Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 1
EI Sunnudagur 15. okt. 1961 TÆKNI OG NÝJUNGAR I SKOTLANDI MEÐAL farþega með Gullfossi el. sunnudag var Gísli Halidórs- son verkfræðingur og fjölskylda hans, sem dvalizt höfðu í Skot- landi um nær þriggja mánaða ekeið. Blaðið hafði frétt að Gísli kynni frá einhverjum tíðindum að segja úr för sinni og kom að máli við hann. Gísli Halldórsson f' Aðdragandi að veru minni í Skotlandi var sá, segir Gísli, að tmér barst sl. desember bréf frá forstjóra fyrirtækisins William Denny & Brothers Ltd. í Dumb- erton skammt frá Glasgow, þar sem ég var beðinn um að koma til fundar við stjórn fyrirtækis- dans, eins snernma í janúar og tmér væri unnt, til þess að ræða um það hvort ég vildi taka að mér að leiðbeina félaginu um smíði ýmiskonar véla fyrir efna- verksmiðjur, áburðarverksmiðj- ur og fiskiðnaðar og fæðuverk- 6miðjur. Bréf þetta kom mér mjög á óvart, því að ég hafði ekki leyt- að neins starfa, og jafnframt 'barst mér bréf frá Bandaríkjun- um, frá félaginu Edw. Renne- burg & Sons Co., þar sem ég var bvattur til að fara þessa ferð. Tlöfðu forstjórar þessara tveggja fyrirtækja hitzt í Bandaríkjun- um og komið til mála samvinna þeirra á milli um smíðar iðnað- arvéla í Skotlandi en ég hafði um fimm ára skeið verið yfir- verkfræðingur Renneburg fyrir- tækisins og verkfræðilegur ráðu- nautur. William Denny & Brothers fyrirtækið er á annað hundrað ára gamallt fyrirtæki, heims- kunn skipasmíðastöð, er smíðar allt að 15 þús. tonna skip, en stærri ekki aðeins vegna þess, að ekki er unnt að sjósetja stærri 6kip, á ána Leven, sem rennur í ána Clyde, en þar eru stærstu Kkipasmíðastöðvar heims. Fyrir- tækið starfrækir elzta starfandi „módeltank" til þess að mæla viðnám skipslíkana, til ákvörð- unar á línum skipa, ganghraða og nauðsynlegu vélaafli. I>á starf irækir félagið ferjur þær, er iganga undir Forth-brúnni og fyx ir fáum árum var elzta gufu- 6kip, sem þá var enn á floti, ætt- að frá Denny. Var það hjólaskip. Spfallað við Gísla Halldórsson verkfræðing Fyrstu gufutúrbínu-farþegaskip heims voru smíðuð hjá Denny, svo og hið heimsfræga Cutty Sark, siglingaskipið mikla, sem enn er til sýnis við Thames ána, kappsiglarinn Shamrock III. og fleiri fræg skip. Nú síðast teikna verkfræðingar Denny fyrirtækis ins jafnvægisstýrin á stærstu skip heimsins, eins og Queen Mary, Leonardo Da Vinci, Stock- holm, Bremen o. fl. En stýrin eru smíðuð af náskyldu fyrir- tæki, John Brown, í Edinburgh. Rétt áður en ég hvarf frá Dumb- arton var verið að reyna endur- bætta gerð af Voigt-Schneider, lóðréttri, fimmblaða skrúfu, sem er þesskonar eðlis, að hún getur snúið skipinu í hring á staðnum og er mest notuð á dráttarbáta og ferjur. En Denny fyrirtækinu hafði verið falið af hinu þýzka fyrirtæki, sem er höfundur þess- arar skrúfutegundar, að gera endurbótina. Loks má nefna, að Denny félagið hefur smíðað og er að framkvæma tilraunir með svokallaðan HOVERCRAFT, en það er skip sem siglir á lofti, sem þjappað er undir það. Skip þetta er frábrugðið öðrum loft- þjöppu-sikipum (ef svo mætti nefna þau) í því, að það er með skipslögun, en ekki sívallt, og standa á báðar hliðar borð niður í sjóinn, sem halda loftinu betur undir skipinu og gera skipið fastara í rásinni. Skipum eins og t. d. af Vickers-gerðinni sem ekki snerta sjóinn, getur verið talsverð hætta búin, ef bára snertir þau á annan bóginn, þeg- ar þau eru á hraðri ferð, því að þau geta þá snögglega snúizt í hring eða kippzt til. Loks má nefna'að Denny fyrir tækið smíðar dieselvélar, eftir Sulzers einkaleyfum, og er nú að undirbúa