Morgunblaðið - 10.10.1961, Side 13

Morgunblaðið - 10.10.1961, Side 13
Þriðjudagur 10. okt. 1961 MORGVHBLAÐtÐ 13 * í DAG heiðrar norska þjóðin ald- arminningu þess manns, sem kallaður hefur verið „mesti Norðmaður vorrar aldar“. Sem íþróttamaður hefur hann orðið fordæmi ungra manna og efling skíðaíþróttarinnar í Noregi er hon um manna mest að þakka. Sem landkönnuður vann hann eigi minni afrek en Roald Amundsen, jþó aldrei stigi hann fæti á heim- skaut. Sem vísindamaður lagði hann grundvöllinn að haffræði- xannsóknum Norðmanna, sem frægar eru orðnar. Það varð hlutskifti hans að afla Noregi viðurkenningar stórveldanna, er landið eginaðist sinn eigin kon- ung og skildi að fullu við Svia 1905, og fimmtán árum síðar var Mesti Norðmaður vorrar aldar, Fridtjof Nansen Noregshréf frq Skúla Skúlasyni honum falið það verk, sem mann kynið má vera honum þakklátast fyrir: að bjarga milljónum manna frá hungurmorði. Hann varð afkastamesti mannvinur sem nokkurntíma hefur lifað. Stóra Fröen hét býli, sem fyrir hundrað árum var fyrir utan Oslóarbörg en er nú orðið innan hennar. Þar fæddist Fridtjof Nansen 10. október 1861. Faðir hans var málaflutningsmaður, strangur og siðavandur maður af gamla skólanum og lítið gefinn fyrir nýbreytni. Þegar Nansen var að alast upp voru umbrot mikil í þjóðfélaginu, annars vegar „steinrunnir broddborgarar" en hins vegar „eldrauðir radikalist- ar“ og í þeirra flokki skáld og listamenn, sem sumir urðu frægir síðar. Þessir menn gengu undir nafninu „Christiania-bohémen“ og létu mikið yfir sér. Verka- mannahreyfingin var enn í toernsku og gætti lítið, en í stjórn- málum voru það einkum vinstri- menn, sem gengu mest fram í því að brjóta á bak affcur vald hinnar rótgrónu embættismanna- og auð mannastéttar. En stundum voru það ungir menn úr þeim stéttum, sem gengu bezt fram í sókninni gegn þeim. Sum leikrit Ibsens og Björnsons Og þó einkum sögur Alexanders Kiellands lýsa vel ald arhættinum á þeim tíma sem Nansen var að alast upp. En þessi ungi piltur fór sínar eigin götur. í bernsku var það náttúran en ekki mennirnir, sem átti sterkust ítök í honum. Hann ólst upp miðja vegu milli borgar- innar og skóganna í Norðurmörk, eem nú eru orðnir mesta skemmti svæði Olsóarbúa á vetrum, og 6kógurinn heillaði hann meir en borgin. Hann var öllum stundum uppi í Norðurmörk, með veiði- Stöng og byssu eða á skíðum og skautum. Jafnöldrum hans í Olsó þótti hann einþykkur Og jafnvel dálítið hjákátlegur, þessi hái, renglulegi unglingur, sem hirti lítt um tízkuna en gekk í nær- skorinni vaðmálstreygju með upp Stæðum kraga. Hann kynntist fremur fáum, en þeir sem hann ikynntist vel urðu vinir hans til eeviloka, svo sem Erik Weren- skjöld málarL Hann varð stúdent 1880 og valdi náttúrufræði að framhalds- námi, einkum dýrafræði. Tveim érum síðar kynntist hann norður- höfum, því að þá réðst hann á selveiðiskip og var í ísnum við Austur-Grænland og drap sel. Hann sá þá Grænland í fyrsta sinn og strengdi þess heit að ganga á skíðum yfir landið þvert. Umhaustið (1882) varð hann safn vörður í Bergens Museum. Þar var lítið tækifæri til að ganga á skíðum. En svo bar við meðan hann átti heima í Bergen, að honum datt í hug að taka þátt í skíðamótinu á Huseby, við Osló. — Þar voru mótin háð áður en Hölmenkollen kom til sögunnar. En þá var Bergensbrautin ekki til, og of seint að komast sjó- leiðina. Nansen var ekki úrræða- laus. Hann afréð að fara