Morgunblaðið - 10.10.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.10.1961, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 10. okt. 1961 M O n C V iy B L 4 Ð1Ð 17 50 ára Birgir Thoroddsen, skipstjóri ÞAÐ þykir kanski ekki neinar stórfréttir í þjóðfélagi okkar, þótt einstaklingur nái þeim aldri að verða fimmtugur. I>ó er spá mín sú, að lengi ennþá þyki þessi tímamót nokkur viðburður innan fjölskyldna og vinahópa. f í dag er Birgir Thoroddsen, skipstjóri á M/S Lagafossi 50 ára. Hann er fæddur í Vatnsdal í Patreksfirði 10. október 1911, sonur hjónanna Ólínu Andrés- dóttur og Ólafs Thoroddsen, fyrr- verandi skipstjóra. Ungur að árum hóf Birgir starf sitt á hafinu. Fyrst á vélbátum og siðan á togurum frá Patreks- firði. Ekki leið á löngu þar til Birgir fannst of þröngt um sig á vísu ef tilefni gefast til þess. Hann er vel mælskur, ræðinn og skemmtilegur í kunningja- hópi. Af slíkum mönnum er sannalega alltof fátt meðal sam- ferðamannanna. Þessir góðu hæfileikar Birgis verka því eins og salt og pipar á bragðleysi hversdagsleikans. f gegnum félagsmálin hefur skapast vinátta milli fjöldskyldna okkar Birgis. Austur við Þing- vallavatn í Miðfellslandi standa tveir sumarbústaðir hlið við hlið að vísu engar hallir, en vinalegir í smæð sinni eigi að síður. Þar höfum við Birgir, ásamt konum okkar og börnum leitað næðis og hvíldar frá önnum dagsins. ,,Þar andar guðs blær,“ og þar er svo frjáls að njóta friðar Oig fjalla- loftsins tæra. Megi þær stundir verða sem flestar, sem fjöldskyld um okkar lánast að lifa þar í sátt og samlyndi. í dag hvarflar hugur vina og samstarfsmanna til afmælisbarns ins sem siglir skipi sínu milli erlendra hafna „færandi varn- inginn heim“. „Það er ekki nauð synlegt að lifa, en það er nauðsyn að sigla“, segir gamalt máltæki. Þetta er enn í dag mikill sann- leikur. Og meðan við eigum mörg og góð skip, fullskipuð vöskum, hugdjörfum sjómönnum er von með að velmegun haldist í landi voru og íslenzkt þjóðlíf blómgist og dafni. / Birgir minn ! Meðlimir í Stýri- mannafélagi fslands senda þér árnaðaróskir í tilefni dagsins. Ég og fjöldskylda mín óskum þér allra heilla og guðsblessunar í gleði og starfi í hafi og í höfn, um .ókomin ár. Theodór Gíslasonr. til 1908, að hann gerðist bóndi að Hrafnabjörgum eftir fráfall Gísla Oddssonar föðurbróður hans. Á Þingeyri byggði Ólafur traust og vandað íbúðarhús ásamt öðrum manni (Kristjáni). Að Hrafnabjörgum búnaðist þeim hjónum vel, enda var Ólaf- ur hið mesta synrtimenni og þoldi engin vanhöld á verkfær- um eða öðru, er hann hafði undir höndum og átti að veita forsjá. 1908 varð hann fyrir alvarlegu brunaslysi á fiskiskipi er hann átti og beið hann þess aldrei bætur. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en hjá þeim fóstraðist stjúpsonur Ólafs, Steingrímur Jónsson, fyrrv. rafmagnsstjóri Reykjavíkur. 1927 létu þau hjón af búskap og fluttust til Reykjavíkur. — Skömmu eftir komuna suður gerðist Ólafur verkstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og hélt því starfi fram um áttrætt. Síðustu árin var hann mjög far- inn að heilsu þar til yfir lauk. Ólafur var einn af hinum traustu manndómsmönnum, enda alinn upp við skapfestu þeirrar kynslóðar, er þurfti að vinna hörðum höndum til þess að geta staðið á eigin fótum, með mann- gildishugsjónina að leiðarljósL Skapgerðarlistin er sennilega ein af torlærðustu listgreinum mannlífsins. Og því skal ekki neitað að stundum gat „kastast í kekki“ á yfirborði skapgerðar- innar. En þeir sem þekktu Ólaf Kristjánsson vissu að undir yf- irborðinu sló hlýtt og trútt barnshjarta. Það var hans aðals- merki. Að leiðarlokum fylgja honum hugheilar kveðjur samverka- og samferðamanna. Megi þjóð vor eignast marga slíka heilsteypta sæmdarmenn. Þá mun vel farnast. Hnginn er höldur hetjumundir stirðar. Árvakur þjónn í aldingarði lífs. Stundarfleyi stýrðir, styrkum höndum. Dagsverki lokið. — Ljóssins opnar dyr. Bjarni ívarsson. Birgir Thoroddsen skipstjóri þessum heimaskipum og sótti Ihann því á fjarlægri mið, í leit að nýju starfi og til þess að kynnast betur hinum stóra heimi. Næst ræður Birgir sig á verzl- unarskip og gerist farmaður