Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 23
Sunnudagur 15. okt. 1961 MORCVISBJ AÐIÐ 23 Dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, við mjóa sprungu, sem komið hefur í snjóinn og gegnum vikurþúfu í Öskju. Fermingar í dag *— Askja Framhald af bls. 3 hafa vitni verið að upphafi eldsumbrota í Öskju. Aftur á móti er á þassu stigi ekki hægt að segja, hvað úr þessu kann að verða. Telur Sigurð ur líklegast, að það verði lítið íhraungos eins og svo oft hef- ur orðið þarna á liðnum öld- um. Komi þá ef til vill gjall samfara jarðsigi. Hann telur ólíklegt að um öskugos yerði að ræða eins og 1875 þar eð slík gos verða mjög sjaldan, aðeins þetta eina til í íslands- sögu og líparrítaska er lengi að myndast. En hraungosið gejur látið á sér standa, jafn- vel marga mánuði. Um þetta er engan veginn gott að segja þar eð aldrei hefur verið fylgzt með gosum í Öskju fyrr. í Yfir mesta hraun jarðar Það var þriðjudaginn 10. þ. m. að fjárleitarmenn sáu fyrst gufustróka úr flugvél. Strax morguninn eftir fór dr. Sigurður Þórarinsson að gera ráðstafanir til að fljúga inn yfir staðinn og fá fé hjá menntamálaráði til að kosta ferð sína og myndatöku- manns því ekki eru neinir sjóðir til, sem vísindamenn ígeta gripið til í slíkum tilfell- um, þegar oltið getur á mín- útum. } Ekki var flugveður þann dag en morguninn eftir kl. 9.30 var flogið í flugvél Björns Pálssonar yfir staðinn og litazt um en síðan lent á Akureyri, þar sem Sigurður og fréttamaður Mbl. urðu eftir. Það biðu kunnir ferða- menn á Akureyri og vanir ferðum í Öskju. Skömmu síð- ar var brunað af stað í Rússa- jeppa og Willys-jeppa. I í ferðinni var Ólafur Jóns- son ráðunautur, sem skrifað hefur þriggja binda verk um Ódáðahraun, Jón Sigurgeirs- son frá Helluvaði, sen. - ar í flugvélinni og sá reykinn fyrst. Hann þekkir staðhætti þarna betur en flestir aðrir. Þá voru með í förinni Kári Sigurjónsson, formaður Ferða- félags Akureyraa- Sigurgeir Þórðarson systursonur Jóns og Erlingur Davíðsson rit- stjóri. • Var ekið um Mývatnssveit, þaðan austur að Jökulsá Og •beygt suður með henni við Hrossaborg. Slydduhríð var og dimmt í suðri. Veðrið batn- aði þegar komið var inn í Ódáðahraun , þessa kolsvörtu storku, mesta hraun jarðar- innar, sem teygir sig frá Mý- vatnsveit að Vatnajökli og frá Skjálfandafljóti að Jökulsár- fjöllum. I Þarna inni í miðju hrauninu eru Dyngjufjöllinn og Askja. Þetta kvöld komumst við eigi nema í Herðubreiðarlindir. Þar var gott að bíða birtu í hinum nýja, glæsilega skála Ferðafélags Akureyrar. Þarna j náðu okkur þrír piltar frá Laugaskóla, tveir kennarar og þriðji maður með þeim. Mælt og tekln sýnishorn Áður en birti morguninn eft ir, var lagt upp. f ágústmánuði í sumar lagfærði Vegagerðin 4—5 km. langan spotta suður yfir versta og úfnasta kafla Lindahraunsins, svo að nú gekk