Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 8
8 Af fí R C V V »> r i *> | 0 Sunnudagur 15. okt. 1961 Færeysk lisí MENNTAMÁLARÁÐ Islands liefur boðið færeyskum lisla- mönnum að halda listsýningu hér í Reykjavík, og sú sýning íltendur nú yfir í sölum Lista- safns íslands. Þetta var vel hugsað af Menntamálaráði og sannarlega tímabært, að við ís- lendingar höfum meiri og nán- ari menningarkynni af frændum og grönnum okkar, en hingað til hefur verið. Við höfum að vísu lengi vit- að, að Færeyingar áttu sér- stæða menningu, sem staðið hef- ur föstum rótum í þjóðlífi þeirra um langan aldur. Kvæði þeirra og dansar, svo eitthvað sé nefnt. Þjóðbúningar þeirra í senn virðulegir og heillandi. Nútímabókmenntir þeirra eru og vel þekktar hérlendis, ekki hvað sízt skrif töframannsins William Heinesen. Hitt mun fáum hafa verið kunnugt, að myndlist væri einnig með blóma á eyj- sú listgrein sem einna mest skortir þjóðlega arfleifð, skuli vera á því menningarstigi, sem raun ber vitni. Mér er nær að halda, að myndlist hafi verið sterkari þáttur í þjóðarsögu Færeyinga en þeir sjálfir vilja vera láta. Myndlist er forgengi- leg, og hver veit nema kirkjur þeirra Færeyinga hafi verið með meiri glæsibrag en vitað er um. Þetta er aðeins hugarrenning, um þetta veit ég ekkert. En spurningin hefur vaknað ein- vörðungu vegna þess, að sýni- legt er, að myndlist á sterk tök í þeim listamönnum er skapað hafa þessa sýningu. Á sýningu Færeyinga í Lista- safni íslands eru yfir 120 lista- verk gerð af 15 listamönnum. Af þeim er aðeins einn mynd- höggvari, JANUS KAMBAN, og á hann 6 höggmyndir á sýning- unni. Aðrir listamenn sýna mál- verk, vatnslitamyndir, teikning- Sámal J. Mikines: „Við dánarbeð.“ unum. Sú sýning sem nú er í Listasafninu, er, að ég held, miklu betri en margir gerðu sér vonir um, og ég játa það hér með, að mér datt ekki í hug, að jafn lítil þjóð og Færeying- ar gætu komið saman svo heilli listsýningu í svo miklum salar- kynnum, sem sýning þeirra fyll- ir. Ég hafði aðeins séð verk eftir fjóra listamenn frá Fær- eyjum áður en þessi sýning opnaði. Það má með sanni segja, að það sé ánægjulegt fyrir færeysku þjóðina, að hún skuli vera þess megnug að koma fram á þann hátt, sem hér á sér stað. Þegar að því er gáð, að rúm- lega 35 þúsundir manna búa í Færeyjum, þá er það ekki lítið afrek þessa litla þjóðarbrots, að Janus Kamban: „Fiskimaður“ ar, tréristur og nokkrar mynd- skreytingar við ljóð. Þetta er umfangsmikil sýning, sem gef- ur góða hugmynd um myndlist meðal Færeyinga í dag. Eitt er það enn sem mig lang- ar til að vekja athygli á, áður en lengra er haldið. Á þessari sýningu gefur að líta glæsilegt sýnishorn af því hvernig Fær- eyingar búa að myndlist sinni í prentverki. Nokkrar sýningar- skrár og bækur eru til sýnis, og sé ég ekki betur en að á þessu sviði standi Færeyingar miklu framar því, sem við eig- um hér að venjast. Allur frá- gangur er með mikilli prýði og gætum við mikið af þessum þætti færeyskrar menningar lært. Þetta eru vel unnir og vandaðir hlutir, þeim til sóma, er gert hafa. Það er margt fleira, sem taka mætti fram í þessu skrifi áður en sjálf verk listamannanna yrðu nefnd. En til að stytta skrifið, skulum við ganga í sali Listasafnsins og litast um. Fyrstur verður á vegi okkar INGÁLVUR AV REYNI, málari um fertugt, sem auðsjáanlega vinnur af mikilli alúð og gerir tilraunir