Morgunblaðið - 12.10.1961, Síða 8

Morgunblaðið - 12.10.1961, Síða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 12. okt. 1961 ÞINGFORSETAR. — Forseti Sameinaðs þings var í gær kjörinn Friðjón Skarphéðinsson (t.h.) og forseti Efri deildar Sigurður Óli Ólafsson; báðir gengdu sömu trúnaðarstöðtun á síðasta þingi. — Forsetakjör Framh. af bls. 1 kunnugt um bréf hv. 2. þm. V-Norðlendinga, þar sem óskað er eftir því, að varamaður hans tæki sæti hér á Alþingi. Um það atriðið, hverjum forseta fs- iands bæri að fela fundarstjórn, gat ekki verið neinn ágreining- ur. Þar er að fullu fylgt fyrir- mælum þingskapa um það atriði. Verkefninu ekki skipt Hvort rétt hefði verið að fela Jóni Pálmasyni, háttvirtum vara þingmanni 2. þm. V-Norðlend- inga, func’arstjórn í sameinuðu Alþingi eftir að samþykkt hafði verið, að hann tæki sæti aðal- manns hér á Alþingi, verður heldur ekki deilt um. Verkefni aldursforseta er að stjórna fundi í Sþ., þar til forseti Sþ. er kos- inn, og standa fyrir kosningu hans. Þessu verkefni verður ekki skipt á milli tveggja manna og ber þeim þingmanni, sem forseti íslands fól fundarstjórn í upp- hafi þings, að stjórna fundum, þar til því verkefni er lokið. Að sjálfsögðu ber aldursforseta Neðri deildar, sem nú er hátt- virtur þingmaður, Jón Pálma- son, að setja fyrsta fund þeirrar deildar og stjórna honum, þang- að til forseti þar hefur verið kjörinn. Ekki hafði GJ fyrr lokið máli sínu en Skúli Guðmundsson kvaddi sér hljóðs að nýju. ítrek- aði hann með auknum þunga þá afstöðu sína, að upphaflegum aldursforseta bæri að víkja, jafnskjótt og annar maður hon- um eldri hefði tekið sæti á þingi. Mæltist hann til þess af GJ, að hann fæli Jóni Pálmasyni fund- arstjórnina eða léti að öðrum kosti þingheim skera úr um deiluatriði þetta. Gisli Jónsson svaraði SkG á þá leið, að því miður gæti hann ekki orðið við fyrri ósk hans. Ekki vegna sjálfs sín, heldur af þv' að hann teldi, að slík forseta- skipti væru andstæð þeim skiln- ingi, er leggja bæri í ákvæði þingskapa. Ef Sk.G. héldi fast við síðari ósk sína, um að at- kvæðagreiðsla færi fram um málið, væri hann fús til að verða við henni. Skúli Guðmundsson sat fast við sinn keip og fór í ofanálag fram á, að nafnakall yrði haft við atkvæðagreiðsluna. Það var gert og féllu atkvæði svo, að 31 var á móti tillögu Sk.G. um for- setaskipti, 18 studdu hana, sjö sátu hjá, þar af 4 flokksbræður Sk.G., og loks voru fjórir fjar- verandi. — Var málið þar með úr sögunni. Þingskjöl lögð fram Þingforseti las síðan upp skrá yfir 21 lagafrumvarp og þings- ályktunartillögur, sem fram eru komin. Eru flest þeirra stjórnar- frumvörp, þ. á m. frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1962, frum- vörp um staðfestingu á bráða- birgðalögum, sem gefin voru út 1 sumar og frumvörp, er ekki vannst tími til að afgreiða á síð- asta þingi, auk nokkurra nýrra mála. Er nánar sagt frá frum- vörpum þessum annars staðar hér í blaðinu eða verður gert næstu daga. Meðal annarra þing- mála er orðfæsta tillagan, sem fram kom á þingi í gær en hún var frá þeim leiðtogum Fram- sóknarflokksins Hermanni Jónas syni og Eysteini Jónssyni, og hljóðar svo: „Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á núverandi ríkis stjórn.