Morgunblaðið - 10.10.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.10.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. okt. 1967 Andrej Gromyko, ntanrikisráðherra Sovétríkjanna. — Hvern svipinn skyldi hann oftast sýna í viðræðum sínum við Kennedy? Breytingar á brezku stjórninni London, 9. okt. (AP/NTB) í DAG tilkynnti Macmillan forsætisráðherra ýmsar breyt ingar á brezku stjórninni. — Eru helztu breytingarnar þær, að Ian MacLeod ný- lendumálaráðherra verður nú formaður íhaldsflokksins og leiðtogi hans í neðri deild þingsins, en Reginald Maud- ling fyrrum verzlunarmála- ráðherra verður nýlendu- málaráðherra. MacLeod tekur við embætt- um, sem R. A. Butler hafði áð- ur með höndum, en Butler verð ur áfram innanríkisráðherra og fulltrúi forsætisráðherra. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimild- um mun orsökin fyrir því að Butler er leystur frá störfum vera sú að Macmillan óski eft- ir að Butler hafi betra tæki- færi til að vera forsætisráð- herranum til aðstoðar í ýmsum áríðandi málum, sem nú bíða úrlausnar. Butler á m.a. að vera formaður viðræðunefndar um aðild Breta að Efnahags- bandalagi Evrópu. MacLeod hefur aðeins Stt sæti á þingi í 11 ár, en ýmsir stjórnmálafræðingar telja hann væntanlegt forsætisráðherraefnL MacLeod hefur m.a. ritað marg- ar bækur um bridge og er við- urkenndur sérfræðingur á þvl sviði. Hann var heilbrigðismála- ráðherra 1952—55 og verka- málaráðherra 1955—59. Gromyko til Moskvu London, 9. okt. (AP). ANDREI Gromyko utanríkisráð- herra Sovétríkjanna hélt í kvöld frá Bandaríkjunum áleiðis til Sovétríkjanna. Hann kemur við í London og mun þar ræða við Home lávarð, utanrikisráðherra Breta. Um helgina átti Gromyko við- ræður við Kennedy forseta í Washington. Ræddu þeir m. a. um Berlín og Þýzkalandsvanda- málin. Haft var eftir sendiherra Vestur-Þýzkalands í Washington að viðræðurnar hafi borið nei- kvæðan árangur, en Pierre Sal- inger, blaðafulltrúi Kennedys, bar á móti þessu í dag. Sagði hann að þótt viðræðurnar hafi ekki skapað samningsgrundvöll, litu Bandaríkin ekki á þær sem neikvæðar. Dean Rusk utanríkisráðherra átti í dag símtöl við sendiherra Bandaríkjanna í Bonn og Moskvu Og hafa þeir báðir verið kallaðir heim til viðræðna. Kennsla í norsku og sænsku SENDIKENNARINN í norsk-u við Háskóla íslands, Odd Didriksen cand. mag., og sendikennarinn í sænsku, Jan Nilsson fil. mag. munu hafa námskeið í háskól- anum fyrir almennin-g í vetur. Kennslan er ókeypis og verður hanni hagað sem hér segir: í norsku: byrjendaflokkur þriðjudaga kl. 8:15 e.h. og fram- haldsflokkur fimmtudaga kl. 8:15 e.h. Væntanlegir nemendur í báð um flokkum eru beðnir að koma til viðtals fimmtudaginn 12. okt. kl. 8:15 e.h. í VI. kennslustofu háskólans. í sænsku: Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum kl 8:15 til 10 síðd., og verður kennsl- an til jóla eingöngu ætluð byrj- end-um. Væntanlegir nemendur eru beðnir að koma til viðtals mánudaginn 16/ okt. kl. 8:15 e.h. í III. kennslustofu háskólans. Afhenti trúnaðar- bréf í Portúgal Hinn 6. október s.l. afhenti Henrik Sv. Björnsson forseta Portúgal trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Portúgal með búsetu í London. Frétt frá utanríkisráðuneytinu. Fyrstu tónleikar Sinfdníu- hljómsveitarinnar Á efnisskrá vetrarins eru fjölmdrg störverk NÆSTKOMANDI fimmtudag verða fyrstu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar á vegum Rík- isútvarpsins fluttir í hinu nýja Háskólabíói, sem er stærsti og fullkomnasti tónleikasalur bæj- arins. Verkefnin á fyrstu sjálf- stæðu tónleikunum í þessum sal eru Karneval Dvoraks og Konsert Mendelssohns fyrir fiðlu og hljómsveit. Einleikari með hljómsveitinni er hinn ágæti fiðluleikari, Michael Rab- in, sem margir hér kannast við. Þá er seinasta verkið á efnis- skránni Scheherazade, op. 53, sinfónísk svíta eftir Rimsky- JCorsakoff. Stjórnandi er hinn nýi hljóm- sveitarstjóri, Jindrich Rohan og verða þetta fyrstu tónleikarnir, sem hann stjórnar hér opinber- lega. Þá leikur Mariluise Dra- heim á hörpu á þessum fyrstu tónleikum, en það er nýlunda að útvarpið hefur ráðið hörpu- leikara. Tónlistarskrá vetrarins Samfelld tónleikaskrá hefur verið lögð fyrir veturinn nú í upphafi starfsársins, og er hún komin út í litlu kveri. Aðrir tónleikar verða 26. október og þar leikin verkefni eftir Bartók, Havelka, Stravinsky, Smetana og Liszt. Þriðju tónleikarnir eru helgaðir Ravel, Chausson og César Franck og á þeim