Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 11
Sunnudagur 15. okt. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 11 I m m m ■ ’ ~ ” Undanreiðarmaður á Grímstunguheiði r * A stórasandi og í Fljótsdrögum — HVAÐ ERTU að segja? Ætlarðu raunverulega í göngur fyrir Guðmund í Ási, einn harðvítugasta framsóknarmanninn í Vatnsdal? Nei, nú lýgurðu, sagði einn kunningja minna við mig er ég sagð- ist vera að fara í göngur á Grímstunguheiði. Ég hélt þvi fram að göng- umar kæroiu að sama gagni fyrir mig hvort sem Guðimund ur í Ási væri framsóknarmað- ur eða ekki og með það var ég stokkinn upp í hraðferð Norðurleiðar h.f. og kominn af stað norður í land. Meðferð is hafði ég svefnpoka og vind- sæng, vantsgalla og hnakk- töstou með nokkru i, sem ómiss andi er fyrir gangnamann. Særoundur • I'riðriksson framkvæmdastjóri Stéttar-' sambands bænda og yfirmað- ur sauðfjárveikivarnanna var einnig í bílnum. Hann var á' leið til fundar við Vantsdæl- inga og Víðdælinga vegna fjallskila í Fljótsdrögum, en þar eru menn ekki á eitt sátt ir hverjum raunverulega beri að smala. Efri Flj ótsdrög eru upprekstrarland og eign Borg firðinga, en þeir geta ekki nýtt það nú vegna þess að að þvert yfir Drögin hefir ver ið girt. Víðdælingar og Vatns- dælingar eiga ámóta margt fé á þessum slóðum, en það hef- ir komið í hlut Vatnsdælinga að smala landið. Ætlunin var að reyna að finna einhverja lausn á þessu máli og til þess var Sæmundur á leið norður. Skömrnu eftir að við stigum úr bílnum hjá Sveinsstöðum kom heimasætan í Ási brun- andi á jeppa föður síns til þess að sækja okkur. Meiri virðingu gat Ásbóndinn vart sýnt gesti sínuim. og gangna- manni. Við Sæmundur sett- umst upp í jeppann ag brun uðum fram að Ási. Ég gekk snemtma til hvílu um kvöldið því ég gerði ráð fyrir að heppilegast mundi að halda vel hvíldur upp á fjöll, því ef að vanda léti mundi lít ið sofið fyrstu nóttina í göng um Vatnsdælinga svo sem víða annars staðar. Nesti handa 10 manns Skömmu fyrir hádegi næsta dag kallaði húsfreyjan í Ási á mig og bað mig vera við- staddan er tekið væri til gangnanestið mitt og búa nið- ur í klyftöskurnar. Aðal vanda málið var að fá blessaðar kon- urnar með góðu til þess að láta ekki allt þetta nesti nið- ur, sem mér hafði verið ætlað. Samt fór svo að ég var nauð- beygður til að hafa meðferðis nesti, sem nægt hefi 10 gangna mönnum. Um hádegið var allt tilbúið. Við Jón vinnumaður í Ási lögð um trússið á Rauð en hnakk- inn á Gráblesa og ég reið úr hlaði vel búinn til tæprar viku dvalar á fjöllum. Fyrsti áfang inn var fram í Grí-mstungu. I>aðan ætlaði ég að verða sam ferða Grímstungubræðrum og Gísla á Hofi fram að svonefnd um Öldumóðuskála, en það var fyrsti náttstaður okkar á fjöllum. Ég dólaði einn fram sveit- ina, því ég hugðist fara hægt fyrsta áfangann. Knapinn var þungur og leiðin löng og því bezt að fara hægt af stað. Nokkrir gangnamenn höfðu áður komið neðan úr sveit, því undanreiðarmenn á Gríms tunguheiði eru bæði úr Ás- hreppi og Sveinsstaðahreppi, alls 8 talsins. Ég neita því ekki að ég var talsvert upp með mér að hafa hlotnast sá heiður að vera undamreiðar- mað-ur, en það hafði ég ekki áður