Morgunblaðið - 12.10.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.10.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Fímmtudagur 12. okt. 1961 Þegar ég kem heim, mun ég segja f rá þessu Viðtal vid dr. Holm-Olsen, rektor Fréttamaður Morgunblaðsins' fcitti rektor Háskólans í Bergen, dr. Holm-Olsen, að máli í gær, en hann var, sem kunnugt er, einn hinna góðu, erlendu gesta á Háskólahátíðinni. Rektor Holm-Olsen er málfræðingur að mennt og hefur getið sér góaðn orðstír fyrir rannsóknir á nor- rænum fræðum. Öoktorsritgerð sína reit hann um bandrit Kon- ungsskuggsjár, en hana hefur hann tvívegis gefið út, fyrst ár- ið 1946. Þá annaðist hann ljós- prentun hennar ásamt prófessor Didrik Arup Seip, er Oslóarhá- skóli færði hana Hákoni Noregs- konungi að gjöf á 75 ára afmæli hans. Einnig hefur hann rann- sakað Sverrissögu mjög mikið m. a. skrifaði hann merka rit-' gerð um Grýlu, en svo nefnist sá hluti, sem Karl ábóti reit eft- j ir fyrirsögn Sverris sjálfs. Þá má geta þess, að hann hefur íj undirbúningi útgáfu Hákonar-, j Böglunga- og Sverrissögu, en handrit þeirra hefur verið Ijós-j prentað í hans umsjá hjá Early lcelandic Manuscripts. — Það er ekki ýkja langt sið- an þér urðuð rektor Björgvinjar háskóla, dr. Holm-Olsen? — Nei, hálft annað ár. — Og háskólinn er heldur ekki mjög gamall ? — Nei, hann tók til starfa ár- ið 1948, en hann rekur áfram Bergens Museum, sem einnig var visindaleg stofnun, og störfuðu 10 prófessorar við hana. Hve stór ætli Björgvinjarhá- skóli sé? — Ja, — f honum eru þrjár deildir, heimspeki, lækna og náttúrufræðideild, og nemend- ur skólans eru 12 til 13 hundruð. — Og flestir náttúrulega í heimspeki? — Nei, þeir skiptast nokkuð jafnt milli deildanna. — Byggingu Háskólans er ekki lokið? — Nei. Nýlega flutti bóka- safnið, t. d. í ný húsakynni, mik- 11 og vönduð ,sem útgerðarmað- ur nokkur í Bergen færði Há- skólanum að gjöf. Þá stendur til að auka svo við byggingar Há- skólans, að hann muni fær um að taka á móti 3 til 4 þúsund stúdentum árið 1970. Mun þá m. a. rísa sérstakt hús fyrir efna fræði, fyrir eðlisfræði og fyrir heimspekideild. Þá má geta þess, að í Háskólahverfinu miðju verð ur sérstakt hús, þar sem stúdent um verður búiij matstofa. Einnig verða þar lesstofur og skrifstof- ur félagssamtaka þeirra. — Ætli vel sé að prófessorun- um búið? — Við getum ekki gert allt. Kammermúsikhlúbuiinn og hefur hún verið borin fram á norsku. Nú hefur mér skilizt, að taka eigi upp kennslu í ís- lenzku í staðinn og er þá ætl- unin að lesa einnig eitthvað af íslenzkum bókmenntum. En þetta kemur ekki á svipstundu, þar sem skortur er á hæfum kennurum, til þess að svo megi verða. — Gætuð þér að lokum sagt mér eitthvað um dvöl yðar á ís- landi fyrr og nú? — Þetta er í þriðja skipti, sem ég kem til íslands. Fyrst kom ég hingað 1936, þá nýorðinn stúdent. Sat ég þá námskeið í íslenzku, sem prófessor Sigurð- ur Nordal veitti forstöðu, ásamt fleiri erlendum mönnum eins og t. d. Peter Hallberg og Sven Janson, sem allir hafa síðan ver- ið miklir vinir fslands. Einnig kynntist ég þarna mörgum fs- lendingum, og hefur vinátta okk ar haldizt síðan. — Eins og t. d. hverjum? — Það er hættulegt að nefna nöfn, þar voru svo margir. — En önnur ferð yðar hingað? — Hún var árið 1954. Þá dvald ist ég hér 9 vikur til þess að læra íslenzku. Var ég þá á ýms- um stöðum svo sem á Hvammi í Dölum og á Saurbæ á Hval- fjarðarströnd. — Og nú voruð þér fulltrúi Háskólans í Bergen á afmælis- hátíð Háákólans hér. hvað