Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUISBLAÐIÐ Sunnudagur 15. okt. 1961 Njósnir TIL AÐ fyrirbyg.gja misskilning, vil ég strax taka fram, að ég er ekki leynivínsali eða viðskipta- vinur þeirra er stunda þá iðju. Tilefni þess, að ég sting niður penna að þessu sinni, er grein á annarri síðu Morgunblaðsins í dag, með fyrirsögninni „Samtök gegn leynivínsölu stofnuð". Und irfyrirsögn — „Halda uppi njósna Starfsemi um leynivínsala". Það kann að vera nauðsynlegt að koma í veg fyrir leynivínsölu í þessu landi, sem þó er aðeins til vegna ófullkominnar — mér ligg ur við að segja — hringavitlausr ar áfengislöggjafar. En að skapa þann móral meðal þjóðarinnar, að slíkt sé ekki framkvæmanlegt nema með því að stofna njósna- hring, leyfi ég mér að mótmæla kröftuglega. í>að er í fullu ósamræmi við hugtakið lýðræði og löggjafar- framkvæmdavald lýðræðisþjóð- félags að stunda njósnir um sam bórgara sína. Okkur er jafnan hugsað með hryllingi til einræð isþjóðfélaganna, sem byggja vald sitt á því, að þrír menn þora ekki að tala saman frjálslega, án þess að óttast að einhver þeirra sé njósnari ríkisvaldsins og komi hinum í snöruna, ef þeir voga aér að gagnrýna það vald. 1 fréttatilkynningunni frá þess um „samtökum" eru samantvinn aðar hótanir um ökuleyfissvift- ingu bifreiðastjóra, sektir og dóma. Hver eru þessi samtök, sem þora ekki að koma opinberlega Athuga- semd varðandi skrif um norrænu listsýn- inguna Herra ritstjóri. Það er leiðinlegt, þegar ýmis konar fólk, sem aldrei hefur tal- ið sér ómaksins vert að kynna sér myndlist að neinu ráði, er að skrifa í blöð um þessi efni og það að jafn auðvirðilegu tilefni og því einu að einhverjum lista- manni er ekki nógsamlega hælt. Skrif mín um myndli-st eru vit anlega enginn fullnaðar dómur. Þegar ég minntist ítillega á verk Sverris Haraldssonar á Nor rænu listsýningunni (Alþýðublað ið 24. sept. s.l.), lét ég ekki þau orð falla að verk hans væru „sveitarómantík“, eins og Einar M. Jónsson vill vera láta í blaði yðar (Morgunblaðinu 13. þ.m.), en ég kallaði þau „rómantískar stemningar". Mér hefir frá byrj un líkað verk hans yfirleitt vel, en tel hins vegar myndir hans á áðurnefndri sýningu lakari en margt annað, sem hann hefir áð- ur gert. Ég get fyrir mitt leyti ekki séð annað en að Sverxir Haraldsson komist óskaddaður frá þessum ummælum mínum. Það hafa miklu betri listamenn en hann orðið að þola meira og ekki orðið meint af. Það er því að tilefnislausu að Einar M. Jónsson reynir að rang snúa orð mín og er að verja þennan listamann, því það hefur aldrei verið á hann ráðizt af minni hálfu og því ástæðulaust að gera úr honum píslarvott. Með þökk fyrir birtinguna. Gunnlaugur Þórðarson Frá opnun málverkasýningar Eiríks Smiths í Listamanna- skálanum í gær. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, ræðir við Stefán Júlíusson, rithöfund. fram nema með stóryrðum og hót unum gegn samborgurum sín- um? „Samtökin" ákalla þjóðfélags- þegnana til fjárframlaga svo njósnararnir fái notið sín. Hver er trygging þín samborgari fyrir því, að nafnlaus leynifélagsskap- ur, sem kallar á fjárframlag þitt, sé ekki slunginn bófaflokkur, sem á miskunnarlausan en auð- veldan hátt er að komast yfir fjármuni þína? Meira að segja póst-utanáskriftin á bréf til „samtakanna“ er leynileg, „Poste Restante Reykjavík". Það