Morgunblaðið - 12.10.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.10.1961, Blaðsíða 22
22 MORGVNBL4ÐIÐ Fimmtudagur 12. okt. 1961 Frá ársþingi Handknattleiksambandsins Handknattleiksfdlk aflar 70% teknanna sjálft greti orðið, þarf handknatt-*^ leiksfólk og stjórnvndur þess að leggja á sig mikið og erfitt starf, en í skýrslu stjórnar H. S. 1. kemur fram, að hing- að tii hafa þátttakendur sjálf- ir aflað um 70% þess fjár sem fer til að greiða kostnaðinn við förina. AUKINN HRÓÐUR í skýrslunni er allítarlegur kafli um það sem hæst bar á árinu, en það var þátttaka karla- landsíiðsins í 4. heimsmeistara- keppninni. Þar segir m. a. „Eftir sigur íslands yfir Svisslending- um, óx hróður okkar, en engan grunaði að nokkrum dögum síð- ar ætti lið okkar eftir að gera jafntefli við eina sterkustu hand knattleiksþjóð heimsins. Úrslitin gegn Tékkum komu sem þruma úr heiðskíru lofti og Tékkum varð þetta slíkt reiðarslag, að þeir voru vart viðmælandi næstu dagana á eftir. Leikurinn gegn Tékkum er án efa stærsti sigur íslenzks íþróttaflokks á erlendri grund. Nafn landsins og frammi- staða liðsins var á allra vörum og nú var „litli bróðir“ fyrir al- vöru orðinn „númer“. Stjórn Handknattleikssam- bandsins var að mestu endur- kjörin, en hana skipa: Ásbjörn Sigurjónsson, formaður, Axel Einarsson, Valgeir Árssælsson, Valgarð Thoroddsen og Axel Sigurðsson. <2 Fimleikamenn úr Ármanni, Fjölþœtt fimleika- starfsemi Ármanns Ekki er sopið kálið... Efst: Valbjörn sagði að þetta væri enginn vandi. Miðmyndin: Ég vissi ekki, að til væri hindrunargrindahlaup. Neðst: Hvernig fór Huseby að því að verða Evrópumeistari? Enska knattspyrnan * MARKAHÆSTU leikmennirnir í ensku deildarkeppninni eru nú þessir: 1. deild: Phillips (Ipswich) .... 14 mörk Crawford (Ipswich) .. 13 — Charnley (Blaokpool) .. 12 — Pointer (Burnley) .... 12 — Tambling (Chelsea) .. 11 — Charles (Arsenal) .... 10 — Ward (Cardiff) 10 — Pace (Sheffield W.) .... 9 — 2. deild: O’Brien (Southampton) 14 mörk Hunt (Liverpool) 13 — Clough (Sunderland) .. 12 — Pecock (Middlesbrough) 12 — Thomas (Scunthorpe).. 12 — Turner (Luton) <. 12 — Kirkman (Rotherham) 10 — Stokes (Huddersfield).. 9 — Bridge %%%%%%%%%%%£ FYRSTA umferð tvlmennings- keppni Bridgefélags Reykjavík- ur í 1. flokki fór fram þriðju- dagskvöld 10. okt. 10 efstu pörin eru sem hér segir: 1. Kristjana — Halla: 187 2. ívar — Ragnar: 180 3. Rósmundur — Stefón 180 4. Júlíus — Jón 180 5. Karl — Ólafur 174 6. Eiður — Guðjón 173 7. Sveinn — Ingi R. 172 8. Reimar — Ólafur 171 9. Björn — Elísabet 170 10. Þórarinn — Arnar 166 Næsta umferð verður spiluð í Skátaheimilinu í kvöld kl. 8. 3. deild: Döwsett (Bournemouth) 11 mörk McLaughlin (Shrewsb.) 11 — Rowley (Sherwsbury).. 11 — Allen (Reading) 10 — 4. deild: Weir (York) 14 mörk King (Colchester) .... 13 — Lord (Crewe) 13 — Arnell (Tranmere) .... 