Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 15. okt. 1961 Cftgefandi: H.f Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. * Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kri.=íinsson. Ritstjórn: ÍVðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÖSKYNSAMLEGUR ARÓÐUR STJÓRNARANDSTÖÐUNNAR CJtrax og viðreisnarráSstaf- ^ anirnar höfðu verið gerð- ar, veturinn 1960, hóf stjórn- arandstaðan þann áróður að ráðstafanirnar myndu bitna svo harkalega á landslýðn- um, að við landauðn myndi liggja, og hvers kyns harð- rétti. Var jafnvel talað um að kjör fólksins myndu verða svipuð og í Móðuharðindun- um á sinni tíð. Stuðningsmenn stjórnarinn ar sögðu fólkinu að nokkrar byrðar væru á það lagðar, en hjá því yrði ekki komizt. Spádómar stjórnarandstöð- unnar voru aftur á móti svo ískyggilegir að fólk var und- ir það búið að taka á sig verulegar byrðar, og það ánægjulega henti að lands- menn sýndu, svo að ekki varð um villzt, að þeir voru fúsir til að leggja fram hver um sig sinn skerf til að rétta við fjárhag landsins. Þróunin varð svo sú, að þrátt fyrir aflabrest og verð- fall afurða, voru byrðarnar miklum mun minni en menn höfðu gert ráð fyrir. Þannig varð hinn ofsafengni áróður stjórnarandstöðunnar bein- línis til þess að styrkja ríkis- stjórnina, þegar menn sáu viðreisnarráðstafanirnar í verki, og af þeim sökum fell- ur nú dauður og ómerkur áróður á borð við þann, sem Tíminn flytur daglega um „samdrátt“ og „kreppu“. Sem betur fer háttar þann- ig til víðast um land, að mik- il atvinna er og hagur manna líklega betri en nokkurn tíma áður. Það sjást því sízt merki um samdrátt eða kreppu í hinu íslenzka þjóð- félagi. Og sízt hafa sannast þær spár, að viðreisnin mundi leiða til mikilla erfiðleika íbúanna í hinum smærri þorpum úti um land. SÍS-DÁLKURINN í TÍMANUM ITímanum birtist nær dag- lega SÍS-dálkur, feitletr- uð rammagrein í nokkurs konar auglýsingaformi. Er það vel til fundið, því að birtingin mun vera kvittun fyrir fjárframlög SÍS til Framsóknarflokksins. Greinar þessar eru venju- lega hástemmt lof um lýð- ræðisást SÍS-herranna ogum hyggju þeirra fyrir velferð alþjóðar. Sérstaklega erþeim talið það til tekna að hafa gert svikasamningana við kommúnista í sumar. Sann- leikann í því máli má því gjarnan rifja upp einu sinni enn. Þegar tillaga sáttasemjara um 6% launahækkun, þar sem 3% væru tryggð sem raunhæfar kjarabætur, hafði verið felld af báðum aðil- tun, lá Ijóst fyrir að sam- komulagsgrundvöllur mundi vera nálægt þeirri tillögu. Lítil þátttaka var í atkvæða- greiðslunni og augsýnilegt að mikil andstaða var ekki meðal launþega gegn svip- aðri lausn og sáttasemjari lagði til. Þá er það sem SÍS krefst þ§ss á fyrsta degi, að samn- ingafundir séu teknir upp, og býður þar meira en tvöfalda þá hækkun, sem líkur bentu til að hægt væri að ná sam- komulagi um. Áður höfðu leiðtogar Framsóknarflokks- ins í Reykjavík fyrirskipað tveim kaupfélögum norðan- lands að gera slíka samninga til bráðabirgða. Með þessum aðgerðum brást SÍS algerlega hlutverki heilbrigðs vinnuveitanda í lýðræðisþjóðfélagi. Forustu- menn samtakanna beygðu sig undir kröfu stjórnmálamanna í Framsóknarflokknum og Kommúnistaflokknum, kröfu um að samvinnusamtökin yrðu notuð til þess að rífa niður þá heilbrigðu efnahags þróun, sem var í þjóðfélag- inu. Auðvitað vissu þessir menn allir, að ekkert þjóð- félag fær staðið undir 13— 20% kauphækkunum í einu vetfangi. Hinn pólitíski til- gangur með svikasamningun- um leyndi sér því ekki. En jafnframt notaði SÍS svo tækifærið til að velta stór- um fjárfúlgum yfir á almenn ing, þar sem skuldabyrði samtakanna hlaut að minnka í hlutfalli við hækkandi verð lag. HINN PÓLITÍSKI CAGNRÝNANDI ÍT- ommúnistar hafa á undan- “■ gengnum árum lagtmjög mikið kapp á að auglýsa leik listargagnrýnanda Þjóðvilj- ans með myndabirtingum af honum í tímaritum, leik- skrám og blöðum. Átti að reyna að telja landsmönnum trú um að Ásgeir Hjartarson væri einhver sérstakur sér- fræðingur í leiklistarmálum, sanngjarn og óháður. Það hefur þó margsannazt Hér sprengja Banda- ríkjamenn R tJ S S A R sprengja atóm- sprengjur sínar í andrúmsloft- inu og eitra það þannig, að allri heimsbyggðinni stendur stuggur af. Randaríkjamenn sprengja líka, þótt þeir séu ekkj hálfdrættingar við Rússa á þvx sviði — og þeir láta ser nægja að sprengja neðanjarð- ar, til þess að-forðast að „ó- hreinka“ andrúmsloftið. Sprengingar Bandaríkja- manna fara fram í djúpum jarðgöngum í Yucca Flats í Nevadaeyðimörkinni. A þess- ari mynd sést inngangxxrinn í ein af þessum sprengigöngum. Hin miklu rör eru notuð við loftræstingu á göngunum. að allir leikdómar Ásgeirs eru blandaðir pólitískum við- horfum. Öll verk og höfunda reynir hann að nota í þágu rauðagaldurs. Kommúnistar hafa aðeins eitt markmið að keppa að, þ.e.a.s. að koma þjóð sinni undir járnhæl Moskvuvaldsins. Einskis fær- is má láta ófreistað til þess að vinna þeirri „hugsjón“ fylgi, og hin pólitíski gagn- rýnandi Þjóðviljans hefur sízt verið eftirbátur annarra skrif finna við það blað. Öll viðhorf hans til lista- málefna eins og allra ann- arra hluta byggjast á því, hvern hag húsbændur hans austur í Moskvu megi hafa af skrifunum. Franskt glæsiskip ÞESSI mynd var tekin fyrir nokkrum dögum í skipasmíða stöðinni í Saint-Nazaire í Frakklandi, en þar er nú verið að leggja síðustu hönd á þenn an fallega farkost, sem mun bera nafnið „France“ (Frakk land). — Skip þetta, sem verð ur í förum milli Evrópu og Ameríku, á að fara sína fyrstu reynslusiglingu undir lok mán aðarins, verður „France“ glæsilegasta skip, sem siglt hef ir um heimshöfin. Það er yfir 300 metrar á lengd, og renni- lega byggt eins og herskip. Ekkert hefir verið til sparað að gera farþegarúm sem bezt úr garði. Segja þeir, sem séð hafa, að hvergi hafi þeir aug- um litið slíkan „lúxus“ — en helzt munu koma til saman- burðar brezku stórskipin Canberra og Oriana og stolt eitthvert ítala, Leonardo da Vinci.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.