og ihefur haldið sig í þeirri stétt æ síðan. Hann lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík 27. apríl 1937 og gekk í Stýri mannafélag íslands að loknu prófi. Það er um þetta leyti, sem kunningsskapur okkar byrjar og hefur haldist óslitið síðan. Aldrei urðum við skipsfélagar. en í félagsmálum stýrimanna höfum við starfað mikið saman, að úr- lausnum hinna ýmsu vandamála einkum er snertir kaup- og kjara samninga. Af öllum þeim mörgu stýri- mönnum er lögðu gjörfa hönd á plóginn og hlífðu sér hvergi í margskonar samningagerðum, minnist ég Birgis, sem sérlega ósérhlífins og mikilsvirks samn- ingamanns. Á þessum árum var lítið upp úr félagsstörfum að hafa, nema helst áhyggjur og erfiði. Laun heimsins eru vanþakklæti eins og oft vill verða. Það reið þvl á, að félagslyndir menn veldust í hinu ábyrgða- meiri störf félagsins. Um árabil var Birgir Thoroddsen varafor- maður Stýrimannafélags fslands. Við stýrimenn þökkum honum af heilum hug, þann skerf er hann lagði ávalt öllum málefn- um félagsins, sem því máttu til hagsbóta verða. • Birgir varð fastur stýrimaður hjá Eimskipafélagi íslands 1938. Hann sigldi á flestum hinna eldri „Fossa" og mörgum hinna yngri. Á M/S Gullfoss sigldi hann I. stýrimaður í nokkur ár og var skipstjori á honum í afleysing- ium. Birgir hafði því mikla og haldgóða reynslu að baki sér, er hann tók við fastri skipstjórn á M/S Lagarfossi um áramótin síð- ustu. Giftur er Birgir Hrefnu Gísla- dóttur, mestu ágætis konu og eiga þau þrjá mannvænlega syni: Börk, Ragnar Stefán og Gísla, sem allir eru í foreldrahúsum. Birgi er margt til lista lagt. Hann fæst dálítið við að mála xnyndir í frístundum sínum og létt er honum að mæla fram Ólafur G. Kristjánsson Skipsfjóri — M inningarorð F. 24. okt. 1876. D. 1. okt. 1961 „Til moldar oss vígði hið mikla vald. Hvert mannslíf, sem jörðin elur. Sem hafsjór sr rís með fald við fald, þau falla en guð þau telur. Því heiðloftið sjálft er huliðs- tjald, sem hæðanna dýrð oss felur." (Einar Benediktsson). Á MÁNUDAG var borinn til moldar frá Dómkirkjunni í Rvík Ólafur Guðni Kristjánsson, fyrrv. skipstjóri, Laufásvegi 73. —• Hann lézt að Landsspitalan- um 1. okt. eftir stutta legu þar. Fæddur var hann að Sellátr- um í Tálknafirði 24. okt. 1876 og því tæpra 85 ára, sonur hjón- anna Sigríðar Ólafsdóttur og Kristjáns Oddssonar bónda þar. Ungur að árum fluttist hann með foreldrum sínum að Núpi í Dýrafirði og átti þar sín æsku spor, þar til þau hjón fluttu að Lokinhömrum í Arnarfirði laust fyrir aldamótin. Að Ólafi stóðu traustar ættir vestfirzkra sjávarbænda, er stunduðu jöfnum höndum sjó- sókn og landbúnað. Óláfur hóf nám í Stýrimannaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan burt- fararprófi 1902. Hann kvæntist 1901 Sigríði Jónsdóttur, ekkju eftir séra Jón Steingrimsson að Gaulverjabæ í Árnessýslu. — Nokkru síðar fluttu þau hjón vestur að Lokinhömrum í Arn- arfirði. Hóf Ólafur þá skipstjórn frá Þingeyri og hafði þar búsetu Vörubílstjórafélagiið Þjótur, Akranesi TILKYNNING Frá og með 1. október 1961 og þar til öðruvísi verður ákveðið, verður leigugjald fyrir vörubifreiðar í tíma- vinnu sem Aér segir: Fyrir Dagv. Eftirv. Nætur og helgid. 2% t. vörub. Kr. 101.25 113.75 126.24 pr. klst. 2V2—3 t.hlassþ. — 114.30 126.80 139.29 _ — 3 _3% _ — 127.40 139.90 152.39 — — ZV2— 4 — — 139.35 151.85 164.34 — — 1 £ 1 — 150.25 162.75 175.24 — — 4^—5 — — 159.00 171.50 183.99 — — 5 _5% _ — 166.60 179.10 191.59 — — 5%—6 — — 174.25 186.75 199.24 — — 6 —6% — — 180.75 193.25 205.74 — — 6 V2 —7 — — 187.30 199.80 212.29 — — 1 1 — 193.85 206.35 218.84 — — 1 00 1 á! I> — 200.40 212.90 225.39 — — Aðrir taxtar breytast samkvæmt því. Akranesi, 1. október 1961 Vörubílstjórafélaffið Þjótur. iMMtaamRMk ******^ Íií rnmmms I 7Ji> T4 i-ii-rt? r J ''í’au AXMINSTER — velnaðurinn er heimskunnur AXMINSTER — gólfteppin eru eftirsótt hér á landi sem annarsstaðar. Pantið AXMINSTER — gólfteppið sem allra fyrst því senn líður að jólaannríkinu. Veljið yður mynstur og liti úr hinu ótrúlega fjölbreytta úrvali hjá AXMINSTER. Þér veljið RÉTT ef þér veljið AXMINSTER.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.