til Voss og ganga á skíðum austur yfir HarðangursCræfi til að komast til mótsins. Það þótti bíræfni og hafði aldrei verið gert í manna minnum. En það tókst og Nansen kom nógu snemma á Husebymót- ið. Ferðin var góður skóli fyrir Grænlandsferðina, sem hann hafði í huga. En fyrst varð að ljúka náminu. Hann snéTi sér nú einkum að haf- fræði og dýralífi sjávarins og dvaldi um skeið á hafrannsókna- stöðinni í Napoli. Og 1888 varði hann doktorsritgerð sína um taugakerfi lágstæðra dýra. Nú þóttist hann frjáls að því að láta díaum sinn um Grænlands- ferðina rætast. Hann leitaði til manna um fjárframlög en fékk allstaðar nei: — menn svöruðu að þeir vildu ekki sutðla að því að hann dræpi sig. Loks varð kunnur kaffigrósséri, Gamél, til þess að veita honum þann styrk sem hann þurfti, og svo hélt hann af stað við 6. mann og steig fæti á austurströnd Grænlands 29. júlí 1888. Af förunautum hans er kunnastur Otto Sverdrup, en hin- ir voru O. C. Dietriehson og Kristian Kristiansen og samarnir Ole Ravna og Samuel Balto. Þeir höfðu nesti til tíu vikna: vindþurrkað ket, súkkulaði, lirökkbrauð og kex, smér, lifrar- kæfu, súputeninga, rikling, hafra mél, þurrkað kál, kaffi, te og kókó, og lítilsháttar af dósamat. Hann var of þungt nesti handa þeim, sem allt urðu að flytja á sjálfum sér. En matarval Nansens í þessa ferð hefur gefið mörgum fordæmi síðan. Engum varð meint af matnum og enginn fékk skyr- bjúg. f septemberlok komust þeir vestur yfir ísinn. Þá var síðasta skip farið frá Godthaab, en Nan- sen gat sent bréf til Ivigtut um að ferðin hefði tekizt, og það komst til Noregs um haustið. En þeir sexmenningarnir höfðu vet- ursetu á Grænlandi og notaði Nansen tímann til að kynnast háttum Eskimóa og fara með þeim á veiðar. Ferðasaga hans, „Pá Ski over Grönland“ og „Eskimoliv“ bera með sér að hann hefur tekið vel eftir. Það eru bráðskemmtilegar bækur. Nansen og félagar hans komu til Kristianiu 30. maí vorið 1889 og var fagnað sem hetjum. Ferð- in varð víðfræg og æskan dáðist af afrekinu. Nú hófst sú vakning skíðaáhugans á Norðurlöndum sem enn býr að. Allir ungir menn vildu líkjast Nansen, og nú fóru höfuðstaðabúar að fjölmenna í Norðurmörkina. Og Nansenshúf- an, sem skíðamenn allra landa nota nú, komst í tízku. Tjöld, sleð ar og annar vetrarferðaútbúnaður Nansens var tekið til fyrirmynd- ar. Nansen var orðinn heimsfræg- ur — sem landkönnuður. Áður en Nansen fór í Græn- landsförina hafði hann trúlofazt. Stúlkan hét Eva Sars, dóttir Michael Sars prófessors. Þau höfðu rekizt á í snjóskafli uppi í Norðurmörk og þetta hluzt af. Nú giftust þau um haustið. Eva Sars var glæsileg kona og ágæt söngkona. Þau eignuðust fimm börn, og var Liv elst. Hún hefur skrifað tvær bækur um foreldra sína, hvora annari betri. Af son- um Nansens er arkitektinn Odd, kunnastur. Hann hélt áfram starf inu í þágu flóttamanna eftir föð- ur sinn. — Evu konu sína missti Nansen árið 1907 og harmaði hana mjög. „FRAM OVER POLHAVET" Skíðagangan yfir Harðangurs- öræfi hafði orðið Nánsen náms- skeið undir Grænlandsförina, en hún varð honum undirbúningur lengstu ferð hans og frægustu um ævina. Nansen hafði ályktað það, af reki timburs frá Síberíu vestur Atlantshaf, að straumur til Vest- urs væri í íshafinu norður að heimskauti og ísaþökin ræki því vestur. Á þessu byggði hann djarfa ákvörðun: að sigla skipi inn í ísinn austurlega með Asíu- strönd og láta það reka með ísn- um. Þá mundi