ferðin allgreiðlega. Ekið var austan við Herðubreið, Herðubreiðartögl og suður yf- ir vikrana frá gosinu 1875, en þá breiddi Askja þykkt lag af grófum vikri yfir hraunið. Nibburnar standa þó enn upp úr á stöku stað. } Brátt varð að fara úr bílun- um og halda fótgangandi inn öskjuop, sem er skarð norðan úr Dyngj uf jöllum. Liggja þau í hring utan um sigið lands- svæði, 40 ferkm. að stærð, þakið úfnu hrauni. Líkist stað urinn forngrísku leikhúsL í Öskjunni er Öskjuvatnið, 11 ferkm. að stærð, Og gígurinn Víti, sem eitt mesta öskugos á íslandi kom úr. 'v Austurhlíð fjallanna rís þarna með háum flughömrum og við rætur þeirra eru nú umbrötin skammt norðan við vatnið, á stað, sem engin um- brot hafa áður verið. Eftir að hafa horft niður í þessar vellandi, hvæsandi sprungur, sem fýluna, er vit- in skynja helzt sem lykt af sviðum, leggur upp úr, þyk- ir mér ekki undarlegt þó fólki dytti í hug hér áður fyrr, að um slíkar sprungur sæi beint niður í Víti, þar sem illir engdust. Við skoðuðum staðinn, hiti var mældur í „grautnum" og reyndist vera um 90 stig, en þá var leysingavatnið bland- að saman við. Hraustir pilt- ar hættu sér ofan að holun- um þrátt fyrir sjóðandi leir- slettur, mældu hita og tóku sýnishorn í tilraunaglös. Sig- urður áætlar að frá nyrsta hvernum renni 30 sekúndu- lítrar af leðju. Einnig voru tekin sýnishorn úr Víti, sem eitthvert rask hefur orðið í, en þar syntu skólamenn frá Laugum á föstudag í 20 stiga heitu vatni. Þar suð-austur af hef- ur á undanförnum árum ver- ið lón eitt mikið en nú er al- veg runnið úr þvi. Hefur sennilega komið glufa í botn- inn við raskið og það tæmst. — Eitt vixlspor Framhald af bls. 1. ar, sem um langan aldur hafa eld að grátt silfur. Stærsti flokkur- inn Hutuar, sem eru mest bænd ur og verkafólk, eru 4.5 millj. Hinir tveir eru Twa-ættflokkur inn — um 50 þús. manns og Watuzi-ættflokkurinn, sem telur um 70 þúsundir manna, og hefur iengst af verið ríkjandi í landinu. En aðra höfuðorsök þess að menn óttast erfiðleika í sam- bandi við sjálfstæði Ruanda Ur- undi má rekja til stjórnar Belga. Þeir hafa sem sé gert sig seka um sömu vanrækslu þar í landi og í Kongó — hafa ekki búið hina inn fæddu undir að ráða málum sín um sjálfir. Meðal innfæddra er hvergi að finna menntaða lækna, kennara, tæknifræðinga né lög- lærða menn og þeir hafa hvergi fengið að gegna ábyrgðarstöðum utan hirðarinnar í Urundi. Hins- vegar eru þar innfæddir iðnverka menn og skrifstofumenn. Af þessum tveim litlu konungs ríkjum hefur stöðugt verið órórra í Ruanda. í Urundi hefur Mwam butsa konungur undanfarið rikt á yfirborðinu og í mörgu haft áhrif til hins betra á hina belg ísku herra sína. Hann er sagður maður kvenhollur og lýðræðis- hneigður framfarasinni. Hann er hæglátur maður og hefur sá eig inleiki haft sín áhrif í þá átt að halda hefndarhug