Morgunblaðið - 10.10.1961, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.10.1961, Qupperneq 1
24 sfður 48. árgangur 229. tbl. — Þriðjudagur 10. október 1961 Frentsmiðja MorTunblaðsina Sendiherra í handalögmáli Amsterdam, 9. okt. (AP/NTB) hennar Alexei Goiub, 35 ára efna 1 DAG kom til átaka á flug- vellinum í Amsterdam. Átt- ust þar við fimm starfsmenn sendiráðs Sovétríkjanna, þeirra á meðal sendiherrann, Panteleimon K. Ponomaren- ko, og flokkur hollenzkra iögreglumanna. í átökunum hlaut sendiherrann hncfa- högg í andlit og hnappur var slitinn úr fötum hans. BAÐST HÆLIS Til átakanna kom þegar hol- lenzka lögreglan neitaði að af- Ihenda vegabréf rússneskrar konu, frú Golub, vegna þess að lögreglan óttaðist að verið væri að flytja hana til Sovétríkjanna gegn vilja hennar. En eiginmaður ! Alþingi kemur saman REGLULEGT alþingi,82. Vög gjafarþing, kemur saman i dag að aflokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 13,30. Sr.j Jón Auðuns dómprófastur predikar. Mun forseti íslands setja þingið í sal meðri deild-i ar. verkfræðingur, baðst á laugardag hælis í Hollandi sem pólitískur flóttamaður og afhenti lögregl- unni vegabréf konu sinnar. Frú Golub baðst einnig hælis, en skipti síðar um skoðun og gaf sig fram í sendiráði Sovétríkj- anna í Haag. Sendiráðsmenn fylgdu henni þaðan til Schipol flugvallarins við Amsterdam, en þaðan átti rússnesk fárþegaflug- vél að flytja frúna til Moskvu. FENGU EKKI AÐ FARA MEÐ Á flugvellinum var frú Golub beðin að kama til útlendingaeftir- litsins til að fá vegabréf sitt. Sendiráðsmennirnir rússnesku vildu fá að fylgja frúnni þangað, en lögreglan bannaði það. Réð- ust_þá sendiráðsmennirnir inn til eftirlitsins og heimtuðu vegabréf ið, en yfirmaður lögreglunnar á flugvellinum neitaði. Kom nú til átaka og fluttu sendiráðsmenn þá frú Golub í skrifstöfu rússneska flngfélagsins, en lögreglan sló hring um skrifstofuna. Þegar hér var komið kærði sendiherrann 'málið til Jan de Quay forsætisráðherra Hollands, sem kvaddi sendiherrann á sinn fund. Seinna í kvöld átti frú Golub tal við mann sinn. Að loknum þeim viðræðum kvaðst hún ákveðin í að halda heim til sovét ríkjanna. Var þá ekki lengur neitt því til fyrirstöðu að hún færi, og fékk hún vegabréf sitt. Rúss- neski sendiherrann fylgdi henni að flugvélinni, sem beðið hafði í rúmar átta klukkustundir. Elússar eiga nú öfiugustu kjarn- orkukafbátana, segir Izvestia Moskvu, 9. okt. (AP) SKÝRT var £rá því í Sovét- ríkjunum í dag að Rússar ættu nú hraðskreiðasta flota kjarnorkuknúinna kafbáta, sem til væri, og að væri fær um að ráða niðurlögum flota sérhvers annars ríkis í neðan sjávarorustu. Segir í frétt- inni að þessir nýju kafbátar séu búnir kjarnorkueldflaug- um og sigli með mun meiri hraða en hraðskreiðustu far- þcgaskip, eins og United States og Queen Elizabeth. „Faðir kjarnorkuflotans" í þessu sambandi gefur stjórn arblaðið Izvestia í skyn að Georgi Zhukov marskálkur hafi verið rekinn úr embætti vam- armálaráðherra og úr Æðsta ráðinu 2. nóv. 1957 vegna þess að hann var mótfallinn smíði !kj arnorkukaf báta. Segir blaðið að Nikita Krús- jeff forsætisráðherra hafi ákveð ið að halda áfram smíði kjarn- orkukafbátanna, og sé hann nú viðurkenndur af rússneskum sjóliðum sem: „Faðir kjarnorku Framh. á bls. 23. Jörgen Jörgensen og kona hans við Tjörnina. (Ljósm. Mbl.: 01. K. M.) i því að ég hafi gert aö eitt sem rétt var, sagði Jorgen Jorgensen í samtali við Mbl. í gær — ÉG hef haft það stórgott á íslandi, sagði Jörgen Jörg- ensen, fyrrum menntamála- ráðherra, í örstuttu samtali við fréttamann Morgunblaðs- ins í gærdag. Mér hefur ver- ið sýnd meiri vinátta, meðan ég hef dvalizt hér, en mig hefði nokkurn tíma órað fyr- ir. Jörgen Jörgensen og frú halda heim til Danmerkur í dag og er þá lokið heimsókn þeirra til íslands að þessu sinni. — Jörgensen hefur komið hingað nokkrum sinn- um áður, m.a. setið hér þing- mannaráðstefnu Norðurlanda og Norðurlandaráðsfundi. — Hann segir, að