Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 16
16 *f ORGV N BL Sunnudagur 15. okt. 1961 ..................................■; I Undanreiðarmaður Framhald af bls. 11 austan. Helkaldur jökulnæð- ingur berst í fangið. Skýir hranna sig í hvolftið. Við hölj um okkur fram, bítum á jaxl- inn og klárarnir streytast gegr storminum. jÞótt Einar Benediktsson seg: um Stórasand í kvæði sínu: „Hans nekt á ekki næring handa ormi' — sjáum við hér og hvar kind ur á beit. Hvað þær eru að nasla er okkur ráðgáta, en svc mikið er víst að feitar kom/s þær af Sandi. Hér er heldui hvergi vatnsdropa að fá, og hljóta því þessi strá sem roll- urnar finna á Stórasandi að vera safarík. Veizla í Krákshala Við Krákshala er áð, en nú er ekki hægt að beita klárun- um. jÞéir verða að horfa menn og hiunda næra sig úr nestismölunum, sem þeir hafa borið fyrir þá. Við áðum und- ir klettariði í skjóli fyrjr næð- ingnum, hitum okkur súpu og steiik, étum egg og drekkum mjólk og brennivín. jÞað er sem sé veizla í Krákshala. Geri þeir betur kokkarnir í Naustinu, Borginni og Lídó. Svo mikið er víst að við hefð um á þessari stundu ekki vilj að skipta við gestina þar. Við höfum jafnvel hljómlist þar sem gnauðið í vindinuon er fiðluleikurinn, frísið 1 hestun um hornablásturinn og japlið í þeim sylofontónar. Og hagyrðingarnir láta fjúka í kviðlingum. Þótt vísan sem gangnaforinginn fleygði að okkur þegar hann sá oikkur stýfa harðsoðin egg úr hnefa teljist ekki til æðri skáldverka látum við hana fjúka: ,Hjá görpunum glöð er lundin; geysat þeir um á fák. Harðsoðinn hana........ hakka þeir suður við Krák‘. Við látum þá sem brageyra hafa um það að geta í eyðuna. Þegar veizlugleðinni lýkur stígum við á bak. Við Kráks- halann yfirgefa þeir okkur Eggert og Gísli. Þeim er ætlað að smala sunnan við Krák milli hans og jökulsins. Við fylgjum Grími enn nokkurn spöl. Á hæð einni norðan í Krák skiptir hann enn leitum. Sjálf ur heldur hann áfram beint vestur með Kroppinbak með ungum pilti Magnúsi Péturs- syni í Miðhúsum. Ofckur þrjá, Leif Sveinbjörnsson í Hnaus- um, Bjarna Jónsson í Haga og mig sendir hann norðvest- ur um Strítur. Leifur á að fara austast, ég miðsvæðis og Bjarni vestur um Sunnlend- ingahæð. Þannig eigum við að smala vestur í Efri-Fljótsdrög og niður að Norðlingafljóti og bíða hinna þar. Bjarni skilur fljótt við okkur og heldur vestur á Sunnlendingahæð. Við Leifur ríðum enn saman um stund vestur fyrir Strít- urnar. Þar sjáum við fjórar kindur og hundur Leifs setur þær rösklega af stað. Frá veizlunni í Krákshala. Steikin var hituð upp í dósinni og hér er biðröð eftir að komast í gómsaetið. » (Myndirnar tók vig.) fell og ég sé þær strika yfir fellið. Veðrið tekur nú mjög að versna. Hífandi rok er skollið á og dropa tekur að slíta úr lágum skýjunum. Langtímum saman missi ég sjónir bæði áf Leifi og Bjarna. Leitarspild- umar eru mjög breiðar og yfir ferðin verður því mikil bæði til hægri og vinstri. Hóandi og gargandi ríð ég allt vestur und ir Bláfell og hef tal af Leifi. Við nálgumst nú Fljótsdrög- in og ég held suður á bóginn allt þar til ég sé Bjarna. Það er fé efst í Drögunum og við hóum því niður. Veðrið harðn ar enn og rigningin þéttist. Það er vart hægt að beina and litinu upp í vindinn fyrir ofs anum og regnið lemst í and- litið svo mann svíður í kinn arnar. Ég tregast lengi við að fara í vatnsgallann, en svo kemur að lokum að ég er far inn