vild- uð þér segja um hana? — Þetta var falleg hátíð, stór- kostleg hátíð og mjög vel und- irbúin. Sérstaklega er mér ferð- in til Þingvalla minnisstæð, veðr ið var svo fallegt, eins var kom- an á Bessastaði mikill atburður. En hrifnastur er ég samt af hinu góða sambandi Háskólans við •Reykjavíkurbæ. Þegar ég kem heim mun ég segja frá því. Rektor Holm-Olsen hefur hér stutta viðdvöl að þessu sinni. Hann kom hingað 30. september s.l. en mun halda heimleiðis i dag. Búnaðarbankinn á Egilsstöðum í nýjum húsakynnum K AMMERMÚ SIKKLÚBBURINN hélt fyrstu tónleika sina á vetr- inum 27. sept. í Melaskóla. Voru tónieikar þessir mjög skemmti- legir og- uppbyggilegir. Þarna kynntust hlustendur verkum eftir ítalska meistarann Antonio Vivaldi (1675 — 1741) sem fáir þekkja. Verk þetta kallar tón- skáldið „Árstíðirnar" og er hér um að ræða fjóra sjálfstæða „kon serta“, hvern í þrem þáttum, sem samdir eru fyrir strengjasveit og einleiksfiðlur og einleiks-cello. Á einleiksfiðlurnar léku Björn Ól- afsson, Jón Sen og Felzmann, á cello Einar Vigfússön. Aðal sóló- hlutverkið lék þó Björn Ólafsson, og hvíldi allur flutningur verk- anna að mestu á hans traustu herðum. Ásgeir Beinteinsson annaðist Cembal-hlutverkið af prýði. Þessir „konsertar", vorið, sumarið, haustið Og veturinn, tókust yfirleitt mjög vel í flutn- ingi þeirra félaga allra, sem þarna voru að verki. Maestro Björn Ólafsson stjórnaði af myndugleik og smekkvísi og ann aðist, sem fyrr segir, hin erfiðu sóló-hlutverk, sem sannast að segja, eru níðþung og aðeins fyr- ir „virtuosa" að leika. Ef ég mætti að einhverju finna, þá er það helzt það, að mér fannst „tempóin“ stundum of hröð. En þessi músik er því áhrifameiri sem „tempóum" er meira í hóf stillt. Þessi verk eru á köflum ótrúlega djörf og vekjandi, og munu þau lengi lifa góðu lífi. Bach dáði Vivaldi einna mest allra sinna samtíðarmanna og end ursamdi marga af „konsertum" hans fyrir orgel. Þetta talar sínu máJi. Hafi þeir Björn Ólafsson Og félagar hans þökk fyrir að kynna okkur þessi verk. P. f. • Hættulegur vegur Velvakanda hefur borizt þetta bréf: Það er alkunna, að vegur- inn milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur er einhver fjöl- farnasti vegur landsins. Sá, sem þetta ritar, fylgist dag- lega með þessari umferð á Kópavogskaflanum og hefur hvergi séð að jafnaði svo gapalegan og hraðan akst- ur. Þessi vegur — Hafnar- fjarðarvegur, Suðumesjaveg- ur, Reykjanesbraut eða hvað sem hann kallast — skiptir Kópavogskaupstað í raun réttri í tvo bæjarhluta, aust- Rektor Holm-Olsen. sem við viljum gera, en við leggjum áherzlu á, að allir pró- fessoramir hafi vinnuskilyrði í Háskólanum og þegar hafa flest- ir sína skrifstofu. Jafnframt veit um við þeim ýmsa aðstoð aðra, t. d. með því að útvega þeim skrifstofustúlkur og aðstoðar- menn til vísindalegra rannsókna. — Er mikið um, að íslenzkir stúdentar séu við nám í Bergen? — Nei, það er ekki mikið. Eg hygg, að þeir sæki fremur til Oslóar eða Þrándheims. — Það hefur borizt til fslands, að breyta eigi íslenzkukennslu í Noregi? — Ekki veit ég gjörla um'það. Eg var farinn til íslands, þegar það bar á góma, og las fyrst um það í íslenzkum blöðum. En eins og nú standa sakir, er íslenzkur sendikennari í Bergen, sem jafn framt er við Oslóarháskóla, og kennir hann stúdentum nútima- íslenzku. í menntaskólunum hins vegar hefur verið kennt það, sem við köllum „gammelnorsk“, ur- og vesturbæ. Áður fyrr var aðeins einn barnaskóli í Kópavogi, og þurftu þá öll börn í