sér hafi ætíð fundizt landið undurfagurt, og vinni á við nánari kynni. — Allsstaðar mætir manni lifandi saga, sagði hann, og það er eins og gamlar aldir komi hlaupandi á móti manni hvert sem farið er. — Þér hafið auðvitað verið á Lögbergi, sagði fréttamaður Morgunblaðsins. — Já, þangað hef ég komið, svaraði Jörgen Jörgensen. — Finnst yður fallegt þar? — Ekkert fallegra en annars staðar. En það er einkennileg tilfinning að standa á þeim stað, þar sem lýðræðið varð að veruleika í fyrsta skipti á Norð urlöndum. Á Lögbergi fer mað- ur ósjálfrátt að rifja upp fyrir sér, hvernig draumurinn sem allar þjóðir bera í brjósti, rætfc- ist hér fyrir þúsund árum, draumur fólksins um að það fengi sjálft að stjórna sínum málum. Ég skrapp austur á Lögberg í fyrra, þegar ég sat Norður- landaráðsfundinn, hélt Jörgen- sen áfram. Mér fannst ég sjá, hvar fólkið sat allt umhverfis mig á hrauni og og mosa og talaði saman um þjóðmál. Það var eins og að vera kominn þúsund ár aftur í tímann, og ég fann hve þetta fólk skildi vel lýðræðið og hve hugsanir þess voru nátengd ar skilyrðislausum kröfum lýð- ræðisins um algert frelsi. Það Frh. á bls. 23 Bang-Jensen myrtur? Washington, 9. okt. (NTB) . ÖRYGGISMÁLANEFND banda- : f riska þingsins skýrði frá því í dag i 800 faldast í Japan VAXANDI uggs verður nú vart víðast um heim, vegna geislunar- hættunar af völdum áframhald- andi kjarnorkusprengínga Sovét- veldisins — sem nú eru orðnar 19 talsins. Eykst þessi hætta jafnt og þétt eftir þ /i sem spreng ingunum f jölgar — en á þeim er enn ekkert lát fyrirsjáanlegt. Af skiljanlegum ástæðum eru það ekki sízt Japanir, sem fylgj- ast nákvæmlega með aukningu hinna geislavirku áhrifa frá sprengingum. Samkvæmt fregn- um frá Tokyo í gær, er geisla- virknin þar um slóðir nú meiri en nokkru sinni áður, síðan til- raunir Sovétveldisins hófust. í Shizouka-heilsuverndarstofnun- innj í Vestur-Japan hafði hún fyrr um daginn reynzt vera 800 sinnum meiri en eðlilegt er. Eru háskólaprófessorar þeirrar skoð- unar, að kjarnorkutilraununum sé um að kenna. í bandaríska stórblaðinu „New York Times“ var á dögunum vik- ið að hinum látlausu kjarnorku- sprengingum Sovétveldisins í rit stjórnargrein. Þar er m. a. minnzt á þá undraverðu stað- reynd, að enda þótt sovézku til- r,- unasprengingarnar séu nú orðn ar nálægt tuttugu talsins, hafi Krúsjeff forsætisráðherra ekki skýrt íbúum Sovétríkjanna frá því einu orði, að slífcar tilraunir standi yfir — hvað þá getið þeiirar hættu, sem sprengingun- um fylgir fyrir mannkynið allt. ★ Og blaðið heldur áfram: „Þau viðbrögð, sem mál þessi hafa vakið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna bera engu að síður vott um þann vaxandi ugg sem stefna Sovét- veldisins hefur orsakað hjá þeim hluta mannkynsins, sem um hana veit. Utanríkisráð- herra Kanada hefur sagt frá því, að geislavirkni í and- rúmslofti Toronto hafi þús- undfaldast, og aðalfulltrúi Pakistan hefur varað við því, að áframhald þessara til- rauna skapi tvísýnu um „jafn vel framtíð mannlegs lífs á jörðunni.“ að allar líkur bentu til þess að danski stjórnarerindrekinn Fovl Bang-Jensen, sem lézt af höfuð- skoti í nóv. 1959, hafi verið drep- inn af kommúnistum, en ekki framið sjáifsmorð eins og áður var álitið. í skýrslu nefndarinnar segir að gögn New York lögreglunnar hafi verið mjög vafasöm og að margt bendi til þess að Bang- Jensen hafi verið myrtur. Of mikið mæli gegn sjálfsmorði, of margar líkur fyrir því að hann hafi verið myrtur og of margt bendi til að Sovétríkin hafi ver- ið flækt í málið. Dag Hammar- skjöld fyrrverandi aðalritari SÞ sagði Bang-Jensen, sem áður var ritari Ungverjalandsnefndar SÞ, upp starfi í'júlí 1958 fyrir að neita að afhenda lista yfir vitni, sem gáfu nefndinni skýrslur um ástandið í Ungverjalandi. Hann hvarf frá heimili sínu í New York 23. nóvember 1959 og lík hans fannst tveim dögum seinna í almenningsgarði í útjaðri borg- arinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.