Morgunblaðið - 12.10.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.10.1961, Blaðsíða 1
24 áíour liMJWIblteW^ 48 árgangur 231. tbl. — Fimmtudagur 12. október 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fjárlagafrumvarp lagt fram á Alþingi: jiirlög 1962 - ún nýrra s RAGNHILDUR HELGADÓTTIB sést hér í forsetastóli Neðri flciidar Alþingis en hún var kjörin til þeirrar virðingarstöðu — fyrst íslenzkra kvenna — á fundi deildarinnar í gær. — Kona kjörin þin í fyrsta skipti Deilt um aldursforseta í Sameinuðu þingi 21 maJ þegar komið fram á þiugi v Kauphækkanirnar í sumar valda hækkun rekstrarútgjalda } + Áfram haldið til aukinnar hag- kvæmni í rekstri ríkisins i og stof nana þess FYRSTA MÁL, sem lagt var fyrir Alþingi, er frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1962, en því var útbýtt á fundi Samein- aðs þings í gær. Vegna kauphækkananna á síðastliðnu sumri og gengisbreytingarinnar, munu útgjöld ríkissjóðs á næsta ári verða hærri en áður — en engu að síður hefur tekizt að koma fjárlögunum saman, án þess að leggja á nokkra nýja skatta. Er áfram haldið því starfi, sem hófst á sl. ári, til að auka hagkvæmni í rekstri ríkis og ríkis- stofnana, en það hefur þegar borið verulegan árangur. — Fjármálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, mun flytja fjár- lagaræðu sína eftir helgina og þá gera þingi og þjóð ítar- lega grein fyrir hinu nýja frumvarpi. Kauphækkanimar og gengisbreytingin valda hækkunum A sjóðsyfirliti fjáriagafrum- varpsins eru niðurstöðutölur að þessu sinni 1721 milljón króna eða tæplega 170 milljónum hærri en í fjárlögum yfirstand- andi árs; niðurstöðutölur á rekstraryfirliti eru aftur á móti 1.718.075.000 kr. en voru síðast 1.549.768.000 kr. — Er áætlað að kauphækkanirnar í sumar SAMEINAÐ Alþingi hélt áfram störfum laust eftir há- degi í gær og var Friðjón Skarphéðinsson þá kjörinn forseti þess. A fundum þing- deilda síðar í gær fóru einn- íg fram forsetakjör og var Ragnhildur Helgadóttir kos- in forseti Neðri deildar og Sigurður Óli Ólafsson for- seti Efri deildar. — Hefur það ekki gerzt fyrr í sögu þingsins, að kona væri kjör- ¦nn þingforseti. Eftir að Gísli Jónsson hafði Bett fund í Sameinuðu þingi, mælti hann á þessa leið: Út af íyrirvara háttv. 1. þingmanns Vestur-Norðlendinga Skúla Guð- mundssyni hér á þinginu í gær «n það, hvort ekki bæri að fela háttvirtutn alþingismanni> Jóni Pálmasyni. sem mættur er sem varaþihgmaður háttvirts 2. þing- manns V-Norðlendinga, Gunnars Gfelasonar, aldursstörf forseta, aldursforsetastörfin, þar sem get ið er, að hann er elztur þeirra þingmanna, er nú eiga sæti á Alþingi og vegna ummæla dag- blaða um þetta atriði, skal tekið fram eftirfarandi: Samkvæmt tilmælum forseta Eftir að forseti íslands hafði í gær sett Alþingi, óskaði hann eftir því, að aldursforseti þings- ins, 1. þm. Vestf. Gísli Jónsson, tæki nú við fundarstjórn, þar til kosinn hefði verið forseti Sam- einaðs þings, allt samkvæmt fyrirmælum 1. mgr. 1 gr. þing- skapa. Gegn þessum fyrirmælum for- seta íslands var engum mótmæl- um hreyft, enda Alþingi þá ó- Framhald á bls. 8. leiði af sér útgjaldaaukningu, er nemur 122 millj. kr., og gengis- breytingin 16 millj. kr. til við- bótar, þannig að rekstrarútgjöld aukist fyrir þetta tvennt um 138 milljónir. Af eðlilegum ástæðum verður svo einnig nokkur hækkun á kostnaði við kennslumál