“ Ekki fylgdi rökstuðn- ingur tillögunni. Forsetakjör í Sameinuðu þingi Að svo búnu fór fram kosning forseta Sameinaðs þings og var Friðjón Skarphéðinsson (A) end urkjörinn með 32 atkvæðum; önnur atkvæði féllu þannig, að Karl Kristjánsson (F) hlaut 17 og Hannibal Valdimarsson (K) átta. Fyrsti varaforseti var kjör- inn Sigurður Ágústsson (S) og 2. varaforseti Birgir Finnsson (A) báðir með sama atkvæða fjölda og aðalforseti, en stjórnar- andstæðingar höfðu ekki mann í kjöri. — Skrifarar Sameinaðs þings voru kjörnir þeir Ólafur Björnsson (S) og Skúli Guð- mundsson (F) og komu ekki fram uppástungur um fleiri en kjósa átti. Fleira lá ekki fyrir fundi og var honum slitið, en gengið til starfa í þingdeildum. Fundir þingdeilda f Neðri deild setti aldursfor- seti, Jón Pálmason, fund og stjórnaði kjöri deildarforseta. Kjörin var Ragnhildur Helga- dóttir (S) með 21 atkvæði; Halldór Ásgrímsson (F) hlaut 10 og Einar Olgeirsson (K) sjö. — 1. varaforseti var kjörinn Bene- dikt Gröndal (A) með 20 atkvæð um og 2. varaforseti Jónas G. Rafnar með 21 atkvæði; aðrir seðlar voru auðir. — Skrifarar voru kosnir þeir Pétur Sigurðs- son (S) og Björn Fr. Björnsson (F), báðir sjálfkjörnir. Að síð- ustu hlutuðu svo þingdeildar- menn um sæti. Aldursforseti Efri deildar var Karl Kristjánsson og stýrðí hann fundi deildarinnar meðan forseti var kjörinn. Kosningu hlaut Sigurður Ó. Ólafsson (S), sem fékk 11 atkvæði; Karl Kristjánsson (F) fékk 0, einn seðill var auður. — Fyrsti vara- forseti var kjörinn Eggert G. Þorsteinsson (A), og 2. varafor- MEÐAL nýrra mála, sem fram eru komin á Alþingi, er stjórn- arfrumvarp um breytingu á skip un embætta borgardómara og borgarfógeta í Reykjavk. Er þar lagt til, að tekið verði upp sams konar fyrirkomulag og á síðasta þir.gj var ákveðið um embætti sakadómara. Er breytingin í því fólgin, að borgardómarar og borgarfógetar verði 5 til 7 talsins, eftir ákvörð- un dómsmálaráðherra, og einn úr hvorum hópi verði yfirborgar dómari og yfirborgarfógeti. Fulltrúar dæma nú mál í rökstuðningi með frumvarp- inu er frá því greint, að fjöldi einkamála, sem rekin eru í Reykjavík, séu nú orðin svo mik ill, að dómararnir hafi ekki um lengri tima getað dæmt þau öll sjálfir. Þess í stað hafi fulltrúar þeirra haft málsmeðferð með höndum og sjálfstætt kveðið upp dóma. Eðlileg skipan Þykir eðlilegt, að þeir menn, sem þannig fara með og dæma mál sjálfstætt, beri fullt dómara- nafn og hafi réttindi og skyldur samkvæmt því jafnt í einkamál- um sem opinberum. — Jafnframt seti Kjartan J. Jóhannsson (S), báðir með 11 atkvæðum og að 8 seðlum auðum. — Skrifarar Efri deildar voru kosnir þeir Bjarni Guðmundsson (S) og Karl Kristjánsson (F), sjálf- kjörnir báðir. — Tillaga, sem síð an kom fram um að þingdeildar- menr. héldu sömu sætum og í Í3rrra, fékk ekki nægilega góðar undirtektir, og var því hlutað um þau, svo sem þingsköp mæla fyrir. Breytingamar frá síðasta þingi Þess má að lokum geta í sam- bandi við framangreint kjör þíngforseta og skrifara, að þeir eru nær allir hinir sömu og á síðasta þingi. Breytingarnar að því er forsetum viðvíkur eru þær einar, að Ragnhildur Helga- dóttir tekur við forsetastörfum í Neðri deild af Jóhanni Hafstein, sem nú gegnir embætti dóms- málaráðherra, og Jónas G. Rafn- ar kemur inn sem 2. varaforseti. Af skrifarastörfum láta þeir Matthías Mathíesen í Samein- uðu þingi og Alfreð Gíslason