Morgunblaðið - 12.10.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.10.1961, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 12. okt. 1961 -------------------- MORGVNBlAÐIÐ 23 Kuzbari vill sam- bandsríki Arabaþjóða DAMASKUS, 11. okt. — Nýja' sýrlenzka stjórnin bar í dag fram tillögu um nýtt sambands- ríki Arabaþjóða, en þó á öðrum grundvelli en Arabiska sam- bandslýðveldið var byggt. Kuzbari, forsætisráðherra, sagði í útvarpsræðu, að hug- mynd sýrlenzku stjómiarinnar væri sú, að öll Arabaríkin ættu að mynda samsteypu, en hvert um sig ætti samt sem áður að hafa fullt sjálfstæði og vera ein- rátt í innanríkismálum sínum. <$í--------------------------------- Forseti skyldi kosinn fyrir ,,Arabaheiminn“, sem hefði sam eiginlegt þing auk þess sem þing væri í hverju landi fyrir sig. Öll ríkin ættu líka að hafa eiginn her en jafnframt sameiginlegan her undir sameiginlegri stjórn til þess að annast landvarnir og reka heimsvaldasinna úr löndum Araba. (Þar mun hafa verið átt við fsraelsmenn). S-Afríkustjórn við Námskeið í meðferð gúmmíbjörgunarbáta IVái til s|ómanna á öllu landinu FORRAÐAMENN Slysavarnafé- lags Islands kölluðu blaðamenn á sinn fund í gær og skýrðu þeim frá því, að Slysavarnafélagið bafi ákveðið að efna til nám- skeiða, þar sem kennd verður og sefð meðfeíð gúmmíbjörgunar- báta. Námskeiðin befjast n. k. mánudag í Slysavarnahúsinu við Orandagarð fyrir sjómenn hér, en síðan er ætlunin að námskeið In nái til sjómanna á öllu land- inu. Gunnar Friðriksson, forseti Slysavarnafélagsins, sagði að reynslan hefði sýnt, að til þess að öruggt væri, yrði að kenna og æfa meðferð gúmmíbjörgunar- bátanna. Þ«ir eru, sem kunnugt er, lögboðin björgunartæki á skipum og hefur Skipaskoðun ríkisins eftirlit með þeim, en þó að skýringarmynd fylgi bátun- um, er ekki tryggt að allir, sem skráðir eru á skip, hafi kynnt sér hana og kunni að blása bát- ana út og fara með þá. Hlutverk Slysavarnafélagsins er ekki eingöngu að koma til hjálpar, þegar slys ber að hönd- um, heldur einnig að reyna að koma í veg fyrir hugsanleg slys. Þess vegna er þess vænst, að allir sjómenn noti sér þetta tæki færi til að læra meðferð gúmmí björgunarbátanna. Nái til allra sjómanna. Námskeiðin hefjast, eins og áður segir, mánudaginn 16. þ. m. j og standa daglega frá kl. 6 e. h. Á hverju kvöldi er gert ráð fyr- ir, að 20—30 menn komizt að. Þeir, sem óska að taka þátt í námskeiðum þessum, eru beðnir að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 14897 og láta skrá sig til þátttöku. Ef skips- hafnir óska eftir að fá tilsögn á öðrum tímum, en að framan greinir, mun félagið leitast við að hafa sértíma fyrir þær, þegar þeim hentar. Námskeiðunum verður haldið áfram svo lengi, sem aðsókn verður oð þeim, en síðan hefur Slysavarnafélag ís- lands fyrirhugað að halda sams- konar námskeið { öllum helztu verstöðvum landsins. Kennslu og æfingar á nám- skeiðunum munu annast þeir Óli Barðdal, sem er löggiltur eft- irlitsmaður björgunarbáta, og Ásgrímur Björnsson, stýrimað- ur, en hann kennir meðferð björguharbáta í Stýrimanna- skólanum. í sambandi við nám- skeiðin verður sýnd kvikmýnd um meðferð björgunarbáta. Námskeið fyrir húsmæður. Auk námskeiða í meðferð gúmmíbjörgunarbáta. mun Slysa varnafélag íslands gangast fyrir námskeiðum fyrir húsmæður á næstunni, haldin að tilhlutan kvennadeildar SVFÍ, um slysa- varnir í heimahúsum. Námskeið CFNAGERÐ REYKJAVÍKUR - - - » MPAUHifcRP RIKiSINS Ms. BALDUR fer 1 dag til Rifshafnar, Ólafsvík ur, Grundarfjarðar, Stykkis- hólms og Flateyjar. Vörumót- taka síðdegis í dag M.s. HEKLA ffer vestur um land í hringferð hinn 15. þ.m. Tekið á