tón- leikum er Einar G. Sveinbjörns son einleikari. Á fjórðu tón- leikunum er flutt Ein Deutches Requiem, op. 45 eftir Brahms undir stjórn dr. Roberts A. Ottóssonar og með Fílharmoníu- kómum. Síðar rekur hvert stór- verkið annað fram í júníbyrj- un. Verða íslenzk verk flutt hvert eftir annað, eftir Jón Leifs, Jón Nordal, Hallgrím Helgason, Pál ísólfsson og sér- stakir íslenzkir tónleikar með ýmsum höfundum eru ráðgerðir 17. maí. Sérstakir jólatónleikar verða haldnir í Dómkirkjunni 29. desember. Æskulýðstónleikar og útvarpstónleikar Þá hefur verið ákveðin sú ný- breytni að hafa æskulýðstón- leika. Þeim verður skipt eftir aldursflokkum hlustenda og eru mörg stór og skemmtileg og að- gengileg verkefni á þeim. Fyrst eru hljóðfærin kynnt hvert um sig og síðan skýrð og svo hald- ið áfram stig af stigi upp x sam felld verk. Þá eru ýmisleg verkefni flutt í útvarpssal, eins og t.d. söng- leikurinn Hans og Gréta eftir Humperdinck með söngvurum, þul og hljómsveit, Jólaleikur fyrir böm eftir Carl Orff með kvennakór, talröddum, einsöngv urum og hljóðfæraleik, Saga hermannsins eftir Stravinsky og úrdráttur úr óperunni Pagan- ini eftir Lehar og þættir úr óperettum og íslenzk sönglög með hljóðfæraundirleik. Þá em afmælistónleikar Bjarna Þor- steinssonar og leikur í Þjóðleik- húsinu. Áskrifendur aff tónleikunum Sú nýjung hefur verið tekbf* upp að mönnum er gefinn kost- ur á að gerast fastir áskrifend- ur að öllum tónleikunum í einu eða helmingi þeirra. Kosta 14 tónleikar 700, 560 eða 350 kr. og fylgja ókeypis tvennir auka- eða hátíðartónleikar. Misseris- tónleikar kosta 385, 300 og 185 kr. og fylgja þá einir aukatón- leikar. Eiga áskrifendur for- gangsrétt að kaupum aðgöngu- miða. Aðrar helztu breytingarnar eru þessar: Dr. Charles Hill verður húsnæðismálaráðherra, Frederick J. Erroll verður verzl unarmálaráðherra og Henry Brooke verður aðstoðarfjármála ráðherra og ríkisféhirðir. Svavar sýnir með Copra ÞÁ heldur Copra, félagsskapur danskra, íslenzkra, belgískra og hollenzkra myndlistarmanna sýn ingu á málverkum og höggmynd um í Kaupmannahöfn. Einn ís- lenzkur málari, Svavar Guðna- son, er meðal stofnenda Copra og sýnir hann T myndir á þess- ari sýningu, sem margir af kunn- ustu listamönnum Dana taka þátt í. Copra-hópnum hefur ver- ið boðið að halda sýningu í London í haust. IMýíar kennslubækur i dönsku eftír Agúst Ságurðsson ÞÞRIÐJA hefti kennslubókar í dönsku eftir Ágúst Sigurðsson er komin út hjá ísafoldarprent- smiðju. í bókinni er að miklu leyti sama efni og var áður í síðari hluta annars heftis. Tölu- ^ NA /5 hnútar SV SÖhnútor X Snjókoma »úst mm V Skúrír v K Þrumur 'W&S, II H Hm1 Á HÁDEGI í gær var allvíð- áttumikið lægðarsvæði frá fs- landi vestur um Suður-Græn- land, en lægðin var fremur grunn og vindur því hægur á landinu. Loftvogin féll mest við Suður-Grænland um rúm- lega mb. á hverrjum klukku- tíma, og leit út fyrir að það fall mundi breiðast austur. Var því búizt við vaxandi SA-átt hér á landi. í fyrrinótt voru einstök hlýindi á Jan Mayer, 13 stiga hiti, en þar er meðalhiti hlýjasta mánað- ar ársins ekki nema 5 stig. Veffurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land til SA-lands og miðin: Hæg breytileg átt, skýjað en úrkomulítið. verðu nýju efni hefur þó verið bætt við framan til í bókinni og textinn er prýddur nokkrum nýjum myndum eftir Halldól' Pétursson, listmálara, auk nýrra mynda eftir danska teiknara. Málfræðin er breytt frá mál- fræði annars heftis, einkum er bætt inn fjölda æfinga og skýr- ingardæma. Málfræðin er ætluð íil undirbúnings undir landspróf og ætlast höfundur til þess, að hún sé mest lesin í landsprófs- deildum 3ja bekkjar, en hún ætti þó einnig að vera fullnægj- andi fyrir 4. bekkjar nám til gagnfræðaprófs. Að öðru leyti er bókin sérstaklega ætluð dug- legum annars bekkjar deildum, Einnig eru nýkómnar út tvær aðrar bækur eftir sama höfund í nýjum útgáfum, Danskir les- kaflar, fyrra bindi, og Danskt- íslenzkt orðasafn. Orðasafnið 'hefur verið aukið svo að það nær einnig yfir hið nýja efni í 3ja hefti kennslubókarinar og les- köflunum. í leskaflana hefur verið bætt tveimur köflum I stað annarra, sem hafa verið felldir niður. AKRANESI, 9. okt. — 8 línubát- ar lönduðu hér í dag. Afli þeirra var 4—6 lestir á bát. Skipaskagi hefur fiskað hér 1 8 róðrum 53,5 lestir. Katla er hingað komin og los- ar 4500 tómar tunnur til síldar- stöðvanna á staðnum. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.