Morgunblaðið - 12.10.1961, Page 20

Morgunblaðið - 12.10.1961, Page 20
20 MORCUNBLAÐlb Fimmtudagur 12. okt. 1961 Dorothy Quentin: Þöglaey ^ Skdldsaga Já, ég held ég geri það. Hún lagði svo af stað - þessa rannsóknarferð, ofurlítið vonsvik in og dálítið gröm við André fyr ir að hafa ekki komið með henni. Það var greinilegt, að endá þótt hann ætlaði að hjálpa henni með jarðeignina, þá ætlaði hann ekki að hreyfa hönd né fót, þegar kvikmyndafólkið var annarsveg ar. Stóra austurálman af húsinu hafði ekki verið opnuð árum saman. Þarna var fúkkalykt og gömlu húsgögnin voru orðin upp lituð. Þegar hún snerti hendi við gluggatjöldunum duttu þau nið- ur í rykugum druslum. Eftir því sem hún var lengur að opna glugga og hlera og fleygja ónýt- um gluggatjöldum á gólfið, óx gremja hennar í garð Andrés, eins og þetta væri honum að kenna. Hann var það mikill valdamaður á eynni, að hann hefði nú getað látið þrífa húsið, þegar von var á henni heim. Þegar hún kom aftur til hans til tedrykkjunnar, var hún heit, rykug og í vondu skapi. Henni fannst það nsestum eins og háð, hve kyrrðin og svalinn á garð- svölunum minnti hana á hina góðu liðnu daga í Lauxier. Rose, laglega svarta stúlkan, sem gekk um beina, hafði ekki augun af ’herra greifanum. Ég sagði þér, hvernig þetta yrði, góða mín. Ef nokkuð var, þá hafði André bara gaman af útlitinu hennar og rykinu sem hún hafði fengið á sig. Þú ættir að muna, að hér er ekkert hand tak gert kring um hádegið. Ég sé ekki, að hádegið standi í sjö mánuði, svaraði hún grem-ju lega. Þegar mamma var hérna, voru öll þessi ónotuðu herbergi hreinsuð og í fullu standi.. og mér finnst skammarlegt að fara svona með almennileg húsgögn. Hann fékk sér nýja brauðsneið og teigði sig letilega í strástóln- um, án þess að bregða svip. Frankie langaði mest til að taka hann og hrista hann. Hann, sem var með alla þessa umhyggju sína, þegar sjúkrahúsið átti í hlut, gat látið heimilið hennar drabbast svona niður. Svo svar aði hann rólega: Þetta er náttúr lega leiðinlegt, en það er nú til annað mikilvægara en húsgögn, finnst þér ekki? Veslings karlinn hann Edvard frændi þinn var bú inn að missa allan áhuga á þessu. Og Við gátum ekki farið að skipta okkur af því. Og eftir að hann dó.... Já, eftir að hann dó hefðirðu getað látið gera húsið 1 stand, svaraði hún gremjulega. Sem að almaðurinn hérna, ættirðu að geta látið koma öðru eins í verk. Já, en ég get bara ekki látið peninga vaxa hérna á runnun- um, svaraði hann rólega. Þeir vaxa að minnsta kosti á sykurreyrnum. Það hljóta þó að vera sykurpeningar í bankanum, André? Svo mikið mundi hún um fjár- málin þarna á eynni. Á hverju ári var sykurinn skorinn upp, unninn og seldur, og einmitt um þetta leyti árs fóru -jarðeigend- umir að fá einhverja peninga. Þegar sykurpeningarnir voru komnir í bankann, voru menn múraðir, að minnsta kosti í bili. Og þá var éinmitt gert það sem gera þurfti — lagfæringar og annað. En í dag hafði það komið henni á óvart, þegar þau mæðg in voru sí og æ að tala um fá- tækt Lauriereignarinnar. André útskýrði fyrir henni þol inmóðlega, að fyrst og fremst hefði frændi hennar vanrækt eignina árum saman, en svo hefðu sykurakrarnir spillzt síð- ustu tvö árin af blettasýki. Við urðum að brenna allan gamla reyrinn, til þess að hreinsa akrana