móti flutn ingi í dag og árdegis á morgun til Patreksf j ar ðar, Bíldudals, (Þingeyrar, Flateyrar, Súganda- ff-jarðar, ísafjarðar, Siglufjarðar, Akureyrar, Húsavíkur, Kópa- ekers, Raufarhafnar og Þórshafn ar. Farseðiar seldir á föstudag. Haraldur fékk enga síld ÁKRANESI, 11. okt. — Hring- nótabáturinn Haraldur kom inn í morgun og hafði enga síld fengið í nótt. Haraldur fór út á veiðar aftur eftir skamma viðdvöl í landi. Átta línubátar eru á sjó í dag. — Oddur. Skipað í deildir Iðnskólans SKIPAB verður í deildir Iðn- skólans í dag og eru mörg ný- mæli á döfinni, m. a. flugvirkja- deild. Eru 15 nemendur þegar skráðir í hina nýju deild- fyrir almenning í hjálp í viðlög- um og námskeið um slysavarnir á vinnustöðvum. Námskeið þessi og fyrirkomulag þeirra verða auglýst sérstaklega síðar. Kvikmyndataka. Þá er Slysavarnafélagið að láta gera kvikmynd fyrir barnaskól- ana, sem ætluð er til kennslu í umferðarmálum. Þeir Oddur Ól- afsson, ijósmyndari, og Gestur Þorgrimsson annast töku þess- arar myndar, sem sýnd verður í skólum í vetur. Fágætar bækur á bókauppboði Sig. Benediktssonar Á MORGUN, föstudag, kl. 5 í Sjálfstæðishúsinu heldur Sigurð- Ur Benediktsson fyrsta bókaupp- boð sitt á þessu hausti, em verð- ur það 80. í röðinni. Alls verða á uppboðinu 97 „númer“ og kennir þar margra grasa, sem bókamönnum fyndist fengur að. T. d. verður þar Ævisaga Christians Jacohsen, Winnipeg 1892, en af henni eru aðeins til þrjú eintök í heiminum; hin eru í eigu prófessor Sigurðar Nordal og Ragnars H. Ragnars á ísafirði. Ævisagan =r hin skemmtilegasta aflestrar og skrifuð í Heljarslóðarorustustíl. Einnig verður þar „Hvorn eiðinn á ég að rjúfa“ eftir Einar H. Kvaran, Eskifirði 1880, sem er fyrsta verk höfundar, ög „Að- vörunarorð og sannleikstraust" eftir Þórð Diðriksson mormóna, Kaupmannahöfn 1879, báðar ör- fágætar bækur. Bækurnar verða til sýnis í sjálfstæðishúsinu í dag frá 10 Ul 4 e. h. sama heygarðs- homið NEW YORK, 11. okt. — Dr. Louw, utanríkisráðherra S-Af- ríku, sagði í ræðu’í dag, að stjórn hans mundi alls ekki láta af stefnu sinni í kynþáttamálunum. Hún væri sú eina rétta. Gagn- rýndi. hann einnig aðgerðir SÞ gegn Tshomlbe í Katanga. — Varð ræða ráðherrans tilefni snarpra orðaskipta í þinginu. Fulltrúi Li- beriu lagði tU, að ræðan yrði „strikuð út“ úr fundargerðarbók- um þingsins, en fundi var slitið áður en það mál var leitt til lykta. Síðari fréttir: í kvöld voru samþykktar vít- ur á fulltrúa S-Afríku á Alls- herjarþinginu með 67 atkv. gegn einu, atkv. S-Afríku. 20 ríki sátu hjá við atkvæðagreiðsluna — meðal þeirra Bretland, Banda- ríkin og skandinavisku löndin. — Nýr maður Framhald af bls. 12. þá hélt nafnið U Thant áfram að vera efst á blaði. Hvorki Bandaríkjamenn né Rússar gátu fundið honum nokkuð til foráttu. Grundvallarskilyrðið var, að „frambjóðandinn" væri hlut laus. í því efni varð tæpast bent á annan, er bæti talizt standa nær því en U Thant að teljast fyllilega hlutlaus. — (Reyndar hefir Krúsjeff sagt, að enginn einstakur maður geti verið hlutlaus í heims- málunum í dag). — Burma hlýtur að teljast eitt hið hlut- lausasta land í heiminum nú. Það hefir á engan hátt engzt neinum ríkjasamtökum aust- urs og vesturs — og líka stað- ið utan við hið lauslega sam- band „óskuldbundnu ríkj- anna" (non-aligned eða un- oommitted nations), sem svo hafa verið nefnd. 