að blotna í gegn og ekkert lát virðist ætla að verða á regninu. Mér er því nauðugur einn kostur að skrýðast vatns klæðum, en það er allt annað en þægilegt í þessum ofsa. Mér er orðið hrollkallt. Vind- urinn stendur beint af jöklin um og er allt annað en hlýr. í roki og regni En ég kveð við raust í storm inum meðan ég treð mér í skjólfötin. Klárarnir hama sig á meðan með stertinn upp í vindinn. ,,Ef að taskan opnast mín á þar flaska að vera“. Og það kom sér svei mér vel að hafa eitthvað að ylja sér á í þessum bölvuðum garra. Ég stíg á bak og þeysi fyrir óþekktarskjátur, sem eru að strika austur Drögin upp í vindinn. Það er eins og* þær verði vitlausar þegar styggð kemur að þeim í þess um ofsa og þær renna þá gjarna í öfuga átt við það sem ætlast er til. Ég hitti nú Bjarna og segi honum farir mínar ekki sléttar. Líklega, L r,fí i rC Vir>í nollnr’ oftir fur Smölun hefst Við skiljum og ég held á eft ir kindunum. Þá er ég orðinn einn á ferð með klárunum. Nú vaknar skylda gangnamanns ins og ég má ekki skilja eftir nokkra kind í minni leit og pata verð ég að hafa af mönn unum báðum megin við mig. grjótflákana kemst ég að raun um að þetta eru kindurnar, sem ég bjóst við verða mundu á minni leið. Þær eru fótfráar skjáturnar að tarna. Þær renna eins og undan óargadýri linnulaust allt vestur í Blá- hafi orðið þrjár rollur eftir fyr ir aftan mig, því engin leið reyndist að reka þær í hóp' undan veðrinu. Þær tættust í allar áttir. Við bíðum nokkra stund og þegar Leifur kemur til okkar gæti ég hesta meðan þeir Bjarni og hann ríða fyr ir kindurnar sem eru þar í _ dragi skammt fyrir ofan. Við Á hæð nokkurri sé ég að fjór drífum það fé sem við höfum ar kindur geysast undan náð suður fyrir Norðlingafljót.. Leifi, sem nú er langt frá mér. Ég kemst alla leið í veg fyrir1 Eftir nokkra leit um drögin og Grím gangnastjóra og spyr hvernig gangi hjá hinum. Hann segir þá hafa tafizt nokk uð vegna eltingaleiks við kind ur sunnan í Krák, en nú sé þetta að koma saman. Við höldum áfram niður með Fljótinu og rekumst þar á stóðhóp, sem við verðum að smala líka. Fyrir hópnum fer móbrún folaldsmeri og er hin óþekkasta, strikar norður yfir fljótið og norður á Langa- jörfa, en ég hleypi á eftir og hafði betur þegar á grjót ið kom, því járnalaust stóðið hægði á sér og gerðist sár- fætt meðan Rauður geystist óhikað yfir urðina. Gráblesa hafði ég skilið eftir hjá Leifi. Þegar ég reið vestur yfir Fljótið hleypti ég ofan í sand- bleytu en við Rauður slörkuð um þó yfir. Nálgast tjaldstað Af Jörfanum sá ég að tjald hafði verið reist vestur í Dröngunum. Þar voru þeir komnir Ágúst Jónsson á Hofi, hinn gamalkunni gangnafor- ingi, og Auðunn Guðjónsson á Marðarnúpi. Þeir höfðu farið beinustu leið upp úr Vatns- dal vestur í Fljótsdröig til þess að setja þar upp girðihgu, þar sem nátta mátti fé og hross. Þeir höfðu reist tjaldið og kom ið upp girðingunni er við kcnn um niður að Áfangavatni um kvöldið er tekið var að rökkva. Veðrið var nú orðið skaplegra, hætt að rigna og nokkuð tekið að lægja. í kvöld bjarmanum sáum við grilla í Eiríksjökul en aldrei hreins- aði hann af sér kólgubakkana meðan við vorurn í þessum göngum. Girðing þeirra félaga var af nokkrum vanefnum gerð, enda háði efnisskortur. Við misst- um féð út um nóttina en tókst að koma því inn á ný. Vakað var svo yfir girðingunni og fór allt vel. En þetta girðingarmál allt var haft að gamni það sem