smíði 20.000 hest- afla dieselvéla. Starfa um 3000 manns og um 300 verkfræðingar við fyrirtækið. Það var ekkj að furða, segir Gísli, að mér þótti gaman að fá tilboð frá þessu fyrirtæki, byggt á meðmælum Renneburg fyrir- tækisins, um að koma til skrafs og ráðagerða. Fór ég svo til fund ar við þessa menn í janúar og réði þá til þess að láta fram- kvæma markaðsathugun á sölu- möguleikum iðnaðarvéla, og voru fengnir til þess brezkir sérfræð- ingar. í júní var ég svo aftur beðinn um að koma til fundar. Var þá komin ný stjórn yfir fyr- irtækið og lá markaðsathugunin fyrir, en þótti þó helzt til al- menns eðlis. Varð það úr að fyrirtæl^ið samþykkti þau kjör, er ég setti upp og þó betur, og skyldi ég dveljast um 2—3 mán- aða skeið í Dumbarton þeim til aðstoðar og leiðbeininga um það, hvort fyrírtækið ætti að hefja nýja starfsemi, sem sé smíði ým- iskonar véla til iðjuvera og verk smiðja. Er ég nú nýkominn heim, eftir nær þriggja mánaða dvöl þarna í Dumbarton, og starfi mínu þar lokið að sinni. Liggja fyrir ýmsar athuganir og skýrslur, sem stjórn fyrirtækis- ins mun hafa til hliðsjónar, er ákvörðun verður tekin, hvort haf izt skuli handa um hina nýju- iðnaðardeild fyrirtækisins. — Skyldist mér á forstjóranum að líkur bentu til, að svo myndi verða. Og spurði hann mig jafn framt, hvort ég gæti hugsað mér að setjast að í Skotlandi til lang frama. sem ég treysti mér ekki til að svara á þeim stað og stundu. Hinsvegar kvaðst ég reiðubúinn til áframhaldandi samstarfs og samvinnu eftir því sem ástæður leyfðu. Geri ég ráð fyrir að dveljast hér á landi alla vegana fram yfir áramót, hvað sem síðar verður. Af fyrirtækjum, sem ég hafði mest gaman að heimsækja í Skot landi, vil ég nefna fiskiðnaðar rannsóknarstöðina í Aberdeen. Átti ég þar langt og skemmtilegt viðtal við Dr. Lovern og eins yfirverkfræðing frysti-deildarinn ar, en þar hafa átt upprm.a sinn heilfrystitæki þau, sem J & E. Hall Ltd. í Dartford hafa boðizt til að setja í Narfa, togara Guð- mundar Jörundssonar, og hafa áðúr verið reynd í Lord Nelson og fleiri skipum. Hefur kunn- ingi minn Commander Ranken, yfirverkfræðingur hjá Hall verk Fjögurra þrepa „Renneburg“-síldarpressan í síldarverksmiðj- unni að Kletti. Gísli Halldórsson teiknaði þessa pressu, sem er ný gerð og í notkun víða um heim. Afköst eru 25 tonn/klst. framleiðsluverksmiðja Evrópu, Hiram Walker Ltd., í Dumbart- on. Átti ég nokkra fundi með yfirverkfræðingi og yfirefna- fræðingi þessa fyrirtækis og kanadískum sérfræðingi, því að Hiram Walker eiga fyrirtæki bæði í Kanada og Bandaríkjun- um. Kom á þessum fundum fram hugmynd um möguleika á að nota alveg nýja vél til þess að skilja sykurlög frá kornúrgangi, sem öllum aðilum leizt mjög vel á, en engin ákvörðun hafði þó verið tekin, að svo komnu máli, Eitt mesta siglingaskip heimsins „Cutty Sark“ var byggt í Dumberton 1869. t góðu siglingaveðri gekk hún meir en nokkurt annað skip nema ef vera kynni hið nær jafn- fræga „Thermopylae“. smiðjunum skrifað merkilegar og ýtarlegar greinar um framtíðar- fyrirkomulag togveiða og togara, sem færustu menn íslendinga ættu, þjóðarinnar vegna, að kynna sér. Enn hefur hann hald- ið fyrirlestra fyrir Rússa um þessi efni. Ekki töldu hinir brezku sérfræðingar mikla fram- tíðarmöguleika fyrir frystiþurrk- un matvæla, sem miklar tilraun- ir hafa verið framkvæmdar með. Væri aðferðin ákaflega dýr. Hitt fyrirtækið, sem ég kom í nokkrum sinnum og fram- kvæmdi nokkrar tilraunir í, var stærsta „Distillery“, eð Whiskey- Jafnvægisstýrin á T.S.S. „Chusan“, 24.000 Iesta skipi byggðu 1950. Stýrin koma út úr hliðum 