er ekki af meðaumkun með þeim, sem brjóta hina mjög svo • ófullkomnu áfengislöggjöf okkar að ég rita þessar línur. Heldur vil ég aðeins minna á, að hugtakið njósnir í hvaða mynd sem það birtist, er í framkvæmd- inni andstætt réttlætiskennd ís- lendinga þ.e.a.s. annarra en at- vinnu-einræðispostulanna, sem allir þekkja. A meðal striðandi þjóða er njósnari réttdræpur talinn hvar sem til hans næst. Ég trúi því ekki að löggjafar- og refsivaldið á íslandi þurfi að notast við svo lélega hækju, sem þessi „samtök“ auglýsa sig að vera. Það er viss ólykt af fréttatil- kynningu „samtakanna" og þætti mér það ekki nein goðgá þótt einhverjir freistuðust til að feðra hana. Keflavíkurflugvelli 12. okt 1961 Þórður E. Halldórsson. Bridgekeppni kvenna SÍÐASTL. mánudagskvöld hófst í Skátaheimilinu tvímennings- keppni Bridgefélags kvenna, en í henni verða spilaðar alls 5 um ferðir. — Úrslit í 1. umferð urðu sem hér segir: 1. Petrína —• Sig- ríður 207, 2. Unnur — Sigríður 195, 3. Elín — Rósa 194, 4. Rósa — Sigríður 190, 5. Ásta Möller —■ Ingibjörg 190, 6. Sigríður — Kristrún 187, 7. Guðrún Ein. — Guðrún H. 185, 8. Ásgerður — Laufey 184, og 9. Rósa — Edda, 10. Halla — Kristjana, 11. Guð- björg — Þorbjörg, 12. Rannveig — Sigurbjörg. —• Önnur um- ferð verður spiluð á mánudags- kvöld 16. okt., í Skátaheimilinu Það er ekki hægt að kalla síðasta leik svarts afleik, en öllu léttara tafl fengi svart eftir 8. — Rxd4 T.d. 9. a) Dxd4, Rg4 9. b) Bxd4, Bxc5. 10 Be2 (Eftir 10. Bxf6, gxf6 hefur svartur ekkert að óttast). 10. — d6 og staðan er nókkuð jöfn. 9. Df3! — Be7 10. Bd3 — 0-0 Athugandi möguleiki fyrir svart var 10. — Rd7. 11. 0-0 — Bd7 Nú svarar hvítur 11. — Rd7 með 12. Dh3!. 12. Hael — b5 Síðasti leikur svarts á heima í svipuðum stöðum, og nú er kom- in upp, en sennilega átti Friðrik að reyna hér 12. - Rxd4. 13. Bxd4 e5, 14. Be3 (14. fxe5, dxe5, 15. Dg3, Bc5!). 14. — Bc6 og nú hef- ur svartur um tvö megin afbrigði að ræða. 1. Að leika Had8 með hótuninni d5 ef hvítur léki f5. 2. Að leika exf4 ásamt Rd7 og Re5 í báðum tilfellum með þokkalegum möguleikum á að jafna taflið. 13. Dg3! — Kh8 14. Rxc6 — Bxc6 15. e5 — Rg8 Ef 15. — dxe5. 16. fxe5, Rd7. 17. Dh3, g6. 18. Bh6. 16. Dh3 — Rh6 Eftir 16. — g6? 17. Bd4! d5. 18. f5! gxf5. 19Hef5! exf5. 20. Bxf5, h6. 21. e6t, f6. 22. Be3! Bd6. 23. Bxh6, Rxh6. 24. e7! og vinnur. 17. f5! Nú er Tal í essinu sínu Ösjálfrátt verður manni hugsað til hins forna veldis Kathólskun- ar, þegar svona harðsnúinn bisk up á í hlut. Ef 25. — Hxe8 mátar hvítur í 2 leikjum. 25. — h6 26. Bxc6 — Dxc6 27. Re4 — He8 Ekki 27. — De8? vegna 28. Rxg51 28. Dg6 — Hee7 29. h4! — Dd5 Skárra var 29. - - Bf4 30. Bxg7 j — Hxg7 31. Dxd6 — Dxd6 32. Rxd6 — Bxh4 33. He8f — Hg8 34. Rf7t — Kh7 35. Hxg8 — Kxg8 36. Rxh6f — Kh7 37. Rf5 — Bg5 28. b3 — gefið I.R.Jóh. QHMHMHHhQHghQHHi Hvítt: M. Tal. Svart: F. Ólafsson. Sikileyjarvöm. 1. e4 — c5 2. Rf3 — Rc6 3. d4 — cxd4 4. Rxd4 •— e6 5. Rc3 — Dc7 6. Be3 — a6 17. — ltxf5 18. Hxf5 — exf5 19. Bxf5 — g6 Vitaskuld ekki 19. - h6? 20. Bxh6! 20. Bd4! Það er að vísu rétt, að síðasti leikur hvíts er svar nærliggjandi, en hann er eigi að síður milli- leikur, og þess vegna gef ég hon um upphrópunarmerki. Aftur á móti var 18. Hxf5 í beinu fram- haldi af 17. f5! 20. — Kg8 21. e6! — Bg5(!) Ekki er sjáanleg nein lausn á vandamálum svarts, en síðasti leikur Friðriks er sá bezti. Tal hótaði m.a. Dh6. 