Morgunblaðið - 10.10.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.10.1961, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 10. okt. 1961 M O Tt C T’ \ r> r 4 f) I Ð 5 MENN 06 = mLEFN!= NORSKUR stúdentaprestur, Leif M. Michelsen,, hefur 1 dvalið hér á Iandi síðan um mánaðamót í boði Kristilegs 1 stúdentafélags. Hann sat mót J félagsins í Vindáshlíð helgina 30. sept. — 2. okt. og hefur síðan talað á opinberum sam- komum í Reykjavík og heim- sótt gagnfræðaskóla. f kvöld og annafð kvöld mun hann Itala við stúdeirta á Gamla Garði. Leif M. Michelsen er fram- kvæmdastjóri „Norges kriste- lige Student — Gymnasiast- lag“, en það er kristilegt fé- lag háskólastúdenta, mennta- og gagnfræðaskólanemenda. f sambandi við þennan félags- skap starfa 10 prestar, sem ferðast um milli skólanna. Eru þeir sérstaklega vígðir af biskupi til þess starfa. ★ Blaðið hitti séra Leif M. MicKelsen að máli fyrir skömmu og spurðum við hann fyrst: — Hvers vegna kusuð þér að vígjast til starfa fyrir unga fólkið? — Mér finnst það vera verk efni mitt að leiða norska æsku til heilshugar trúar á Krist. Vegna þess að ég veit að hún getur ekki fengið ríkara líf en það sem hann vill gefa henni. Við viljum að Noregur sé kristin þjóð og kristnin setji svip sinn á þjóðfélagið. í>ar aí leiðandi er mjög mikil- vægt að vinna meðal skóla- fólks, því það á að erfa land- ið. Þegar þessi kristilega starf semi fyrir skólafólk hófst 1924 voru t. d. mjög fáir lækn ■ar trúaðir, en þeim hefur fjölgað mjög mikið. — En eru ekki mótsagnir milli kristinnar trúar og nú- tíma vísinda? — Margir eru þeirrar skoðunar að þetta geti ekki samræmst og vísindanienn geti ekki trúað á guð. En ég hóf starf mitt meðal stúdenta við Tækniháskólann í Þránd- heimi og starfaði þar í fimm ár og s.l. 2 ár hef ég starfað meðal raunvísindastúdenta í Osló. Margir tækni- og raun vísindastúdentar eru trúaðir. Einnig eru margir vísinda- menn á þessum sviðum trú- aðir t. d. prófessor og nokkr- ir dósentar og lektorar við Þrándheims-háskóla. — Hvað eru mörg félög inn an sambandsins, sem þér stjórnið? — Það eru 160 félög. f byrj- un var þessi starfsemi aðeins fyrir háskólastúdenta og þá aðallega guðfræðistúdenta, en núna eru stúdentar, sem leggja stund á aðrar greinar jafn fjölmennir í félögunum. Stærsta félagið innan sam- takanna er Félag kristilegra háskólastúdenta í Osló en í því eru um 400 stúdentar. Annars vinnum við mest meðal nemenda 1 gagnfræða- og menntaskólum. en kristin fræði eru kennd þar alveg fram til stúdentsprófs. Prest- arnir 10 ferðast á milli skól- anna og taka þátt í kristin- fræði kennslunni og halda samkomur fyrir nemendurna. — Hvernig aflið þið fjár til þessarar starfsemi? — Við höfum ýmsar tekju- lindir. Um einn þriðja af tekjunum fáum við með því að unglingarnir innan félags- skaparins taka að sér að vinna ákveðinn hluta verks. T: d. að ryðja skógi í burtu þar sem á að byggja raforkuver. Þeir fá frítt fæði og húsnæði. en oftast búum við í tjöldum. Rætt við norskan stúdentaprest Einnig fá unglingarnir fríar ferðir á staðinn og heim aft- ur. Eh kaupið þeirra fáum við til starfseminnar. f hverjum vinnuflokki eru um 150 ungl- ingar og dvelja þeir Vz mán- uð í búðunum. í þessum vinnubúðum höfum við kristi lega starfsemi svo sem helgi- stundir og biblíulestra á kvöldin. Þeir unglingar innan . sam- takanna, sem ekki sjá sér fært að taka þátt í vinnubúð- unum leggja 5% af sumar- kaupi sínu til starfsemi þeirra. Af