Morgunblaðið - 10.10.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.10.1961, Blaðsíða 24
í L Háskólahátíð Sjá bls. 8. Noregsbréf Sjá bls. 13. 229. tbl. — Þriðjudagur 10. október 1961 Forðuðu stórbruna með snarræði Kviknaði í Niðnrsuðuverk- smiðjunni á ísafirði lsafirði, 9. okt. UM kl. 4,15 aðfaranótt sunnu- dags urðu tveir piltar, þeir Hörð- ur Bergmann og Höskuldur Ing- varsson varir við að eldur var laus í niðursuðuverksmiðjunni á Torfnesi. Brugðu piltarnir fljótt við Og hljóp Höskuldur að næsta brunaboða til að gera slökkvi- liði aðvart, en Hörður braust inn í verksmiðjuna og tókst að finna kolsýruslökkvitæki, sem þar er geymt. Þegar Hörður kom á stað- inn var eldurinn orðinn töluvert magnaður í kaffistofu verk- smiðjunuar. Hjálpuðust þeir Hörður og Höskuldur að því að halda eldinum í skefjum, þar til slökkviliðið kom á vettvang. Er slökkviliðið kom, tókst fljótlega að kæfa eldinn. Uninið í verksmiðjunni í gær Telur forstjóri Niðursuðuverk- smiðjunnar, Böðvar Sveinbjörns- son, að engu hefði mátt muna að stórtjón hlytist af og að Hörður Engir viðræðu- fundir ÚM HELGINA voru engir við- ræðufundir milli fulltrúa LÍÚ og sjómanna við Faxaflóa og Breiða- fjörð og hafði ekki verið boðaður fundur í gær. og Höskuldur hafi með snarræði sínu tekizt að forða stórbruna. Skemmdir á verksmiðjunni urðu þær að þak yfir kaffistofu féll niður og einnig brunnu borð Og stólar í kaffistofunni. í gær var gerð bráðabirgðaviðgerð í verksmiðjunni og tók hún til starfa að nýju í morgun. Talið er að kviknað hafi í út frá skor- steini. — A.K.S. Isólfsskáli, eins og hann var fyrir brunann. isólfsskáli brann á sunnudagsmorgun Svo og dr. Páls hálfunnin handrit og 100 ára orgel UNDIR MORGUN sl. sunnudag brann til kaldra kola ísólfsskáli, sumarbústaður dr. Páls ísólfsson- ar og Sigrúnar Eiríksdóttur konu hans skammt fyrir austan Stokks eyri og með honum handrit af hálfunnum tónsmíðum Páls, yfir 100 ára gamalt orgel, píanó og talsvert af búslóð þeirra hjóna. Skálann gáfu Stokkseyringar þeim hjónum fyrir nokkrum ár- Gróf lögbrot kommúnista á þingi iðnnemasambandsins ÞAU undur gerðust á þimgi Iðn- nemasambandsins, er haldið var um helgina, að fráfarandi stjórn réð úrslitum um formannskjör, þótt meðlimir hennar væru ekki fulltrúar á þinginu og hefðu því ekki atkvæðisrétt. Aðeins fimm atkvæði skildu að formaninsefni það er einmitt tala stjórnarmeð- lima. 19. þing Iðnnemasambands fs- lands, var sett á laugardag kl. 13,30 í Tjarnarcafé Og lauk á sunnudagskvöld. Þingið sátu 45 fulltrúar frá 15 félögum víðs veg- ar að á landinu. Á þinginu var m. Indriði Þorsteins- son fær móður- málsverðlaunin STJÓRN Minnirgarsjóðs Björns Jónssonar, Móðurmálssjóðsins, ákvað á sunnudag, afmælisdag Björns, að veita á þessu ári Ind- riða G. Þor- steinssyni blaða- manni verðlaun úr sjóðnum. Verðlaun þessi eru veitt mönn- um, sem hafa að alstarf við blöð eða tímarit, fyr- ir góðan stíl og vandað mál og skal þeim að jafnðai varið til utanfarar. Veitt eru að þessu sinni kr. 12 þús. í stjórn Móðurmálssjóðsins eru þessir menn: dr Einar Ól. Sveinsson, prófessor, dr. Hall- dór Halldórsson. prófessor, Tóm- as Guðmundsson, skáld, Bjarni Guðmundsson, blaðafulltrúi, og Pétur Ólafsson. lýðræðissinna og kommúnista, en j a. fjallað um skipulagsmál I.N.S.I., iðnfræðslu, kjara- Og fé- lagsmál og gerðar ályktanir um þau. Störf þingsins höfðu farið fram með friðsamlegum hætti, en er gengið skyldi til formannskjörs, kO:n upp ágreiningur um, hvort fráfarandi stjórn skyldi hafa at- kvæðisrétt eða ekki. Töldu lýð- ræðissinnar, að einungis rétt- kjörnir fulltrúar til þingsins hefðu atkvæðisrétt og vitnuðu til annarra félagssamtaka máli sínu til stuðnings. Það fór' þó svo, að kommúnistar höfðu sitt mál fram með ofbeldi og náði for mannsefni þeirra, Guðjón Tómas- son, naumlega kosningu. Hlaut hann 24 atkvæði, en formannsefni lýðræðisinna, Jóhann V. Árnason 19. Er þessi litli atkvæðamunur mjög athyglisverður, þegar þess er gætt, að kommúnistar höfðu lagt áherzlu á að halda stjórn þessara félagssamtaka og lagt mikla vinnu í það, auk þess sem þeir frömdu lögbrot, sem fyrr segir. I. G. Þ. AKRANESI, 9. okt. — Sl. laugar- dag var önnur Svarthamarsrétt. Sumir heimtu vel, aðrir verr eins og gengur. Og