Morgunblaðið - 13.10.1961, Page 10

Morgunblaðið - 13.10.1961, Page 10
10 MORGUNVLAÐIÐ Föstudagur 13. okt. 1961 Frétta- maður IVIbl. til • • Oskju EINN af fréttamönnum Mbl., Elín Pálmadóttir, lagði af stað í leiðangur frá Akureyri í gær með Sigurði Þórarinssyni, jarðfræðingi, til öskju. Munu lesendur blaðsins því geta fylgst með því í Mbl., sem þarna er að gerast, frá sjónar- votti. Áður en fréttamaður blaðsins lagði af stað í leið- angurinn, sendi hann blaðinu lýsingu á því, sem fyrir augu bar, er hann flaug með Birni Pálssyni Og Sigurði Þórárins- syni yfir Öskju í gærmorgun. " Akureyri, 12. október. — Það er eitthvað á seyði, Á þessari mynd sést yfir Öskjuvatn. Krossinn lengra til vinstri á myndinni, sýnir hvar gufugosið er, en krossinn nær vatn- inu, er þar sem Víti er. I austri (lengst til vinstri á myndinnijsést hvar Herðubreið rís upp úr auðninni. (Ljósm. Bj. P.) er eitthvað á seyfli, • # sagði Sigurður Þórarinsson, er hann flaug yfir Oskju Það varð Sigurði Þórarinssyni að orði, er flugvél Björns Páls- sonar flaug yfir Öskju í morg- un. Grár leðjupollur blasti við í framanverðum fjallahringn- um kringum vatnið, skammt norðan við Víti, og þar stóðu Björn Pálsson tók þessa mynd af Víti í gær. Á myndinni má sjá, hvar ólgar í vatninu miðju, en efst virðist vera krap í vatninu, svo sennilega hefur skafið ofan í gýginn. — Takið eftir vængnum á flugvél Björns, senf hefur flogið mjög nærri gýgbörmunum. — Efst í vinstra horni myndarinnar sést í Öskjuvatn. gufubólstrar upp úr á þrem- ur stöðum. — Eg gæti ímyndað mér, að þarna myndáðist sprunga milli gufuholanna, sem eru í beinni stefnu, og komi hraun upp um, hélt Sigurður áfram, er þetta hafði verið skoðað. Lækur rann norðan úr poll- inum. Gígurinn Stóra-Víti virðist hafa skipt um lit, að dómi Sigurðar og Björns. Hann er vanur að vera rjóma- gulur, en nú er vatnið dekkra, grænleitt, og dökki liturinn ekki búinn að breiða sig yfir allan pollinn. Ekki virðist þó hiti þarna, því að íshröngl var við ainn barminn. Fréttamaður Mbl. var með í flugferðinni, er lagt var af stað frá Reykjavík um tíuleyt- ið að morgni. Það var létt- skýjað á Grímsstöðum og Möðrudal, en engar fregnir höfðu borizt af hálendinu. — Ef við verðum sérlega ó- heppin, þá getur verið kúfur á Öskju, sögðu menn. Er kom- ið var upp yfir miðjan Kjöl, var landið þakið snjó, sem sennilega hefur fallið í nótt, og náði hann norður af og nið ur í miðjar hlíðar við Eyja- fjörð. Annars segir Björn Páls son að snjóað hafi í fjalla- toppa í hverri viku í allt sum- ar inni á hálendinu. Brátt sáust Dyngjufjöll og Herðubreið í austri, og skömmu seinna bar Dyngju- fjöllin yfir Hofsjökul. Þau voru þokulaus. Ekki sást nokk ur reykur, og fór því að læð- ast grunur að sumum farþeg- unum: Var þetta plat? — Sigurður, þú átt ekkert erindi í Öskju í dag. — Jú, svaraði Sigurður, ég fer þangað, Og ef Jón og Morg- unblaðið, hafa platað mig, þá skal Jón að minnsta kosti fá að éta það allt ofan í sig á staðnum. Er nær dró Öskju, sást dökki pollurinn greinilega og gufustrókarnir þar upp af. Þeir voru ekki mjög miklir, en það er aldrei að vita, hvað gerist. Það tók Öskju rúmt ár að ná upp dampinum 1874, eins og getið var í frásögn í blaðinu í gær. Sigurður hallar sér út að glugganum Og er fullur af á- huga að sjá þessa fyrstu byrj- un, ef um gos væri að ræða. Hann og Jón Sigurgeirsson á Akureyri ætla ásamt nokkr- um fleirum á staðinn. — E. Pá. Þeir lögðu upp frá Akur- eyri í tveim jeppum kl. 2 og fréttamaður Mbl. slóst í för með þeim. Ætlunin er að fara upp hjá Hrossaborgum og í Herðubreiðarlindir, ef tök yrðu á að komast það í dag. En Sigurður sagðist vilja fara alla leið, þó það tæki eitthvað fram á nóttina. — St. E. Sig. S. Þóraránsdóttir frá Ingjaldshóli F. 6. júlí 1891. D. 12. scpt. 1961. Hún réðst með hrífu sína og reiddan miðdagsverð um refilstigu grýtta, var harla skjót í ferð, því einn var pabbi að heyja