öðrum tekjulindum má nefna framlög frá styrktar- félögum, sem eru nokkuð margir. — Hvernig hefur yður þótt að tala við íslenzka stúdenta? — Mér hefur þótt það gott, en þó hef ég ekki komizt í náin tengsl við þá. Eg vona að úr því rætist því að nú er ég fluttur á Gamla Garð og ætla að búa þar, þar til ég held heimleiðis á fimmtudag. — Er öðruvísi að tala um kristindóm við stúdenta, en aðra? — Sá. sem ætlar að tala við stúdenta um kristindóm, verð ur að þekkja hugarfar þeirra og vandamál. Og hann þarf að geta talað skýrt og rök- rétt. Stúdentar þarfnast ein- falds og skýrs boðskapar um fyrirgefningu syndanna, eins og allir aðrir. Það er engin aukalest til himna fyrir stú- denta. Við köllum starf okkar evangelískt- stúdentastarf. Fagnaðarerindi Jesú Krists er þungamiðjan í því. Þó við höfum einnig áhuga á menningar- og þjóðfélags- vandamálum, verða þau aldr- ei aðalatriðið. Stúdentar og annað skólafólk þarf að öðl- ast lifandi trú á Krist. Læknar fiarveiandi Alma Þórarinsson til 15. októbef. — (Tómas A. Jónasson). Árni Björnsson um óákv. tíma. — (Stefán Bogason). Axel Blöndal til 12. okt. (Olafur Jóhannsson) Eggert Steinþórsson óákv. tíma. (Kristínn Björnsson). Esra Pétursson um óákv. tíma. (Halldór Arinbjarnar). Eyþór Gunnarsson frá 17.9. í 2—3 Vikur. (Viktor Gestsson). Gísli Ólafsson frá 15. apríl í óákv. tíma. (Stefán Bogason). Guðjón Guðnason frá 28. júlí til 10. okt. (Jón Hannesson). Hjalti Þórarinsson til 15. október. — (Olafur Jónsson). Jón Hannesson til 18. okt. (Ofeigur J. Ofeigsson). Jón Hjaltalín Gunnlaugsson fjarv. til októberloka. — (Stefán Bogason, Laugavegsapóteki frá kl. 4—5, sími 19690). Kjartan R. Guðmundsson frá 21. sept. 1961 til 31. marz 1962. (Samlagssj. Ol- efur Jóhannsson, Taugasj. Gunnar Guðmundsson) .• ólafur Geirsson fjarv. fram í miðj- •n nóvember. Sigurður S. Magnússon f óákv. tími. Sveinn Pétursson frá 5. sept. í 4—5 vikur. (Kristján Sveinsson). Víkingur Arnórsson óákv. (Olafur Jónsson). Söfnin Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opió þriðjud., fimmtud. og sunnudaga trá kl. 1.30—4 e.h. Þjóðminjasafnið er opið sunnud., |>riðjud., fimmtud. og laugard. kl. 1.30— 4 e. h. Listasafn Einars Jónssonar opið 6unnudaga og miðvikudaga frá kl. 1.30— 3,30. Tæknibókasafn IMSÍ, Iðnskólanum: Opið alla virka daga kl. 13 til 19. — Laugardaga kl. 13—15. Ameríska bókasafnið, Laugavegi 13, er opið kl. 9—12 ng 13—18, lokað laug- ardaga og sunnudaga. Bókasafn Dagsbrúnar, Freyjugötu 27. Opið á föstudögum frá 8—10 f.h., laug- ardögum og sunnudögum kl. 4—7 e.h. Bókasafn Kópavogs: — Utlán þriðju daga og fimmtudaga í báðum skólun- um fyrir börn kl. 6—7:30 og fullorðna kl. 8:30—10. Bæjarbókasafn Reykjavíkur — Sími 12308 — Aðalsafnið Þingholts- stræti 29 A: Útlán: 2—10 alla virka daga, nema laugardaga 2—7. Sunnu- daga 5—7. Lesstofa: 10—10 alla virka daga, nema laugardaga 10—7. Sunnu- daga 2—7. Útibú Hólmgarði 34: Opið 5—7 alla virka daga, nema laugardaga. Útibú Hofsvallagötu 16: Opið 5:30— 7:30 alla virka daga, nema laugardaga. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túni 2. opið dag’ega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Að lifa kátur, lífs er mátinn beztur; þó að bjáti eitthvað á, úr því hlátur gera má. (Lausavísa) Ætíð ver í vöku og blund vafin Jesú örmum; standi hvers hans æð og und opin þér á dauðastund. (Gömul lausavísa) Sú var fríðust drósa drós, dyggð og tryggðum vafin, sannnefnd víðis ljósa ljós, landsins prýði hrós og rós. (Úr Andrarímum). Loftleiðir h.f.: — I dag er Snorri Sturluson væntanleg ur kl. 09:00 frá NY. Fer til Gautaborg ar, Khafnar og Hamborgar kl. 10:30. Leifur Eiríksson er væntanlegur kl. 24:00 frá Luxemburg. Fer til NY kl. 01:30 Jöklar haf.: Langjökull er á leið til A-Þýzkaland, Vatnajökull er á leið til Haifa. