Morgunblaðið - 15.10.1961, Page 5

Morgunblaðið - 15.10.1961, Page 5
Sunnudagur 15. ©fct. 1961 M oncjns RL AÐIÐ 5 BIFREIÐIR eru mikið á dagskrá um þessar mund- ir eftir að innflutningur þeirra var gefinn frjáls. Mbl. hefur áður kynnt nokkrar gerðir bifreiða. Að þessu sinni verða tekn ar þrjár gerðir, sín úr hverju landinu. Ein bif- reiðanna, Skoda Octavia, er þekkt hér á landi, en hinar tvær hafa ekki sézt CITROEN Mercedes- Benz 190 —-------..nij.inm IÉM..1IIMU.I1JWI..I .111 ' "n——— Morcedes-Benz-bifreiðirnar eru smíðaðar hjá Daimler Benz A.G. í Vestur-Þýzka- landi. Fyrirtækið heitir eftir tveim þekktustu mönnum bifreiðasögunnar, verkfræð- ingunum Karl Benz og Gott- lieb Daimler, sem unnu sam- an að smíði fyrstu bifreiðar- innar, er knúin var fljótandi eldsneyti. Var það þriggja hjóla bifreið, knúin % ha., eins strokks vél, smíðuð 1886. Þeir félagar ráku hvor sitt fyrirtæki og átti Daiml- er einkarétt á vélinni. Daiml- er lézt árið 1900, en Benz ár- ið 1929. Árið 1926 voru fyrirtækin sameinuð. í Daimler-Benz A,- G. Frá upphafi hefur Merce- des-Benz merkið notið viður- kenningar fyrir vandaða fram leiðslu. Á bifreiðasýningunni, sem nýlega var haldin i Frank- furt, sýndu Daimler-Benz- verksmiðjurnar nýja gerð af Mercedes-Benz 190. Bifreið- irnar hafa nú fengið sömu yfirbyggingu og gerðin 220 fékk haustið 1959, nema hvað vélarhúsið er heldur styttra, þar sem 190 hefur aðeins 4 strokka vél. Mercedes-Benz 190 er gerður ýmist fyrir benzín eða díselolíu og er benzín-bifreiðin búin 90 ha. vél, en dísil-bifreiðin 60 ha. vél. 190 er fjögurra gíra og er hámarkshraði 145 km/klst. Það er athyglisvert að há- markshraði í 3. gír er 111 km/klst. Þrátt fyrir aflmikla vél er 190 sparneytin, notar 10,8 lítra á 100 km (mælt á 110 km hraða á klst.) Bif- reiðin er nú mun rúmbetri en áður, þrátt fyrir svipað utanmál. Sérstaklega má benda á ýmsan öryggisútbúnað í 190. Öryggislæsingar eru á öllum fjórum dyrum, miðja stýris- ins er bólstruð til að draga úr höggi við árekstur og bólstruð umgjörð um mæla- borð og öll tæki í mælaborð- inu ýmist innbyggð eða úr eftirgefanlegu efni. Umboð: Ræsir hf., Skúla- götu 59. Allar eru fólksbifreiðirnar með framhjóladrifi, en helztu kostir þess eru að bifreiðin heldur veginum mjög vel, sérstaklega í beygjum. Einn- ig er framhjóladrif mjög heppilegt í lausum sandi, snjó, hálku og aurbleytu. — Gólf í farþegarými er slétt, þar sem ekkert drifskaft ligg ur aftur úr vélinni. Á heimsstyrjaldarárunum síðari, voru Citroén-verk- smiðjurnar önnum kafnar við framleiðslu hergagna. — En strax að styrjöldinni lokinni hófust þær að nýju handa um framleiðslu bifreiða. Fyrst framan af sendu verksmiðjurnar frá sér end- urbættar útgáfur af fyrri árgerðum, en unnið var að tilraunum með nýja bifreið, sem vakti feikna athygli, er hún kom á markaðinn. Þetta var Citroén DS 19. Bifreiðin er teiknuð með það fyrir augum að loftmótstaðan