Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 2
8 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 15. okt. 1961 Sr. Bjarni Þorsteinsson, tónskáld Aldarafmæli ÞAÐ VAR ekki um auðugan garð að gresja á tónlistarsviðinu hér é landi á því herrans ári 1861, fseðingarári séra Bjarna heitins Þorsteinssonar. Þó segir hann frá því, er hann minnist æsku sinn- ar, að söngur hafi verið ein helzta skemmtun manna á sam- komum. En jafnvel góðir söng- menn, sem þá voru kallaðir. eins og Þorsteinn Helgason, faðir séra Bjarna, kunnu ekki bassa í neinu lagi, því að enginn snefill af áhrifum hins „nýja söngs“ hafði þá náð vestur á Mýrar, þar sem Bjarni ólst upp. Helzt var það, að einstaka sálmalög voru farin að heyrast í nýjum myndum, og kom það fyrir í kirkjum. að sum ir sungu „gamla“ lagið en aðrir hið „nýja.“ Nótnabók sá Bjarni enga. fyrr en hann var kominn á fimmtánda ár og farinn að læra undir skóla vestur á Skógar- strönd, og svo eftir að hann kom í Latínuskólann 1877. Þá voru þjóðhátíðarlögin frá 1874 nýlega komin út á prenti. Það ár hafði Sveinbjörn Sveinbjömsson. þá 27 ára gamall, samið lagið við ,,Ó, guð vors lands“. Og ári síðar, 1875, fór Jónas Helgason, þá 36 ára að aldri, til tónlistamáms í Kaupmannahöfn, dvaldist þar eitt ár og helgaði tónlistarmálun- um knafta sína æ meir upp úr þvi. Bjami Þorsteinsson útskrifað- ist úr Latínuskólanum 1883 og dvaldist næstu árin í Reykjavík við skrifstofustörf og kennslu. Jafnframt aflaði hann sér þeirr- ar tónlistarfræðslu, sem ástæður leyfðu, og telur Jón Jóhannesson í riti sínu um Siglufjarðarpresta, að hugur hans hafi þá mjög stað- ið til utanfarar í því skyni að fullnuma sig í tónlistarfræðum, Sr. Bjarni Þorsteinsson en efni hafi brostið til þess. Hann gefur einnig í skyn að fyrirhugað ur ráðahagur Bjarna við Sigríði Lárusdóttur Blöndal, sýslumanns á Kornsá, muni hafa átt þátt í þeirri ákvörðun hans að ljúka sem fyrst embættisprófi en leggja á hilluna vonina um að gera tón Iistina að ævistarfi sínu. Það er og mála sannast, að ekki mun sá ferill hafa þótt gimileg- ur til frama fyrir íslending á þeim árum. Um það bil 10 árum áður hafði Sveinbjöm Svein- bjömseon, þá útskrifaður guð- fræðingur, lagt á þessa braut, og mun varla ofmælt, að slíkt hafi þótt gaaiga brjálsemi næst. Og sú varð raunin á um Sveinbjöm, að hann fann ekki hér heima Til sölu er við Hafnarfjörð 50 ferm. timburhús, ný forskálað og með nýjum gluggum. Er óinnréttuð. Verð kr. 50 þús. — Upplýsingar í síma 50704. S.I.B.S. S.I.B.S. Út hafa verið dregnir vinningar í merkjum Berklavarnardagsins 1961. Eftirfarandi númer hlutu vinning (ferðaviðtæki): 22422 17221 15852 15971 14486 32300 1068 38952 24154 1427 38544 23555 2165 16884 41007. Vinninganna ber að vitja á skrifstofu SÍBS, Bræðrabórgarstíg 9. SÍBS Fjölbreytt urval af Simi 15300 Ægisgötu 4 hurðarskrám hurðarlömum hurðartippum hurðarhöldum hurðarpumpum verkefni við sitt hæfi, og nutu aðrar þjóðir starfskrafta hans meir en íslendingar. Því að úti í þeim stóra heimi var öðru vísi um að lítast á tón- listarsviðinu 'heldur en hér heima í fásinninu. Um þessar mundir, þegar fyrst er að byrja að roða fyrir nýjum degi í tónlistarheimi íslendinga, og um það leyti sem Bjarni Þorsteinsson er að velja sér ævistarf, er Niels Gade, önd- vegistónskáld Dana, kominn úm sjötugt, Hartmann er um áttrætt, Grieg er á fimmtugsaldri og á hátindi frægðar sinnar, Brahms er á sextugsaldri og lýk- ur sumarið 1885 við fjórðu og síð ustu sinfóníu sína, Liszt er á