Morgunblaðið - 10.10.1961, Síða 3

Morgunblaðið - 10.10.1961, Síða 3
?>riðjudagur 10. okt. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 JJ Þið VIÐ vorum samskipa frá Ind- landi í fyrravetur og >á kynntist ég honum fyrst. Raunar ferðaðist hann á fyrsta farrými með fína fólk- inu, enda var móðurafi hans borgarstjóri Lundúna, en hon- um leiddist tildrið þar uppi og kom því oft niður til okkar í „almenningnum“ til að draga andann, eins og hann orðaði það. Þannig bar fundum okk- ar saman og umræðuefnin voru óþrjótandi, því John Levy hafði víða komið við og reynt sitt af hverju. Hann var að koma úr sinni árlegu ferð til Indlands, en þar á hann hús og b^fur búið þar samfleytt í tíu ár, auk hinna árlegu ferðalaga þangað síð- ustu tólf árin. Verkefni hans í Indlandi undanfarin fimm ár hefur helzt verið það að ferðast um landið þvert og endilangt og safna þjóðlögum. Flytur hann erindi um þessi efni í brezka útvarpið öðru hverju og leikur þá jafn- framt upptökur sínar, en auk þess hefur hann gefið út nokkrar hljómplötur með þjóð lögum frá ýmsum löndum heims. John Levy er 51 árs gamall og á að baki sér litríkan ævi- feril. Að loknu námi í Eton fór hann til Parísar og stund- aði nám í byggingarlist hjá Auguste Perret, sem talinn er faðir járnbentra steinsteypu- bygginga. Corbusier var einn af nemendum hans. John Levy lauk námi í byggingar- list, en hefur aðeins byggt eitt hús. Það er í Indlandi. Síðan sneri hann sér að tón- list og stundaði nám í tón- fræði árum saman hjá Nadia Boulanger, sem var heims- frægur tónlistarkennari. Hóf hann jafnframt að semja tónlist, og voru nokkur verk hans flutt opinberlega. En hann komst brátt að þeirri niðurstöðu, að nútímatónlist væri orðin of einhliða, hún væri um of einskorðuð við samhljóma, og því væri kom- inn tími til að snúa sér að grundvallaratriðum tónlistar- innar, laglínunni og hljóm- fallinu. Levy hafði einnig ríkan áhuga á heimspeki i sinni praktisku mynd, og nið- sem þið verið hreyknir af“ segir heámskunnur þ|óðlagasa«nari urstaðan varð því sú, að hann hélt til Indlands og fann það sem hann leitaði að, bæði á vettvangi tónlistar og heim- speki. Hefur hann ritað tvær bækur um inverska heim- speki, op önnur þeirra, „The Nature of Man according to the Vedanta“ hefur einnig komið út í franskri þýðingu. Á þeim tíu árum, sem Levy eyddi í Indlandi, kynntist hann indverskri tónlist náið og leiddi það til þess að hann fór síðar að ferðast um landið með upptökutæki og safna hinum sérkennilegu indversku þjóðlögum. Hann hélt aftur til Evrópu árið 1949 og hefur verið búsettur í Lundúnum síðan, en er á einlægum ferða lögum um heiminn. Hefur hann safnað miklu magni af arabískri og gyðinglegri tón- list og gert hljómplötur með henni fyrir fyrirtæki í Banda- ríkjunum. John Levy er af gyðingaættum, en tók hindúa- trú í Indlandi og er sannfærð- ur hindúi. Bara dropi í hafinu Kynni okkar á leiðinni frá Indlandi leiddu til þess, að ég sagði honum undan og ofan af þjóðiegri íslenzkri tónlist, og vaknaði áhugi hans þegar í stað. Hann var lítt kunnugur þjóðlögum Norður-Evrópu, en var dálítið vantrúaður á frá- sagnir mínar af hinum sér- kennilegu íslenzku þjóðlögum. Samt afréð hann að heim- sækja ísland við fyrsta tæki- færi. Það gafst fyrr en ég bjóst við. í maí-mánuði var hann á leið frá Suður-Amer- íku til Evrópu og ákvað þá að hafa hér viku viðdvöl. Fékk hann að heyra nokkrar upp- tökur hjá Kvæðamannafélag- inu Iðunni og víðar, og sann- færðist um, að hér væri um auðugan garð að grisja. Niðurstaðan varð sú að hann ákvað að koma aftur nú í haust. Hann viðaði að sér fjölda bóka um ísland, las þær gaumgæfilega og svo var hann kominn aftur einn góð- an veðurdag fyrir rúmri viku. Síðan hefur hann verið önn- um kafinn með upptökutæki sín bæði hjá Kvæðamanna- félaginu Iðunni og ýmsum einstaklingum sem kunna sér- kennilegar stemmur. Er hann þegar búinn að safna yfir