Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.10.1961, Blaðsíða 10
MORCVTSKLAÐ1Ð Sunnudagur 15. okt. 1961 10 MIKIÐ hefur verið rætt um það í sambandi við landhelg- ismálið hve íslendingar eru fiskveiðunum háðir. Því verð- ur heldur ekki mótmælt, að efnahagur þjóðarinnar bygg- ist fyrst og fremst á sjávarafl anum. Hins vegar starfar stór hluti þjóðarinnar í öðrum at- vinnugreinum, einkum land- búnaði og iðnaði, sem vaxið hefur á síðustu árum. — f Fær eyjum starfa langflestir hins vegar beint eða óbeint við út- veginn, því segja má, að Fær- eyingar séu í einu og öllu háð ir fiskveiðum. • Há.lfrar aldar kútterar En Færeyingar verða að sækja mestan hluta aflans á fj-arlæg mið. Heimamiðin eru rýr og það er ekki fyrr en nú, að fiskveiðitakmörkin hafa verið færð út, að vonir glæðast um betri afla við Fær- eyjar. — Við höfum oft dáðst að þrautseigju og dugnaði Færeyinga, því sjósókn þeirra hefur verið erfið. Fram á síð- ustu ár hafa þeir sótt á Islands mið og til Grænlands á löngu úreltum skipaflota, skipum, sem íslendingar lögðu til hlið ar fyrir nokkrum áratugum. Færeysku skipin, sem við höf- um séð á Islandsmiðum, hafa verið hálfrar aldar gamlir kútterar og skútur, hæggeng- ar mjög og lítt vænlegar til stórræða að dómi íslenzkra sjómanna. • Endurnýja skipastólinn Nú hafa Færeyingar loks séð sér fært að endurnýja skipastólinn. Sú uppbygging fiskiflotans, sem nú á sér stað i Færeyjum, er jafnör — ef ekki örari en hún var á Is- landi eftir stríðið. Tugum gamalla kúttera og skútna er lagt á hverju ári og það líður vart sú vikan í Færeyjum, að ekki bætist nýtt skip í flöt- ann. Fiskiskipastól] Færeyja er nú um 30 þús. tonn og stór hluti hans er nýr. Færeyingar eiga nú 16 tog- ara og þar af er aðeins einn, sem við mundum segja að væri gamall. Fjóra nýja þús- und tonna togara hafa beir látið smíða í Portugal. Aðrir hafa komið frá Þýzkalandi og Englandi. En það er sama sag- an með togara Færeyinga og annarra þjóða. Aflinn hefur minnkað og afkoman versnað. • Erfitt að fá unga menn á gömlu skipin Megináherzlan er því lögð á að fjölga stóru linubát- unum, sem eru allt frá 100 tonnum upp í 350 tonn að stærð. Flestir eru byggðir í Noregi, altonargir í Frakklandi — og Færeyingar eru sjálfir byrjaðir að smíða heima. Það, sem af er þessu ári, hafa 12 nýir línubátar bætzt í flotann. Samningar hafa verið gerðir um smiði 12, sem afhenöast eiga á næsta ári, auk þess verða 5 smíðaðir í A-Þýzka- landi og 2—3 í Færeyjum. Mikill fjöldi smærri skipa er lika smíðaður, því Færeyingar hafa sett markið hátt. Þeir ætla að endurnýja allan skipa flotann. Enn eru samt um 70 gamlar Magnus Heinason, nýjasti togari Færeyinga, er um þúsund tonn, smíðaður í Portúgal. Þetta er hið glæsilegasta skip og var afhent Færeyingum í sumar. Færeyingar endur- nýja skipastólinn skútur í notkun, en úthalds- mun ódýrari — og nokkurn dögum þeirra fækkar óðum. hluta ársins stunda þau jafn- Sjómennirnir vilja komast á vel handfæraveiðar. í sumar nýju skipin. Þar eru menn á hefur hlutur línuskipanna ver Porkeningur, fyrsti línubáturinn úr stáli, sem smíðaður er í Færeyjum. Þetta er sjöunda skipið, sem Tórshavnar Skipa- smiðja smíðaði. Porkeningur er um 150 tonn og var hleypt af stokkunum í júní í sumar. biðlista — og það er erfitt að fá unga menn á gömlu skipin. • Þeir hafa lánstraust Forystumenn Færeyinga höfðu ákveðið að leggja megin áherzlu á línuskipin áður en séð var fyrir um erfiðleika togaraútgerðarinnar. Astæðan var einfaldlega sú, að línuskip jn veita tiltölulega,fleiri mönn um atvinnu miðað vð fjárfest- ingu. Það er hægt að fá sex 150—200 tonna línuskp fyrir andvirði eins togara. Veiðar- færi línuskipanna eru líka ið hlutfallslega sízt lakari en togaranna — og Færeyingar ráðgera nú enga stækkun tog- araflotans. En hvernig hefur þessi fámenna þjóð getað eignazt þennan stóra flota á svo skömmum tíma? Astæðan er einfaldlega sú, að Færeyingar hafa mikið lánstraust. Fær- eyskur útgérðarmaður hefur ekki þurft að leggja fram nema 10% af andvirði nýs skips. Lögþingið, m.