á engjateignum grænum frá ómegð þeirra hjóna og þernulausum bænum. Það tilheyrir bráðum löngu liðnum dögum sú tíð, þegar hús- freyjan stökk á engjarnar milli mála, lét yngsta barnið liggja í lautarskorningi meðan hún skar- aði saman ljánni, og flýtti sér síð- an heim til mjaltanna á kvöldin. Þetta var þó kannski hún mamma eða amma, einmitt sama konan, sem bar heim móinn á bakinu, reif upp lúsalyngið fram í móunum, eða svældi hálf- blautu þangi undir pottinn á hlóðunum, þar sem hún sat daglengis í reyk og svælu. Hve undarlega fjærri þeirri konu, sem nú snýr sínum raf- töppum og raðar diskum sínum í uppþvottavélina, veit ekki hvað á að snúa upp eða niður á hríf- unni og hefur aldrei heyrt lúsa- lyng eða þang nefnt. En undarlegast af öllu er það, að ósýnt þykir, hvor konan er hamingjusamari. Það er ekki hið ytra, sem skapar og eftir mann- lega hamingju heldur sú tilfinn- ing ástar og öryggis, sem í hjart- anu býr, en þar virðist hlóða- ( konan hafa verið eins auðug og j sú, sem snýr öllum sínum raf- töppum eftir kúnstarinnar regl- um. Hún Petrún Þórarinsdóttir þekkti vel hlutskipti hinnar fyrr nefndu og hafði raunar síðustu1 árin kynnzt þægindum tækninn ar á véla- eg atómöld. Hlutverk slíkra kvenna, sem I hún var, er bæði stórt og heilagt, ] I þótt hér sé um að ræða íslenzka . alþýðukonu, og fæstum finnizt J það hlutskipti æskilegt né um- talsvert. i Hvaða hagstofa eða vísinda- stofnun mundi geta reiknað út þann auð, sem þar hefur verið lagður á vöxtu til framtíðarinn- ar, né efnagreint þær fórnir, sem færðar hafa verið á altari þjóð- ar og lands. Konan í kotinu við sínar hlóðir eða eldstó, með allar sínar annir við skóbösl og fata- leppa, þegar hún loks hafði breitt ofan á hópinn sinn á kvöldin, minnt þau á versin sín og vermt kalda fætur, konan, sem samt gaf sér tíma til að lesa sögur og læra ljóð, hún sannar áreiðan-i lega flestum fremur kraft almætt is og elsku i mannlegri sál og starfi. Allt frá því hún fann fyrsta lífskvik fyrsta barnsins af 15 og til þess er höndin hreyfðist hinzta sinni einmitt til að gleðja eða gjöra eitthvað handa sínum 35 barna-börjium, þau öll gátu rúmast í ömmunnar hjarta. Petrún Sigurbjörg Þórarins- dóttir var fædd 6. júlí 1891 í Ólafsvík. Foreldrar hennar voru Jensína Jóhannsdóttir og Þórar- inn Þórarinssoj#, hjón sem síðar bjuggu lengi að Saxhóli í Bervík og var Þórarinn þar hreppstjóri. Hjá foreldrum sínum ólst Petrún upp ásamt systkinum sínum, en giftist árið 1913 Óskari J. Gísla- syni frá Tröð i Eyrarsveit. Þau bjuggu á ýmsum stöðum undir Jökli t. d. að Hellu í Beruvík og Ingjaldshóli við Hellisand, en síð ast á Akranesi og svo hér í Reykjavík. Þau eiga 14 börn á lífi, sem eru dreifð um Suðvest- urland og eiga flest sín eigin heimili, en öll farin frá æsku- heimili sínu, ein dóttir til Vest- urheims. En aldrei voru þau svo j dreifð, að ekki ættu þau sér at- l hvarf heima og í hjarta móður j j sinnar, sem vakti yfir velferð þeirra í bæn og ástúð. Hjónaband þeirra Petrúnar og Óskars var því blessað ríkulega, þrátt fyrir örbirgð þeirra og erf- iðleika um ævina. Eh þrátt fyrir fátækt sína voru þau auðug að Frh. á bls. 23 — Ræða Gunnars Guðjónssonar Framh. af bls. 8. þátttöku í Efnahagsbandalaginu ekki að fela í sér neina skyldu til aðildar, en opnar leið til um,- ræðna um hugsanleg skilyrði af beggja hálfu. Gæfist þannig tæki færi til þess að fylgjast nánar en ella með framvindu mála og að- staða til að hafa áhrif á fyrir- komulag ýmissa þátta, sem okk- ur snerta sérstaklega. 1 náinni framtíð munu mál þessi öll skýrast, Og sá tími nálg- ast því óðum, að við verðum óS taka endanlega afstöðu. Það væri því hyggilegt að nota vel þann tíma til þess að aðlaða efnahags- kerfi landsins og þá sérstaklega fyrirkomulag skatta- og tolla- mála, svo að við verðum sem bezt undirbúin, ef við ákveðunx I að stíga þetta skref.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.