Morgunblaðið - 12.10.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.10.1961, Blaðsíða 13
FimnjgUdagur 12. okt. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 13 Crankshaw skrifar um nýjar árásir rússneskra komm- únista á Olgu Ivinskayu: Olga Ivinskaya, Boris Pasternak og dóttir Olgu Ivinskayu. Kalla hana ..siðspillt ævintýrakvendi" BREZKA stórblaðið The Ob- server birti nýlega grein eff- ir Edward Crankshaw um nýjar árásir rússneskra kommúnista á Olgu Ivinska- yu, hina kunnu vinkonu rúss- neska skáldsins Boris Paster- naks, en hún situr nú í fang- elsi og afplánar átta ára fang- elsisdóm. Af upplýsingum beim, sem Crankshaw skýrir frá í eftir- farandi grein dregur hann þá ályktun, að sovézkir leiðtogar hafi nú komizt á þá skoðun að þeir muni heldur hafa hag af því að viðurkenna skáldið Pasternak. En þar sem hið fræga skáldverk hans um lækninn Zivago er þeim sár þyrnir í augum, hyggjast þeir reyna að sjá svo til að unnt verði að rekja bókina og síð- asta æviskeið hans til áhrifa vondrar konu og siðlausrar — frú Olgu Ivinskayu. Grein Crankshaws fer hét á eftir: — Herra Alexei Surkov, sem und anfarið hefur verið ritari rit- höfundasambands Sovétríkjanna, hefur staðhæft, að frú Olga Iv- inskaya, sem var skáldinu Boris Pasternak svo kær vinur og fyrir imynd hans að Larissu Guishar, aðalsöguhetjunni í bókinni um Zivago lækni, sé ekki einungis „venjulegt ævintýrakvendi" held ur einnig hóra, iÞessi athyglisverða staðhæfing Ikemur fram í löngu bréfi til hr. Davids Carvers framkvæmda stjóra Alþjóðasambands rithöf- unda (PEN). Frú Ivinskaya fær ekki svörum við komið sökuim þess, að hún situr nú í fangelsi .— afplánar átta ára fangelsis- dóm fyrir gjaldeyrissvik og fjár- drátt. Vinum Pastemak kom alls éfcki á óvart, þegar hún var flutt í fangelsi undir lok síðasta árs, ésamt hinni nítján ára dóttur sinni, sem dæmd var til þriggja ára fangelsisvistar. Pasternak hafði búið þá undir það. Hann óttaðist jafvel um hana meðan hann var enn á lífi — taldi að sovézk yfirvöld voguðu e.t.v. ekki að snerta við honum sjálf- um, en kynnu þess í stað að reyna að þjarma að honum með Iþví að vega að Olgu. En ekkert bar til tíðinda fyrr en rétt eftir andlát hans í júlí 1960. Þegar fregnir af handtöku OLgu bárust til Vesturlanda i érslok s.L (á handtötouna hefur aldrei verið minnzt opinberlega í Sovétríkjunuim sjálfum) var ekkert um málið sagt uim hríð sökum þess, að menn óttuðust, að það kynni að hafa áhrif til hins verra meðan f jallað væri um mál hennar. En menn ræddu margt sín í milli. Þar kom, að fregnin kvisaðist og hófst þá David Carver handa á vegum enska PEN og sambands rithöf- unda. Hann sendi símskeyti til Surkovs, þar sem þess var fyrst og fremst óskað að frú Ivinskaya nyti mannúðlegrar meðferðar og einnig óskað eftir skýrslum frá réttarhöldunum. Hr. Surkov reyndi að þegja málið í hel, en PEN neitaði með öllu að láta hunza sig og bréfið sem nú hefur verið birt, er síðbúið svar Súr- kovs — dagsett 3. apríi s.l. — við þriðja bréfi Carvers. í því bréfi, sem sent var 30. janúar s.l. óskaði Carver eindregið eftir að fá annaðhvort afrit af málskjöl- um frá réttarhöldunum eða frá sagnir af þeim í Moskvublöðun- um. Hins síðarnefnda fór hann á leit með tilliti til þess, að Sur- köv hafði sjálfur sagt, að réttar- böldin hefðu farið fram með venjulegum hætti og verið öll- Um opin — en vitaskuld voru eng ar frásagnir af réttarhöldunum í Moskvúblöðunum, því enginn vissi að þau stæðu yfir (Hafi þau þá farið fram). Og afrit af mál- skjölum hafa aldrei komið fram. f bréfi Surkovs, sem nú hefur verið