hinna stríðandi ættflokka nokkuð í skefjum. Eftir 12 tíma útivist. Meðan við gengum þarna um, mældum og skoðuðum, var fagurt veður, en rok, svo að varla var haldandi kyrr- um myndavélum auk þess sem gufu lagði ætíð á gler- in. Við komum niður að bíl- unum rétt fyrir myrkur, eft- ir að hafa verið á göngu í átta tíma um úfið hraun, lausa leðju og snjó. Eftir 12 tíma útivist komum við aftur í skála Ferðafélags Akureyrar í Herðubreiðarlindum. Var gott þar að koma. Höfðu Ak- ureyringar farið 10 helg- ar á 3 árum þarna inn eftir undir forystu Kára Sigur- jónssonar til að vinna að bygg ingunni. Lögðu þeir af stað á föstudagskvöld frá Akureyri óku í 10—12 klst., sváfu i þrjár og unnu svo að bygg- ingunni allan laugardaginn og fram að hádegi á sunnudag er lagt var upp aftur. Eru 25 dýnur á lofti en 40 geta vel gist þarna. ★ 1 býtið í gærmorgun ók- um við af stað niður í Mý- vatnssveit og er þetta er ritað á Akureyri kl. 6 í gærdag var flugvél væntanleg að sunnan til að flytja okkur til Reykja- víkur. Verða flugmenn nú beðnir að hafa auga með Oskju. Helzt hefði þurft að hafa þar menn til að fylgjast með, en hvorki munu aðstæð- ur né fé til þeirra hluta. Dr. Sigurður mun verða viðbú- inn ef breyting verður og reyna þá að komast inn eft- — Forsætisráð- herra Framh. af bls. 1 heldur ekki gleyma því, að grundvallarbaráttan getur orðið löng og afdrifarík. Vonbrigði Macmillan ræddi um ástandið í heimsmálunum í dag og sagði að þeir, sem með þeim fylgdust hefðu orðið fyrir miklum von- brigðum með marga atburði síð- ustu 18 mánuða. Með hliðsjón af hinum mörgu vandamálum, sem nú ógnuðu heiminum, væru margir þeirrar skoðunar, að Bret ar ættu að draga sig í skel — vera einangraðir og berjast ein- ir. En reynslan sýndi, að því að- eins gætu menn verið hlutlausir, að þeir hefðu einhverja aðra sér til varnar. — Vesturveldin standa nú frammi fyrir hættu, sem komm- únisminn skapar brezku þjóð- félagi sem öðrum. Bretar geta el-ki dregið sig í hlé frá þeirri baráttu, sagði Macmillan, þeir geta heldur ekki barizt einir. Hinn frjálsi heimur hefur ekki Ferming í Neskirkju 15. okt. kl. 2 e.h. Séra Jón Thorarensen Stúlkur: Edda Farestveit, Laugarásvegi 66 Elín Margrét Sigurjónsdóttir, Sólh. 23 Guðrún Hannesdóttir, Melhaga 6 Guðrún Njálsdóttir, Víðimel 70 Jónína Björg Gísladóttir, Dunhaga 20 Jónína Ragnheiður Invarsdóttir, Baugs vegi 13 A Sigríður Þorsteinsdóttir, Ægissíðu 76 Erla I>orsteindóttir, Ægissíðu 76 Stefánía Ragnhildur Guðmundsdóttir, Framnesvegi 24 Þórunn Helga Kristjánsdóttir, Smyr- ilsvegi 22 urengir; Ari Hjörvar, Hjarðarhaga 36 Bragi Guðjónssen, Grímshaga 8 Bragi Halldór Guðmundsson, Bústaða- vegi 103 Hjalti Franzson, Hringbraut 43 Jóhann Kristján ®eirharðsson, Smir- ilsvegi 29F Þorsteian Geirharðsson, Smirilsv. 