Morgunblaðið - 10.10.1961, Side 12

Morgunblaðið - 10.10.1961, Side 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. okt. 1961 JÍtorjpiiM&Mtfr Otgefandi: H.f Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kriftinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. BARÁTTAN GEGN LÖGGÆZLUNNI T röðum kommúnista heyrir®' það til barnaskólalær- dóms að gera sér grein fyrir NÍÐHÖGGARNIR því,' að í lýðræðisríkjum eigi einskis að láta ófreistað til að veikja löggæzluna og fram- kvæmdavaldið almennt, á sama hátt og kommúnistum ber hvarvetna, þar sem ein- ræðisstjórninni hefur verið komið á, að styrkja lögregl- una og stofna hennar við hlið svokallaða alþýðulög- reglu. Mönnum þarf því ekki að koma það á óvart, að ís- lenzkir kommúnistar, sem ekki eru síður vel upp aldir í trúarsetningum heims- kommúnismans en flokks- bræður þeirra erlendis, skyldu gera örvæntingarfulla tilraun til að hindra það að bætt yrði úr hinni óviðun- andi aðstöðu lögreglunnar í Reykjavík. Bæjarstjórn hef- ur nú samþykkt að veita lóð þá, sem Gasstöðin stóð á, til byggingar nýrrar lögreglu- stöðvar í Reykjavík. Gegn veitingu þessarar lóðar börð- ust kommúnistar og lögðu megináherzlu á, að málinu yrði frestað. Bentu þeir á í tillögu sinni, að lóðin væri allt of góð fyrir lögreglustöð. Skoðim reykvískra borgara er hins vegar sú, að engin lóð í bæjarlandinu sé of góð fyrir löggæzlulið höfuðborg- arinnar. Á hinni veiku lög- reglu Reykjavíkur geti það oltið, hvort íslenzka þjóðin fær yfirleitt búið við lög og réttlæti, eins og raunar hef- ur áður sannazt. Hinn 30. marz 1949 gerðu kommúnistar, eins og kunn- ugt er, tilraun til þess að hindra löggjafann í störfum með ofbeldi. Ef sú tilraun hefði tekizt, var í rauninni orðin bylting á íslandi og óséð hver eftirleikurinn hefði getað orðið. Hinu fámenna lögregluliði tókst þá með til- styrk borgaranna að hindra fyrirætlanir kommúnista. — Fyrir það eitt verðskuldar lögreglan vissulega að hag- ur hennar sé bættur. Öðru sinni hafa kommún- istar gert tilraun til að taka „löggæzluna“ í sínar hendur. I verkföllunum 1955 beittu þeir hvers kyns ofbeldi gegn borgurum landsins. Lögreglu liðið fékk þá ekki við ráðið sem skyldi, og margsinnis stappaði nærri alvarlegum líkamsmeiðingum, er and- stæðum hópum manna laust saman. Sýndu þeir atburðir svo glögglega að ekki verður um villzt, að lögreglan verð- ur ætíð að vera svo styrk að henni takist að halda uppi lögum og rétti. ótt kommúnistum tækist ekki að hindra það, að löggæzlulið höfuðborgarinn- ar fáf. eðlilega starfsaðstöðu, þá er hitt jafnvíst, að þeir munu halda áfram tilraunum sínum til þess að rýra traust- ið á lögreglunni og torvelda starf hennar. Yfirboðarar hinna íslenzku kommúnista fyrirskipa þeim að láta einskis ófreistað til þess að veikja meginstoðir lýðræðisskipulagsins. Menn skyldu því ekkí kippa sér upp við það, þótt kommún- istar ráðist að löggæzlu, dóm stólum eða framkvæmda- valdi almennt. Það er ein- mitt það hlutverk, sem Kreml ætlar þeim. En lýð- ræðissinnar verða auðvitað að gjalda varhug við árásum þeirra. Þeir eiga hverju sinni að slá skjaldborg um þá, sem að er ráðizt, því að aldrei má það henda, að þeir níð- höggar, sem á mála eru hjá erlendu valdi og vega að frelsi og sjálfstæði þjóðar sinnar, komi fram áformum sínum. VEL HEPPNUÐ HÁTÍÐAHÖLD IVTjög ánægjulegt er, hve vel heppnuðust hátíðahöld Háskólans í tilefni 50 ára af- mælisins. Við skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar sýndu stjórnendur Háskólans enn einu sinni að þeir eru vandanum vaxnir og juku mjög hróður lands og þjóðar. Hinn ungi rektor Háskól- ans, prófessor Ármann Snæv arr, fékk sína eldskírn á fyrsta starfsári og hann hef- ur nú sannað, að á betri for- ystumann verður ekki kosið fyrir æðstu menntastofnun þjóðarinnar. Að sjálfsögðu naut hann aðstoðar fjölda ágætra háskólamanna, en á- byrgðin hvíldi þó á hans herðum og honum tókst með miklum virðuleik og reisn að gegna hinu vandasama hlut- verki rektors. Afmælishátíð Háskólans hefur ekki eingöngu aukið hróður skólans út á við, held ur hefur hún vakið íslend- inga til umhugsunar um skyldur sínar við menntir og vísindi, og hinar góðu gjaf- ir, sem frá erlendum aðilum bárust, brýna íslendinga sjálfa til að styrkja Háskól- ann mjÖg á næstunni, svo að vísindin megi aukast í þágu alþjóðar. MYNDIRNAR: — Teiknimg- arnar fjórar, sem birtast hér á síðunni, sýna lauslega, hvað gerðist um j»að bil, sem Könn- uður Xn var að komast á braut sína. Efst