birt opinberlega — og það aðeins vegna þess að vísað var til þess af öðrum vettvangi — er engin tilraun gerð til þess að svara spurningum Carvers. Þess í stað er reynt að rægja frú Olgu Ivinskayu með staðhæfing- um, sem í mörgum atriðum eru málefninu algerlega óviðkomandi og í öllum atriðum órökstuddar. • Engar upplýsingar um málskjöl. Hv«r er Ivinskaya? spyr hr. Surkov — og svarar sér sjálfur. (Bréfið er stílað á ensku — ann aðhvort af honum sjálfum eða einkaritara hans): — „Ivinskaya er kona, 48 ára að aldri, sem frá árinu 1946 hefur verið kunn sem einkaritari Pasternaks og síðasta ástkona þessa aldurhnigna rnanns, sem til hinztu stundar bjó með fjölskyldu sinni. Meðal bókmenntamanna var Ivinskaya kunn sem samvizkulaust ævin- týrakvendi, sem auglýsti hið inni lega samband sitt við Pasternak. Þótt hún væri komin á efri ár hætti hún ekki tíðum og nánum samböndum sínum við marga menn samtímis. Þegar ég var ritstjóri vifcurits- ins Ogonyok, flæktust nokkrir starfsmenn ritsins í fjársvikamál. ALEXIE SURKOV Rannsókn leiddi í Ijós, að Ivinsk- aya (það var í fyrsta sinn, sem ég heyrði það nafn) hafði hvað eftir annað tekið við greiðsluim fyrir greinar, sem einhverjir aðr ir höfðu skrifað. Átti hún þetta að þakka nánu sambandi sínu við aðstoðarritstjóra minn, hr. Osipov, sem greiddi henni fyrir samband þeirra með þessum hætti. Konstantin Simónov sagði mér, að hann hefði orðið að vísa Ivinskayu frá starfi hennar við tímaritið Novy MIR, sökum þess, að komið var að henni ásamt karl manni í skrifstofunni — og fór því fjarri, að þar væri verið að vinna skyldustörf. Það er mjög óþægilegt að skrifa allt þetta um konu, en þeir sem ljá henni sinn verndarvæng, verða að vita hvers konar manneskja Ivinskaya er“. Hið athyglisverða í þessu máli er, að hr. Surkov þurfti aldrei að takast þetta óþægilega verkefni á hendur. PEN hafði aldrei gert nokkrar fyrirspurnir um einkalíf frú Olgu Ivinskayu — PEN hafði óskað upplýsinga um réttarhöld- in í sakamáli hennar. Þótt Sur- kov hafi haldið því fram, að hann hafi lesið hverja einustu blað- síðu málskjalanna, sem fylli þrjú bindi, veitti hann PEN engar upp lýsingar umfram það sem opin- berir aðilar höfðu haldið fram. Aðalatriði þess voru, að frú Ivin- skaya hefði hvað eftir annað tek ið við fjárupphæðum, sem Paster- nak voru greiddar fyrir sölu bók- arinnar Dr. Zivago. Hefði fé þetta verið flutt til Sovétríkjanna með ólöglegum hætti fyrir milli göngu Signors D ’Angelo. Enn fremur, að frú Ivinskaya hefði notað fé þetta til eigin þarfa svo og, að málinu hefði algerlega ver- ið haldið leyndu fyrir Pasternak Og fjölskyldu hans. Sannanir fyrir þessum fjársvik um tilgreinir Surkov eftirfarandi: — „f fyrsta lagi barst meginhlut.i þessa fjár frú Ivinskayu í hendur að Pasternak látnum. f öðru lagi hafa nánustu vinir Pasternaks og eiginkona hans fullvissað mig um, að Pasternak hafi ekki getað tekið við þessum peningum, því að til hins síðasta dags, hafi hann lifað á löglegum sovézkum tekj- um sínum“. — Þær tekjur full- vissar hr. Surkov okkur um, að hafi numið að minnsta kosti 496.000 rúblum á síðustu tveim og hálfu ári, sem Pasternak lifði. En PEN hafði engan áhuga á staðhæfingu Surkovs. Það sem fyrir samtökunum vakti var, að frú Ivinskaya fengi góða meðferð og sönn frásögn af réttarhöldu n- um kæmi í ljós. Hr. Carver sagði því enn einu sinni í bréfi dags. 26. apríl s.l. „Hver sem verið hefur persónu leiki, eðli eða hegðun frú Ivin- skayu, meðan Pasternak lifði, virðist lítill vafi á því, að hún hafi um 14 ára skeið verið mikil vægasta einstaka persóna í lífi