vesturbænum að sækja skóla í austurbæinn og fara daglega fleiri og færri ferðir yfir þessa hættulegu umferð- argötu. Höfðu foreldrar mikl ar áhyggjur af þeim ferðum. Nú er að vísu kominn barna- skóli í vesturbæinn, en þó þurfa öll börn þar að sækja leikfimi í austurbæjarskól- ann. Gagnfræðaskólinn er í austurbænum, einnig félags- heimilið, bíóið o. fl. A því fjöldinn allur af ungum og gömlum daglega margar ferð ir yfir veginn. Egilsstöðum, 2. okt. LAUGARDAGINN 30. sept. flutti útibú Búnaðarbankans í Egils- staðakauptúni í ný húsakynni. Sunnudaginn 1. okt. bauð Banka- stjórinn, Halldór Ásgrímsson nokkrum mönnum að skoða hið nýja hús Og síðan til kaffidrykkju í Ásbíói. Halldór Ásgrímsson ræddi nokk uð um aðdraganda þess að útibú frá Búnaðarbankanum var sett hér í Egilsstaðakauptúni. Sagði hann að vera myndu um 20 ár síð an farið var að hreyfa því máli á fjórðungsþingum og öðrum mannfundum. Þá ræddi banka- stjórinn um gagnsemi banka fyr- ir það umhverfi sem þeir eru stað settir í og þá þjónustu sem þeir veittu. Til fróðleiks gat hann þess að velta búnaðarbankans hér fyrstu 8 mánuði þessa árs, hefði numið um 100 millj. króna Og • Gangbraut undir veginn Sá, sem þetta ritar, hefur stundum velt því fyrir sér, hvernig hægt væri að veita hinum ungu vegfarendum eitthvert öryggi, sem nú og í framtíðinni eiga óteljandi ferðir yfir þessa stórhættu- legu götu. Niðurstaðan er sú, að í rauninni sé ekki til nema ein leið, sú að gera gangbraut undir veginn ein- hvers staðar í námunda við félagsheimilið. Þá braut gætu allir notað, sem leið ættu á milli bæjarhlutanna. sagði hann að þessar tölur sýndu, hversu mikla þýðingu útibú Bún- aðarbankans hefði fyrir Fljóts- dalshérað Og nærliggjandi sveit- ir. Afgreiðslusalur bankans er íull gerður, rúmgóður og bjartur, um 70 ferm. að flatarmáli og einnig skrifstofa bankastjóra. í kjallara verða skjalageymslur og peninga geymslur. Á efri hæð hússins verður íbúð bankastjóra, en hún verður ekki fullgerð fyrr en I apríl 1962. Byggingarfélagið Brúnás í Egilstaðakauptúni sá um byggingu hússins, Einar Ólafsson rafvirki um raflagnir, Sölvi Að- albjarnarson vélsmiður um pípu- lagnir. Þórir Baldvinsson arki- tekt gerði teikningar. Svavar Jó- hannsson fulltrúi Búnaðarbank- ans í Reykjavík var staddur þarna og einnig Þórir Baldvins- sön arkitekt. — A.B. • Lítilljkostnaður^ Fljótt á litið virðist að- staðan til að búa slík jarð- göng til vera hin ákjósanleg- asta, því að ekki þarf einu sinni að sprengja fyrir þeim. Kostnaðurinn myndi smá- vægilegur, en göngin gætu komið í veg fyrir mörg slya þarna í framtíðinni og spar- að foreldrum hugraun við að vita af börnum sínum á leið yfir brautina í hvers konar veðri, e.t.v. í dimmu skamm- degisins, roki og hríð. • Hver á að borga? Bréfshöfundur, sem nefnir sig Úlf Dagsson, lýkur bréfi sínu á því, að vitanlega eigi ríkið að kosta mannvirkið, af því að Suðurnesjavegur sé þjóðvegur, en hins vegar væri sanngjarnt, að kaupstaðurinn sæi um viðhald og eftirlit. Skorar hann á yfirvöld Kópa vogskaupstaðar að taka þetta til athugunar og hrinda mál- inu í framkvæmd nú þegar. Velvakandi Veit ekki, hvort sanngjarnt er, að ríkið kosti gangagerðina, því að Kópa- vogsbúar kæmu einir til með að njóta góðs af henni. Hina vegar er ekki slík reynsla af framtaki yfirvalda í Kópa vogi í vegamálum, að búast megi við að þau láti málið nokkru sinni til sín taka — nema vel sé á eftir rekið og ríkið borgi bróðurpartinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.