29F Lúðvi'k Baldur Ogmundsson, Suður- pól 5 Rúnar Lárusson, Kaplaskjólsvegi 56 Sigurður Ragnar Esrason, Fomhaga 19 Steindór Þorsteins«en, Ljósalandi, Sel- tjarnamesi. I>orlákur Ari Agústsson, Ægissíðu 95 Þorvaldur Gunnar Blöndal, Mela- braut 39, Seltjamamesi. Ferming f Laugameskirkju, 15. okt. kl. 13:36 f.h. Séra Árelíua Níelsson. Stúlkur: Aslaug Armannsdéttir, Sólheimum 23 Hanna María Oddateinsdóttir, Efsta- sundi 13 Halla HalldórsdótWr, Réttarholtsv. 69 Hilda Rannveig Hansen, Drekavogi 14 Kolbrún Svala Hj altadóttir, Breið- holtsvegi 10 Kristín Jónsdóttir, Njörvasundi 18 Margrét Sigurðardóttir, Sogavegi 40 Sigríður Dagbjöat Sæmundsdóttir, Karfavogi 60 Auður Magnúsdóétir, Granaskjóli 26 Piltar: Bragi Mikaelssan, Nýbýlavegi 213 Eiríkur Haigason, Karfavogi 60 Gunnar I. Gunnarsson, Stórholti 35 Guðmundur Birgir Ragnarsson, Hjalla vegi 42 Guðgeir Þorlákaaon, Goðheimum 20 Halldór Georg Gunnarsson, Njörva- sundi7 Stjórn Stúdenta- félags Háskólans STJÓRNARKJÖR hefur farið fram í Stúdentafélagi Háskólans. Þessir skipa stjórnina: Knútur Bruun, stud. jur. förm., Friðjón Guðröðarson, stud. jur. gjaldkeri, Gunnar Sólnes, stud. jur. ritari, Sigmundur Böðvarsson stud. jur. og Sigfús J. Árnason stud. theol. eru meðstjórnendur. — Fráfar- andi formaður er Steingrímur Gautur Kristjánsson stud. jur. Cóður afli ÞÚFUM, 14. október — Líflegt er í Djúpinu þessa dagana. Mik ill fjöldi báta stundar rækjuveið ar og er afli sæmilegur. Góður fiskafii er í Djúpiau og mun að venju verða mikil útgerð hér í haust og vetur. — PP mátt til að halda baráttunni til streitu nema með traustri og sí- vazandi samvinnu hinna ein- stöku þjóða. Sjúlfra sin vegna — ef ekki annarra Forsætisráðherra ræddi um kjarnorkutilraunir og kvaðst vona, að Rússar samþykktu, sjálfra sín vegna þó ekki væri annarra, að binda á þær endi. Ennfremur ræddi hann um vænt anlega aðild Bretlands að Efna- hagsbandalagi Evrópu sem hann kvað geta orðið aðildarríkjum þess til mikiis gagn og stórrar gleði. Leiðrétting f GREIN Einars M. Jónssonar: Listaverkin á norrænu myndlist- arsýningunni, sem birtist í Morg- unblaðinu fd. 13. okt. stendur: Oriðið „sveitarómantík“ á full- an rétt á sér um sanna túlkun getusnauðra manna, en aldrei um sánna list. Hér var um prentvillu að ræða, og átti að standa: Orðið „sveitarómantík“ á fullan rétt á sér um væmna túlkuj e.etu- snauðra manna. Hannes Þór Ragnarsson, Skipasundi 8 Haraldur Hjartarsson, Gnoðavogi 14 Ingólfur Þór Baldvinsson, Langholts- vegi 182 Magnús Helgi Ölafsson, Nökkvavogi 12 Magnús Sigurðsson, Sogavegi 40 Ríkharð Oskarsson, Skólavörðustíg 36 Sigurður Hafsteinsaon, Sikpasundi 38 Skúli Jóhannssen, Efstasundi 6 Sveinmar Gun*l>órsson, Hjallavegi 52 Tómas B. Þorbjörnsson, Laugarnesv. 