Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 9
Sunnudagur 15. okt. 1961 MORGVNBLAÐtÐ ITLER 0 Samanburður ÞEGAR sá, sem kunnugur er sögu síöari ára, les nýleg ummæli og ræður Nikita Krúsjeffs um frið ©g afvopnun, þá hlýtur hvað eftir annað að hvarfla að honum, að þetta hafi hann allt heyrt áður. I>að er heldur ekki erfitt fyrir hann að rifja upp, hvar og hve- nær það var. Tilvísaniir í raeður Adolfs Hitlers, sem hann hélt áður en hann steypti þjóðum heims í styrjöld, sýna auðsæjar og eftirtektarverðar samlíkingar. Hér er um að ræða sams konar aðferðir í málflutningi, sams kon ar skírskotanir á sviði mælsku- listar og jafnvel sama orðalag. • Tekið var mark á orðum Hitlers !' Tillögur Hitlers um heimsfrið ©g afvopnun eru næstum gleymd- ar nú. Mynd sú, sem geymist af Hitler í sögunni, er mynd stríðs- sesingaseggs og styrjaldarhefj- anda, Og af þeim sökum virðast nú allar fullyrðingar, fullvissan- ir Og tryggingar hans um frið jnnantómar og fánýtar. En þær voru samt teknar nógu alvar- lega á sínum tíma í hinum vest- rænu lýðræðisríkjum, ekki ein- ungis í alþýðlegum og vinsælum blöðum, heldur einnig á æðri stöð um Og meðal framámanna Og á- Ibyrgra stjórnmálaleiðtoga. f>eir, eem héldu dauðahaldi í þá trú sína, — þrátt fyrir allt sem benti til hins gagnstæða — að Hitler væri í raun og veru friðsemdar- maður sem vildi vel, og hægt væri að ná skynsamlegu sam- komulagi við, litu á hverja hag- Stæða bendingu í ræðum hans eins og loforð, sem hægt væri að reisa nýjan heim á. Almenningur ibeið eftir hverri ræðu hans í eftirvæntingu, eins og þær væru ■ mun mikilvægari en allt það, sem ! raunverulega gerðist í Þýzkalandi á valdatímum Hitlers. I • Skírskotað til friðarvona Af eðlisávísun sinni skildi Hitl- er þessar óskir alls mannkynsins um frið, og þörf manna og þrá eftir orðum, sem gáfu vonir um að hann héldist. Hann vissi allt Of vel, hvernig hann átti að færa 6ér þessar óskir í nyt, þegar hann var að framfylgja stefnu sinni ®ð gera Þýzkaland svo hernaðar lega máttugt, að hann gæti kom- ið vilja sínum fram á alþjóðavett- Vettvangi. Kringumstæðurnar voru vissulega frábrugðnar að- stæðunum nú að því leyti, að OÞýzkaland endurhervæddist í trássi við hinar einhliða afvopn- unarklausur í Versalasamningn- unum, en Sövétríkjunum hafa á liinn bóginn aldrei verið settar neinar hömlur, sem fullvalda ríki, á að vígbúast eins mikið og þeim sjálfum sýnist. Engu að síður er líking með þessum tveimur til- Vikum: Hitler leitaðist ekki ein- göngu við að vinna á ný í hend- ur Þjóðverja réttinn til að kveðja menn til herþjónustu og að fram- leiða vöpn af öllum gerðum; hann reyndi að komast fram úr hinum vestrænu lýðræðisríkjum og ná góðu forskoti með því að leika á vonir þeirra um afvopnunarsátt- mála. Þannig gat hann tafið end- urvígbúnað þeirra, unz allt var um seinan, og þau gátu ekki náð Þýzkalandi nema á löngum tíma. Á sama hátt miðast friðaráróður Sovétríkjanna ákveðið að því að fá Vesturlönd til að draga úr víg- búnaði sínum, minnka vopna- birgðir eða yfirgefa vissa hern- aðarlega mikilvæga staði, án þess að gera raunverulega neinar sam bærilegar takmarkanir á hern- aðarmætti Sovétríkjanna. • Hitler leikur friðarpostula Þegar Hitler komst til valda árið 1933, settu þjóðir heims von sína á afvopnunarráðstefnuna, sem þá var að koma saman í Genf. 16. maí hvatti Roosevelt Bandaríkjaforseti til algers af- náms „árásarvopna“. Þau vOru þá skilgreind sem sprengjuflugvélar, stórskotavopn og skriðdrekar, — einmitt þær tegundir vopna, sem Þýzkalandi voru bannaðar skv. Versalasamningunum, og sömu tegundirnar, sem Hitler var þá að undirbúa stórframleiðslu á handa hinum nýju hersveitum sínum. Hitler hélt ræðu í ríkisþinginu næsta dag og lézt þá vera keppi- nautur Roosevelts um áhuga á friði og afvopnun. Hann sagði Þýzkaland „vera reiðubúið til að afsala sér öllum árásarvopnum, ef hinar vopnuðu þjóðir vildu að sínu leyti eyðileggja öll árasar- vopn . . . Þýzkaland er reiðubú- ið til að leggja niður allar hern- aðarstofnanir sínar og eyðileggja hinar litlu vOpnabirgðir, sem enn eru til, ef nágrannalöndin vilja gera slíkt hið sama ... Þýzkaland Tillaga að höggmynd af „friðarboðunum“ Hitler og Krúsjeff • Notaði timann til hervæðingar Enn vonuðu menn, að Hitler myndi verða ánægður með tákn- rænan vott sjálfstæðs endurvíg- búnaðar, og myndi að lokum failast á takmörkun hergagna og vígbúnaðar. Meðan slíkar vonir voru við lýði, var enginn áhrifa- maður í stjórnmálum í Bretlandi eða Frakklandi reiðubúinn að boða eða beita sér fyrir stórauk- inni stríðsgetu lands síns, auk- inni vopnaframleiðslu Og vígbún- aði, því að öllu slíku hefði orðið, að varpa fyrir róða ef að lokum Grein eftir G.F. Hudson er tilbúið til þess að gerast aðili að hátíðlegum sáttmálum, þar sem ríki skuldbinda sig til að gera ekki árás hvert á annað, þar sem það hefur ekki í huga að ráðast á neinn, heldur einungis að öðlast öryggi“. • Hitler „sáttfús“ gegn tilslökunum En um haustið kallaði Hitler þýzku sendinefndina á afvopn- unarráðstefnunni slcyndilega heim og tilkynnti úrsögn Þýzka- lands úr Þjóðabandalaginu. Hann hafði það að yfirvarpi, að Frakk- ar krefðust þess, að alls liðu átta ár meðan Þjóðverjar væru smátt og smátt að endurheimta fullkom ið jafnræði á við aðra um herbún aðarréttindi. Með því að halda sýningu á hryggð Og reiði þjóð- arinnar vegna þessa, á útifund- um og í kröfugöngum, fékk hann stuðning heima fyrir við stefnu sína um hraðan og hömlulausan endurvígbúnað, en á sama tíma reyndi hann allt til þess að telja Vesturveldunum trú um, að hægt væri að fá sig aftur til þátt- töku í afvoþnunarráðstefnunni, ef hann fengi hæfilegar tilslakanir, eftirgjafir og viðurkenningar. hefði orðið af allsherjarafvopnun. Á þennan hátt vann Hitler mikils verðan tíma, því að hann einn vissi, að til afvopnunar myndi ekki koma. Andstæðingum hans skildist of seint, að meðan hann í þóttist vera að athuga afvopnun- artillögur, voru Þjóðverjar í óða- önn að endurhervæðast, svo að þýzki flugherinn varð brátt öfl- ugri en flugherir Frakka og Breta samanlagt. • Friðarræða og hátíðleg loforð Hitler hélt engu að síður áfram friðartali sínu. Þegar hann steig úrslitaskrefið í afneitun Versala- samninganna með því að innleiða herskyldu á ný í Þýzkalandi, hélt hann um leið ræðu í ríkisþinginu, sem var svo full af aðdáanlegum friðarvilja og friðarhugleiðingum, að henni var hælt á hvert reipi í blöðum þeirra þjóða, sem fjór- um árum síðar urðu að berjast gegn Þýzkalandi. Hitler sagði, að kynþáttakenning hans útilok- aði og kæmi í veg fyrir allar hugsanlegar óskir manna af þýzk um stofni til að undiroka ó- germanskar þjóðir, því að inn- limun slíkra þjóða í alþýzkt þjóð- ríki gæti aðeins veikt það. Hann kvaðst að fullu og öllu falla frá sérhverju tilkalli til Elsass-Lothr ingen (Alsace-Lorraine), og hann ..viðurkenndi hátíðlega og ábyrgð ist“ landamæri Frakklands. Hann lýsti því yfir, að hann myndi „skilyrðislaust halda“ griða samninginn, sem hann hafði gert við Pólland; að hann myndi ekki blanda sér á nokkurn hátt í innanríkismál Austurríkis láta sig þau neinu skipta, hvað þá að hann myndi gera samkomu lag um takmörkun eða afnám allra þungavopna, sem „sérstak- lega væru gerð til árásar“. • „Engar landakröfur" Hitler lýsti yfir því, að Þýzka- land „vildi frið vegna grundvall- ar-sannfæringar sinnar. Það vill einnig frið vegna skilnings hinni einföldu staðreynd, að ekk- ert stríð er líklegt til þess að bæta úr hörmungum Evrópu . . . höf- uðáhrif hverrar styrjaldar felast í eyðingu þess, sem bezt er hjá hverri þjóð . . . Sá, sem tendrar stríðskyndilinn í Evrópu, getur ekki vænzt neins nema algers öngþveitis". Skömmu síðar, þegar Hitler rauf Locarno-sáttmálann með því að hertaka hin óvörðu Rínarlönd, fullyrti hann enn, að þótt Þýzka land væri ákveðið í að „endur- reisa heiður þjóðarinnar“, þá mundi það nú „fremur en nokkru sinni áður“ beita sér af alefli fyrir „skilningi meðal þjóða Evrópu“. „Við gerum engar landa kröfur í Evrópu", sagði hann í ríkisþinginu. „Þýzkaland mun aldrei rjúfa friðin". • „Seinasta landakrafan“ Tveimur árum síðar, þegar hann hafði hrifsað Austurríki til sín og spanað svo upp deiluna við Tékkó-Slóvakíu, að við styrj- öld mátti búast, sagði hann Ne- ville Chamberlain, að krafa hans til Súdetahéraðanna væri „seinasta landakrafa sín í Evrópu". Brezki forsætisráðherr- ann var svo sannfærður um að Hitler hefði að lokum fengið full nægju sína, að hann sagði þeim, sem fögnuðu honum við komuna til Lundúna: „Yes, it is peace in our time“ (: já, það þýðir frið um okkar daga). UNDANFARH) hefur mörgum þeim, sem skrifa um alþjóða- mál, orðið tíðrætt um það, hve Krúsjeff gerist nú líkur Hitl- er í aðferðum sínum við að knýja fram stefnu sína. Blíð- mælum og hótunum er beitt til skiptis, og biti gleyptur fyrir biía — og alltaf á það að vera seinasti bitinn. Grein sú, sem hér fer á eftir er tekin upp úr „The New Leader“. Hún er eftir þekktan sérfræðing um alþjóðamál, G. F. Hudson. Hanin var starfs- maður brezka utanríkisráðu- neytisins á árunum 1939—1946, en er nú forstöðumaður þeirr- ar stofnunar við St. Antony’s College í Oxford, sem fæst við austræn fræði og málefni hinna fjarlægari Austurlanida. Blekkingarnar tókust Aðferð Hitlers var- einföld í undirstöðuatriðum, þótt henni væri beitt á margvíslegan og hug vitsamlegan hátt. Hann gerði sér far um að leika bæði á strengi vonar og ótta mannkynsins, not- aði á víxl loforð og hótanir, eða sameinaði jafnvel hvort tveggja. Hann veifaði framan í augu heimsins lokkandi tilboðum um friðsamlegt samkomulag, um leið Og hann reif samninga í sundur og beitti valdi þar, sem honum sýndist. Valdbeiting hans hverju sinni afhjúpaði. stefnu hans og hlaut að vera í mótsögn við fyrri fullvissanir hans um friðsamlega sambúð, en jafnvel þá gafst hann ekki upp á að svæfa grunsemdir og ala á voninni. Eftir hvert samn ingsrof og brot á samkomulagi bauð hann nýjar tryggingar fyrir friði, vináttu og nýjum samning- um. Hver ný krafa átti örugg- lega að vera hin síðasta. Allar sögulegar rannsóknir, athuganir og skrif um hið svokallaða ,appeasement“ („friðunar- stefnu“), sem kom upp fyrir seinni heimsstyrjöldina, leiða skýrt í ljós, hve árangursrík þessi stefna Hitlers var. Sem dæmi um það, hve þessi friðunarstefna gat gengið í lýðræðisríkjunum, má minna á leiðaraummæli í „Times“ í Lundúnum, þegar Hitl- er skírskotaði í ræðu ákaft til friðarins, eftir að hafa komið herskyldu aftur á í Þýzkalandi, þvert ofan í alla samninga. Þá sagði „Times“ í leiðara: „Von- andi verður ræðunni hvarvetna tekið sem einlægum og vandlega íhuguðum ummælum, er þýða nákvæmlega það sem þau segja“. • Krúsjeff verðugur arftaki Hitlers Hitler er löngu dauður, en ef draugurinn Hitler gengur enn götur Berlínar, hlýtur hann að viðurkenna, að hann hefur eign- azt verðugan arftaka. Þegar hann hugleiðir, hvernig Krúsjeff hef- ur haldið á utanríkismálum Sovét ríkjanna seinustu þrjú árin, hlýt- ur hann að sjá, að framkvæmd þeirra mála er verð viðurkenning ar hans. • Aðferðir Hitlers endurbættar Áróðursherferð Sovétríkjanna fvrir „friðsamlegri sambúð" og „a'gerri afvopnun" er tækniiega séð endurbót og framför á mynd- inni, sem Hitler gerði af sjálfum sér sem friðarhöfðingja meðal þjóða heimsins. Sovétríkin ,,berj- ast fyrir friði“ og „beita sér fyr- ir því að frelsa mannkynið frá styrjaldarbölinu með því að krefj ast algers allsherjarafnáms vopna hverju nafni sem nefnast". Vest- urlönd lenda í varnarstöðu, þeg- ar þau halda áfram að spyrja hvernig hægt sé að tryggja, að áætlun um afvopnun yrði fram- kvæmd heiðarlega af öllum aðil- um, ef hún yrði samþykkt. Samkvæmt sovézkum áróðri eru slíkar spurningar ekkert nema óhróður og rógur um hinar stórkostlegu fyrirætlanir Sovét- ríkjæma. Spurningarnar leið; Frh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.