12 — Sl. mánudag léku Bolton og Tottenham í deildarkeppninni og sigraði Tottenham 2:1. Mikill spenningur er vegna landsleiks- ins milli Wales og Englands, sem fram fer n.k. laugardag í Cardiff. Wales-liðið, er álitið mjög sterkt og veldur því einkum að John Charles leikur með að þessu sinni. ALL mörg alþjóðleg bridge- mót hafa nú verið ákveðin og eru þessi þau helztu: Heimsmeistarakeppnin mun fara fram í New York í janúar 1962. í lok aprílmánaðar 1962 mun fara fram í París heimsmeist arakeppni í tvímenningskeppni. Næsta Evrópumót mun verða haldið í Líbanon, og mun það fára fram í september 1962. Heims- meistarakeppni mun síðan haldin í janúar 1963 og að þessu sinni í Evrópu, en enn hefur ekki verið ákveðið í hvaða landi. Evrópu- keppnin 1963 mun fara fram í V-Þýzkalandi og árið 1964 mun fara fram Olympíumót með svip- uðu sniði og var haldið s.l. ár á Ítalíu. Að þessu sinni mun mót- ið fara fram í New York. GUNNAR IÓNSSON LÖGMAÐUR við undirrétti oq hæstorétt Þingholtsstræb 8 — Sími 18259 FIMMTA ársþing Handknatt- leikssambands íslands var haldiS í félagsheimili K.R. sl. laugar- dag. Fráfarandi stjórn skilaði myndarlegri skýrslu, sem gefur til kynna, að starfið á loknu starfsári hefur staðið með miki- um blóma, og að handknattleik- urinn er sú íþrótt, sem með mest um blóma stendur hér á landi um þessar mundir. Þrátt fyrir þröngan efnahag og hin erfið- ustu skilyrði náði íslenzkt hand- knattleiksfólk mjög lofsverðum árangri, sem mikla athyglí hefur vakið erlendis. I skýrslu sambandsins kem- ur m. a. fram, að fyrir dyrum standa utanferðir og lands- leikir, bæði hjá kvenfólki og körlum. - Hefur karlaliðinu verið boðið í keppnisför til Balkanlandanna á næsta vori, en einmitt um sama leyti fer f r a m heimsmeistarakeppni kvenna í Rúmeníu. Ilefur Handknattleikssambandið mik inn hug á, að úr þessum ferð- um geti orðið, og jafnvei að sameina þær, þannig að þetta verði mesta utanför hand- knattleiksfólks til þessa. Til þess, að úr þessu ferðalagi 50 daga ferðalag SÆNSKIR knattspyrnumenn ferðast mikið og títt er að sænsk íjlög fari í langferðir til annara heimshluta. En ferðin sem Malmö FF leggur upp í um naestu mánaðamót mun þó algert met. Liðið ferðsist í 50 daga og á að leika 17 leiki. Þeir byrja leik við þar tvo aðra leiki. Síðan halda West Ham í Englandi og leika þeir til Teheran, Penang á Mal- akkaskaga, Bankok, Singapore, Jakarta og Kuwait. Allir liðs- menn ganga nú í bólusetningu gegn allskonar pestum sem hættu legar eru þeim á þessu ferðalagi s.s. taugaveiki, kóleru, gulu, mænuveiki o.fl. EINS og skýrt hefur verið frá nafa nokkrir aðilar bundizt sam- tökum um að efna til námskeiða í hressingarleikfimi fyrir konur. Eru þau víðsvegar um bæinn til þess að auðvelda konum að kom- ast á þau. Hefur aðsókn að námskeiðun- um í Laugarnesskólanum verið mjög góð og eru þau nær full- skipuð, en hjá ÍK og KR sem eru í Miðbæjarskólanum er hálf- skipað. Þá byrjar Ármann með