verið, þótt á nokkrum stöðum hafi ég farið í göngur fyrr. Byggðin kvödd Ég tók klyftöskurnar ofan af Rauð er ég kom að Gríms- tungu og gekk til bæj-ar. Þar voru þeir bræður, Grímu-r og Eggert Þárussynir, að búa of- an í töskur sínar. Grímur er undanreiðarforingi þótt faðir hans, gamla kempan í Gríms- tungu, sé aðal gangnaforing- inn á Grímstunguheiði. Mér var boðið til stofu og settist þar að kaffi-borði meðan þeir bræður bjuggu sig. Skömmu síðar kom Lárus bóndi inn og þakkaði ég honurn greiðan-n að útvega mér göngurnar. — Skömmu siðar kom Gísli Páls- son á Hofi og eftir fjörugt spjall yfir kaffi og kökum kvöddum við félagar og héld- um af stað. Ég átti því láni að fagna að vera jafnan skammt frá þeim Grímstungubræðrum í göng- unum og njóta fræðslu þeirra og leiðsagnar, því þeir eru manna kunnugastir á heiðinni, ekki ein-asta úr göngum held ur Og úr veiðiferðum, því þeir eru orðlagðar refa- og minnka skyttur. Það er tekið nokkuð að halla degi þegar við ríðum u-pp brekkurnar frá Grímstungu. Það er létt yfir okkur fjór- menningunuim sem og vera ber, enda munu þeir gangna- menn fáir, sem fara með sút í göngur. Við heimalandsgirðinguna í Grímstungu nemum við staðar og nú er farið að þreifa ofan í rassvasana og gá hvort þar er ekki einhver brjóstbirta til að hressa sig á. Síðan er hald ið fram ásana og farið fremur hægt. Ekkert liggur á. Fyrsti áfanginn er ekki langur. Við Svínavatnslæk er enn áð og nú er rætt um hesta og menn taka að skiptast á gæðingum. Þeir Gísli 'og Eggert eru báð Gáð í pottinn þar sem verið er að elda ljúffenga súpu fram við Krák. I Ketili undanreiðarforingjans, Grims í Grímstungu, var hið mesta þarfaþing. Hann trónaði ofan á trússinu á Grána og haggaðist aldrei. Hér er foringinn að ganga frá lionum. ir aU pattaralega riðandi og það eru víða góðir reiðvegir á þessum slóðum. Hestarnir eru látnir grípa mýktarspor og það er létt yfir ridduruinum. Þegar inn á Svínavatnshæð irnar kemur er tekið að rök-kva. Veðrið er eins gott og á verður kosið. Hestarnir ger- ast enn léttari í spori, því þeir eru gaimalkunnir gangnahest ar og vita að nú nálgumst við náttstað. Glatt á hjalla Brátt sjáum við ljósið í ská-1 anum. Fyrsti áfanginn er á enda. Á u-ndan oktour enu toomnir þrír menn og taka þeir á móti okkur hressir og kátir. Við setjum hestana í girðinguna og berum trússið inn í skálann. Veðrið er svo gott að við þurfum ekki að breiða á klárana. Menn taka nú að gá í skrínur sínar og stífa kostinn úr hnefa. Það er glatt á hjalla hjá ofckur sjö menningunum um kvöldið, skrafað í léttum dúr og sung- ið. Þegar komið er í göngur og sezt að í fjallaskála er eins Og svift sé burt drunga og d-apur leik hvorsdagslífsins. Hér eru menn frjálsir. Menn segja það sem þei-m dettur í hug, syn-gja það sem þeir kunna og láta eins og þá lystir. Gangnadag- arnir eru dagar frelsis og á- hy-ggjuleysis, dagar gleði og gamansemi, gáska og græsku- leysis. Hér truflar ekkert. — Sími er en-ginn útv-arp ekk- ert, blöð hvergi og vélaskrölt ið víðsfjarri. í göngum geta menn sungið og hlegið, sumir fyrir allt árið í einu. Það furð ar því engan þótt sumum eldri mönnium falli þungt að hætta að fara