Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 1
40 slður og Lesbök vtgmMábifo 48. árgangur 234. tbl. — Sunnudagur 15. október 1961 Prentsmiðja Morg inblaðsina Usumbara, Ruanda Urundi, 14. okt. — AP — 1 gærkveldi varð sá atburður í borginni Usumbara í Urundi, að forsætisráðherrann, Rwagasore prins, var myrtur — skotinn, þar sem hann sat að snæðingi í veit ingahúsi við strönd Tanganyika- vatns ásamt öðrum stjórnarmönn um. Illræðismaðurinn, sem komst undan, hafði falið sig í kjarri við veitingahúsið og skotið af rifli. Lík forsætisráðherrans hefur ver ið flutt til Kitgea, höfuðborgar Urundi, og verður jarðsett þar í dag. Rwagasore prins, sem var rúm lega þrítugur að aldri, var son- ur Mwambutsa konungs í Urundi — en konungurinn var einmitt eð undirbúa heimsókn til Belgíu. Kenm var þegar aflýst. # Hefndarhugur og . ættflokkadeilur. í Ruanda Urundi — sem er tvö smá konungsríki — eru íbúar um fimm milljónir, þar af 5000 Evrópumenn. Fram að heimsstyrj öldinni fyrri lutu konungsríkin stjórn Þjóðverja, en eftir styrjöld ina urðu þau verndarríki Þjóða foandalagsins og síðar Sameinuðu jþjóðanna undir stjórn Belgíu. Ruanda Urundi er fjöllótt land og giljótt. Það liggur í kvos mdlli Kongó (fyrrum belgísku Kongó). Uganda og Tangayika. Aðalat- vinnugreinar þar eru kaffi- og toaðmullarrækt og einnig nokkur xnálmvinnsla. Þó er landið mjög skamint komið á veg þró- unar. Hinn 18. september fóru fram jþingkosningar í landinu og fyrir 'hugað er, að það komizt í tölu hinna nýju sjálfstæðu ríkja Afríku þegar á næsta ári. En imenn óttast mjög að saga Kongó é s.l. ári eigi eftir að endurtaka sig í Ruanda Urundi. Hætta er á œttflokkadeilum eins og í Kongó — en þar eru þrír helztu ættflokk Framhald á bls. 23. Stefnubreyting? DANSKA útvarpið skýrði frá því í gær, að utanrikisráðherra Belgíu, Faul Henri Spaak, hefði lagt til við flokk sinn, jafnaðarm'annaflokkinn, að belgiska stjórnin viðurkenndi miðstjórnina i Leopoldville hínia hina einu löglegu stjórn Kongó lýðveldisins og sjálf- stæði Katanga yrði ekki leng- ur viðurkennt. Spaak. sagði, að aðskilnaður Katanga frá öðrum hlutum Kongó hefði mætt svo mikilli andspyrnu hinna nýju frjálsu ríkja Afriku að ekki væri rétt að svo yrði áfram. .-..¦¦¦ . -; Gufustrókinn leggur upp um opið á einum af nýju leirhvcrunum, sem myndast hafa í Öskju siðustu daga. Dr. Sigurður Þórar- insson stendur lengst til hægri og áætlar að úr honum renni 30 sekúndulítrar. Frásögn af umbrotunum þar innfrá er á bls. 3. Ljósm. Mbl. E. Fí Endanlegt vopnahlé í Katanga Elisabethville, 14. okt. — AP. SAMIÐ hefur verið um endanlegt vopnahlé í Katanga milli liðs Sameinuðu þjóðanna og Katangastjórnar. Þar með læt- ur herlið SÞ af hernaðaraðgerðum sínum sem miðuðu að því að sameina Katanga öðrum hlutum Kongólýðveldisins. Lið SÞ mun ekki hindra að Katangastjórn verjist sjálf ut- anaðkomandi árásum á fylkið — og felst þar í viðurkenn- ing á því, að hún beiti her sínum