og svo urðum við að fá ósmitaðan stofn frá Trinidad og Jamaica. í mánuðinum sem leið fengum við fyrstu almennilegu uppskeruna í þrjú ár. Víst eru sykurpeningar í bankanum, en það verður bara að halda vel á þeim, ef Laurier á að standa und ir sér framvegis, og meðan ég er fjárhaldsmaður þinn, ætla ég að minnsta kosti að sjá svo til, að þeim verði ekki eytt 1 þetta Hollywoodfólk, sem þú hefur ekki þekkt nema í nokkra daga. Hún varð hissa á þessum frétt um. Að vísu hafði Laurier aldrei verið eins stór eign og Tourville, en engu að síður hafði hún borg að sig vel. Og eftir því, sem Ameríkumenn héldu konur sínar með peninga, kom það henni á óvart að André skyldi ætla að fara að segja henni fyrir um, hvað hún mætti gera eða ekki gera við sykurpeningana sína. Hún sagði honum nú, að kvik- myndafólkið mundi sjálft borga allan mat, sem það fengi hjá henni, og þá brosti hann ofurlít ið. Til hamingju. Ég var búinn að gleyma verzlunarlærdómnum þín um. En sú staðreynd stendur, að ég verð að peðra í þig einhverju litilræði mánaðarlega, Francoise. Hitt verður að fara í vinnulaun og annan rekstrarkostnað eignar innar. Já, þangað til ég er orðin lög- legur eigandi. Já, auðvitað, samþykkti hann hóglega, en þegar það er orðið, geturðu fleygt peningunum þín um í sjóinn eða eytt þeim í hvað sem er — eða stofnað gisti- hús fyrir vini þína.... yfirleitt hvað sem þú vilt sjálf. Þau horfðu hvort á annað skjálfandi af reiði, þangað til Kose kom og tók af borðinu. En þá gengu þau, með þegjandi sam komulagi að húsabaki til þess að taka sig saman í rifrildi sem eitt hvað munaði um. Það var rétt komið að Frankie- að segja honum frá tuttugu þús- und dölunum, sem Ted hafði gef ið henni að skilnaði. En svo sá hún allt í einu, að þáð væri smekklaust að fara að veifa amerískum dölum hér í Laurier. Því að það var einmitt það, sem fólkið hérna bjóst við af henni —• einmitt það, sem mundi hneyksla André sem ráðsmann hennar og gleðja móður hans. Þau mundu alls ekki trúa því, að þetta væru fyrstu aurarnir, sem hún hafði þegið af stjúpa sínum síðan hún fór úr skólan- um.. og því skyldu þau það, sem höfðu enga hugmynd um ævi hennar? Og hún hafði því aðeins tekið við þessum peningum, að Ted hafði skotið þeim að henni á flugvellinum. Þar hafði enginn staður eða stund verið til að hreyfa mótmælum, með systkini hennar frá sér af æsingi, og Ted hafði kysst hana innilega, og sagt. Gleymdu því alveg.. það getur verið gott fyrir þig að hafa það, ef þú þarft að fá nýtt bað- herbergi eða halda veizlu þegar þú kemur heim. Mundu, að það getur alltaf verið gott að eiga fáeina dali í vasanum, hvað sem fyrir kann að koma. Hún hafði ekki litið á pening- ana fyrr en hún fór með ávísun- ina í bankann í Trinidad. Tutt- ugu þúsund var góður vasaskild ingur að eiga, jafnvel þó að það kæmi frá Ted. Það veitti henni öryggistilfinningu. En ef hún ætlaði að nota pen- igana til þess að gera Laurier í stand aftur, varð hún að fara var lega. Hún vildi ekki verða algjör lega óháð André því að þá var rofið síðasta tengslið milli þeirra, þar sem var fjárhaldsmennska hans. En svo langaði hana jafn- framt að lækka svolítið í honum hrokann. í reiði sinni minntist hún Mend oza-bræðranna, þessara kurteisu manna, sem áttu viðhafnarhótel ið, þar sem hún hafði gist í Trini