og dómsmál, svo sem venjan hefur verið. Aftur á móti er gert ráð fyrir lækk- un, vegna væntanlegra breyt- inga á niðurgreiðslum og af öðrum ástæðum. — Niðurstað- an verður því sú, að hækkun rekstrarútgjaldanna mun í heild naumast verða meiri en 131 millj. kr. Um rekstrartekjurnar er það að segja, að þær munu, sam- kvæmt áætluninni, aukast um svipaða upphæð og rekstrarút- gjöldin. Er sú aukning aðallega sprottin af hækkun aðflutnings- gjalda vegna gengisbreytingar- innar. — Rekstrarafgangur er áætlaður 110.349.281 kr. og greiðslujöfnuður 6.640.109 kr. Fr&mihald á bls. 8. Uppþot i Póllandi Varsjá, 11. október. YFIR þúsund manns réðust á lögregluna í smábænum Torn í Norður-Póllandi í gær til þess að hindra yfirvöldin í að loka ka- þólskum kirkjugarði þorpsins. — Lögreglunni barst fljótlega liðs- auki og gat hún yfirbugað þorps- búa. Tíu menn voru handteknir. Tilkynnt hafði verið, að kirkju- garðinum skyldi lokað. Fulltrúar stjórnarvaldanna komu til þess að innsigla kirkjugarðshliðið, en verkamenn, sem voru að kirkju- byggingu rétt hjá, komu á vett- vang og hindruðu að kirkjugarðs hliðið yrði lokað. Var kirkju- klukkum hringt í ákafa og dreif að múgur og margmenni til að verja kirkjugarðinn. Yfir þus- und manns söfnuðust þarna sam an og réði lögreglan ekki við neitt fyrr en henni barst öflugur styrkur. 11 sveitir orrustu- þota til Evröpu WASHINGTON, 11. okt. — f dag kom 1.500 maima liðsauki Bandaríkjahers til megin- lands Kvrópu og samtímis var tilkynnt í Washington, að á næstunní yrði ein brynvarin herdeild og 11 sveitir orrustu þota sendar til Evrópu. Er þetta samkvæmt áætlunum Bandaríkjastjórnar um að styrkja varnir Evrópu með 40 þús. manna viðhótarstyrk. f brynvörðu deildinni og flokkum, sem henni verða til aðstoðar eru um 5 þús. manns, t'ir í flugsveitunum, sem send ar verða austur yiir haf, eru 275 flugvélar. Lifum á mestu hættutímum mannkyns — sagði Kennedy WASHINGTON, ll.'okt. — Þa» er ekki ástæðulaust að óttast styrjöld. Við lifum á mestul hættutímum mannkynsins, sagði! Kennedy, forseti, á fundi með fréttamönnum í dag. Vesturveld in og Bússa greinir á. Fundur- inn með Gromyko var gagnleg-j ur, en þar kom ekkert fram, sem gefur von um samkomulag. Og við munum ekki hopa, en leita leiða til friðsamlegrar lausnar. Forsetinn kom víða við, því spurningarnar, sem fréttamenn lögðu fyrir h-ann, voru margvís- legar. Endanleg ákvörðun um það. I hvort Bandaríkjamenn senda' her til S-Vietnam verður ekki tekin fyrr en sérlegur sendimað-i ur forsetans, Maxwell Taylor, kemur heim úr förinni til S- Vietnam. Fulltrúar Vesturveldanna hitt ast í Washington í næstu viku til þess að ræða málin í ljósi þess, sem fram kom í viðræðun- um við Gromyko — og forset- inn væntir þess, að fulltrúi v- þýzku stjórnarinnar verði þar viðstaddur. < Um kínverska kommúnista sagði Kennedy, að enn væru þess engin merki, að þeir vildu lifa í samfélagi við Bandaríkja- menn, sem vildu eiga friðsam- leg viðskipti við allar þjóðir. Loks sagði forsetinn, að hann væri reiðUbúinn að ræða um stöðvun kjarnorkutilrauna, þeg- ar Rússar hefðu lokið sínum til- raunum. Hinsvegar teldu Banda ríkjamenn sig á engan hátt skuld bundna til þess að hætta tilraun- um þegar Rússar hætta. Og hvort Bandaríkjamenn mundu sprengja í gufuhvolfinu: Sú ákvörðun verður tekin síðar. wi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.