skáldsins — og hvað sem öðru líður ætti áætlað eða jafnvel sannað siðleysi ákærðrar mann- eskju ekki að hafa nein áhrif á úrskurð dómaranna í sakamáli hennar. í bréfi yðar minnist þér efcki einu orði á dóttur frú Ivin- skayu. en dómurinn yfir henni hefur ef til vill verið Vestur- landabúum enn meira áfall en dómurinn yfir móður hennar. Eg vil láta í ljósi von um, að ekkert af því, er fram kemur í bréfi yðar, hafi áhrif á það lof- orð, sem þér gáfuð í Englandi — um að frú Ivinskaya yrði látin laus eftir nokkra mánuði". Loförðið, sem hér er vitnað til, gaf Surkov munnlega áhrifamikl um enskum vini Pasternaks, þeg ar Surkov dvaldis í Englandi í marzmánuði s.l. Þá var í för með honum hr. Adjubei, ritstjóri Iz- vestia, tengdasonur Krúsjeffs, og hafði Adjubei með sér það sem. hann kallaði „skjalfesta sönnun um sekt frú Ivinskayu". Sú sönn un var fólgin í nokkrum völdum greinum, sem hefðu getað verið úrkast úr leyniskjölum rússn. öryggislögreglunnar. Hið eina, sem nokkra athygli vakti var ljós prentað eintak af stuttri „játn- ingú, sem undirrituð var af frú Ivinskayu. Ekkert benti til þess að hún væri öðruvísi en aðrar „játningar" rússnesku lögregl- unnar. Það var fyrst, þegar herrarnir n.nfiirf 1* *» — ^ — Rússar telja sér nú hag í hví að endur- reisa Boris Pasternak — en ætla að rekja skáldverk hans Dr. ZivagOj til áhrifa vondrar og siðspilltrar konu — Olgu Ivinskayu Adjubei og Surkov uppgötvuðu sér til mikillar og einlægrar undr unar, að skjöl þeirra væru ekki litin alvarlegum augum, að Sur- kov byrjaði að breiða út óhróð ur sinn um siðleysi frú Ivinsk- ayu í kynferðismáluim. • „Lítilsvirðir minningu Pasternaks“. önnur athyglisverð atriði komu fram í bréfi Surkovs. Til dæmis sagði hann, að yfirvöld Rússlands hefðu boðizt til að sjá svo um, að peningar Pasterna'ks yrðu yfirfærðir með löglegum hætti. Hefði Pasternak hafnað því og þar með sýnt, að hann kærði sig ekki um þetta fé! Enn- fremur segir Surkov, að Ivinsk- aya hafi blekkt Signor Feltri- nelli, ítalska útgefandann, sem fyrstur gaf út bókina Dr. Zivago, með ósönnum staðhæfingum um að bréf og skjöl Pasternaks væru í hennar vörzlu. Hann læt- ur og í ljósi undrun sína yfir því að „hinum vandlátu verjendum siðferðis og réttlætis hefur alger lega sézt yfir þá staðreynd, að allur þessi gauragangur vegna hinnar samvizkulausu ástkonu, sem þeir hafa lyft til vegs og virð ingar sem fyrirmynd að Larissu, lítilsvirðir minningu Pasternaks og svívrðir konu hans og börn. Hann lézt þó í þeirra örmum, eft ir að hann í veikindum sínum hafði lagt blátt bann við heim- sóknum frú Olgu Ivinskayu". Surkov segir, að í bréfi, sem Sign or Feltrinelli hafi ritað frú Ivinskayu eftir lát Pasternaks séu nákvæmar upplýsingar um það hvernig fara skuli með erfða skrá Pasternaks, hvernig flytja skuli gjaldeyri hans — og hvern ig hún geti falsað umboðsbréí frá honum, ef hann hefði ekki gengið frá nauðsynlegum skjöl- um þar að lútandi, áður en hann lézt. í bréfum Pasternaks til vina sinna erlendis getur að líta alger ar andstæður staðhæfinga Sur- kovs. Sum þessara bréfa hef ég séð. Af þeim verður ljóst, að það var ekki frú Ivinskaya, sem aug- lýsti samband sitt við Pasternak, heldur var það hann, — einkuan eftir að hún var fyrst tekin hönd um árið 1948 af stjórnmálaástæð- um. f bréfum sínum skýrir Past ernak frá því hvernig hún brást við eina og hún bezt gat honum til varnar, er herferðir voru fara ar gegn honum. Hún fjallaði um mál hans við yfirvöldin og reyndi að „særa burtu djöfl- ana“ — og hann skrifaði henni Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.