leiðin ekki liggja fjarri norðurskautinu! Nú var að framkvæma þetta. Nansen ferðaðist um og hélt fyrir lestra um Grænlandsferð sína á Norðurlöndum og á Bretlandseyj- um, en þó alltaf væri húsfyllir sá ágóðinn skammt í kostnaðinn við íshafsferðina. í London hélt hann fyrirlestur um áform sitt í kgl. landfræðifélaginu, og lýsti til höguninni. Hann vildi smíða skip, með öðru lagi en selveiðiskipin í þá daga, breiðara og með svo hallandi byrðingi upp fyrir hleðslumark, að ísinn gæti ekki kramið það eins og lús milli nagla heldur lyftist skipið upp þegar ísinn þrýsti að. í brezka landfræðifélaginu andmæltu ýms ir ráðagerð Nansens en þó hét félagið nokkrum styrk til farar- innar. Og heima fyrir urðu pen- ingarnir auðfengnari nú, en þegar Nansen hafði verið í fjárbónum undir Grænlandsferðina. Ríkis- sjóður veitti honum 280 þús. krón ur, Oscar konungur Og ýmsir ein- staklingar 140 þúsund og alls hafði hann 450.000 kr, úr að spila. Nú var Colin Archer bátasmið falið að smíða skipið, stutt Og breitt, stefnið úr eik, 125 sm. þykkt og byrðingurinn þrefaldur, fyrst tvö lög úr eik Og skjöldur úr „greenhart" utanyfir, en alls var byrðingurinn 75 sm. þykkur. Gufuvél var í skipinu, Og það var raflýst. Það hljóp af stokkunum haustið 1892 og heitir „FRAM“. Það er enn til sýnis á Bygdö í Osló. Þeir voru þrettán, sem lögðu upp í þennan leiðangur, sem sumir vel metnir menn í Land- fræðifélaginu brezka höfðu kall- að bíræfnasta tiltækið í landa- leitasögunni. „Fram“ sigldi frá Vardö, norðaustustu höfninni í Noregi, 21. júlí 1893 og viku síðar lenti skipið í tuski við rekís og dugði vel. „Það er konungleg skemmtun að sjá skútuna komast um erfiðan ís. Hún snýst og svig- ar, eins og ketsnúður í súpudiski“ skrifar Nansen í dagbók sinni. í Kjabarova í Síberíu komu þeir við til að taka hunda, sem Nan- sen hafði keypt til sleðadráttar, og kol handa þeim í vélinni. Hund ana fengu þeir en kolin ekki, og héldu svo áfram. f september- byrjun sigldu þeir fyrir Tsjeju- skinhöfða inn í Karahaf, sem þeir höfðu óttast mest á austur- leiðinni, en allt gekk slysalaust. Og svo er haldið beint í norður, í opnum sjó. Á 78. breiddarstigi kemur „Fram“ inn í ísinn. í sept- emberlok 1893. Nú var sjálf ferðin að byrja. Skipið var eins og örlítill punktur í ísbreiðunni, og hreyfing hennar réð ferðinni. Um borð var ekkert að gera nema gera stöðumælingar og veðurathuganir — fjórða hvern klukkutima — og svo að spila á spil eða tefla. Og svona var beðið og beðið. En það mikilvægasta sem gerðist var þetta: „Fram“ þokaði norður, þó margir krókar væru á „kúrsin- um“. Margir hlykkir suður og norður, en aðalstefnan þó í norð- vestur. Að skipið færi í vestur efaðist enginn um. Nansen var óánægður. Hann hafði búizt við þessu betra. Og svo hrannast ísinn að skipinu, svo geigvænlega, að Nansen skip- ar áhöfninni að fara frá borði og taka með sér það, sem hverj- um þyki verðmætast. En þá lin- ast hrönnin og nú stendur „Fram“ á „þurrum sjó“ — uppi á jaka- hrönninni. En færist suður. Nansen er vonsvikinn. Honum finnst kenning sín, um að láta rekhjarnið bera „Fram“ norður á heimskaut, hafa brugðizt. En samt vill hann reyna komast á heimskautið — gangandi. Við annan mann. Hann ámálg- aði þetta við Hjalmar Johansen, þann skipverjann, sem honum hafði þótt einna sprækastur um borð. Og Hjalmar var til í að ganga á norðurpólinn — hvort það nú var! Og svo skildu þeir við skipið, Og