verði sem minnst í akstri og fer bifreiðin mjög vel á vegi. Árið 1957 kom svo Citroen ID 19, sem felur í sér ýmsa helztu kosti DS 19. Þessar bifreiðir eru grindarlausar, þ. e. með tvöföldu stálhúsi, svo nefndu „monoshell body“. — Fjöðrunin er mjög fullkom- in og sérstök. Fjaðrirnar eru í rauninni nokkurskonar dæl ur, sem fylltar eru sérstök- um vökva (,,glussa“). En of- an á dælunum eru auk þess loftpúðar. —t Fjöðrunarkerfið er hlaðin. Þá má einnig með litlu handfangi undir mæla- borðinu hækka bifreiðina úr 6,5” meðalhæð í 9" og 12" hæð, og aka henni þannig, ef ástand vegarins gefur tii- efni til. Þetta er einnig notað í stað lyftu, ef skipta þarf um hjól. ID 19 er fimm manna bif- reið með 4 strokka vatns- kældri vél. Rúmtak vélarinn- ar er 1911 rúmsentimetrar og orkan 69 bremsuhestöfl. — Benzínnotkun er 9—10 lítrar á 100 km, og hámarkshraði um 140 km/klst. Verðið er um kr. 237.700,00. Á bifreiðasýningu, sem opn uð var í París í byrjun mán- aðar, sýna Citroén-verksmiðj urnar nýja gerð, sem þær nefna AMI-6 og er endur- Skoda Octavia —6V2 líter á 100 km) og þægileg bifreið og er útlitið mjög sérkennilegt. Verðið er um kr. 143 þúsund. Umboð fyrir Cirtoén: Har- aldur Sveinbjarnars., Snorra- braut 22. Mercedes-Benz 190 er rúmgóður fyrir 5—6 manns. Undanfarin ár hefur mikið flutzt til landsins af Skoda- bifreiðum frá Tékkóslóvakíu. Bifreiðir þessar hafa verið að vinna sig í álit hér, enda mun innflutningur hafa ver- íð mestur sl. ár. Skoda er rúmlega 100 ára gamalt fyrirtæki og hóf smíði bifreiða fyrir 60 árum. Núna framleiðir Skoda aðal- lega fimm gerðir bifreiða, þ. e. Octavia, Octavia Combi (station), Octavia Super, Octavia Touringsport og Feli cia, sem er „sportmodel“ með blæju eða málmþaki, sem taka má niður. Hér er Skoda Octavia þekktasta bifreiðin. Þetta er 4—5 manna, tveggja dyra, sparneytin (7 lítra á 100 km) bifreið með 43 ha. vél, sem gefur 125 km hámarkshraða á klst. Bifreiðasérfræðingur eins Kaupmannahafnarblaðsins fékk nýlega lánaða nýja Skoda Octavia-bifreið til rejmslu í hálfan mánuð. Að þeim tíma loknum skrifar hann um reynsluna. — Segir hann að miðað við eldri „módel“ hafi Skoda farið mikið fram. Yfirbygging og vél eru sterkbyggð og bif- reiðin rúmgóð. Auðvelt er að halda mikilli ferð úti á veg- Framhald á bls. 14. bætt af gerðinni 2CV. Þetta er 4 manna bifreið með 2ja strokka, loftkældri vél. Þeg- ar sýningin var opnuð, sendu verksmiðjurnar 300 bifreiðir af þessari gerð út á götur Parísar og mátti hver sem vildi stöðva þær á götunum og fá að aka þeim til reynslu í stundarfjórðung. AMI-6 er sparneytin (5% Citroen Ami-6 Citroén-verksmiðjurnar í París framleiða margar mis- munandi gerðir bifreiða, bæði fólks- og vörubifreiðir. Citroén ID 19 hefur þann kost, sem er al- gjör nýjung, að það heldur sjálfkrafa sömu hæð frá jörðu, hvernig sem bifreiðin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.