Morgunblaðið - 12.10.1961, Side 17

Morgunblaðið - 12.10.1961, Side 17
Fimmtudagur 12. okt. 1961 MORC 11ÍSBLAÐIÐ 17 verksmiðjueigandi - minning BJÖRN Jóhannssön var íæddur að Hólmum í Reyðarfirði 22. ág. 1911 og andaðist í Ríkisspítalan- um í Kaupmannahöfn 11. sept. sl. Foreldrar Björns voru séra Jó- ihann Lúther Sveinbjarnarson að Hólmum og seinni kona hans Guð rún Torfadóttir. Faðir séra Jó- ihanns var Sveinbjörn Magnússon í Skáleyjum, Einarssonar, Svein- Ibjarnarsonar í Svefneyjum og voru þeir Magnús og Einar „eyja- jarl“ bræður, en Eyjólfur var þingmaður Barðstrendinga um skeið og mikill héraðshöfðingi við Breiðafjörð á sinni tíð, eins og viðurnefnið bendir til. Móðir séra Jóh.mns var María Jónsdóttir í Svefneyjum, Ólafssonar. Faðir Guðrúnar konu séra Jóhanns var Torfi Halldórsson skipstjóri og ikaupmaður á Flateyri, mikill atorku- og umsvifamaður. Hann fór ungur til Danmerkur og nam iþar stýrimannafræði, og þótti hann sjálfkjörinn til að annast kennslu í þeim fræðum, er fyrsti vísir að sjómannaskóla hóf starf- semi sína á ísafirði haustið 1852. Faðir Torfa var Halldór Torfa- son, Snæbjarnarsonar lögréttu- manns (Mála-Snæbjarnar), Páls- ísonar, sýslumanns að Núpi í Dýra firði. Móðir Guðrúnar Torfadótt- ur var María Össurardóttir í Bæ í Súgandafirði Magnússonar. — Af þessari lauslegu ættfræðslu má sjá, að Björn Jóhannsson var af sterkum stofnum kominn í báð- ar ættir. Séra Jóhann Sveinbjarnarson andaðist 11. september 1912, tæp- lega sextugur, og voru þá börn þeirra hjóna orðin fjögur, það elzta 8 ára, en Björn yngstur, að- eiiis ársgamall. Eftir lát eiginmanns síns flutt- ist Guðrún Torfadóttir með börn sín til æskustöðvanna vestur á Flateyri. Hún kom séi upp snotru húsi á Sólbakka, er hún nefndi Litlabýli, og þar bjó hún börnum sínum framtíðarheimili. Það heim ili var með sérstökum myndar- og menningarbrag, mikið um góðar bækur og tönlist, sem sjaldgæft var á þeim tímum í fámenninu þar vestra. Allur heimilisbragur einkenndist af siðfágun og prúð- mennsku, sem setti svipmót sitt á börnin Og fylgdi þeim síðan. Guðrún setti börn sín til mennta, eftir því sem kostur var á. Eftir fermingu sendi hún Björn son sinn til Hrafnseyrar til séra Böðvars Bjarnasonar, sem hafði þar unglingaskóla. Haustið 1928 settist Björn í þriðja bekk Menntaskólans á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1932. XJm haustið innritaðist hann í læknadeild Háskóla íslands, lauk prófi í forspj al lavísindum næsta vor, en hvarf frá frekara námi eftir nokkra hríð. Næstu ár- in starfaði hann hjá ýmsum kaup sýslufyrirtækjum í Reykjavík, en 1. júní 1945 stofnaði hann ásamt öðrum sælgætisverksmiðjuna Opal. Var hann einn af aðaleig- endum þess fyrirtækis og starf- aði nú hér eftir í þágu þess, en rak þar að auki ýmio kaupsýslu- gtörf á eigin hönd. Björn kvæntist 7. júní Helgu Craig f. 3. nóv. 1910 í Winnipeg. Hún er amerísk í föðurætt en ís- lenzk í móðurætt og að mestu alin upp hjá móðurföður sínum, séra Bjarna Þórarinssyni. Þau eignuðust 2 börn: Ingibjörgu Lily, f. 12. febrúar 1942, og Björn Jó- hann, f. 27. júní 1949. Auk hjóna- bandsbarnanna átti Björn eina dóttur, Hrafnhildi. Björn Jóhannsson var einstak- lingshyggjumaður að lífsskoðun, Og mótaðist viðhorf hans til lands mála af því. Þó var hann aldrei einstrengingslegur í skoðunum, kunni vel að meta viðhorf ann- arra, enda þótt hann gæti ekki tileinkað sér þau, og gat blandað geði við menn, hvar í flokki, sem þeir stóðu. Björn unni þeim gæðum, sem lífið hefir að bjóða, en neytti þeirra þó í hófi. Hann var jafn- an glaður í hópi góðra vina og kunningja, en bezt hygg ég þó að hann hafi kunnað við