Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 10
10 MORGV TS LL ífílÐ Sunnudagur 15. okt. 1961 | Samstarfið eins og bezt verður á kosið Rætt við starfsfólk Aiþingís NÚ er sumarleyfi þingmanna lokið og AXþingi tekið til starfa á ný. Fréttamaður blaðsins brá sér því út í Al- þingishús, en ætlunin var ekki að ræða við þingmennina sjálfa, heldur nokkra þeirra kunnu hraðritun. Skrifararnir hreinrituðu ræðurnar sjálfir Og stóð stundum á að þeir skil uðu þeim og einstaka ræður komu aldrei til skila. En í hópi skrifara voru einnig marg ir ágætismenn, sem skiluðu •ingverðimir Ólafur Þorvaldsson (t.v.) og Jakob Jónsson (t.h.) mörgu starfsmanna, er vinna að því að búa allt sem bezt í haginn fyrir fulitrúa þjóðar innar, sem vinna þarna sín mikilvægu störf. ★ Fyrst hittum við að máli Friðjón Sigurðsson, skrifstofu- stjóra Alþingis og spyrjum hann hvort ekki verði mikil umskipti, þegar þingið tekur til starfa á haustin. — Jú vissulega verður hér iniklu meira um að vera og tala starfsfólks eykst um all- an helming. Á sumrin eru hérna aðeins ég, tveir full- trúar og ein skrifstofustúlka, húsvörðurinn og einn piaður við skjalavörzlu. Þegar þingið tekur til starfa koma þing- verðirnir, konurnar, sem ann- annast fatavörzlu og síma- vörzlu, deild, sem sér um þing skriftir, upptökumenn og þing sveinar svo eitthvað sé nefnt. — Er ekki mikill munur síðan farið var að taka þing- ræður upp á segulband? — Jú. Á því var byrjað 1953. Áður voru 16 þingritarar, sem handskrifuðu ræðurnar. Sumir kunnu hraðritun, aðrir ekki og komu þeir sér oft upp sínu eigin skammstöfunar- kerfi. Segulbandið er eins og gefur að skilja miklu örugg- ari heimild. Oft var hætt við því að efni ræðanna raskaðist í höndum skrifaranna þá sér- staklega þeirra, sem ekki handritum, er standast fylli- lega samanburð við segul- bandsupptökurnar. — Hvað hafið þér gegnt starfi skrifstofustjóra lengi? — Síðan 1956, frá 1945 var ég fulltrúi. — Hver er elzti starfsmað- ur Alþingis? — Ingibjörg Pétursdóttir, hún hefur starfað sér við símavörzlu í 37 ár. ★ Við göngum fram í síma- klefann, þar sem Ingibjörg Pétursdóttir er við starf sitt. — Þér hafið unnið hér lengst allra, Ingibjörg? — Já ég byrjaði við slmann 1925 og hef séð marga, bæði þingmenn og annað starfsfólk koma og hverfa. Þetta hafa allt verið ágætir samstarfsmenn og mér hefur alltaf líkað starf mitt mjög vel. — Hafa ekki orðið miklar breytingar síðan þér hófuð þetta starf? — Jú, þær hafa orðið mikl- ar og til batnaðar. Nú hef ég hérna símstöð, en fyrst var að- eins einn borðsími. Nú eru hér töflur með peru og takka fyrir hvern þingmann. Þegar þeir koma inn er kveikt á ljósinu og slökkt þegar þeir fara. En fyrst á meðan fatageymslan var 1 kringlunni, þá þekkti ég yfirhafnir þingmannanna og sá hvort þeir voru við eða ekki. — Þér eruð hérna aðeins yfir þingtimann? — Já, þegar þing starfar ekki, stilli ég stöðina á þá síma, sem eru í notkun. — Vilduð þér nefna nokk- urn þingmann, sem yður er minnisstæðastur? — Þeir eru allir mjög við- feldnir í framkomu og tek ég engan fram yfir annan. ★ Frammi á ganginum hittum við Ólaf Þorvaidsson, sem verið hefur þingvörður í 19 ár. Friðjón Sigurðsson, við kjör. skrifstofustjóri, aðstoðar aldursforseta (Ljósm. Ól.K.M.) — Ég hef ekkr verið lengst, segir Ólafur, það er Jakob Jónsson, yfirþingvörður. Ólaf- ur kallar á Jakob og við ræð- um við þá nokkra stund. — Hve lengi hafið þér verið þingvörður? spyrjum við Jakob. — í 27 ár. — Hvað eruð þið margir þingverðirnir? — Við erum níu og vinnum vaktavinnu. — í hverju er starf ykkar aðallega fólgið? — Við önnumst dyra og pall vörzlu. Þ. e. a. s. við leiðbein- um fólki, sem er ókunnugt í húsinu. Sumir ætla kannski beint inn í sal, þegar fundir standa yfir. Einnig tökum við á móti mönnum, sem ætla að hitta þingmennina og segjum þeim frá því. SvO önnumst við ýmsar erindagerðir fyrir þing mennina, sendum annað hvort þingsveina eða förum sjálfir. — Vinnið þið hér aðeins yfir þingtímann? — Já, segir Jakob, ég vinn t. d. i lögreglunni, nema á meðan þing stendur. — Ég er hér allt árið, segir Ólafur, og vinn við skjala- vörzlu og fleira á sumrum. — Hvaða ár hafa þingskjöl orðið flest? — Það var 1944, þá urðu þau 1286. Annars eru þau um 600 að jafnaði eftir hvert þing. — Er yfirleitt margt fólk á Vigdís Torfadóttir, Kristin ísleifsdóttir og Ingibjörg Pétursdóttir, sem starfaff hefur hjá Al- þingi í 37 ár. Markús Jónsson, húsvörffur áheyrendapöllunum? — Það er mjög misjafnt, stundum er alveg fullt t. d. þegar mál, sem vekja almenn- an áhuga eru á dagskrá. Stund um er fátt, en oftast einhver. — Hvaða fólk kemur mest? — Það er mest skólafólk og eldri menn, sem hættir eru að vinna. — Er ekki minna um að fólk komi niður í Alþingishús til að hlusta á en áður var. — Jú, það voru miklu fleiri, sem komu að staðaldri, áður en byrjað var að útvarpa frá þinginu. T. d. áður en farið var að útvarpa eldhúsdagsumræð- um, stóðu þær stundum viku Og var þá oft margt um mann- inn á áheyrnarpöllunum. — Er enginn þingmaður af þeim, sem horfnir eru af þingi ykkur minnisstæðastur? — Nei enginn sérstaklega, það er alltaf sjónarsviptir aff góðum mönnum. Samstarf okk ar starfsmanna bæði við þing- menn og innbyrðis hefur alltaf verið eins og bezt verður á kosið. Niðri í fatageymslunni hitt- Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.