námskeið í Breiðagerðisskóla n.k. mánudag. Námskeið á vegum íþróttafélags kvenna eru á mánu dögum og .fimmtudögum í Mið- bæjarskólanum, kl. 8,30 fyrir yngri konur, en kl. 8,45 fyrir eldri konur. A vegum KR er eitt námskeið í Miðbæjarskóla á mánudögum og fimmtudögum, og hefjast báða dagana kl. 9,30. Glímufélagið Ármann byrjar námskeið undir stjórn Kristínar Heígadóttur í Breiðagerðisskól- anum um helgina. Verður það einmg á mánudögum og fimmtu- dögum, báða dagana kl. 8,15. Væntanlegir þátttakendur geta FIMLEIKADEILD Ármanns er nú að hefja starfsemi sína og verða í vetur starfrækt, auk kvenna- og karlaflokka, svokall- aðir frúar- og Old-boys flokkar, en það eru flokkar fyrir konur og karla á öllum aldri. Um 70 konur æfðu síðastliðinn vetur af miklu fjöri og hefur nú verið ákveðið að skipta ílokkn- farið í ofannefnda tima, þar sem skrásetning fer fram, en narns- skeiðsgjald til áramóta er kr. 200 00. Ný köríuknatt- leikshöll í Finnlandi DANSKIR körfuknattleiksmenn eru nú á förum til Finnlands og leika þar landsleik 17. okt. í Helsingfors. Við það tækifæri verður vígð ný körfuknattleiks- höll Og mun'hún rúma 1500 áhorf endur. Körfuknattleikur á nú stórum vaxandi vinsældum að fagna. Al- þjóðasambandið telur 91 þjóð sem meðlimi. Er það næstum jafn- margar þjóðir og eru í knatt- spyrnusambandinu. Sama er sagan víðast. f Dan- mörku t. d. taka 77 lið þátt í Kaupmannahafnarmeistarakeppn inni en voru 58 í fyrra. um, þannig að æfingar verða bæði i íþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar, Lindargötu 7, og í Breiða- gerðisskólanum. Vegna fjölda áskorana verða starfræktir flokkar fyrir karla á öliura aldri (Old-boys). Úrvals kennarar munu kenna hjá fimleikadeildinni í vetur. L fl. og 2. fl. (byrjendaflokkar) kvenna, kennir frú Þórey Guð- mundsdóttir, en hún hefur kennt 1 ár við íþróttakennaraskólann að Laugarvatni. Þórey dvaldist einnig í 3 ár við nám í 1. M. Marsh College of Physical Educa- tion, Liverpool, Englandi. Frúarflokkunum kenna íþrótta kennararnir Halldóra Árnadóttir og Margrét Kristjánsdóttir. 1. fl., 2 fl. (byrjendafl.) og Old-boys kennir Vigfús Guð- brandsson. Þeir sem ætla að æfa hjá fim- leikadeild Ármanns í vetur, ættu að láta innrita sig í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonaf, Lindargötu 7, á þeim tíma, sem æfingar eru- Æfingatafla \ 1. fl. kvenna: Mánudaga kL 7 e.h. og miðvikudaga kl. 8 e.h. 2. fl. kvenna: Mánudaga kl.' 7 e.h. og miðvikudaga kl. 8 e.h. 1. fl. karla: Þriðjudaga kl. 9 e.h. og föstudaga kl. 8 e.h. 2. fl. karla: Þriðjudaga kl. 8 e.h. og fimmtudaga kl. 8 e.h. Frúarflokkur í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar: Mánudaga kl. 9 e.h. og fimmtudaga kl. 9 e.h. (i Breiðagerðisskóla: Mánudaga og fimmtudaga kl. 8,15 e.h.) Old-boys: Miðvikudaga kl. 7 e.h. og föstudaga kl. 7 e.h. Hressíngarleikfimi kvenna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.