í Neðri deild, en Ólafur Björnsson og Pétur Sigurðsson taka við. Þingfundum verður haldið á- fram í dag og þá kosnar fasta- nefndir þingsins. þykir rétt, að ákvæðin um saka- dómara séu færð inn í login um dómsmálastörf í Reykjavík, og eru þau því tekin upp í hið nýja frumvarp, sem ber heitið: „Frum varp til laga um dómsmálastörf, MEIRA en tveir tugir mála voru lagðir fram á Alþingi í gær, nær öll af ríkisstjórninni. Meðal þeirra eru 6 frumvörp til stað- festingar á bráðabirgðalögum, er forseti eða handhafar valds hans hafa gefið út fyrir atbeina ríkisstjórnarinnar frá því að þing sat síðast að störfum. Er þar fyrst að geta tveggja frumvarpa í sambandi við gengis breytinguna um mánaðamót júlí/ágúst í sumar; felur annað þeirra í sér ákvörðun um, að Seðlabanki íslands skuli fram- vegis skrá gengi krónunnar að fengnu samþykki ríkisstjórnar. Þá kernur frumvarp til laga um bann gegn stöðvun eða hindrun millilandaflugs íslenzkra flug- — Fjárlögin Framh. af bls. 1 Helztu tekju- og gjaldaliðir fjárlaga Helztu tekjuliðir ríkissjóðs eru sem fyrr skattar og tollar, sem nú er áætlað að muni nema 1401 millj. kr., en af rekstri ríkisstofnana eru áætlaðar 295 millj. kr. tekjur. — Stærsti út- gjaldaliður fjárlaganna er til félagsmála, tæplega 416 millj. kr., en m.a. liða eru kennslu- mál, söfn, bókaútgáfa og lista- starfsemi 227,5 millj. kr., vega- mál, samgöngur á sjó, vitamál og hafnarverðir, flugmál, veður- þjónusta o. fl. nær 171 millj. kr., landbúnaðarmál, sjávarút- vegsmál, iðnaðarmál, raforku- mál, rannsóknir í þágu atvinnu- veganna o.fl. tæpl. 156 millj. kr., dómgæzla, lögreglustjórn, kostn- aður við innheimtu tolla og skatta o. fl. 128 millj. kr. og læknaskipun og heilbrigðismál 61,4 millj. kr. í almennum athugasemdum við fjárlagafrumvarpið segir svo: Áhrif kauphækkananna bein og óbein „Þær breytingar frá fjár- lögum yfirstandandi árs, sem þetta frumvarp feiur í sér, standa fyrst og fremst í sam- bandi við þær mikiu kaup- hækkanir, sem áttu sér stað á sl. sumri, og þá gengis- lækkun, sem af þeim leiddi. Áætla má, að rekstrarútgjöld ríkissjóðs hækki beinlínis vegna kauphækkananna um 70 millj. kr. Þar við bætist svo sú hækkun til félags- mála, sem af því leiðir, að lífeyrir og bætur almanna- tryffginga hækka í sama hlut falli og kaupgjald. Þetta nemur um 52 millj. kr. Þá hækka útgjöld um 16 millj. kr. vegna gengislækkunar- innar. Samanlögð áhrif kaup- hækkana og gengisbreyting- ar á rekstrarútgjöldum eru því 138 millj. kr. nettó. Hækkun rekstrarútgjalda samkvæmt þessu frumvarpi er þó nokkru minni en þetta, eða 131 millj. kr. Stafar þetta af því, að ýmsar hækkanir og lækkanir verða af öðrum ástæð- um en hér eru nefndar, og nema þær breytingar samtals lögreglustjórn, gjaldheimtu o. fl. í Reykjavík.“ Loks eru í frum- varpinu staðfest þau ákvæði laga um meðferð opinberra mála, að mál í sambandi við lögfræði- sviptingar skuli rekin við saka- dómaraembættið. — Alls er hið nýja frumvarp í 14 greinum og gert ráð fyrir að hin breytta skipan komi til framkvæmda 1. janúar 1962. véla, en bráðabirgðalög um það efni voru sett í júníbyrjun vegna verkfallanna. Um miðjan júlí voru sett bráðabirgðalögin um breytingu á lausaskuldum bænda á föst lán og hafa þau nú líka verið lögð fram til staðfest- ingar. Um sama leyti var ríkis- stjórninni með bráðabirgðalög- um veitt heimild til að leyfa hf. Hval að kaupa til landsins tvö hvalveiðiskip, sem nú eru bæði komin hingað. Af framkomnum frumvörpum til staðrescingar á bráðabirgðalögum er þá aðeins ógetið þess, er fjallar um fram- lengingu á samningum milli læknafélaga og sjúkrasamlaga, en það mál var á döfinni um síð- ustu mánaðamót, eins og flestir munu minnast. 