dad. Já, það gæti verið hugmynd að gera gistihús úr því, André. Hún hló og hallaði sér aftur í sætinu. Hann hló líka, eins og að hverj um öðrum krakka-duttlungum. Hver heldurðu, að vildi eyða pen ingum í slíkt fyrirtæki hér á eynni? spurði hann og honum var raunverulega skemmt. Við erum of lítil og afskekkt og höf um ekkj einusinni flugvöll. Svo er guði fyrir að þakka, að skemmtiferðamennirnir eru enn ekki búnir að finna okkur. Já, en það geta þeir gert seinna. Nú hljóp í hana enhver vonzka og hana langaðj aðeins til að særa hann. Þú veizt ekki nema þeir hafi þegar fengið auga stað á okkur. Og nú sjá þúsund- ir manna þessa nýju mynd, sem á að taka hérna. Við höfum engan flugvöll upp úr því, sagði André kæruleysis- lega og bandaði hendi. Það er ekki sagt, að allir ferða menn þurfi flugvöll. Sumir þeirra vilja víst gjarnan flýja sið menninguna. Hefurðu heyrt nefnt Mendoza Hótelfélagið? Hann leit á hana spurnaraug- um og undrunar, svo að hún flýtti sér að bæta við: Ég hitti Juan Mendoza og Garcia son hans í Trinidad. Og þeir kunna sann- arlega að reka gistihús. Og þeir voru fullir áhuga, þegar ég sagði þeim af Laurier. Veizt þú, sagði Aandré, hvers konar menn þessir Mendozafeðg ar eru? Þeir reka þessi finu gisti hús sín sem einkonar grímu, en aðalatvinnuvegur þeirra er að reka spilavíti, hóruhús og eitur- Iyfjasölu. Yfirleitt sjá þeir um þarfir þeirra, sem hafa ofmikla peninga og vita ekki, hvað þeir eiga að gera við þá. Ég hef heyrt að bráðum eigi að loka hótelinu þeirra í Trinidad — og þessvegna hafa þeir áhuga á þessari af- skekktu eyju! Lögreglan biður bara eftir að fá nægileg sönnun argögn í hendur. Nú hefurðu verið að hlusta á kjaftasögur, André! Nú gat hún ekki stillt sig lengur, og tilfinn- ingar hennar báru hana ofurliði. Mér fannst Garcia Mendoza sér lega viðkunnanlegur aður, og hann sagðist sjálfur ætla að koma hingað og líta á Laurier! André greip í báðar axlir henn ar, eins og með stálkrumlum, og andlitið var náfölt af reiði. Ef þr. kemur með Mendoza hingað til eyjarinnar skal ég aldrei fyr irgefa þér það! sagði hann og það hljómaði eins og formæling. Svo snerist hann á hælj og yfirgaf hana, og hún stóð eftir í sínum eigin garði, án annars félagsskap ar en gjálpsins í lindinni, sem þarna var. Og svo settist hún niður á steinbekk og grét í næði yfir sinni eigin heimsku. VI. Frankie vaknaði fyrir sólarupp rás og fann til vellíðunar og sælu Hún var komin heim. Hún var í — Þér fáið hann við gjafverði — og svo er útvarp í honum — nauðsynlegt til dægrastyttingar þegar maður stanzar úti á þjóðvegunum! — Guði sé lof að ég náði ykk-[stígnum. .. Það eru Berti og En Sirrí er ekki með þeim! Þau'í turninum. .. Eltu þau Andy .. ur, Andy. .. Hvað sérðu vin- Rut með hreindýrið okkar! .. .hljóia að hafa skilið hana eftir, meðan ég leita að Sirrí! ur? Það er einhver þarna áí gamla svefnherberginu sínu 1 Laurier, þar sem voru hvítu hús gögnin, sem hún hafði átt, þegar hún var barn. í gærkvöldi hafði hún fengið Claudette til að flytja þau hingað úr stóra svefnherberg inu sem henni hafði verið búið. inn í þetta herbergi, sem hafði útsýni yfir svalirnar að húsa- baki og ána með trébrúnni, sem lá til Pálmahallar. Með því að líta ofurlítið til hliðar, gat hún séð turninn, þar sem herbergi Andrés hafði