Morgunblaðið - 12.10.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.10.1961, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 12. okt. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 11 Kristmann Gubmundsson skrifar un>^ BÓKMENNTIR íslenzk bókmenntasaga 874—1960. Eftir Stefán Einarsson. Étgefandi Snæbjörn Jóns- son. — STEFÁN Einarsson hefur sýnt znikinn og lofsverðan dugnað í því að útbreiða þekkingu á ís- lenzkum bókmenntum meðal enskumælandi þjóða. Hann tók saman og gaf út á ensku sögu íslenzkra bókmennta: „A History of Icelandic Literature“, sem vakti mikia athygli, er hún kom út vestra (Baltimore 1957) og margt hafði hann áður ritað um íslenzkar bókmenntir og mál- vísindi. Nú hefur hann þýtt hina amerísku bókmenntasögu sína, og er hún komin út í mjög snoturri útgáfu hjá Bóka- verzlun Snæbjarnar Jónssonar. Bókin er helguð Dr. Sigurði Nordal, er varð sjötíu og fimm ára í haust^ en ameríska útgáf- an var helguð Halldóri Her- mannssyni sjötugum. Höfundur gerir í stuttum for- mála nokkra grein fyrir samn- ingu bókarinnar og þýðingunni. Það skal strax tekið fram, að bókmenntasaga þessi hefur þann öndvegiskost að vera ljóst og skýrt rituð, svo að alþýða manna getur lesið hana sér til gagns. Bókin hefst á Inngangi, þar sem sagt er frá tólftu og þrett- Dr. Stefán Einarsson. Rannsókna rstof u sta rf Stúlka vön rannsóknarstofustörfum (laborant) óskast til starfa í rannsóknarstofu Bæjarspítalans frá 15. nóvember n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um námsferil og störf sendist skrifstofu spítalans, Heilsuverndar- stöðinni, fyrir 1. nóvember n.k. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Fokheld hœð neðri hæð í 2ja hæða húsi er til sölu við Stóragerði. Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR Austurstræti 9 — Sími 16766. Útihurðir fyrirliggjandi úr afrísku teak og oregon pain fást með greiðsluskilmáium. TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐIií Skjólbraut 1 — Sími 17253. NÝ SENDING Hattar og hútur Einnig stíf skjört, nælonsloppar, crepe hanzkar, töskur o. fl. Hattabúð Reykjavíkur Laugavegi 10. íbuð óskast til kaups 2 herb. 55—70 ferm. hæð í nýju húsi. Upplýsingar í síma 12243 kl. 3—5 í dag. ándu aldar bókmenntum og bók menntum víkinga; telur höf. öruggt, að Norðmenn, er hing- áð fluttu, hafi haft með sér út til íslands bæði Eddukvæðin og Dróttkvæði, þótt erfitt sé að rekja uppruna Dróttkvæðanna, er aðeins hafa geymzt hér á landi. Þá getur höf. um vest- ræn eða írsk áhrif, og virðist mér hann gera fremur lítið úr þeim, — enda mun erfitt að sanna þau, nema þá helzt með sálfræðilegum aðferðum. Er fljótt yfir sögu farið í Inngang- inum, en allt sett skýrt fram og læsilega, og þótt höf. geti þess í formála, að sagan sé Jyrst og fremst ætluð íslend- ingum, mun hann einnig hafa, haft erlenda lesendur í huga er hann raðaði niður efninu. í öðrum bókarkafla er sagt frá Eddukvæðunum, rakin saga Sæmundar-Eddu, en síðan skoð- un fræðimanna á aldri og upp- runa þeirra. Er margt í kafla þessum forvitnilegt og miklu efni komið fyrir í stuttu máli, en hið sama má segja um dróttkvæðakaflann, helgikvæð- in og veraldlegan skáldskap frá síðmiðöldum, svo og bókmennt- ir klerka. Þykir mér sem leik- manni þessi hluti bókarinnar bezt gerður og skemmtilegastur aflestrar. Þarnæst ritar höf. um Kon- ungasögur, íslendingasögur, Forn aldarsögur, Riddarasögur og fleira þess háttar. Mikill fróð- leikur er og þarna samankominn í stuttu máli og skýru máli, einkum stuttu, og er þess von í svo víðtækri yfirlitsbók sem þessari. Frá leikmannssjónar- miði er t.d. efni Sturlungu vel skilgreint og rakið til hægðar- auka þeim, er lesa vilja þá miklu bók. Um veraldlegan kveðskap 1550—1750 er langur og ágætur kafli í bókinni, forvitnilegt og lifandi yfirlit, er gefur lesand- anum góða hugmynd um þessa tegund íslenzkrar ljóðagerðar á 16., 17. og 18. öld. Þá er upplýsing og nýklassik 1750—1830. En að þeim þætti loknum fer höf. að nálgast nú- tímann i kaflanum: Þjóðrækni og rómantik 1830—1874. Rekur höf. þar fyrst hin útlendu