gegn hermönnum mið- stjórnarinnar í Leopoldville. Fregnir herma að þaðan hafi verið send nokkur herfylki að landamærum Katanga. Samkomulagið um vopnahlé í Katanga undirrituðu þeir Moise Tshombe og Mahmoud Khiari, fulltrúi SÞ, seint í gærkveldi. Samkvæmt því verður skipzt á föngum á mánudag — án vopna. Samningsaðila greinir enn á um eitt atriði, hvort skila skuli vopnum 130 lögreglumanna Kat- angastjórnar, sem að sögn herstjórnar SÞ gáfust upp 24. sept. sl. eða fjórum dögum eftir Mikil hátíðahöld á aldarafmæli sr. Bjarna Þorsteinssonar SlOiiUFIRÐI, 14. okt. — 100 ára íæðingarafmæli sóknarprestsins, tónskáldsins, rithöfundarins og feæjarmálaleiðtogans séra Bjarna Þorsteinssonar heilsaði Siglufirði með mildu haustveðri, oig fánar blakta hvarvetna við hún. í bóka verzlunum prýðir ný bók, „Óm- ar frá tónskáldsævi" glugga, en það er ævisaga séra Bjarna, Ing Framh. á bls. 23. að samið hafði verið tímabundið vopnahlé. Telur Katangastjórn því rétt að kalla þá „stríðsfanga" og beri að skila þeim vopnuðum til baka. Hinsvegar féllst Tshom- be á að láta atriði þetta liggja Lömunar- veiki eykst í Dan- mörku Einkaskeyti til Mbl. frá Kaupmannahöfn. 14. október. í SlÐUSTU víku voru skráð í Danmörku 12 ný, alvarleg lömunarveikitil- felli. Alls hafa því verið skráð 93 tilfelli frá því í aprílbyrjun, en það eru 28 tilfellum meira en árið 1958. Það ár voru skráð Frh. á bls. 2 á milli hluta og fjalla um það síðar við yfirstjórn SÞ. Katangastjórn fær aftur í hend ur mikilvæga staði, sem herlið SÞ náði í sínar hendur meðan baidagar stóðu yfir í Katanga og SÞ fá aftur fyrri bækistöðvar. Þá mun lögregla Katangastjórnar gæta flugvallarins í Elisabeth- ville og samkvæmt samningnum hefur stjórnin einnig heimild ttt að hafa þar fámennt herlið. Flug- völlurinn verður & morgun opa- aður fyrir eðlilegri umferð. Báðir samningsaðilar heita því að reyna að leysa öll deilumál sín í framtíðinni með friðsamleg- um samningum. Eitt víxlspor getur ieitt til ósigurs segir Macmillan, íorsætisróðherra Bretlands Brighton, Englandi, 14. okt. — AP — HAROLD MacmiIIan, for- sætisráðherra Bretlands, hélt Iokaræðuna á landsfundi í- haldsflokksins brezka í Brigh ton, sem var slitið í dag. Hann sagði þar meðal annars, að hin hugsjónalega barátta við kommúnismann kynni enn að vara manns- aldur eða lengur'. Vesturveld in yrðu að fylgja fastmótaðri stefnu í þeirri baráttu — eitt víxlspor gæti leitt þau til mikils ósigurs. Macmillan sagði, að menn yrðu að halda þeirri von sinni — sem jafnframt hlyti að vera takmark Vesturveldanna — að styrjaldarhættan minnkaði __ reiKna með því að tíminn fengi fx-ið til að græða öll sár. — Ef við trúum á sjálfa okkur, sagði forsætisráðherrann, mun það sem veldur okkur mestum erfið leikum nú, tapa styrk sínum og mætti í fyllingu tímans. — Við megum aldrei láta ónotuð tæki- færin til að lina spennuna í heimsmálunum, en við megum Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.