Morgunblaðið - 10.10.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.10.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNVLAÐIÐ Þriðjudagur 10. okt. 1961 — Háskólahátíð Frh. al bls. 8. íslenzka menningu. Og þegar á milli var frá öðru, hafa þeir reynt að breiða út þekkingu á íslandi. Þér kannist kannske við þjóðsögurnar af eskimóum ís- lands, hvítabjörnunum á götum Beykjavíkur o. s. frv. Einn vin- ur minn kvaðst ekki mundu linna lyrr en hann hefði lagt síðasta hvítabjörninn að velli. . Það gæti verið gaman að rifja upp fáein mirabilia Islandia, fá- einar furður íslands, en þar er af mörgu að taka. Jafnvel áður en ísland er byggt af Norðmönn- um, getur frinn Dicuil um bjart- ar sumarnætur þess Og nytsemi þeirra — eins minnist Beda prestur hinn fróði á þær. í ævi St. Brendans virðist vera lýst eld- gósi. Við grípum næst niður hjá danska sagnaritaranum Saxa hinum málspaka í bók hans Gesta Danorum. Af hinum mörgu furð- um íslands er þessi, sem vitnað var til í gær, hvað merkilegust: fsland er land, sem veitir börnum sínum ekki mikinn munað, og lifi íslendingar í stöðugri bindindis- sami (officoia continuea sobrieta- tis) — það var þá .— Oð iðki sagnavísindi: „inopiam ingenio pensant": þeir vega upp fátækt- ina með ,,ingenium“, hvernig sem menn vilja nú þýða það orð hér. Þessi djúpu orð éru sjálfsagt sönn um menntir Forn-íslendinga, en auðvitað ekki þeirra einna. Þið munið svipuð orð, sem Heródót hefur um Hellena: um fátækt landsins, sem gerði „arete“, mann dóminn að nauðsyn, og hversu manndómurinn sigraðist síðan á fátæktinni. Því nefni ég þetta, að hér er að ræða um mikil- vægan þátt í allri menningu og öllum vísindum: eklan, nauðsyn- in, sem vekur hvöt, knýr áfram. Þetta er eins og Mephisto: „Der reizt und wirkt und muss als Teufel schaffen". Einu sinni var ég, sem ekki er í frásögu færandi, beðinn að skrifa grein um íslenzkar bók-1 menntir fyrir tímarit suður í löndum, og ritstjórinn benti á, hve hin löngu vetrarkvöld væru hentug til slíks. Til að skrifa1 stutt, þarf langan tíma og til að lýsa íslenzkum bókmenntum á þremur blaðsíðunum, sem ég átti að fá, nægðu löngu, íslenzku vetr- Dawson snæðir steiktan ál í veitingahúsi í West End. matur en í steininum". „Betri arkvöldin ekki. Löngu vetrar- kvöldin má telja til undra ís- lands, menn hafa viljað skýra með þeim klassiskar bókmenntir íslendinga. Sjálfir höfum vér fs- lendingar aldrei tekið löngu vetr- arkvöldin mjög hátíðlega. En hvað sem er um þessa tilgátu, gætum við ekki og hvort sem við annars vinnum heldur á morgnana eða á kvöldin, tekið hana sem einskonar tákn. Tákn um einveru visindamannsins, ein- beitingu hans, einlæga viðleitni hans. Hann stendur einn frammi fyrir hinu vísindalega viðfangs- efni; lausn þess er ekki aðeins málefni vitsmuna hans og þekk- ingar, heldur samvizku hans. KjörgarSskaffi LAUGAVEGI 5 9. Leigjum salinn á kvöldin fyrir fundi, spilakvöld og taflæfingar. Sanngjöm leiga. Upplýsingar í síma 17695 og 23167. KJÖRGARÐSKAFFI. OSKA EFTIR iðnaðarhúsnœði fyrir léttan iðnað. Stærð: ca. 150 ferm. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt:: „Iðnaður 160“. Vinna Smurbrauðsdama óskast strax á góða smurbrauðs- stofu hér í bænum Skilyrði að hún geti unnið sjálf- stætt. Tilboð sendist til blaðsins merkt: „Ábyggileg 123“ fyrir 12. þ.m. Verk hans á að vera leit að sann- leikanum sannleikans vegna, svo sem starf hans sé unnið fyrir augliti hins mikla dómara. Þegar ég talaði um einveru vísindamannsins með verki sínu, er þar þó ekki nema hálfsögð sagan. í Hávamálum segir: „Brandr af brandi brennr unz brunninn er, funi kveikisk af funa.