í göngur. Ég minnist þess að ga-mall gangnamaður sagði við mig fyrir nokkrum árum. Heima er ég magaveik ur og gigtveitour, geðvondur og svo tim-braður að ég er nær ðauða en lífi ef ég bragða vín- dropa. f göngum get ég étið allt, drukkið brennivín eins og berserkur og þar sef ég eins Og steinn, þótt heim-a geti ég eklki sofið nema með höppum og glöppum. Oft eru göngurnar þó erfið- ar í hreti, rigningu og stormi, hríð og þoku. Allt þetta þekkja gamalreyndir gangnamenn, en það aftrar engum frá því að fara. Látum hann hríða, rigna og blása. í göngum erum við frjálsir og glaðir. En d-agurinn í öldumóðu- skála líður eins og allir aðrir. Menn taka að skríða ofan í pobana sína, blása upp vind- sængur sín-ar og halla sér á kjamm-an. Á morgun áttum við langa dagleið fyrir hönd- um, því var hollast að hvílast um stund. Lítið sofið Ég svaf lítið fyrstu nóttina, var rétt að festa blund þegar Gísli á Hofi kallaði að kl-ukk an væri orðin 5. Hann hafði þé ábyrgðarstöðu að vekja hóp inn. Við skreid-dumst upp úr potounum og það var tekið að hita á könnuinini. Það voru fleiri en ég, sem höfðu soRð lítið fyrstu nóttina. Eftir að við höfðum fengfð otokur bi-ta og þeir gefið hund unum, sem þá áttu, var farið að buga að hestunum og leggja á þá. Klulkkan sjÖ lögðum við af stað eftir að hafa tekið til í skálan-um og k-rotað í gesta- bókina, sem þar er. V«ðrið var gott þennan morgun, ein veðurútlitið ek-ki sem bezt, enda hafði spáin daginn áður verið heldur slæm. Við létu-m það -þó ekkert á okkur fá held ur geystumst af stað. Ég lagði nú á Ra-uð en Gráblesi fékk trússið. AJlir voru hestamir góðir í taumi enda kem-ur það sér vel, því hver gangnamaður verðu-r að hafa sinn trússa- -hest í eftirdragi allar göngum ar út. Það hefir bæði sína kosti og galla, einkum galla þegar þeysa þarf fyrir óþekktar- Skjátur. Er þá eins gott að vel sé búið upp á, jafnar klyfjar Og vel girt. Haldið á stóra sand Við riðum greitt inn yfir Öldumóðukvísl og upp með þjófakvísl. Það var ofu-rlítill morgunsúr í mönnum, en bráði þó fljótt af. Á þessum slóðum refa og rjúpu feykir fjallablærinn öllum drunga á brott. Við upptöku Þjófakvísl ar áðum við og lofuðum klár- unum að grípa niður. Fram- ' uindan va-r Stórisandur, sú geysiauðn, með töfrum sínum og tröllskap. Upp með kvísl- inni höfðum við fundið dautt trippi. Það hafði geisað ein- hver pest í hrossum þar nyrðra í vor og þetta trippi hafði bor ið beinin þarna fremra. En til setu var ekki lengi boðið. Áfram skyldi haldið og Grímu-r keyrði Molda gamla sporum og við hinir urðum að fylgja foringjanum hvað sem tautaði. Nú tóku við sandar, helluhraun og grjót- aurar, víða hi-nn versti reið- vegur. En klárarnir voru góð ir og þeir fleyttru okkur yfir hvað sem fyrir varð. Aldrei dáist ég eins af þoli og þreki íslenzka hestsins eins og í göngum á ójöfnum og illum vegi sem þar er oft og einatt. Hvergi skrikar honum fótur og allar þrautir leysir hann. Framiundan er Krák-ur, stór og voldugur útvörður Lang- jökuls að norðan. Stefnunni er thaldið á hann. Qrfettishæð verður okkur á hægri hönd. Nú er farið að hvessa á suð- Framhald á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.