7 millj. kr. lækkun. Að venju verður nokkur hækkun á slík- um liðum sem kennslumálum og dómsmálum. Gegn því kem- ur svo, að gert er ráð fyrir nokkurri lækkun á 19. gr. vegna væntanlegra breytinga á niður- greiðslum, og að einnig er gert ráð fyrir, að framlag ríkisins til atvinnuleysistryggingasjóðs verði greitt með skuldabréfum. Áætlað er, að rekstrartekjur hækki um nokkurnveginn sömu upphæð og útgjöldin, eða um 132 millj. kr. Stafar þessi hækk un fyrst og fremst af áhrifum gengisbreytingarinnar á aðflutn ingsgjöld, en einnig að nokkru af þeim áhrifum, sem gera má ráð fyrir, að kauphækkanir og gengisbreyting hafi á ýmsa aðra tekjuliði. Útgjöld lækkuð eftir mætti Eins og gert var við undir- búning fjárlaga fyrir yfirstand- andi ár, hefur nú verið reynt að lækka útgjöld eins mikið og kostur hefur verið, án þess að gera áætlanir óraunhæfar. Er þetta nauðsynlegt, ef ná á þvi marki, að fjárlög ársins 1962 verði hallalaus, en á því er ekki síður nauðsyn en verið hefur á undanförnum árum. Haldið er áfram því starfi, sem hófst á sl. ári, til að auka hag- kvæmni í rekstri ríkis og ríkis- stofnana. Verulegan árangur má þegar sjá af þessu starfi. Á hinn bóginn eru því að sjálfsögðu þröng takmörk sett, hversu langt er hægt að komast til lækkunar útgjalda á skömmum tíma, án þess að skerða eðlilega og nauðsynlega starfsemi ríkis- ins. Áætlanir í samráði við Hagstofuna Svo sem fram kemur í 23. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að greiddar verði á næsta ári launabætur til ríkisstarfsmanna, 13.8% fyrstu fimm mánuði árs- ins, en frá og með 1. júní 4% til viðbótar þeim launum, sem þá verða greidd. Launaliðir I frumvarpinu hækka því af þess- um sökum um 16.5% frá fjár- lögum yfirstandandi árs. Enn fremur hækkar reksturs- kostnaður af völdum kauphækk ana og gengisbreytingarinnar, sem af þeim leiddi. Hefur í sam ráði við Hagstofuna verið gerð áætlun um það, hver áhrif þetta hefur á einstaka rekstrarliði. Fjárlagaræða í næstu viku Eins og getið var í upphafi mun 1. umræða um fjárlaga- frumvarpið fara fram í næstu viku. Mun Gunnar Thoroddsen þá fylgja frumvarpinu úr hlaði og gera grein fyrir einstökum þáttum þess. Er búizt við að það verði fyrir miðja vikuna. Frv. um lieyrnar- leysingjaskóla Á NÝBYRJUÐU Aiþingi er fram komið frumvarp um heyrnar- leysingjaskóla í Reykjavík. Er það stjórnarfrumvarp. Skal hlut verk skólans vera það að kei.ua heyrnarlausum eða heyrnarlitl- um bömum að skilja mál og tala. Með frumvarpinu er m. a. i- um gert skylt að tilkynna skrif. stofu landlæknis um öll born innan 7 ára aldurs er hafa svo litla heyrn, að bagar talgetu þeirra. Sérlærðir kennarar skulu starfa við skólann, og þar á að vera heimavist. Trúlofunarhiingar afgreiddir samdægurs HALLDÓR Skólavörðustíg 2 II. h. Frumvarp á Alþingi: Breyting á embættum fógeta og dómara í Rv.'k Frumvörp um staðfest- insu á bráðabirgðalögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.