eftir var í göngunum. Var búist við að þetta yrði harð- vítugt hreppsnefndarmál er í byggð kæmi, því tveir hrepps nefndarmenn voru jafnframt gangnamenn, Gísli á Hofi og í Hnausum. Auðvitað höfðu þeir félagar lítinn frið til að tjalda eða setja upp girðingu í óveðrinu, en þó vildu þeir hafa lokið hvoru tveggja er við hinir kæmum að. Var um þetta ort og mun Grímur hafa verið höf undur. „Girðingin var geysismá (sumir vildu hafa -há) gangnamenn við hlægjum. Undir feldi Ágúst lá en Auðunn stóð á gægjum“. Það upplýstist sem sé að Ágúst hafði borið af sér rign- inguna, meðan Auðunn hugði að ferðum okkar. En þrátt fyrir allt áttum við allgóða nótt í Fljótsdröigum eftir einn versta og erfiðasta daginn í þessum göngum. Við gátum tekið undir orð Einars Ben.: „Nú dreymir mig — um Stórasand í störmi. Hann steypir hörðu, svörtu regni á landið". Regni steypti hann á okkur, þótt ekki væri það svart að þessu sinni. Á morgun verðum við við Réttarvatn, hinn sögufræga stað, ef allt fer með felldu. — vig Þarna eru tveir tvílembingshrútar komnir á hnakknefin hjá gangnamönnum, sem þurfa fleira aff gera en reka féð. Þeir eru feitir og þungir á fæti dilkarnir úr Fljótsdrögum. Heimsóknir ,,her- námsandstæðinga4 •A ÞEGAR kommúnistar, ásamt sam herjum sínum í Þjóðvörn og Framsóknarflokknuim stofnuðu til samtaka hernámsandstæðinga, var sett á svið hin hvíta friðar- dúfa, sem m.a. átti að sýna ein- lægan „friðarvilja" stærsta her- veldis heimsins og sanna sakleysi þess, af einni hinni mestu kúgun og hermdarverkum veraldarsög- unnar. Þau samtök eru nú almenningi kunn fyrir Keflavíkurgöngur, sem í rauninni voru Reykjavík- urgöngur, Brúsastaðafund og und irskriftasöfnun gegn hersetu á íslandi. — Hefur þegar verið knúið á dyr flestra íslenzkra kjósenda og' óskað eftir nöfnum þeirra á hið „þjóðlega skjal“, Og til þess að árangurinn yrði ekki neikvæður, var hafinn mik- ill áróður með fundarhöldum, auglýsingum, landsnefndum o. fl., enda til mikils að vinna fyrir víssa stjórnmálaleiðtoga. Sú stund mun senn komin, að undirskriftalistarnir séu aftur komnir til föðurhúsanna, en heimflug þeirra hefur víst ekki verið svo létt, sem dúfunnar, því oft mátti heyra útvarpstil- kynninigar um skil og aftur skil. Má þó ætla, að þess verði ekki langt að bíða, að undirskriftirnar verði birtar almienningi á viðeig- andi hátt, en sennilega verða þær þá komnar í innsigluð bindi og þess því ekki kostur að sjá hinar fjölbreyttu rithandir Íslendinga, né hve margar þær raunverulega voru. Sá sem þessar línur ritar er andstæður brottrekstri Varnar- liðsins, eins og nú horfir í heims« málum og neitaði því, þrátt fyrir þungan áróður, að rita nafn sitt á undirskriftalista, sem einn rauð leitur sakleysingi flakkaði með á milli húsa hér í bæ. En npkkr- um vikum síðar fékk hann aft- ur heimsókn frá „hernámsand- stæðingum", Og var þá krafizt skila á undirskriftalista, senn hon um hafði verið sendur til þess að safna nöfnum á til áróður3 fyrir heimsvaldastefnu kommún- ista, og hér var víst ekki um neinn misgáning að ræða, þvi sendimaðurinn hafði á sínu blaði rétt nafn og heimilisfang. En bendir ekki hin síðari heira sókn til þess, að eitthvað sé dul« arfullt við undirskriftasöfnunina og að hernámsandstæðingair telji sér nöfn kjósenda, sem þeim eru raunverulega andstæðir. Það get- ur líka komið sér vel fyrir komm« Framh, á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.