hundrað lögum og býst við, að uppskeran í þetta sinn verði um 150 lög. „En það er John Levy bara dropi í hafnu", segir hann. „Ég verð að koma aft- ur, því hér virðist vera óþrjót andi náma af sérkennilegum lögum, og það er ekki seinna vænna að forða þeim frá glöt- un“. Það sem honum finnst mest til um í rímnalögunum er hin hreina og fagra laglína. Það minnir hann dálítið á indversku þjóðlögin, en þar eru hljóðfæri hins vegar meira notuð og lögð ríkari á- herzla á hljómfall, rytma. í rímnalögunum ákvarðast hljómfallið eingöngu af text- anum sem sunginn er. „Hef engar skoðanir" John Levy hefur í hyggju að gera eina eða tvær stórar hljómplötur með íslenzkum þjóðlögum og stemmum, en auk þess fær tónlistarsafn brezka útvarpsins allar upp- tökur hans. Sömuleiðis hefur hann ákveðið að gefa Þjóð- minjasafninu hér eintak af öll um upptökum sínum hér. Levy segir að Ísland sé með al síðustu svæða Evrópu þar sem finna megi forna tónlist ómengaða. Þess vegna sé svo mikils virði að ná henni á seg- ulband og hljómplötur, því hún sé sýnilega að deyja út. „En þessar upptökur verður að gera með' fullkomnustu tækjum, svo þær verði fram- bærilegar á heimsmarkaðin- um“, segir hann. Þegar ég spurði Levy hvort hann áliti að hin fornu- ís- lenzku rímnalög gætu orðið grundvöllur nútímaskóla í íslenzkri tónlist, brosti hann og sagði. „Ég geri upptökur, en hef engar skoðanir. Ég tek ’ekki annað á segulband en það sem fellur mér í geð, og mér falla rímnalögin ykkar mjög vel“. Hann kvaðst mundu koma aftur að sumri, ef þess væri nokkur kostur, og halda áfram upptökum sín um. Á morgun flýgur hann til Patreksfjarðar til að hitta nokkra menn sem hanii hefur heyrt á segulbandi í Þjóð- minjasafninu, en Hallfreður örn Eiriksson safnaði rímna- lögum á Vestfjörðum fyrir Þjóðminjasafnið ekki alls fyrir löngu. John Levy bað mig fyrir kveðjur og þakkir til allra, þeirra, sem greitt hafa götu hans eða verið honum á ann- an hátt hjálplegir síðustu tiu dagana hér. Sérstakar þakkir færir hann Sigurði Jónssyni, formanni Kvæðamannafélags- ins Iðunnar, dr. Hall.grími Helgasyni, dr. Símoni Jóh. Ágústssyni og önnu Þórhalls- dóttur, sem hefur að hans áliti unnið merkilegt braut- rýðjandastarf með því að end- urvekja gömul íslenzk þjóð- lög. „Þið eigið fjársjóð sem þið getið verið hreyknir af“. sagði John Levy að lokum. „Og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið nasasjón af honum“. s-a-m. 8TAK8TE1NAR i Stærðfræðángar leystu þfófnaðarmál á Garði „Stolnu“ peningunum var eytt á samkomustað A LAfTGARDAGSKVÖLDIÐ var rannsóknarlögreglunni tilkynnt nm peningastuld á öðrum stú- dentagarðinum. Hafði einn há- ■kólastúdenta ætlað að ná sér t peninga, sem hann átti i skrif- borðsskúffu sinni, en greip þá i tómt. ' í skúffunni áttu að vera bankabók með 10 þúsund króna Jnnistæðu, 4000 krónur í reiðufé Og rúmlega 1600 krónur í spari- merkjum. Var þetta allt horfið. I Á meðan lögreglan var að Btörfum hjá stúdentinum, kom þar að annar stúdent, og kvað 1600 krónum hafa verið stolið fpá sér. Var þá orðið áliðið kvölds, margir farnir út, og því ákveðið að fresta frekari rann- sókn þar til á sunnudagsmorgun. Þegar lögreglan kom á staðinn í gærmorgun þá höfðu peningar fyrrnefnda stúdentsins, banka- bó og sparimerki fundist á gólfinu í 'klæðaskáp hans, en hinsvegar vantaði enn 1500 kr., sem hinn stúdentinn taldi, að stolið hefði verið frá sér. Settust menn nú á rökstóla og voru stærðfræðingar fengnir til að reikna út hin ýmsu útgjöld stúdentsins, og kom þá á daginn að hann hafði eytt þessum 1500 krónum að mestu í einu sam- komuhúsa bæjarins. Vontoi bainokennora, en kenn- nrnr iengnir í flesto nðrn skóln SKÓLARNIR eru nú flestir að taka til starfa. Enn vantar þó tilfinnanlega barnakennara a. m.k. á nokkra staði, t.d. ísafjörð, Sandgerði og Vestmannaeyjar. Þó er ekki ljóst hvernig úr ræt- ist fyrr en kemur fram í októ- ber. Settir hafa verið