áttræðisaldri, Wagner nýlega látinn, tæplega sjötugur að aldri, Verdi er nær hálfáttræður en tekur sig þó til eftir 15 ára hvíld og semur óperuna Otello, eitt af snjöllustu meistaraverkum sín- um, árið 1886. En hér á landi voru góðir söng- menn að byrja að „læra bassa“ i lögum. Böngfélög voru að feta fyrsta reikulu sporin, — hið fyrsta hafði Jónas Helgason stofn að í Reykjavík 1862. ári eftir fæðingu Bjama Þorsteinssonar. Hljóðfæratónlist mátti heita óþekkt með öllu. Þennan saman- burð er hollt og rétt að hafa í huga, þegar metin er staða fs- lands í tónlistarheiminum á vor- um dögum. Bjarni Þorsteinsson valdi prestskapinn, og má vera, að það val hafi orðið íslenzkri tónlist og tónlistarfræðum til happs. því að vandséð er, hvar starfsvettvang- ur hans hefði orðið, ef hann hefði helgað sig tónlistinni að öllu leyti. Kynnu þá enn að vera óunnin sum þau störf, er hann vann þörfust íslenzkri tónlist og tónlistarfræðum, — stórvirki,1 sem seint mun fymast, eins og enn verður að vikið. Meðal almennings mun séra Bjarni Þorsteinsson kunnastur fyrir frumsamin sönglög sín, en mörg þeirra mega heita á hvers manns vörum í landinu. Þá er og skerfur hans til íslenzkrar kirkjutónlistar ekki lítill, þar sem eru hátíðasöngvarnir. sem ■ setja viðhafnarblæ á guðsþjónust una á stórhátíðum í mörgum kirkjum landsins, sálmasöngsbók I in, sem hann bjó til prentunar og! gaf út 1903, og loks viðbætir við sálmasöngsbókina, gefinn út 1912. j Þó mun vart orka tvímælis, að merkasta afrek séra Bjarna Þor- steinssonar er safn bans af ís- lenzkum þjóðlögum, ásamt rit- gerðum þeim, er því fylgja, gefið út í Kaupmannahöfn af Carls- bergsjóðnum danska 1906—1909. Safn þetta er hið mesta stórvirki, og þótt það sé engan veginn galla laust, mun það um alla framtíð verða meginheimild þeirra, sem kynnast vilja íslenzkum þjóðlög- um og rannsaka þau. Rit þetta er á 10. hundrað blaðsíður að stærð og hefir að geyma um 1000 þjóð- lög og afbrigði þeirra, þar af um 500, sem séra Bjarni skrifaði upp sjálfur eftir ýmsu fólki, auk rit- gerða um þjóðlög og þjóðlaga- söfnum, söng og söngkennslu á íslandi frá fyrstu tíð, hljóðfærin íslenzku o. fl. Þegar séra Bjarni hóf þjóðlaga söfnun sína, um 1880, höfðu, að því er hann telur, alls verið gef- in út 16 íslenzk þjóðlög, öll í erlendum söfnum, þar af 9 í hinu mikla þjóðlagasafni Berggriens. Má því heita, að hér væri um að ræða algert brautryðjanda- starf, og oft var þar litlum skiln- ingi og miklu tómlæti að mæta. En séra Bjarni vann sleitulaust að þjóðlagasöfnuninni í 25 ár, og er vart unnt að gera sér fulla grein fyrir því óhemjustarfi, elju og þrautseigju, sem þurft hefir til að gera safnið svo úr garði, sem raun ber vitni, við þau skil- yrði, sem hamn bjó við lengst af. Segir hann sjálfur í niðurlagsorð um þjóðlagasafnsins, að það starf hafi verið sér kærast alls, sem hanm tók sér fyrir hendur, og Óska eftir góðum og reglusömum manni sem meðeiganda í góðri heildsölu og smásöluverzlun, sem er innflytj- andi á véla og bifreiðahlutum. Fyrirtækið er á góðum stað í bænum. Þeir, sem hafa áhuga á þessu, leggi nöfn sín inr, á afgr. Mbl. fyrir nk. mánudag merkt: „5744‘. Hausttízkan 1961 Hattar, kuldahúfur og: skinnhanzkar, fjölbreytt úrval. BERNHARD LAXDAL Kjörgarði. Hollenzkar velrorkápur í miklu úrvali teknar upp á morgun. BERNHARDLAXDAL Kjörgarði. lætur það að líkum, að slíkt stór- virki verður naumast unnið nema með miklum kærleika. Söfnunina hóf séra Bjarni þeg- ar á skólaárum sínum, og eftir að