með sterka klingjandi liti, sem hann hemur á mynd- fletinum. Hann notar einnig mjúka gráa tóna er hann teflir móti sterkum áberandi litum og gefa abströktum myndbygging- um hans sérstakan svip. Portrett málar hann einnig af við- kvæmni og með öruggri tilfinn- ingu. „Stúlka“ No. 107, er gott dæmi um það. Fyrir um það tíu árum sá undirritaður sýn- ingu af teikningum þessa lista- manns í Kaupmannahöfn, og virðist Ingálvur af Reyni hafa tekið stór og mikil stökk frá þeirri sýningu. í næsta sal verður á vegi okkar ungur málari, STEFAN DANIELSEN, sem er einn eftir- tektarverðasti listamaður, sem á verk á þescari sýningu. Hann er Stefan Danielsen: „Nolseyjarkirkja". í list sinni, og bera verk hans þess vissulega merki. Hann hef- ur mjög næmt auga fyrir litum og línum, og honum tekst að ná einhverju einföldu og tæru frá sjálfri náttúrunni í verk sín. Hann málar eins og hann sér og finnur. Litimir eru tær- ir og bjartir, lagðir á léreftið með alúð. Lítil mynd, No. 4, „Rökkur“, er eitt af beztu verk- um Danielsens. Einföld og sterk í gráum tónum. Einnig nefni ég „Nólseyjarkirkju", sem er mál- uð af virðingu og hógværð á dálítið klaufalegan hátt, sem þó gerir sjálft verkið innilegra og hreinna. Enginn islenzkur mál- ari, sem ég veit um, hefur eins ekta PRÍMÍTÍVA tilfinningu og þessi granni vor í Færeyjum. SÁMAL J. MIKINES er tví- mælalaust þekktasti málari Fær eyja, og á hann yfir tuttugu verk á þessari sýningu. Það gefst því gott tækifæri til að kynnast þessum málara. Hann er ástríðufullur listamaður, sem notar sterkar sveiflur og átök milli ljóss og skugga í verkum sinum. Á stundum virðist hann yfirbugast af þunglyndi og svart sýni, en í annan stað hafa verk hans mikla litaglóð £ háum tón- um ,og fjörið verður yfirsterk- ara mannlegum sársauka. Hann vinnur verk sín á frjálsmann- legan hátt og lætur sig engu skipta smáatriði. Mikines notar breið og sterk pensilför, og mikið skap verður lesið úr verk um hans. Fyrirmyndir sínar sækir hann í færeyskt þjóðlíf, og hann stendur þar mjög föst- um fótum. Mikines er dugmikill málari þegar honum tekst bezt, og sem dæmi þess nefni ég þrjú verk: No. 74, „Grindadráp“, No. 77, „Abstraktion" og No. 83, „Jónsmessumál“. En Mikines á það einnig til að gera verk sín og þung í litabyggingu, þann ig að þau skilja lítil áhrif eftir hjá þeim er skoðar. Hinn mikli rithöfundur WILLI AM HEINESEN lætur ekki myndlistina afskiptalausa. Hann á hér nokkrar pástellmyndir, sem sýna vel kýmni þessa meist ara orðsins. Karlarnir hans Heinesen eru harla tröllslegir, með glettni í augum og bólur á nefi. JÁKUP OLSEN á að- eins eina mynd á sýningunni. Einkennilega mynd, „Fjallaeyj- ar“, málaðar á sérkennilegan hátt. TERJI SKÝLINDAL á tvær myndir, og „Hvalskurður" er litsterk og ber af. SAKARIAS HEINESEN virðist ekki hafa nægilegt vald á litamerðferð til að sannfæra man með verkum sínum. BIRGITTA JOHANNES- SEN sýnir nokkrar vatnslita- myndir, gerðar í mjúkum litum og átakalausum, sem hafa ekki mikil áhrif á undirritaðan. SÚNI JAKOBSEN byggir verk sín vel og látlaust, en litirnir ná ekki þeim tökum á áhorfendum, sem vera ber. SIGMUNDUR PETER- SEN sýndi hér nýlega í Mokka Kaffi, við litlar undirtektir, en þær myndir, sem á þessari sýn- ingu eru, hafa allt annan svip og eru betri listaverk. RUTH SMITH vekur sérstaka athygli í verkum sínum. Hún meðferð hennar er oft kraftmik- il, þótt