á- hrif, en fjallar siðan um leið- toga þessa endurreisnartímabils: Baldvin Einarsson, Tómas Sæ- mundsson, Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason og Brynjólf Pétursson — að ógleymdum Jóni Sigurðssyni. Er kafli þessi vel ritaður og fullur fróðleiks; einkum er ljóslega bent á alda- hvörf fornra hátta og nýrra á þessu tímaskeiði. Næsti kafli: Raunsæisstefna til ný-rómantíkur, nær frá ár- unum 1874—1918, og er þar komið að skáldum og bókmennt um samtímans — en bókmennta saga þessi nær allt fram að ár- inu 1961, og má það kalla vel á haldið. Af þessum hluta bók- arinnar virtist mér beztur sá kaflinn, er fjallar um aldamóta- bókmenntirnar og fram að árinu 1918. Þótt deila megi um ýmis atriði þess, er höf. heldur fram, býst ég ekki við, að skoðanir hans veki neinar stórdeilur, enda hvergi mjög róttækar. Höf. vill sýnilega reyna að þræða vegi réttlætisins og veita hverj- um það, er hann á skilið. Sama máli gegnir um þrjá síðustu kafla bókarinnar: Erfðir og ný- mæli milli styrjalda, 1918—1940, eftir aðra heimsstyrjöld 1940— 1960 og vestur-íslenzkir höfund- ar. Þykir mér síðasti kaflinn helzt til stuttur, sökum þess að efni hans er einna nýstárleg- ast íslenzkum lesendum, og væri ekki vanþörf á að skrifa vestur-íslenzka bókmenntasögu. þar sem gripið er miklu dýpra í efnið en hér er gert. Sá kostur bókarinnar hefur þegar verið nefndur, að hún er öll hin læsilegasta. Annar er sá, ef kost skyldi kalla, að í köfl- unum um nýrri bókmenntirnar eru nefndir allir þeir, sem nokkuð hafa baukað við skáld- skap á vorri öld, jafnvel menn, sem mjög eru snauðir af skáld- skapargáfu, svo sem Thor Vil- hjálmsson. Nefnir höf. Thor þennan að minnsta kosti sex sinnum í bókmenntasögunni og helgar honum rösklega hálfa síðu. En góðskáld eins og Gunn- ar Dal er nefndur aðeins tvisv- ar og í tæplega fimm línum. Fleira fellur lesandanum fyrir brjóst í bók þessari, ekki sízt þegar höfundur er að mikla snilld Kristins Andréssonar! — Fleira er beinlínis rangt, t.d. það, að Matthías Johannessen er talinn „atómskáld“. Það er augljóst að höf. heldur fram hinum rauðu skáldum og gerir hlut þeirra mikinn í avívetna. En ekki skal nánar útí það farið. heldur fúslega viðurkennt, að bókin bætir nokkuð úr brýnni þörf, þó að enn sé þörf- inni hvergi nærri fullnægt. Hún er lipur og skemmtilega skrif- uð, laus við allan lærdómsþemb ing og greið aðgöngu öllum al- menningi. Kaffi er kjördrykknr en reyndð einnig —. JOHNSON €r KAABER KAFFIUPPSKRIFT NR. 7 MOKKA — KAKA 4 egg 2 dl. sykur 1 tsk. rifiun appelsínubörkur 1 dl. hveiti 1 dl. kartoflumjöl % tsk. gerduft. Þeytið fjórar eggjarauður og tvær eggjahvitur saman. Bætið sykrinum út í og þeytið þar til hvítt. Siktið hveiti, kartöflumjöl og gerduft saman. Bætið því og rifna appel- sínuberkinum út í sykurþeytt eggin, og loks stífþeyttum tveim eggjahvítum, sem eftir voru. Setjið deigið í sumrt og hveitistráð form og bakið kökuna við góðan hita, ca. 200* C, í hálftíma. Látið kökuna standa í nokkrar mínútur áður en henni er hvolft varlega úr forminu. Látið hana síðan kólna alveg. Þegar hún er orðin köld er henni skipt í þrjá til fjóra botna og á milli þeirra sett eftirfarandi krem: 150 gr. smjör 1% dl. flórsykur 1 msk. kakaó 5 msk. sterk kalt lagað kaffi. Hrærið smjörið Og sykurinn saman þar til lint. Bætið kakaóinu út í og því næst kaffinu smátt og smátt. Smyrjið kremið yfir botnana á meðan það er mjúkt og auðvelt að smyrja því. Leggið botnana hvern ofan á annan og látið létta pressu á kökuna — gjarnan yfir nótt, en a. m. k. í nokkrar klukkustundir, þannig að kakan drekki í sig kremið. Smyrjið eftirfarandi glassúr yfir kökuna áður en hún er borin fram: 150 gr. flóisykur 1 msk. smjör ca. 2 msk. sterkt lagað kaffi. Hrærið smjörið þangað til það er lint og bætið þá flór- sykrinum út í. Hrærið kaffið saman við smátt og smátt Smyrjið glassúrinn slétt Og fallega yfir kökuna og skreytið hana síðan með ristuðum niðursneiddum möndlum og rifnu dökku súkkulaði. Kaffibrennsla . JOHNSON & KAABER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.