hann fluttist til Siglufjarðar 1888, stóð hann í stöðugum bréfa samböndum við mikinn fjölda manna í öllum landshlutum, sem sumir hverjir urðu honum að góðu liði, bæði við að skrifa upp lög og hafa upp á eldri handrit- um. Sjálfur ferðaðist hann og nokkuð um landið og lét ekkert tækifæri ónotað til að auka við safn sitt. Þá fór hann og tvisvar utan til þess að kynna sér og skrifa upp það, sem þar var til af íslenzkum nótum í handritum. einkum í Kaupmannahöfn. Til þessara ferða fékk hann lítilshátt ar styrk frá stjómarvöldunum, og auk þess hlaut hann í 3 ár 600 kr. á ári frá Carlsbergsjóðn- um, til þess að vinna að safninu. Annað bar hann ekki úr býtum fyrir þetta mikla verk. Séra Bjami hafði þá reglu að taka í safnið allt, smátt og stórt, sem hann náði í og með nokkru móti gat talizt til íslenzkra þjóð- laga, eða sem hann taldi, eins og hann orðar það, „geta orðið til þess að efla og útbreiða þekking una á þessum fræðum". Af þess. um sökum hefir safnið orðið tals vert fyrirferðarmeira en þurft hefði að vera, ef höfundurinn hefði haft aðstöðu og vinnuskil- yrði til að vinza úr því efní. sem að barst, og þjappa því saman. Sömu ástæður munu liggj.a til þess, að sumstaðar verður vart nokkurrar ónákvæmni í afritun handrita og ef til vill í uppskrift laga. En þegar hugsað er til þess, hvernig skilyrði voru til fræði- legra tónlistariðkana á Siglufirði um aldamótin síðustu, sýnast þeir ágallar stórum minni en við hefði mátt búazt. Og dapurlegt er til þess að hugsa. að enn í dag eru skilyrði til slíkra starfa litlu betri í sjálfri höfuðborg- inni en var um aldamótin í einu afskekktasta prestakalli landsins. Séra Bjama Þorsteinssyni væri sýndur verðugur sómi í sambandi við aldarafmæli hans. ef hafizt væri handa um að koma á^ fót sæmilegum stofni að safni nótna og tónlistarbóka, ef til vill í sambandi við Tónlistarskólann í Reykjavík, sem í vaxandi mæli er að verða miðstöð tónlistar- fræðslunnar í landinu. Séra Bjarni Þorsteinsson var mikill starfs- og atorkumaður á mörgum sviðum. Hann var þjón- andi prestur á Siglufirði hartnær hálfa öld. Hann var sjálfkjörinn leiðtogi í opinberum malum smsi byggðarlags og lifði Það að sjá Siglufjörð vaxa úr fremur óhrjá iegu og einangruðu sjávarþorpi £ einn blómlegasta kaupstað lands* ins. Hann var dugandi og eljusam ur fræðimaður og safnari á sviði þjóðlegrar tónlistar eins og reynt befir verið að syna fram a hér að framan, og einnig a öðrum svið* um þjóðlegra fræða lét hann eft. ir sig merkilegt starf. Loks var hann einn af brautryðjendum tón skáldskapar á Íslandi. þótt ekki geti hann talizt afkastamikið né fjölhæft tónskáld á almennan mælikvarða. Eftir hann liggja, eins og eftir flest önnur íslenzk tónskáld af hans kynslóð, nær eingöngu einsöngs- og korlög, og á þetta að sjálfsögðu fyrst og fremst rætur sínar í þeirri stað- reynd, að enginn jarðvegur var þá hér á landi fyrir aðrar teg. undir tónlistar og engin tök á að flytja hér stærri og umfangsmeiri tónverk. Samferðamenn séra Bjarna Þorsteinssonar margir hverjir munu lengi muna persónuleg kynni við hann. Siglfirðingar munu lengi búa að forystu hana í héraðsmálum sínum og bæjar- rnálum. En ástsælastur mun hann verða meðal þeirra eins og ann- arra Íslendinga fyrir sönglög sín. sem enn munu lengi ylja mörgu söngvinnu hjarta. Og með þjóð- lagasafni sínu hefir hann reist sér óbrotgjarnan minnisvarða á vettvangi íslenzkrar tónlistar- fræða og þjóðfræða. i ■ ___ Jón Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.