ö.o. stjórn arvöld Færeyja, hafa síðan lagt fram 20% sem óendur- kræft lán, en danskar lána- stofnanir hafa síðan veitt mest an hlutann af því, sem þá vant ar upp á. • Jafnaðarmenn vilja einkarekstur Þetta óendurkræfa lán til útgerðarmanna kemur mönn- um e. t. v. spánskt fyrir sjón- ir. — Jafnaðarmenn eru nú einna áhrifamestir í færeysk- um stjórnmálum. Mætti ætla, að þeir vildu með þessu binda útgerðina á klafa hins opin- bera með þjóðnýtingu fyrir augum. En því fer fjarrL lögmaður Færeyja jafnað- armaðuriíln Peter Mohr Dam, sagði í viðtali við frétta- mann Mbl.: „Við gætum hugs- að okkur að þjóðnýta margt. En ekki skipastólinn. Ef út- gerðarmaðurinn getur ekki rekið sitt skip á eigin reikn- ing, þá getur hið opinbera það ekki. Okkar reynzla er sú, að útgerðarmaðurinn rekur skip ið miklu betur og af meiri hag sýni. Við viljum styðja þá eins og við getum. Það er þjóðinni til hagsbóta.“ • Lögþingið tryggir lágmarkskaup Nær allur skipastóll Fær- eyinga er í einkaeigu, en hluta félög með þátttöku bæjarfé- laga, hafa verið mynduð um nokkra nýju tógaranna. Fær- eyingum finnst þetta ekki hafa gefið góða raun. Lögþingið gengur ekki í ábyrgð fyrir útgerðarmenn, þegar þeir kaupa nýju skipin. Ef lánastofnanir treysta ekki útgerðarmanninum fær hann ekkert lán — og ekkert skip. Lögþingið hleypur heldur ekki undir bagga með útgerðinni ef illa fer — nema þá í ein- hverjum sérstökum tilfellum. Eini stuðningurinn við rekst- ur útgerðarinnar, sem lög- þingið veitir, er að ábyrgjast lákmarkskaup sjómanna. Það tryggir hásetanum 900 krónur (færeyskar) á mánuði — og ef hluturinn er undir 1,500 krónum fær hásetinn uppbót pr. kíló, sem hann hefur aflað. Uppbótin verður samt aldrei meiri en svo, að heildartekj. urnar verði 1,500 krónur yfir mánuðinn. —~k— Utgerðin fær enga uppbót þó illa áflist, en hins vegar eru útgjöldin (olía, ís, salt, beita, vistir) dregin frá brúttó verðmæti aflans, þ. e. áður en hlutaskipti eru gerð. Yfir- leitt fær útgerðin svo helming á móti skipshöfninni, en það er þó breytilegt eftir því hvaða veiðar eru stundaðar. Með þessu móti hefur út- • gerðinni verði gert kleift að eflast og vaxa og erfiðleikar togaraútgerðarinnar í Færeyj um eru t. d. ekki sambærileg- ir við það, sem hér er. h.j.h. • , yV'JM/'íi'S •■:■ ••••••:•• • • • „Skógur“ af siglutrjám — og megninu af þessum skipum, sem þarna eru, hefur verið lagt fyrir íullt og allt. Þetta er ''n tímanna tákn í Færeyjum. Myndin er frá Klakksvík. Námskeið í amerískum nú- tímabókmenntum NÝLEGA er komlnn hingað til lands prófessor Gerald Thorson, sem er yfirmaður ensku deildar. innar í Augsburg College i Minneapolis í Bandaríkjunum. Prófessor Thorson tók doktors- próf við Columbia University i New York, og hafa birzt eftir hann margar greinar um enskar og amerískar bókmenntir. Hann mun starfa í vetur sem sendikenn ari við Háskóla íslands, á vegum Fulbright-stofnunarinnar, og flyt ur þar fyrirlestra og kennir amerískar og enskar bókmenntir. Prófessor ThorsOn mun halda námskeið í amerískum mútíma- bókmenntum fyrir stúdenta og aðra, sem vilja taka þátt í þvL Þar mun hann flytja fyrirlestra um þróun skáldsögunnar í Banda ríkjunuma og um verk ýmissa amerískra rithöfunda, t.d. Henry James, Willa Cather, Sinclair Lewis, F. Scott Fitzgerald, John Steinbeck, Ernest Hemingway, William Faulkner, Herman Wouk, William Styron, J.1 D. Salinger. Prófessor Thorson biður þá, sem vilja taka þátt í námskeiðinu, að koma til viðtals þriðjudaginn 17. október kl. 6.15 e.h. í VIL kennslustofu háskólans. GUNNARJÓNSSON LÖGMADUR við undirrétti og hæstarén Þinghoitsstræti 8 — Sími 18259

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.