72 Eggert Wáge Nielsen, Gnoðavogi 24 Ragnar Kvara*, Rauðalæk 42 Sigurþór Bjarnason, Efstasundi 33 Ferming í Laugarneskirkju kl. 2 e.h. Séra Láaus Halldórsson Stúlkur: Anna Edda Asgeirsdóttir, Skarphéðins götu 20, Rvík Esther Helga Guðmundsdóttir, Alf- hólsvegi 39, Kópavogi María Kristín Lárusdóttir, Hörðuvöll- um 6, Selfossi. Drengir: Gunnar Þór Geirsson, Oðinsgötu 15, R — Mikil hátiðahöld Framh. af bls. 1 ólfur KrLstjánsson hefur fært hana í letur en Siglufjarðarkaup staður gefur hana út til minn- ingar um skáldið. Gengið í kirkja. Kl. hálf tvö í dag munu Sigl- firðingar safnast saman í kirkj- unni til að minnast tónskáldsins og hefst athöfnin með því, að Lúðrasveit Siglufjiarðar leikur „ísland farsælda frón“. Þá syng- ur kirkjukórinn „Kristur, vor Drottinn", en að því loknu vígír sóknarpresturinn, séra Ragnar Fjalar Lárusson, stundaklukku í kikjunni og kirkjuspil, sem Siglufjarðarkaupstaður, Siglfirð- ingar heima og heiman og vel- unnarar séra Bjarna hafa gefið kirkjunni í tilefni afmælisins. Á stærstu klukkuna er grafið nafn séra Bjarna. Að vígslunni lok- inni hljómar síðasta laglínan í „Hún amma mín það sagði mér“ en hún mun óma í eyrum Sigl- firðinga kl. 6 á miðaftni das> hvem hér eftir. Blómsveigur á leiði prestshjónanna. Úr kirkju verður svo gengið í gamla Hvanneyrarkirkjugarð- inn að leiði prestshjónanna, frú Sigríðar L Blöndal og séra Bjama Þorsteinssonar prófessors. Þar mun kirkjukór Siglufjarðar syngja við undirleik lúðrasveit- ar, en séra Ragnar Fjalar flytja ræðu helgaða prestinum séra Bjarna Þorsteinssonar. Þá leggur Sigurjón Sæmunds- son bæjarstjóri blómsveig á leiði prestshjónanna, en Karlakórinn Vísir og Kirkjukórinn syngja saman Þjóðsönginn við undirleik lúðrasveitar. Að þessu loknu verð ur almennt kaffisamsæti í boði bæjarstjórnar, þar sem Baldur Eiríksson, forseti bæjarstjórnar, flytur ræðu helgaða bæjarfulltrú’ anum og bæjarmálaleiðtoganum Bjarna ÞorsteinssynL Hátíðartóuleikar Kl. hálf níu í kvöld hefjast hátíðartónleikar 1 Nýja Bíó helgaðir minningu tónskáldsins séra Bjarna Þorsteinssonar. Þar mun Kirkjukórinn syngja sex af lögum séra Bjarna, Karlakórinn Vísir önnur sex og svo loks í sameiningu syngja kórarnir söngva úr Alþingishátíðarkantöt- unni. Söngstjórar verða dr. Ro- bert A. Ottósson og dr. Páll ísólfs son^ en einsöngvarar eru Anna Magnúsdóttir, Daníel Þórhallsson og Sigurjón Sæmundsson. Þá flyt ur dr. Páll Isólfsson hátíðarræðu um tónskáldið og þjóðlagasafn- arann séra Bjarna Þorsteinsson. Ymsir góðir gestir eru staddir a Siglufirði í tilefni dagsins, svo sem sonur séra Bjarna, Bein- teinn, sonarsynir og fleiri ættingj ar. Þá eru þar m. a. vígslubiskup séra Sigurður Stefánsson, Dóm- kirkjuprestur, séra Öskar’j. Þor- láksson, Jón Kjartansson fyrrv. bæjarstjóri og Björn Dúason auk söngstj ónanna, sem fyrr er getið. 1 dag verður hátíðardagskránni haldið áfram og mun síðar sagt frá henni í blaðinu. ír. — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.