“ Þannig kviknar hugmynd af hugmynd. Jafn nauðsynleg og vísindamanninum er einveran, einbeitingin, — jafnnauðsynleg eru honum kynni af öðrum mönnum, skoðunum þeirra, við- leitni þeirra, niðurstöðum þeirra, vér þurfum orðaskipti, umræður, vér sem vinnum hér heima að vísindum, þurfupi yðar við. Vér þurfum rannsókna yðar, persónulegra kynna. Eg geng lengra: vér þurfum allir hver annars við. Allir erum vér undir hinu sama merki, allir tilheyr- um vér einu samfélagi, þar sem úrlausnir vandamálanna byggj- ast á málfrelsi og hugsunarfrelsi og á samstarfi hinna mörgu, af því að einn sér það, sem annar sá ekki. Vér fögnum yður, hyllum yð- ur, nýju synir vorrar almae matris. Þér eruð um leið full- trúar vísinda landa yðar, sem vér íslendingar eigum svo óend- anlega mikið að þakka. Eldurinn, sem Hávamálaskáldið talar um, hann er birta, Ijós. Megi mannkynið hafa á leið sinni meira og meira Ijós! Eldurinn er líka ylur, hiti. Megi það minna oss á að mannkyninu er þörf, nú meir en nokkru sinni áður, góðs vilja, samúðar, vin- áttu, friðar, kærleiks. Án þess er vitið, þekkingin, ekki nema hljómandi málmur og hvellandi bjalla. Má ég biðja yður að rísa úr sætum og hylla hina nýju dokt- cra. Til leigu 5 herb. risíbúð í Vesturbænum fyrir fámenna reglu- sama fjölskyldu. Tilboð óskast send afgr. Morgunbl. fyrir 14. þ.m. merkt: „Hitaveita — 5644“. 4 amrt'i- iPNnQNIðH Císli Einarsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 20B. — Sími 19631. Dawson lans úr fangelsinu Berst mikið á i Londoxi GEORGE DAWSON, sem ís- lendingar muna eftir frá hin- um frægu fisklöndunum í Bretlandi, var látinn laus úr Leyhill fangelsinu sl. föstu- dag, en þar hefur Dawson set- ið í hátt á þriðja ár fyrir svik. Dawson hélt innreið sína í West End í London í gljáandi Bentley bíl, og snaraðist inn á bar í einu hótelanna þar. Honum var heilsað þar rétt eins og hann hefði síðast kom- ið þar fyrir nokkrum klukku- stundum en ekki tveimur ár- um og átta mánuðum. Dawson fékk sér vænt glas af gini og tonic og settist með það í stólinn hjá rakara hót- elsins. Eftir klippingu hélt hann til lúxusíbúðar í Chelsea þar sem hann hringdi, og tíu mín. síðar var Savile-Row klæðskeri hans mættur með tvenn 50 gíneu föt. Síðan heimsótti Dawson Mdýmsa staði í Mayfair og Belgravia, þar sem hann var áður þekktur sem eyðslusam- ur kaupsýslumaður. „Það var alls ekki svo slæmt að vera í tugthúsinu," sagði Dawson. „En sá tími, sem maður er 1 burtu, getur rænt lífið ýmsu. Ég er gjald- þrota, og skatturinn segir að ég skuldi þeim 480 þúsund sterlingspund. En ég er auð- vitað búinn að leggja drög að nýjum auðæfum. Ég hefi aldrei verið í vandræðum með að græða peninga. Þegar ég var settur inn, þá hafði ég hugmynd, sem hefði fært mér mikið í aðra hönd. Ég hefi fylgt þessari hugmynd eftir á meðan ég sat inni, en þó ekki viðskiptalega séð“. Vinir Dawson hópuðust að honum hvar, sem hann fór. Það var einn þeirra, sem ráð- lagði Dawson að hringja til ÍBÚÐ Óska eftir 3 herbergja íbúð. Tvennt fullorðið og lítið barn í heimili. Róleg og reglusöm fjölskylda. Fyrirframgreiðsla kemur til greina. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Húsnæði — 7003“ fyrir föstudagskvöld 13. þ.m. T cekifœriskaup Til sölu stofuskápur með innbyggðum vínbar. Sér- staklega fallegur og vandaður. Kápa, pels, kvöldskór og ýmislegt fleira. — Upplýsingar í síma 36457. Saumavélar Notuð samstæða með fjórum hraðsaumsvélum og mótor til sölu. Tilboð sendist Mbl. fyrir fimmtu- dagskvöld merkt: „Saumavélar — 5743“, Caboon 16 — 19 og 22 mm. Nýkomið. Pantanir óskast sóttar. HJÁLMAR ÞORSTEINSSON & CO., H.F. Klapparstig 28 — Sími 11956. klæðskerans, og annar skaut undir hann Bentleybílnum, sem ók hontrm frá fangelsinu. Vinir hans buðu honum að borða á sinn kostnað hvar sem væri í London, og hann valdi veitingahús í West End, þar sem hann snæddi tvo diska af steiktum ál. Þá var Dawson boðið á kappreiðar á laugardag og sat þar að sjálfsögðu í stúku. Eitt fyrsta verkið var að láta klippa sig . . ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.