sig fjarri öllum skarkala, við niðandi sil- ungsá eða heiðarvatn, með einum góðum vini eða tveimur í tjaldi við frumstæð skilyrði. Varði hann á hverju sumri nokkrum tíma við slikar útilegur og átti þaðan kær- ar endurminningar. Björn var mjög kurteis ög fág- sem var, en kunni þó vel að halda aður í framkomu. Hann var jafn an glaðlegur í viðmóti við hvern þeim í hæfilegri fjarlægð, sem hann felldi sig miður við. Hann var bjálpsamur og greiðvikinn svo að af bar og lét þá enga fyrirhöfn aftra sér. Undir glað- legu viðmóti duldi hann mikið skap, sem hann kunni þó vel að stilla. Hann var fljótur til laus- legrar viðkynningar en seintek- inn til vináttu, mjög dulur og talaði ógjarnan um sjálfan sig eða það sem honum var innst í huga. Sá sem eitt sinn vann vin- áttu hans, vissi hvað það var að eiga vin. Hann var afburða trygg- ur og vinfastur. Með Birni Jóhannssyni er geng inn góður drengur fyrir aldur fram. Eg kveð þennan góða æsku vin minn með söknuði og sendi ástvinum hans öllum innilegar samúðarkveðjur. Akureyri, 17. sept. 1961 Arngrímur Bjarnason „Stríddi vegheflinum46 NÝLEGA bað veghefilsstjóri i Kópavogi lögregluna um aðstoð, vegna drukkins manns, sem þvældist fyrir vegheflinum og anzaði ekki tilmælum veghefils- stjórans um að fara út á veg- kantinn eða hlaupa á undan honum. Neyddist veghefilsstjór- inn þá til að kalla á lögregluna. Tók hún manninn, sem var hinn bezti, en kvaðst hafa verið að stríða vegheflinum. Eftir að runnið var af honum, var hon- um sleppt og hefur ekki fréttst af ferðum hans síðan. Nýja vínstúkan í Lídó. LÍDÓ sefur stranrar regl- ur um aðgang unglinga Endurbæfur gerðar i sal VEITINGAHUSIÐ Lido hefur, fyrst veitingahúsa hér í bæ, nú tekið upp eftirlit með því, aö þeir sem eru undir aldurstak- marki því sem sett er til áfeng- isveitinga, fái ekki inngöngu í húsiö. Fréttamaöur blaösins fylgdist meö þessu kvöldstund um daginn og veröur ekki ann- aö sagt en allt hafi fariö fram eftir settum reglum, allur blær kvöldskemmtunarinnar var með miklum sóma og veitingar vel fram reiddar. — Eg hef tekið upp þessa reglu við dyrnar, sagði Konráð Guðumndsson veitingamaður, — vegna þess að eftir að fólkið er komið inn í húið, er engin leið fyrir starfsfólkið að fylgj- ast með því hver fær vínveit- ingar. Einasta leiðin til að úti- loká lögbrot af hálfu hússins er þessi regla við dyrnar. Konráð kvaðst vona, að gestir hússins virtu þessa reglu í þeim anda sem hún væri sett. Ungl- ingar undir lögaldri áfengisveit- inga eiga ekki að leggja undir sig ^taði, þar sem vínveitingar fara fram. Við viljum veita öllum gestum okkar vel, sagði Konráð. — Þeir eiga að geta fengið allar þær veitingar sem þeir óska — áfengi eða ekki áfengi. En vegna þess að nokkr- ir unglingar hafa brotið lögin eftir að þeim í góðri trú hefur verið hleypt inn, verður að setja strangar reglur. Lidó hefur nú látið gera end- urbætur á salnum. Gerð hefur verið önnur vínstúka. Er hún öll hin nýstárlegasta, og gerð á mjög látlausan en snotran hátt. Sömuleiðis hefur salnum verið skipt með blómasúlum. Er sú breyting einnig mjög til bóta og gefur salnum skemmti- legri og hlýlegri svip. Ýmsar aðrar endurbætur hafa verið gerðar. Hljómsveit Svavars Gests með söngvarann Ragnar Bjarna- son og Helenu Eyjólfsdóttur hef ur nú verið ráðin til hússins. Hefur þessi sveit Svavars und- irbúið sig mjög vel og væri það ærin ástæða músíkelsku fólki að fara í Lidó hennar vegna. Svavar og menn hans hafa á takteinum urmul laga, nýrra og einnig gamalla, sem þeir hafa gætt nýju lifi. Það er því ekki vandi fyrir Svavar að koma upp stemningunni, á hvaða aldri sem gestirnir eru — enda gerði