Morgunblaðið - 10.10.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.10.1961, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 10. okt. 1961 M ORGTJ TS B1 AÐIÐ 23 — Jörgensen Frsmh. af bls. 1 er ekki alls staðar hægt að lifa sig jafnsterkt inn í liðinn tíma og á Þingvöllum. — En hvers vegna haldið þér að þetta fólk hafi skilið lýðræð- ið svona vel? — Líklega vegna þess hve það var mótað af sögunum og þeim anda og boðskap, sem í þeim birt- ist. Sögurnar ólu fólkið upp og gerði það þroskaðra en tíðkaðist í öðrum löndum. Þær skutu rót- um í brjósti þessa fólks og héldu áfram að bera sígræna ávexti, þó syrti í álinn. Þær upplýstu þjóð- ina, lyftu henni. fslenzka menn- ingin geymdist í hugsun fólksins, ekki einungis á þeim tímum, þeg- ar mest reisn var yfir íslenzku þjóðlífi til forna, heldur einnig síðar þegar kreppti að. Þá lá hinn forni arfur í þjóðarsálinni eins og fræið í mold, og beið síns tíma. Engum útlendingi sem til íslands kemur, blandast hugur um, að hann hefur vel varð- veitzt. Þess vegna er auðvelt að halda áfram að ávaxta það pund, sem handritin geyma. Það sem ekki var ritað á bæk- ur, hefur lifað í hugsun fólks- ins. Og rithöfundar síðari tíma, sem hafa fjallað um sögu íslands og bókmenntir, hafa með nánum kynnum af fólkinu í landinu, get- að upplifað hina fornu menningu, ef hægt er að komast svo að orði. Eða á ég'heldur að segja: að fólkið sem nú lifir á fslandi hafi enn að bakhjarli í lífi sínu, þá stóru drauma, sem birtast svo fallega í gömXum skáldskap. — Hvenær kynntust þér fyrst íslenzkum fornbókmermtum? — Þegar ég var í Vallekilde- lýðháskólanum á Sjálandi. Lýð- Iháskólarnir dönsku hafa alltaf haft mikinn áhuga á sögunum og hinni fornu menningu fslands. Grundtvig sjálfur var einlægur unnandi fornra íslenzkra bók- mennta. Annars hef ég alltaf haft mikinn áhuga á sameiginlegum arfi norrænna þjóða. Það er eins- dæmi í sögunni, hve þessar fimm litlu þjóðir eru nátengdar, hve trú þeirra á lýðræði, trúin á frelsi andans, er lík. — Þegar þér lögðuð fram hand ritafrumvarpið á sínum tíma, voru gerðar harðvítugar árásir á yður. — Já. — Og handritamálið var síð- asta málið sem þér fluttuð í þing- inu. — Það er rétt. •—Hvernig lituð þér á þróun onálanna, fannst yður þér bíða persónulegan ósigur, þegar atlag- an var hvað hörðust? — Nei, það fannst mér ekki. Eg hef alltaf trúað því, að ég hafi gert það eitt, sem var rétt. Það er ekki nóg að tala um norræna samvinnu og vináttu milli Norð- urlandaþjóða. Við eigum að sýna hana í verki. Þegar fyrir ligg- ur praktískt frumvarp, sem getur stuðlað að vináttu miili norrænna þjóða og við getum sýnt að við meinum eitthvað með þessu tali, |þá eigum við að sýna það í verki. Eg var handviss um, að sú afgreiðsla, sem, frumvarpið fékk, mundi styrkja norræna sam- vinnu, enda var frumvarpið sam- ið í an'da þeirrar vináttu, sem ríkja á milli bræðraþjóðanna. — Og yður fannst afgreiðsla málsins ekki neinn persónulegur ósigur? — Nei, það fannst mér ekki. Auðvitað var það slæmt fyrir mig, að þjóðþingið skyldi ekki geta órðið sammála um af- greiðsluna á svo mikilvægu máli, en heiður minn var ekki í veði. Þó ég hefði