hún noti ekki háa og skæra tóna. Sjálfsmyndir henn- ar eru ágætar og gefa til kynna, að þessi listakona hafi verið stórbrotin og leitandi. Ruth Smith er látia, en með fráfalli hennar hefur verið höggvið stórt skarð í raðir færeyskra lista- manna. FRIDA í GRÓTINUM er eft- irtektarverð listakona, sem stíl- færir verk sín á persónulegan hátt. Hún notar látlausa, gráa og bláa liti, sem falla vel að þeim stíl, er hún hefur valið sér. Verk hennar virðast vel fallin til skreytingar á veggj- sagður algerlega sjálfmenntaður j málar með miklu öryggi og lita- nokrar vel gerðar tréristur, sem sóma sér ágætlega á þessari sýn ingu. HANUS HANSEN sýnir nokkur verk, sem eru ummargt ólík hvert öðru. „Andlitsmynd“, No. 28, er mér sérlega minnis- stæð og ber með sér fínleik og næma tilfinningu. Annað verlc er einnig eftirtektarvert, No. 29, „Nólsey", þar byggir lista- maðurinn á einfaldan og áhrifa- ríkan hátt og gefur vel það andrúmsloft, er leikur um fyr- irmyndina. JANUS KAMBAN er einl myndhöggvarinn í Færeyjum, og eins og segir í upphafi þessarar greinar á hann 6 höggmyndir á sýningunni. Hann hefur bezt gert að mínum dómi í tveim verkum: öðru er hann sýnirþriá karla standa á bráð sinni grinda hvalnum og hvílast með stolt- an svip eftir drápið. Hitt verk- ið er fiskimaður, er stendur vígalegur í fiskkös, með hníf í hendi. Þetta eru sannfærandi verk og hafa fyllingu í formi. Eitt verk enn langar mig að minnast á. Það er tvílemba, snot urt verk, sem ekki lætur mikið yfir sér. Vel á minnzt, er ann- ars nokkur höggmynd af sauð- kindinni til í voru landi? Heildarsvipur þessarar fær- eysku listsýningar er með ágæt- um. Þar eru «kki áberandi hor- tittir, eins og svo oft vill verða, þegar margir listamenn leiða saman hesta sína. Það er til mikils sóma fyrir Færeyinga að sýna menningu sína á þann hátt, sem hér er gert. Ég þakka fyr- Ingálvur av Reyni: Utsýni úr lofti. um eða til vefnaðar, og má vera, að stíll hennar sé ein- mitt á þann hátt til orðinn, en það veit ég ekkert um nánar. ELINBORG LUTZEN sýnir ir að þessi sýnlng skuli hafa verið haldin i Listasafni íslands. Þetta er skemmtileg og fróðleg sýning um færeyska menningu. Valtýr Pétursson. E'nar á Hvanná sextugur EINAR Jónsson, bóndi að Hvanná í Jökuldal er sextugur á morgun. Foreldrar hans voru Jón oddviti Og alþm. Jónsson, bóndi að Hvanná og kona hans Gunnþór- un Kristjánsdóttir, bónda á Hvanná Jóhannssonar Kröyer. Einar gekk í alþýðuskólann að Eiðum 1918—’20, en dvaldist síð an heima með foreldrum sínum. Hann tók við búi á Hvanná 1930 asamt Benedikt bróður sínum. Bjuggu þeir félagsbúi þar til Benedikt lézt. Stendur félagsbúið á Hvanná enn og veitir Einar því forstöðu. Árið 1933 kvæntist Einar Krist björgu Guðmundsdóttur úr Eyr- ursveit á Snæfellsnesi. Hafa þau eignast fjögur börn, sem öll eru á iífi. Einar gerðist hreppstjóri Jökul- dælinga 1944 og er það enn. Fleiri trúnaðarstörfum gegnir hann einnig fyrir sveit sína og annast auk þess póstafgreiðslu og síma- vörzlu. Hann hefur nýlega byggt mikið íbúðarhús að Hvanná, en áður var þar mikill bær og traust ur. Sömuleiðis útihús öll og rækt- að svo tún að nú er allur heyskap ur fenginn af ræktuðu landi. Félagsbúið að Hvanná hefur jafn an verið eitt stærsta bú sveitar- innar. Einar á Hvanná er drengur góð ur og farsæll í starfi. — Vinur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.