hann það óspart þegar við lit- um inn á dögunum. Konráð Guðmundsson annast um gesti sina af stakri lipurð. Tiltæk eru öll tæki til 1. flokks veitinga. Við sáum t. d. fram- reiddan ísrétt borinn fram á ananassneið steikri í whiskílögg og ljúffengu koníaki sem log- aði á pönnunni. Friðrik Hafliði Lúðvigsson - kveðja F. 16. sept. 1901. D. 4. okt. 1961. í D A G er til moldar borinn Friðrik Hafliði Lúðvígsson, fyrr um kaupmaður, að Vesturgötu 11, hér í bæ. Friðrik fæddist í Reykjavík 16. sept. 1901 og stóð því á sextugu er dauða hans bar að höndum. Foreldrar hans voru þau hjónin Lúðvíg Hafliðason, kaupmaður, sonur Hafliða Guðmundssonar frá Engey og konu hans Friðrikku Lúðvígsdóttir Knudsen og Jó- hanna Bjarnadóttir, Þórðarson- ar, óðalsbónda að Reykhólum við Breiðafjörð og konu hans Þóreyjar Pálsdóttur, og verður ekki annað sagt en að traustir stofnar hafi að Friðrik staðið. Foreldrar Friðriks voru þekktir borgarar þessa bæjar í sinni tíð, og var heimili þeirra rómað fyrir höfðingsskap og gestrisni, og eru ótaldir þeir utanbæjar- menn er þar nutu greiða og gistingar og kom slíkt sér vel á þeim dögum er gistihús voru hér ekki á hverju strái. Einnig voru þau hjón annáluð fyrir gjafmildi og hjálpsemi við þá, sem áttu við skort og örðug- leika að etja, og vita þeir er bezt þekkja að Friðrik heitinn líktist foreldrum sínum mjög í þessum efnum. Hann var traust- ur vinur vina sinna og var gott til hans að sækja er í nauð- irnar rak, því aldrei vantaði hann vilja til að leysa vanda og greiða götu þeirra er til hans leituðu. Friðrik var Reykvík- ingur í húð og hár, en þó fyrst og fremst Vesturbæingur, enda ól hann svo að segja allan sinn aldur að Vesturgötu 11, og víst er um það, að ekkert hefði verið honum fráhverfara en að flytja búferlum „austur fyrir læk“ eins og það var almennt kallað í gamla daga. Fyrstu ár- in eftir fráfall föður síns, rak Friðrik verzlun að Vesturgötu 11, en er fram liðu stundir sneri hann sér að iðnaðarstörf- um, og síðustu ár ævinnar vann hann í Nýju Blikksmiðjunni, og þótti hann afbragðs verkmaður, enda svo hagur að af bar. Friðrik var kvæntur Önnu Benediktsdóttur, fósturdóttur Guðmundar heitins Ólafssonar, alþingismanns frá Ási í Húna- vatnssýslu, mestu myndarkonu, er bjó manni sínum og börn- um gott og vistlegt heimili, og reyndist maka sínum tryggur lífsförunautur í blíðu og stríðu. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, Guðrúnar, konu Brian Holts ræðismanns, og Guðmundar, prentara er nú dvel ur í Kanada. Þær mæðgur stund uðu Friðrik í veikindum hans af alúð og umhyggju og léttu honum síðustu sporin. Friðrik var skapstór að eðlis- fari, eins og hann átti kyn til, hafði sínar föstu skoðanir og lét ógjarnan hlut sinn fyrir neinum, en þótt hann væri ó- sveigjanlegur og ákveðinn í stjórnmálaskoðun sinni, lét hann stjórnmál og dægurþras afskiptalaust. Honum fannst hann eiga sér hærri hugsjónir, því hin síðari ár eyddi hann öllum sinum frístundum í að rækta og hlúa að litlum gróð- urbletti, er dóttir hans og tengdasonur eiga við Elliðavatn. Þar undi hans sér bezt með ástvinum sínum, og þá ekki sízt tveim dóttursonum, ungum og efnilegum sveinum er vissu að í hverjum vanda var bezt að leita til afa — hann kunni ráð við öllu. Það er ávallt skarð fyrir skildi er góður og umhyggju- samur heimilisfaðir hverfur á braut, en þó er það mikil hugg- un eftirlifandi ástvinum að trúa — og vita — að aðeins er um stundarskilnað að ræða. Ástvinir og ættingjar Frið- riks kveðja hann í dag og þakka honum góða samfylgd. H. A. S. a'> HeiNGUNUM. rjiy, Æ't/irrtLrfuxX, 4 BjÖrn Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.