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er á Akranesi Askja er á leið til Grjkklands. Skipadeild SÍS: Hvassafell er vænt aplegt til Onega í dag. Arnarfell fer frá Hamborg í dag. til Rvíkur. Jökulfell er á leið til London. Dísarfell fer frá Gufu nesi í dag til Reyðarfjarðar. Litlafell kemur til Rvíkur á morgun. Helgafell er á leið til Rvíkur. Hamrafell er væntanlegt til Batumi 12. þ.m. Tubal er í Þorlákshöfn. Henry Horn lestar á Austf j arðahöf num. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er á Austfjörðum á suðurleið. — Esja kom til Reykjavíkur í gær að vestan úr hringferð. — Herjólfur fer frá Vest- mannaeyjum kl. 22:00 í kvöld til Reykjavíkur. — Þyrill er á Norður- landshöfnum. — Skjaldbreið fer frá Rvík í dag vestur um land til Akur- eyrar. — Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Margar hefur kapítuli klausur. Oft er stutt kápa víð að neðan. Fáir etja kappi við sjálfan sig. Ekki er sætleiki í tvísoðnu káli. Flest allt það sem fer í kaf, flýtur upp um síðir. Sá er verðugur síns kets, er sitt kál át. Ekki eru jötnar meybarna meðfæri. Hægara er að tala tólf jökla en genga einn. Já er meyjar nei. (íslenzkir málshættir). 7. okt. opinberuðu trúlofun sína ungfrú Petrí.ia Þorsteinsdóttir, Flókagötu 60 og Gunnar Guð- mundsson, Baldursgötu 26 Reglusamur maður óskar eftr atvinnu nú þeg- ar, vanur akstri. Uppl. í síma 32454. Útlærð hárgreiðsludama óskast hálfan eða allan daginn. — Uppl. í síma 17963 milli 10—12 fyrir hádegi. Bifvélavirkjun óska eftir að komast sem nemi í bifvélavirkjun. Tilb sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskv., merkt: „lag- inn". Aukavinnt Vantar fólk til innheimtu- starfa. Tilb. sendist afgr. Mbl. merkt „Innheimta — 5645“ Mótatimbur og vinnuskúr til sölu. Uppl. í síma 34013. Amerísk vatteruð I ápa nr. 14 til sölu, hentug fyrir skólastúlku, tækifærisverð. Uppl. í síma 19404.. Nýleg þvottavél. B. T. H. (Gala) til sölu. Hagstætt verð. Uppl. í dag og kvöld í síma 19497. Permanent litanir geislapermanent, gufu permanent og kalt perma- nerst. Hárlitun og hárlýsing Hárgreiðslustofan Perla Vitastíg 16A — Sími 14146 Útvarpsviðgerðir Gerum við allar gerðir viðtækja, radiogrammófóna, segulbandstæki (Grundig), sjónvarpstæki. Fljót afgreiðsla. Viðtækjaverzlun og vinnustofa GEORG ÁMUNDASONAR Skipholti 1 — Sími 15485. Til sölu 4ra herb. íbúð við Skólabraut. Nánari upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar og Guðmundar Péturssonar Aðalstræti 6 símar 1-2002, 1-3202, 1-3602. Frá Golfskálanum Tökum fermingarveizlur, veizlur og fundi. Steingrímur Karlsson, Ingibjörg Karlsdóttir, sími 36066 og 37940. Matbarinn LÆKJARGÖTU6 er fluttur í Lækjargötu 8. Kjorbarínn Fjósamann vanfar að Hvanneyri .SKÓLAST JÓRI. Iðnaðarhúsnœði óskast fyrir léttan og hávaðalausan iðnað. Upplýsingar í síma 14477. Til sölu Einbýlishús við Arnarvog í Garðahreppi. 6 herb., eldhús og bað, ásamt bílskúr. Nánari upplýsingar gefur MáHlutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar og Guðmundar Péturssonar Aðalstræti 6 símar 1-2002, 1-3202, 1-3602.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.