verið. Hann hafði kennt henni Morse-letur og þau höfðu skipzt á merkjum.. með speglum á daginn og lömpum á kvöldin. Frankie hallaði sér aft ur og fór að geta sér til um, til h\ers þetta herbergi væri nú not að þegar Pálmahöllin var orðin sjúkrahús.. kannske fyrir geymslu.. kannske skrifstofu. En þetta herbergi hennar vaf að minnsta kosti nákvæmlega eins og hún hafði hugsað sér það í fjarveru sinni og einmanaleik. Hún horfði nú á sólina gægjast upp fyrir fjöllin. streyma yfir dalinn og gylla hafflötinn í Lús- íuflóanum. Hún sogaði að sér hreint morgunloftið, eins og hún hafði gert í gær. En gærmorgun inn fannst henni miklu lengra burtu en einn sólarhringur. .svo margt hafði gerzt síðan. sfllltvarpiö Fimmtudagur 12. október 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 ,,A frívaktinni", sjómannaþáttur (Sigríður Hagalín). 15:00 Miðdegisútvarp. — (Fréttir. 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:00 Tónleikar — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18:50 Tlikynningar — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Concert Arts hljóm- sveitin leikur verk eftir tvö bandarísk nútímatónskáld; Vladi mir Golschmann stjórnar: a) „Hljóðlát borg“ eftir Aaron Copland. b) Tveir „kórískir“ dansar eftir Paul Creston. 20:20 Erindi: Þvert yfir Irland; fyrri hluti (Dr. Björn Sigfússon há- skólabókavörður). 20:45 Einsöngur: Jussi Björling syngur sænsk lög. 21:00 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm* sveitar Islands í Háskólabíói; —• fyrri hluti. Stjórnandi: Jindrich Rohan. Einleikari: Michael Ra- bin fiðluleikari frá Bandaríkj- unum. a) Karneval eftir Dvorák. b) Fiðlukonsert 1 e-moll eftir Mendelssohn. 21:45 Kórsöngur: Norman Luboff-kór inn syngur kvöldljóð. 22:10 Kvöldsagan: „Smyglarinn'* eftir Arthur Omre; XX. — sögulok. (Ingólfur Kristjánsson rith.). 22:30 Sinfónískir tónleikar: Sinfónía nr. 6 í es-moll op. 111 eftir Prokofjeff (Fílharmoníu- sveitin í Leningrad leikur; Ev- genij Mravinskij stjórnar). 23:10 Dagskrárlok. Föstudagur 13. október 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón leikar. «— 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Lesindagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp. — (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:00 Tónleikar — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr, 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Konsert í G-dúr fyrir víólu og strengjasveit eftir Tele mann (Heinz Kirchner og Kamm erhljómsveitin í Stuttgart leika; Karl Miinchinger stjórnar). • 20:15 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20:45 Tónleikar: Lög eftir Will Meisel úr óperettum og kvikmyndum. (Þýzkir liðtamenn syngja og leika). 21:00 Upplestur: Karl Halldórsson toll vörður les frumort kvæði. 21:10 Píanómúsík eftir Mendelssohnj Cor de Groot leikur Andante og Rondo Capriccioso í E-dúr op. 14 og varations sérieuses í d« moll op. 54. 21:30 Utvarpssagan: .Gyðjan og uxinn* eftir Kristmann Guðmundsson; XVIII. (Höf. les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Þjóðsögur úr Sléttuhreppi (Einar Guðmundsson kennari hefur fært í letur og flytur þær). 22:30 Islenzkir dægurlagasöngvarar: Heléna Eyjólfsdóttir og Oðinn Valdimarsson. 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.