22. exf7f — Hxf7 23. Bxg6! — Hg7 Ef 23. — hxg6. 24. Dh8 mát. 24. De6f — Kh8 25. Be8! • Starf útgefandans Að þessu sinni hitti Velvak- andi Gunnar Einarsson, for- stjóra Leifturs, að máli og spurði hann, hvernig honum líkaði að vera bókaútgefandi. Hér fer á eftir svar hans. — Ég hef nú fengizt svo lengi við bókaútgáfu, að jafn- vel þótt mér hefði fundizt hún viðsjárverð í upphafi, þá væri ég löngu búinn að sætta mig við hana. Bókaútgáfa hér á landi er mjög áhættusöm, og eru tvær ástæður íyrir því. Allt, sem þarf til bókaútgáfu, er inn- flutt og því háð verðsveiflum. Svo er hitt, að vegna fámenru is er markaður hér á landi af- ar þröngur. I því sambandi má minnast á það, að íslenzk bókaútgáfa hefur verið sett skör lægra en erlend, því að innfluttar útlendar bækur hafa verið tollfrjálsar, en lengst af allmikill tollur verið á efni til bókagerðar. Þetta er þó að jafnast. Það er ágætt að fella niður tolla á erlendum bókmenntum, því að okkur veitir ekki af að fylgjast vel með og ekki eru tök á að þýða alla hluti, en ekki ætti að gera innlendri bókagerð erfitt fyrir með tollum. • Bókaútgáfa örðugri nú wmmmmmmmmmtmmmmuA Bókaútgáfa er um margt örðugri nú en áður. Meðan hún var hvað mest hér á landi, á irunum 1940—1950, var meðalupplag bókar 2—- 3000 eintök, en nú er það ekki nema 12—1500. Okkur, sem fáumst við bókaútgáfu, finnst, að almenningur verji yfirleitt mjög líkri upphæð til bóka- kaupa frá ári til árs, en vegna þess að bókaverð hefur hækk að allmikið síðustu ár, fækk- ar þeim bókum, sem hver og einn kaupir. Fjöldi útgefinna bóka hefur þó ekki minnkað, og þvi lækkar salan á hverju upplagi. A árunum kringum 1920— 1930 var það almenn regla við útgáfu bóka, að söluverði bóka mátti deila í þrennt: Þriðjungur bar kostnað viS ritlaun, prentun og annan út- gáfukostnað. Þriðjungur eða tæplega það fór til kostnaðar, eftir að bókin var komin út, en afgangurinn var hagnaður. Sem sagt: Einn þriðji var beinn. óumflýjanlegur kostn- aður, en tveir þriðju hagnað- ur og ýmis útgjöld, viss eða óviss eftir atvikum. Nú hafa hlutföllin snúizt heldur betur við, því að tveimur þriðju hlutum söluverðs upplagsins og jafnvel þremur fjórðu er ætlað til að standa undir kostn aði, en þriðjungur eða minna verður hagnaður, ef bókin selst. Það þýðir, að seinasti Gunnar Einarsson. þriðjungur upplagsins verður að seljast, ' ef hagnaður á nokkur að verða. • Tvöfalt sjónarmið mmmmmmmmmmmmLmmmmrntM-._ * Erlendis tíðkast að * gefa fynst út frumútgáfu í tiltölu- lega litlu upplagi, 1—2000 ein. tökum, sem er vitanlega mjög lítið á erlendan mælikvarða. Því eru erlendar frumútgáfur að jafnaði dýrar. En seljist bókin, er hún þegar gefin aft- *r út og lækkar þá í verði, því að stofnkostnaðurinn er fallinn frá. Þrátt fyrir lágit verð í seinni útgáfum, ge.a útgefendur því samt haft góð- an hagnað af bókinni. Hér verður aftur á móti að byggja alla von og alla áhættu á einu upplagi í langflestum tilvik- um. Flestir útgefendur hér verða því að hafa þetta tvöfalda sjón armið í huga: að gefa út bæk. ur, sem seljast, hafa örugga söluvon, en eru e.t.v. léttmeti. til þess að geta ráðizt í út- gáfu annarra bóka, sem telj- ast til bókmennta, en hafa ekki öruggan kaupendafjölda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.