi til að Sovétríkin hafi ver-
ið flækt í málið. Dag Hammar-
skjöld fyrrverandi aðalritari SÞ
sagði Bang-Jensen, sem áður var
ritari Ungverjalandsnefndar SÞ,
upp starfi Tjúlí 1958 fyrir að
neita að afhenda lista yfir vitni,
sem gáfu nefndinni skýrslur um
ástandið í Ungverjalandi. Hann
hvarf frá heimili sínu í New
York 23. nóvember 1959 og lík
hans fannst tveim dögum seinna
í almenningsgarði í útjaðri borg-
arinnar.