Xagt fram frumvarpið sem menntamálaráð herra, stóð öll ríkisstjórnin að því. Auk þess megið þér ekki gleyma því, að frumvarpið fékk ekki einungis stuðning stjórnar- flokkanna, heldur einnig margra leiðtoga stjómarandstöð unnar og ég skildi þá afstöðu 6em viðurkenningu á þvi, að min sjónarmið í málinu væru rétt — þau að norrænar þjóðir hafa skyldum að gegna hver við aðra. — Höfðuð þér alltaf gert ráð * Grein frá Sovétríkjunum Washington, 9. okt. (AP) HÆSTIRÉTTUR Bandaríkj- anna neitaði í dag að breyta Jörgen Jörgensen, fyrrv. menntamálaráðherra Dana. fyrir því að Xjúka stjórnmála- ferli yðar með því að leggja fram handritafrumvarpið? — Nei, það hafði ég ekki. Þjóðþingskosningar voru í dee- ember 1960 og gaf ég þá ekki kost á mér aftur, en gegndi áfram störfum menntamálaráð- herra í stjóminni með þeim skilmálum, að ég drægi mig út úr danskri pólitík, áður en ár væri liðið frá kosningum. Auðvitað var það löngun mín að afgreiða handritamálið, áður en ég drægi mig í hlé. — Hvernig líkar yður að vera hættur afskiptum af stjórnmál- um? — Það er ekki á það reynt ennþá. Það er ekki liðinn nema mánuður frá því ég sagði af mér ráðherraembætti og ég hef haft nóg að sýsla. En ég hef undirbúið mig undir að breyta lífi mínu og störfum. Ég hef í hyggju að fylgjast með stjórn málum, því ekki er hægt að slíta sig algjörlega frá 23 ára Rússar eiga Frh. af bls. 1 flotans, sem í' dag verndar Sov- étríkin“. Áhafnir kjarnorkukafbátanna eru þegar við æfingar í neðan- sj ávarhernaði, segir blaðið. En eina ríkið sem hefur kjarnorku- kafbáta, er Bandaríkin. Hraðskreiðustu bátar heims „í neðansjávarorustu kjam- orkukafbáta“, segir Izvestia, „mun sá aðilinn sigra sem á kafbáta er ganga betur, eru snarari í snúningum og betur varðir. Kjarnorkukafbátar Sov- étríkjanna eru hraðskreiðustu bátar heims“. Blaðið segir að kafbátamir geti eyðilagt stórar flotastöðvar óvinanna, iðnaðarmiðstöðvar eða flota flugvélamóðurskipa. Iz- vestia segir að ágreiningur hafi ríkt milli Zhukovs og Krúsjeffs um smíði kafbátanna og ann- arra nýrra vopna. Á Zhukov að hafa sagt að herskip væru úr- elt. — Að þvi er blaðið hermir á ó- nafngreindur aðmíráll að hafa sagt: Þetta voru erfiðir tímar fyrir okkur kafbátsmenn, En Krúsjeff tók málið að sér og leiddi það viturlega til lykta. Hann benti á að aðaláherzlu bæri að leggja á smíði kjarn- odkuknúinna, hraðskreiðra út- hafskafbáta, sem væru búnir kj arnorkuvopnum. starfi I þinginu. Ég treysti mér ekki til að leggja líf mitt þann- ig á hilluna, loka því eins og bók, sem maður er hættur að lesa. 850-60 nememlur í vetur HAFNARFIRÐI — Barnaskólinn var settur fyrir helgi og fór sú athöfn fram í Þjóðkirkjunni. í honum verða í vetur 850—860 nemendur. og er það 80 fleira en i fyrra. Mikil þrengsli eru í skól- anum og verður kennt þar frá kl. 8 á morgnana til kl. 5 síðd. Er tvísett í allar kennslustofurn- ar og þrísett í fimm. Kennarar eru 27 og bekkjardeildir 33. Nýir kennarar eru Rúnar Brynjólfsson, sem var stunda- kennari í fyrra, Gunnlaugur Sveinsson, áður kennari á Flat- eyri, Jón Höskuldsson, Sigurrós Skarphéðinsdðttir og Sigríður Óskarsdóttir handavinnukenn- arar. Magnús