6kipsins og snúast á sjálfvirkan hátt, þannig að þau vinna gegn veltingi skipsins. Stýrin draga ekki úr ferð skipsins en stórbæta liðan farþega. Stýrin má draga inn í skipið, þegar þörf krefur. þegar ég fór, þó ekki sé ólíklegt að úr þessari tilraun verði síðar. Ef slík tilraun tækist vel. er ekki ólíklegt, að hin nýja vél ætti fyrir sér markað í brugghúsum og eymingarverksmiðjum um heim allan. Ég þarf ekki að geta þess að útflutningur Whiskeys er, fyrir Skota, álíka þýðingarmikill iðn- aður og fiskútflutningur fyrir ís- lendinga. En Dumbartonbúar eru í Whiskey eins og Vest- mannaeyingar í fiski. Á þessi litli bær 10% af öllum Whiskey útflutningi Skota. íbúatalan mun vera um 20.000. Mér var af þess- um ástæðum falið að kynna mér Whiskey framleiðslu og þótti mér það ekki óskemmtilegt verk. Mest af ekozku whiskeyi, er blandað whiskey, úr maiz að mestu leyti og möltuðu byggi a. m. k. 10%. Það er reykingin á bygginu, sem framkvæmd er með mó, sem gefur maltinu sinn sérstaka keim og ilm. Þetta og ræktun hins sérstaka gers, á- kveður undirstöðubragð Irvers whiskeyk En síðan er kannske blandað saman, eins og í Ball- antine, 42 tegundum mismun- andi whisky-tegunda, til þess að fá hið sérkennilega bragð, sem einkenni Ballantine. Hið eðlasU og upprunalegasta skozkt whisky er Malt Whiekeyið, sem búið er í svokallaðri Pot Still, og ein- göngu er framleitt úr óblönduðu Malti. Slík whiskey hafa yfrr- leitt sterkt bragð og þykja karl- manrisdrykkur. Eitt hið frægasta heitir LAPHROÁIG og er fram- leitt á Isle of Islay. Það er 80% að styrkleik, en eins og rjómi á bragðið. Ég hefi sagt frá þessu, af því ég býst við að ýmsir hafi gaman af. Dvölin í Skotlandi hefur orðið mér og okkur fjölskyldunni tád. mikillar ánægja og verður alltaf ógleymanleg, segir Gísli. Enda þótt veðrið væri mjög vætusamt og íbúðarþægindin lítil, þá bættu nágrannarnir og fólkið sem við umgengumst það ríkulega upp. Skotar eru með allra bezta og traustasta fólki, sem ég hef nokk urntíman kynnzt Lund þeirra virðist heil og óbrotin og velvild þeirra í garð annarra eftirtektar verð. Margt það tildur og mörg sú gervimennska, sem vel þróast í okkar dvergþjóðfélagi, myndi fljótt visna í Skotlandi. En alltaf er gaman og gott að koma heim á ný, segir Gisli. Það tók mig heila nótt að lesa blöðin, sem safnazt höfðu saman, þó mörgu væri sleppt. Einna mest hafði ég gaman af að sjá, að stjórn síldarverk- smiðjanna er komin á þá skoð- un, að byggja eigi geysistórar síldargeymslur fyrir austan og að síldargeymarnir á Raufar- höfn skuli hafa reynzt mjög vel. Fyrir báðum þessum hug- myndum, auknum síldargeymsl- um og endurbótum í tank- formi og kældum geymslum barðist ég fyrir meir en 20 árum. Nú þyrfti aðeins að gera tilraun á ný, með ís og nítrit til íblöndunar í slíka tanka, og væri þá væntanlega unnt að geyma síldina í 1—2 mánuði án þess um skemmdir yrði að ræða. Það mætti loks geta þess, seg ir Gísli, að inni á Síldarverk- smiðjunni að Kletti, er nú verið að gangreyna nýja fjögurra þrepa síldarpressu, hina fyrstu er flytzt hingað til lands. Er hún framleidd hjá Renneburg- fyrirtækinu og hfeur orðið til þess að fyrirtækið hefur hætt smíði hinna heimskunnu 18- feta pressa, en selur nú þessar, sem eru 12 fet, en jafn afkasta- miklar, í staðinn. Pressa þessi er síðasta vélin, sem ég teikn- aði, áður en ég fluttizt hingað frá Ameríku 1956, segir Gísli, en hún var þá enn ósmíðuð. Er þetta í fyrsta skipti, sem ég sé þetta hugarafkvæmi í gangi. Vona ég að þessi pressa reynist vel, hér sem annarsstaðar. y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.