Nansen fal Otto Sverdrup, vini sínum úr Grænlandsferðinni, stjórnina á „Fram“. Þann 14. marz 1895 yfirgáfu þeir Hjalmar og Nansen félaga sína og héldu í norðurátt með sleða og samójedahunda. Þá var „Fram“ statt á 84. breiddarstig' og 102 lengdarbaugum austur af Green- wich. — Þeir Nansen komust norður á 86° 14‘ þann 7. apríl, tveim stigum og 40 mn. norðar en nokkur hafði áður koizt — og sneru þá við. Engum sem skemmt ir sér við lestur æsisagna mundi leiðast að lesa bók Nansens um þétta ferðalag. „Fram over Pol- havet“ heitir hún, því að þar eru æsilegir viðburðir. En sannir líka. En svo miklar torfærur höfðu orðið á vegi Nansens og Johan- sens að þeir gáfust upp við að komast á „pólinn“. Þeir sneru aftur, eftir að hafa sett upp tvo fána á ísnum: annar var norski fáninn en einingarmerkinu við Svía í efra hórni við stöngina, en hinn án merkisins, eins og hann er í dag. Svo héldu þeir í suðurátt og í ágústlok stigu þeir á fasta grund á vesturbarði Franz Jósepslands. Þeir bjuggust ekki við að hitta nokkurn lifandi mann þar, og gerðu það ekki fyrst um sinn. Byggðu sér kofa úr grjóti, náðu í rekaviðardrumb í mæniás og rostungshúðir notuðu þeir sem þekju. Þarna var nóg til fæð- is og skæðis. Nóg af birni og sel, en þeim þótti bjarnaketið betra og nítján birni skutu þeir um veturinn. En 19. maí héldu þeir suður með landi, á tveim húðkeipum, sem þeir festu sam- an, borð við borð, svo að minni hætta yrði á því að þeir yltu. Á þessari tvífleytu ætluðu þeir sér að kómast til Síberíu eða jafn vel til norðurstranda Noregs, ef heppnin yrði með. En 17. júní 1896 bar óvænna við. Þeir höfðu farið í land á veiðar, og heyrðu þá allt í einu hundgá! Þar voru menn á ferð? Það reyndist svo. Maðurinn var brezki könnuðurinn Jackson. Báð ir aðilar voru jafn hissa á því að hittast þarna. Og Nansen og Johansen fengu far á skipi Jack- sons til Vardö, sömu hafnarinnar og þeir höfðu siglt frá fyrir þrem árum og þrem vikum. Þeir lentu þar 13. ágúst 1896. Á ný var þjóðarfögnuður í Noregi, eigi minn en orðið hafði eftir Grænlandsför Nansens. Dráttarskipið var sent norður til þess að flýta ferð ,,Fram“ til Osló, og þegar Nansen steig í land á „Honnörbrygga" þar, var honum fagnað betur en nokkrum konungi. En Nansen var þreyttur eftir þessa ferð. Er ég úttaugaður af þjáningu, söknuði og þrá? spyr hann sjálfan sig í dagbók sinni.. En þegar hann var kominn til sinna heima leið ekki á löngu unz hann tók gleði sína aftur, enda hlaut honum að hlýna um hjarta- ræturnar við öll þau vinarhót og aðdáunina, sem þjóð hans öll sýndi nú, „sínum mesta syni", eins og þá var komist að'orði. En það var frægð hans og traust þjóð arinnar, sem nú beindi atorku hans að nýjum verkefnum. „Fram“-ferðin hans varð síð- asta afrek hans í „bíræfnum ferðalögum“. Og nú verða þátta- skifti í ævi Nansens, þó alla daga yrði „hugurinn heima" hjá því, sem honum var kærast í upphafi. Frægð hans og álit gerði honum óhjákvæmilegt að verða við kalli þjóðar sinnar um að gegna öðrum hlutverkum, þegar henni lá mik- ið á því. íþróttamaðurinn, skíða- garpurinn, vísindamaðurinn og „bíræfnasti landkönnuðurinn“ Fridtjof Nansen, breytist allt í einu í stjórnmálafulltrúa og síðar allsherj artrúa Þj óðabandalagsins, og verður heimsfrægur fyrir allt annað en það, sem hann hafði orðið frægur fyrir áður. Frá því verður sagt 1 síðara þætti bessarar ereinar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.