Jónsson kennir ekki í vetur og Björn Jóhanns- son, sem kennt hefur við skól- ann í 32 ár, lætur af störfum. Nýtt skólahús hefir verið tek- ið í notkun uppi á Öldum og hefir Haukur Helgason verið ráðinn skólastjóri. Ástríður Þor- steinsdóttir jarð- sungm AKRANESI, 9. okt. — Fyrra mánudag var Ástríður Þor- steinsdóttir, fyrrum húsfreyja að Signýjarstöðum í Hálsasveit, jarðsungin í Húsafellskirkju- garði af sr. Einari Guðnasyni. Á annað hundrað manns fylgdu. Ástríður heitin var gift Jósep Eliesersyni, ættuðum norðan úr Miðfirði. Jafnhliða búskapnum rak Jósep, sem er látinn fyrir nokkrum árum, verzlun á Sig- nýjarstöðum. Tvö Xxirn eignuð- ust þau hjón, Ástríði, sem er lærð hjúkrunarkona og býr á Akureyri, og Þorsteinn blaða- mann og Xjósmyndara í Reykja- vík. Ástríður var 84 ára er hún lézt. Hún var mild kona og færði allt til betri vegar. — O. Þjófurinn skilaði forstjóranum þýfinu Á SUNNUDAGSMORGUNÍNN var brotist inn í verzlun KRON að Dunhaga 20. Maður, sem áttij leið framhjá verzluninni um níu Ieytið um morgumnn veitti því eftirtekt að rúða var brotin í; hurð verzlunarimnar og gerði. rannsóknarlögreglunni aðvart. j Við rannsókn kom í ljós að j blóð var á hurðinni og út um allt. Hafði þjófurinn skorið sig á glerbrotunum, «r hann braut rúðuna. Við nánari eftirgrennsl- an kom í ljós að innbrotið hafði verið framið um fimmleytið um morguninn, því um það leyti hafði einn húsráðenda vaknað við hávaða. Síðdegis í gær kom ungur piltur til forstjóra KRON, ját- aði á sig innbrotið og skilaði þýfinu, sem var nokkrir l>akk- ar af sigarettum. Hafði hann framið innbrotið í ölæði. Piltur þessi hefur ekki komist undir manna hendur fyrr. Frumsýnd mynd um dvalarstaði Eyvindar SL. FIMMTUDAG hélt Ferðafé- lag íslands sína fyrstu kvöldvöku á vetrinum, við mikla aðsókn. Var allveg fullt út í dyr í Sjálf- stæðishúsinu. Þar var frumsýnd kvikmynd eftir Oswald Knudsen, I sem hann nefnir Fjallaslóðir. Er þar m. a. komið á alla þá dval- arstaði Fjalla-Eyvindar, sem kunnir eru, t. d. í Eyvindarver við Köldukvísl, Innra hreysi skammt fyrir innan, í Hvannalind ir, að Arnarfelli á Hveravelli, Arnarvatnsheiði og í Hrafns- fjörð á Vestfjörðum. Er myndin hin fróðlegasta. Dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, gerði texta myndarinnar. Á eftir var myndagetraun og síðan dansað. Drengir fyrir bílum Á SJÖTTA tímanum í gær varð fjöguira ára drengur fyrir bíl á gatnamótum Bústaðavegar og Ásgarðs. Mun hann hafa hlaupið í veg fyrir bílinn. Drengurinn heitir Jón Bergþór Hrafnsson, Ásgarði 37. Hann skrámaðist lít- ilsháttar og var fluttur á Slysa- varðstofuna, en mun ekki hafa orðið fyrir öðrum meiðslum. Skömmu seinna eða um 7 leyt- ið varð annar drengur, Hinrik Einarsson í Eskihlíð, fyrir bifreið á Reykjanesbraut á móts við skrifstofu Loftleiða. Fór bifreiða- stjórinn með hann á Slysavarð- stofuna, en hann reyndist ómeidd ur. • • Ongull festist í hendi AKRANESI, 9. okt. — Um hádegi á laugardag, þá er Einar Hjartar- son, stýrimaður á vélbátnum Svani, var að draga línu af spil- inu, kræktist öngull í efsta lið vinstri handar hans, yfir sleiki- fingri. Mun oddurinn hafa staðið í beini, öngullinn rétzt upp og hinn sterki teygjanlegi öngul- taumur úr nælon, kippt önglin- um út úr sárinu. Einar er með plái hnúfa og í fatla. — Oddur. úrskurði sínum frá 5. júni þess efnis að kommúnista- flokkurinn þar í landi verði að láta skrá sig sem grein flokksins í Sovétríkjunum. 