í dag er slátrað af fullum krafti hér í sláturhúsi kaupfélagsins, og eitthvað verð- I ur slátrað þar á morgun. — O. ara um og hafa þau síðan verið þar mikið og byggt við hann og stækkað. — Þetta er mikið áfall, sagði dr. Páll, er Morgunblaðið átti í gær tal við þau hjónin um þetta. Eg ætlaði að vera þarna í haust og vinna, og því skildi ég eftir handrit sem ég var að vinna að, m.a. drög að tveimur stærri orkesterverkum og fruondrætti að óperu, sem ég var búinn að safna mikið saman í. Nei, þetta er hvergi til annars staðar nema sumt í kollinum á mér, en annað er alveg tapað. Einnig var í ísólfsskála mikið af innbúi þeirra hjóna, sængur- fatnaður og borðbúnaður fyrir yfir 20 manns, enda var oft gest- kvæmt í bústaðnum og þau ekki flutt í bæinn. Auk þess var þarna píanó og gamalt enskt orgel, sem faðir Páls hafði gefið honum, um 100 ára gamalt. Húsið var mjög lágt vátryggt. -— Þetta er þó ekkert, úr því ekki varð neitt manntjón, sagði Páll. Þegar hús, sem er úr timbri, tjargað að utan og ferniserað að innan, brennur, er gott að enginn sefur uppi á loftinu. Gengið vel frá um kvöldið Á laugardagskvöldið voru börn Páls, Einar og Þuríður þar ásamt fleira fólki, en áður en þau fóru var geng- ið mjög vandlega frá, eins og jafnan var siður, öll öryggi skrúfuð úr og skvett vatni í eld- stóna. — Þau eru bæði eldhrædd og mjög samvizkusöm með þetta, sagði Páll. Svo maður skilur ekki hvernig hefur getað kviknað í. En það er nú verið að rannsaka það. Framhald á bls. 23. Sækir ráðstefnu um höfundarétt- armál ÁLÞJÓÐARÁÐSTEFNA verðúr ht ldin á vegum UNESCOs og Bernarsambandsins í Rómaborg dagana 10. til 26. október. Þar verður væntanlega gengið frá alþjóðasáttmála um réttindi list- flytjenda, útvarpsstofnana og hljómplötuframleiðenda. Dr. jur. Þórður Eyjólfsson, hæstaréttar- dómari, er fulltrúi íslands á ráð- stefnunni. Páll ísólfsson í stofunni í ísólfsskála. Úkumaður tekinn undir áhrifum lyfja Á SUNNUDAGINN tók lögregl- an tvo ökumenn í Reykjavík, sem báðir voru grunaðir um ölvun við akstur. Við rannsókn kom í ljós að um ölvun var að ræða í öðru tilfellinu, en hinn maðurinn var miður sín af neyzlu lyfja. Leitaði lögreglan til læknis með mann þennan, og kom þá í ljós að maðurinn hafði neytt örvandi taugalyfs, og var með pílluglas á sér. Ólafur Jónsson, fulltrúi, skýrði Mbl. svo frá í gær að undanfama 10 daga hefðu lögreglunni bor- ist þrjú slík tilfelli. f 24. gr. umferðarlaganna er kveðið á um að menn megi ekki aka bif- reið undir áhrifum örvandi lyfja og mun sama refsing liggja við því og ölvun við akstur. Drengir kveiktu í bílskúr UM kl. 4 í gær kviknaði í bílskúr á Shellvegi 6. Höfðu tveir 7 ára drengir verið að leika sér þar með eld og kveikt í skúrnum. Var slökkviliðið kvatt á vett- vang. Urðu miklar skemmdir á skúrnum og eitthvað var geymt þar af dóti sem eyðilagðist. Einnig var slökkviliðið hvatt í Slippinn um 9 leytið í gærmorg- un. Var um smávegis íkviknun að ræða út frá lögsuðu í togaranum Hallveigu Fróðadóttur. Kona varð fyrir þríhjóli Á fjórða tímanum á sunnudag- inn varð það slys á Laugavegi að kona varð fyrir þríhjóli og lærbrotnaði. Þriggja ára snáði stýrði þrí- hjólinu, og við áreksturinn skall konan í götuna með fyrrgreind- um afleiðingum. Var hún flutt í slysavarðstofuna. Blátindur kominn til Færeyja VÉLBÁTURINN Blátindur, sem fyrir helgi var með bilaða vél c.ustur undan Færeyjum, var dreginn til Færeyja af Vest- mannaeyjabátnum Halkion og kom þangað um miðnætti á laug- ardag. Mun bilunin á vélinni ekki hafa verið stórvægileg, Og var hún í athugun síðast þegar fregn- ir bárust í gær. Leið áhöfninni vel. r Islenzkur yfirmað- ur Parísarskrif- stofu TWA SIGFÚS Guðmundsson, flugvall- arstjóri í Reykjavík á árunum 1946—56, hefur verið ráðinn for- stjóri Parísarskrifstofu hins stóra bandaríska flugfélaga Trans World Airlines og er flutt- ur til Parísar með fjölskyldu sína. Sigfús hefur undanfarin ár stjórnað skrifstofu félagsins I Bangkok í Tailandi, en hann hóí störf hjá félaginu 1956, er hann setti á stofn millilandastöð fyrir TWA á Keflavíkurflugvelli. Sú millilandastöð var lögð niður er þotumar komu til sögunnar árið 1958, og fór Sigfús þá til Bang- 1 kok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.