0 Enginn annar Hammar- skjöld. U Thant er ekki sérlega asískur í útliti. Sumir segja, að hann sé eins og útitekinn Austur-Evrópumaður — aðrir, að hann líkist helzt Japana, sem sé af evrópsku bergi brot inn í aðra ættina — og enn eru þeir, sem finnst hann líkastur því sem hefði hann indíána- blóð í æðum. En Burmamaður er hann nú samt, hvað svo sem yfirbragðið gefur hug- mynd um. — Enda þótt það sé sennilega meginástæðan (á- samt drjúgum mannkostum) til þess, að hann verður nú að líkindum kjörinn til að iyfta — eða reyna að lyfta — hin- um „þunga arfi“ eftir Hamm- arskjöld, mun engum það ljós ara en U Thant sjálfum, að hann er á engan hátt neinn nýr Hammarskjöld. Hann kemst hvergi nálægt því að slíkur framkvæmdanna mað ur, sem Hammarskjöld — en skyldi það ekki líka vera ein aðalástæðan til þess, að jafn vel Sovétríkin virðast geta sætt sig við hann í embættið? — Askja Framh. af bls. 3. in grárri ösku sem náði surws staðar upp í skóvarp. En af- leiðingar af gosinu voru voða- legar. Mestur hluti vorsins • gekk í það að hreinsa ösk- una og spretta var svo sem engin. í Danmörku var efnt til samskota handa Austfirð- ingum. Þar var safnað pening- um, kjöti og korni og kom það sér ágætlega, enda þurftu bændur að farga miklum hluta af bústofni sínum. En fólkið bjargaði sér og ógn Dyngju- fjalla gleymdist þegar stundir liðu. Og grasið óx eins og áð- ur." Rjúkandi gígur og gapandi sprungur Enginn varð vitni að um- brotunum inni í sjálfri Öskju. En erlendir fræðimenn tóku nú að leggja þangað leið sína. Englendingurinn Watts kom þar sumarið eftir. Á leiðinni inn eftir urðu fyrir hOnum vikurbreiður miklar og á víð og dreif stórbjörg úr vikri, er varpast höfðu langt út fyrir fjöllin, sum á stærð við hey- sæti eða húskofa. Ofan af Dyngjufjöllum gaf að líta hrikalega sjón fyrir fótum hans. Botninn í Öskju hafði bilað á stóru svæði og sigið, svo að geysilegt jarðfall hafði myndast með gínandi hamra- flugum allt umhverfis. Eigi þótti þeim fagurt að líta nið- ur í þetta jarðfall, því að gap andi gjár og sprungur lágu þar þvert og endilangt, en upp úr þeim stigu þykkir gufu- mekkir. Ekkert stöðuvatn eða tjörn var þar þá enn. Norðan við jarðfallið sáu þeir stóran gíg, sem sendi digran reykjar- mökk hátt í loft upp. Hvar- vetna kraumaði og undi í þess um vítiskatli og megna brenni steinssvælu lagði fyrir vit þeirra félaga. Gígurinn er sá sem seinna fékk nafnið Víti. Smám sam- an safnaðist vatn í gíginn. Öskjuvatn hefur aldrei verið dýptarmælt. En Sigurjón Rist vatnamælingamaður ætlaði að gera það í sumar, en kom ekki bátnum upp eftir vegna þess að of mikill snjór var þar sem ryðja þurfti bílnum veg. Þjóðverjarnir hurfu Árið 1907 var annað minnis- vert ár í sögu Öskju. Þá um sumarið fóru þrír Þjóðverjar til rannsókna í Dyngjufjöll Og Öskju. 10. júlí var einn þeirra, jarðfræðistúdentinn Spetmann sendur til rannsókna nörður í fjöllin, en jarðfræðingurinn Walther von Knebel og málar- - inn Max Rudloff ætluðu að eyða deginum við mælingar á vatninu og nota til þess bát úr segldúk, er strengdur var málmgrind. Um kvöldið fann Spetmann hvorki mennina né bátinn og spurðist ekkert til þeirra eftir það, þrátt fyrir ítrekaða leit, og þótti mörgum það kynlegt. Sumarið eftir kom unnusta Von Knebels og með henni ungur jarðfræðingur til að grafast fyrir um leyndardóm- inn og dvöldust þau 10 daga við öskju. Fóru þau héðan trúlofuð, en höfðu ekkert fund ið, sem veitti upplýsingar um þá Rudloff og von Knebel. En talið var að þeir hefðu drukkn að í vatninu 10. júlí. Rólegt síðan 1926 Gerðist nú ekkert við öskju fyrr en 1921, er eldbjarmi og gosmökkur sást þar. Þá og nokkrum sinnum á næstu ár- um urðu hraungos þar innfrá Og mynduðust þá hraun við Öskju og af einu þeirra mynd- aðist eyja í vatninu, sem nú mun horfin. Og nú fyrir tveimur dögum fór Askja enn að láta á sér kræla, og sýna gosmekki. — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.