1 áfrýjun sinni sagöi flokks- stjórnin að ákvörðun hæsta- réttar bryti í bága við stjórnar- skrá Bandaríkjanna, sem heiti mönnum trúferlsi, ritfrelsi og málfrelsi. Neita að skrá flokkiiui Frankfurter dómari, sem kvað upp úrskurði í málinu hinn 5. júní sl., tilkynnti hálfum mán- uði síðar að dómurinn tæki ekki gildi fyrr en hæstiréttur hefði tekið áfrýjunina til meðferðar. Ef þessi frestur hefði ekki verið veittur átti dómurinn að ganga í gildi 30. júní. Kommúnistaleiðtogar í Banda ríkjunum lýstu því yfir eftir úr skurðinn 5. júní að þeir ætluðu ekki að láta skrá flokkinn eins og fyrir þá var lagt. Þá skýrði Robert F. Kennedy dómsmála- ráðherra frá því að málsókn yrði hafin gegn leiðtogunum um 9. ágúst. En frestun á gildis töku dómsins orsakaði frestun á málsókn dómsmálaráðuneytis- ins. — Hugkvæmdist ekki ið hringja á lögregluna AKRANESI, 9. okt. — Kyrrðltl fór aldeilis af aðfaranótt sunnu- dagsins á trésmíðaverkstæði Jóns Guðmundssonar við Merki- gerði andspænis sjúkrahúsi Akra ness. Þetta gerðist kl. 6. Einmitt í sama mund var einn sjúkling- urinn rétt búinn að opna augun og stóð við gluggann. Sér liann þá mann einn á rauðri skyrtu ganga að verkstæðinu. Brýtur sá rúðu og smokkar sér inn. Eftir drykklanga stund sér hann mann inn labl>a niður götu. Bar hann ekki kennsl á hann, en fannst þó hann hefði séð hann áður. Um morguninn sást að öllu hafði verið snúið um á verkstæð- inu, eins og leitað væri að ein- hverju, rúðan brotin og lásinn eyðilagður á hurðinni bakdyra- megin, en engu stolið. Verst var að sjónarvottinum hugkvæmdist ekki að lixingja á lögregluna. — Oddur.- — ísólfsskáli Framhald af bls 24. Um sexleytið um morguninn, er maðurinn einn á Stokkseyri ætl- aði að fara að vekja sjómenn til að fara í róður, sá hann logana í ísólfsskála. Var slökkviliðið strax kallað út, en er því hafði tekizt að slökkva eldinn, var skál- inn ein brunarúst. Ákveðinn að byggja aftur Páli var tilkynnt um brunann, er hann kom úr kirkju á sunnu- dag, þar sem hann hafði spilað við messu. Þau hjónin fóru aust- ur eftir hádegið og skoðuðu eyði- legginguna. — Eg horfði á þetta og hugsaði: — Ekki skal gráta Björn bónda, sagði Páll. Við er- um ákveðin í að byggja þarna upp aftur, og satt að segja er konan mín farin að teikna. Eg má til með að vera þarna. Það eru góðir andar þar. Þetta var ekkert venjulegt hús. Það var sál í þvi. — Það var gefið af svo góðum hug, bætti frú Sigrún við. En við flytjum bara með okkur sál í nýja sumarbústaðinn. í gærkvöldi átti blaðið tal við Jón Guðmundsson, lögregluþjón á Selfossi, Sagði hann að bruna- rústirnar hefðu verið rannsakað- ar. Hefðu fundist þrjár glufur milli steina í arninum, sem var hlaðinn upp. Væri hugsanlegt að þar hafi neistar komist út I við bak við, án þess að þess yrði vart, þó ekkert sé hægt að full- yrða um það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.