til vinstri: „Sprengi- boltar“ svipta sundur hlífin<ni utan um gervitunglið, um sama leyti og anaiað þrep eld- flaugarinnar brennir upp eld- neyti sínu — í um 64 km hæð. Efst til hægri: — Annað þrepið losnar frá og hið þriðja er ræst, í 250 km hæð. Að neðan til vinstri: — Þriðja þrepið er útbrunnið, og hefir þá náðst 38.500 km hraði á klst. Að nieðan til hægri: — Um leið og gervitunglið losnar frá þriðja og síðasta þrepi eldflaug arinnar, rétta armarnir með „sólar-sellunum“ úr sér. Könn- uður XII er kominn á braut sína og tilbúinn að senda vís- indalegar upplýsinigar til jarð- ar. „Fréttir" um 77 þús. km veg HIN N 15. ágúst skutu Bandaríkjamenn á loft 48. gervitungli sínu frá því að Könnuöur I komst á braut sína um jörðu, 1. febrúar 1958. Könnuður I er í hópi þeirra rúmlega þrjátíu bandarísku gervi- hnatta, sem nú eru á lofti, en senditæki hans eru nú löngu óvirk. — Hið 48. „tunglið“, sem hér verður nokkuð sagt frá, er einnig af gerðinni Könnuður — og er það fyrir margra hluta sakir talið eitthvert hið merkilegasta, sem svif ið hefir um himingeiminn. Telja bandarískir vísinda- menn sig fá meiri og betri upplýsingar frá því en nokkru öðru gervitungli, sem skotið hefir verið á lofí. A Á mjög löngum sporbaug Hér koma einkum tvö atriði til greina: — í fyrsta lagi eru vísindatækin í Könnuði XII, eins og þetta gervitungl nefn- ist, mjög margbrotin og vönd- uð — en eitt meginhlutverk þeirra er að kanna sambandið miili segulsviða og geimgeisl- unar. í öðru lagi fer Könnuður XII eftir mjög ílöngum spor- baug (mesta fjarlægð frá jörðu um 77 þúsund km — en minnst aðeins um 290 km) — en það gerir það að verkum, að gervitunglið er oft á sviði einnar móttökustöðvar allt að 12 klst. í einu. Stöðvar þær, sem taka við merkjum frá Könnuði XII eru í Woomera í Ástralíu, Jóhannesarborg í Suður-Afríku og Santiago í „Konungur XII44 eitt nýjasta gervi- tungl Bandaríkja- manna, veitir geysimiklar upp- lýsingar um geislun, segulsvið, ,,sólvinda'* o.s.frv. Chile. — Til samanburðar má geta þess, þau gervitungl, sem fara eftir lágum og nokkurn veginn hringlaga baug, hafa ekki samband við hverja mót- tökustöð nema frá 5 og upp í 15 mínútur í senn. Eru þannig upplýsingarnar frá þeim miklu slitróttari og strjálli. if Óvenjuleg afköst Til marks um það, hvílíkt magn upplýsinga þetta gervi- tungl sendir frá sér, má geta þess, að fyrstu fimm dagana, sem það var á lofti, fylltu hljóðmerkin frá því hvorki meira né minna en 1.364 segul bandsspólur. Á einum sólar- hring sendi Könnuður XII frá sér 175 samfelld „skilaboð" — en það er, að sögn eins starfs- manns Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, álíka mikið og fengizt hefir frá fyrri gervi- tunglum á um það bil hálfum mánuði. — Þessi miklu af- köst eru þeim mun athyglis- verðari þar sem senditæki gervitunglsins eru tiltölulega kraftlítil, aðeins 2ja watta. Sendir þessi skilar boðum frá 10 „nemum“ (smátækjum, sem nema mismunandi áhrif um- hverfisins). Þessir „nemar“ eru svo haglega gerðir, að þeir komast allir — ásamt tilheyr- andi rafeindaútbúnaði — fyrir í hylki, sem er aðeins 1,6 rúm- fet að stærð. Allt gervitunglið er 82 ensk pund að þyngd. — Yfirborð þess er úr næloni og fíber- gleri, sem er í senn mjög sterkt og hleypir mjög fljótt út hita. Á fjórum örmum, sem ganga út frá sjálfu gervitungl- inu, eru svonefndar „sólar- sell ur“, sem breyta orku sólarljóss ins í rafstraum fyrir senditæk- in. Milli yztu enda þessara arma mælist rúmlega 1% metri — en sjálft „tunglið“ er aðeins um 65 cm í þvermál. — Má furðulegt heita, að allur hinn margbrotni útbúnaður og tæki Könnuðar II skuli kom- ast fyrir í þessu litla rúmi. Samkvæmt upplýsingum bandarísku geimferðastofnun- arinnar er Könnuður XII hinn fyrsti af fjórum sams konar gervitunglum, sem ætl- unin er að skjóta á loft „til þess að gera endurteknar at- huganir á sólvindum, segul- sviðum í geimnum, ásamt fjærsta hluta segulsviðs jarð- arinnar, á geimögnum og geislasviðum (Van Allen-belt- unum svonefndu)“. — Gert er ráð fyrir, að með rannsókn- um þessum fáist sönnun fyrir tilvist hinna svonefndu „sól- vinda" eða storma, sem menn telja vera „ský“ af vetni, er streymi út frá yfirborði sólar, — og að vísindamenn fái meiri yfirsýn en fyrr um þau marg- víslegu áhrif, sem sólin hefir á veðurfar á jörðinni. — Einnig ættu nú að fást nánari upplýsingar en fyrr um þær geislunarhættur, sem verða munu á vegi mannaðra geim- skipa í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.