kennarar í flestar auglýstar stöður við gagnfræðaskóla, húsmæðraskóla og iðnskóla, en um helmingur þeirra sem settir hafa verið við gagnfræðastigið hafa full rétt- indi. Þessar upplýsingar hefur blað ið fengið á fræðslumálaskrifstof unni. Alls voru auglýstar 32 skóla stjórastöður og um 130 kennara stöður við fasta skóla og 24 kenn arastöður við farskóla eða alls 186. Skipaðir hafa verið 2 skóla stjórar og 28 kennarar, endur- settir 10 skólastjórar og 30 kenn arar, settir 16 nýir skólastjórar og 65 kennarar við fasta barna- skói» Af skólastjórunum, sem settir hafa verið eru 3 réttindalausir og af kennurunum 25, samtals 28. En þeir eru aldrei skipaðir í stöður. Fræðslumálaskrifstofan tekur það fram að ekki sé hægt að segja hve mar-ga kennara vantar fyrr en kemur fram í október, þar eð umsóknarfrestur hefur í mörgum tilfellum verið fram- lengdur og ekki er útrunninn um sóknarfrestur um 19 farkennara stöður. 28 nýir kennarar. 45 kennarar luku almennu kennaraprófi við Kennaraskól- ann sl. vor. 28 þeirra hafa ráðizt til kennslustarfa, «n 7 eru í fram haldsnámi og 10 stunda önnur störf. Þá hafa verið settir í stöðu nokkrir handavinnu og í- þróttakennarar er luku prófi í Stalin og Ka^ar Um árabil hafa íslenzkh- kommúnistar verið feimnir við að nefna tvö nöfn. það er Stalin og Kadar, og er það að vorrum. Litlar líkur eru samt til þess, að ástæðan til þess að nöfn þessi hafa lítt verið nefnd, sé sú, að elskan á þessum mönnum hafi dvínað. Hitt er Iíklcgra að það þyki ekki vænlegt til árangurs að flíka um of nöfmim þeirra. Þó getur Þjóðviljintn ekki stillt sig um að tala góðlátlega um Stalin sáluga s.l. sunnudag. Þar er við- tal við Skúla nokkurn á Ljót- unnarstöðum og þar segir m.a.: ,,Svo saug hann (þ.e. Skúli) fast ar að sér reyk- inn úr pípunni. Pípan hans er ekki bogin, líkt og Stalíns bónda frá Gorí, en öllu fíirlegri að sjá. Eru þeir áður- nefndu raunar ekki einir bænda um handgengni við reykjarpípur." Þá er sem sagt Stalin aftur orðinn hinn saklausi bóndi frá Gorí, en ekki sá fjöldamorðingi, sem Krúsjeff Iýsti á þann veg, að haim væri svívirðilegri glæpa maður en þeir Hitler og Eich- mann til samans. Liklega líður nú ekki á löngu, þar til Þjóð- viljinn fer að nefna nafn Kadars líka sem góðlátlegs heiðurs- manns. Einhver munur Þjóðviljinn skýrir frá því, a® hin kommúnistíska forysta Al- þýðusambands Norðurlands hafi boðið hingað til Iands tveim full- trúum „verkamanna“ frá Sovét- ríkjunum og finnst blaðinu ástæða tii að íslenzkir verka- menn kynnist nokkuð því dýrð- arinnar skipulagi verkalýðsmála, þar sem verkföll eru bönnuð og „tillögur af háilfu sambandsins væru sendar til stofnana ríkis- ins.“ Þessa Sovétfulltrúa furðar á því eftir orðum Þjóðviljans að dæma, hve íslenzkir skipstjórar búi -við bág kjör. Orðrétt segir blaðið: „Aðspurðir, hvernig þeim hafi litist á aðbúnað verkamanna hér, sögðu þeir fvkín og Morosoff, að þeim hefði fundizt kynlegt að heyra skipstjóra nokkurn skýra frá því, að hann mætti ekki vera að því að taka sér sumarfrí, slíkt þekktist ekki í Sovétríkjunum." Friáls féla^ssamtök f viðtalinu skýra Rússarnir einnig frá því, að austantjalds séu menn frjálsir að því, hvort þeir séu i verkalýðsfélagi eða ekki. Menn fara raunar nærri um að það skipti verkamenn litlu máli, hvort þeir séu í hinum svo- kölluðu verkalýðsfélögum, þvi að rétturinn er sá einn að senda tillögurnar „til stofnana ríkis- ins“. Hins vegar væri ef til vill ekki úr vegi að þeir verkamenn, sem hverskyns ofríki eru beittir i félögum þeim, sem kommúnist- ar stjórna, hugleiddu, hvort ekki væri rétt að taka þetta fyrir- myndarfyrirkomulag til eftir- breyttni. Þeir gætu þá verið óhultir utan hinna kommún- istísku félaga eða stofnað sín eigin félög. Varla gætu kommún- istar agnúast við slíku fyrirkomu lagi hér, úr því að það er ágætt í hinu eiginlega föðurlandi þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.